Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 21 ÁTÖKIN scm eiga sér nú stað milli ríkisstjórnar- ílukkanna út al efnahagsmálafrumvarpi forsætis- ráðherra og afstöðu verkalýðshreyfingarinnar til þess, eru í hugum margra tákn þess að dagar þessarar vinstri stjórnar séu taldir. Það kcmur líka í Ijós, þegar umhrotin nú eru borin saman við dauðastunur vinstri stjórnanna 1958 og 1974, að athurðarásin í öll skiptin eru svo áþekk, að með ólíkindum má teljast. í öll skiptin er um það að ræða, að stjórnirnar hafa verið með áform á prjónunum um að grípa til róttækra efnahagsað- gerða, sem launþegahreyfingin hefur ekki getað kyngt þegar á hólminn hefur vcrið komið og það leitt til þess að ríkisstjórnin hefur leystst upp — með mjög dramatískum tilburðum hverju sinni. Hannibal les upp bréf forsætisráðherra til hins sögulega Alþýðusambandsþings meðan forsætisráðherra Hermann Jónasson situr honum á hægri hönd ásamt efnahagsmála- sérfræðingi vinstri stjórnarinnar þá. Jónasi Haralz. A thyglisverðar hliðstœður í dauðostríði vmstristjónumna Ágreiningur milti kumþegasamtoka og forsœtisróðherra um verðbótavandann hetur jafnan orðið þeim að tjörtjóni * Hermann og Alþýðusam- bandsþingið 1958 Dauðastríð ríkisstjórnar Her- manns Jónassonar átti sér stað síðustu daga nóvember 1958 meðan þing Alþýðusambands íslands stóð yfir í KR-heimilinu við Kaplaskjólsveg. Það var klukkan 5 síðdegis 28. nóvember, að forseti þingsins tilkynnti að forsætisráðherra hefði farið þess á leit að mega ásamt efnahagsmálasérfræðingi ríkis- stjórnarinnar ávarpa þingheim. Var skýrt frá því, að þessi málaleitan stæði í sambandi við ríkisstjórnartillögur, sem nokkrum forystumönnum á Al- þýðusambandsþinginu hefðu verið sýndar. Þingheimur samþykkti að veita forsætisráðherra og efna- hagsmálasérfræðingi ríkis- stjórnarinnar, Jónasi Haralz, heimild til að tala á þinginu. Tók Jónas til máls á undan og gerði grein fyrir efnahags- ástandinu. Kom fram í máli hans, að hann taldi unnt að gera efnahagsráðstafanir með þeim hætti að ekki yrði um neina lífskjaraskerðingu að ræða, en til þess að unnt væri að semja um slíkt og haga efnahags- málunum á réttan hátt yrði ríkisstjórnin að fá frest á greiðslu vísitöluuppbótar um 17 stig, því að ellegar yrði skrefið stigið fram af brúninni. Forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson kvaddi sér næstur hljóðs og las upp bréf frá for- sætisráðherra til Alþýðusam- bandsins þess efnis að ASÍ féllist á að fresta greiðslu vísi- töluuppbótarinnar og einnig las Hannibal upp frumvarp það að lögum sem ríkisstjórnin hefði undirbúið í þessu skyni. Her- mann Jónasson tók síðan til máls og skellti að nokkru leyti skuldinni á ASÍ að ríkisstjórnin yrði nú að biðja um þennan frest, því að ríkisstjórnin hefði ítrekað reynt að fá ASÍ-þingið kallað fyrr saman til að lenda ekki með þetta veigamikla mál á síðustu stundu fyrir þessi örlagaríku mánaðamót, en það hefði ekki tekizt. Kom og fram hjá forsætisráðherra að kaup- gjald hefði farið um 10% fram úr því sem ríkisstjórnin og efnahagsmálasérfræðingur hennar hefði reiknað með. * „Ilermann kom á þetta þingu í kjölfar þessa komu fram tvenns konar tillögur, annars vegar um að hafna tilmælunum um frestun, og stóðu að henni m.a. Eðvarð Sigurðsson, Jón Sigurðsson (Sjómannasamband- inu), Björgvin Sighvatsson, Björn Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson, Snorri Jónsson svo að nokkrir séu nefndir, en hin tillagan var á þá lund að veita frestinn og segir í Morgun- blaðinu frá þessum tíma að flutningsmaður þessarar tillögu hafi verið þingfulltrúi úr röðum framsóknarmanna, sem hafi flutt hana að því er virtist í samráði við Hannibal Valdimarsson. Tillögunum var vísað ásamt bréfi forsætisráðherra til verka- lýðs- og atvinnumálanefndar og meðan beðið var álits nefndar- innar gengu þingstörf dræmt, svo að þingforseti greip til þess ráðs að ylja þingfulltrúum með eftirfarandi vísu Jóns Rafns- sonar úr Vestmannaeyjum: Hermann kom á þetta þing með þulu fræða skrýddur kápu gagns og gæða með glímubelti innan klæða. Geysimiklar umræður urðu síðan um tilmæli forsætisráð- herra á kvöldfundi þingsins. Rétt áður en atkvæðagreiðslan fór fram var látið spyrjast úr að forsætisráðherra teldi það „mjög alvarlegt vantraust" á ríkisstjórn ef málaleitan hans yrði synjað og ýmsir fulltrúar á þingi úr röðum framsóknar- manna og forseti ASÍ létu að því liggja að stjórnin myndi fara frá ef fresturinn fengist ekki. Engu að síður var álit meiri- hluta verkalýðs- og atvinnu- málanefndar um að veita ekki frestinn samþykkt með 293 át- kvæðum gegn 39 en 5 greiddu ekki atkvæði. Sex dögum síðar eða 5. desember greindi forsætisráð- herra frá þv að hann hefði þá fyrr um daginn á ríkisráðsfundi beðizt lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Hermann greindi frá því að eftir að synjun ASI-þings við tilmælum hans lá fyrir hafi hann kallað saman ríkis- stjórnarfund daginn eftir en þar hafi ekki tekizt að ná samkomu- lagi. „Af þessu leiddi, að hin nýja kaupgreiðsluvísitala kom, til framkvæmda um mánaða- mótin og ný verðbólgualda ér þar með skollin yfir...“ + Ólafur og þingrofið 1974 Uppistandið hina sólríku vordaga kringum mánaðamótin apríl—maí 1974 er mönnum líklega í ferskara minni. Enn voru það efnahagsmálin sem urðu ásteytingarsteinn þess vinstristjórnarsamstarfs en endalok stjórnarinnar urðu heiftugri en venja hafði þá verið til um langt skeið í íslenzkum stjórnmálum. Upphafið að endalokum þessarar vinstri stjórnar hófst í reynd með ræðu Hannibals Valdimarssonar í útvarpsum- ræðum hinn 2. maí. Hannibal rakti þar að inn á borð þing- manna væri komið frumvarp til laga um viðnám gegn verðbólgu og væri það lagt fram af for- sætisráðherra sem stjórnar- frumvarp, en hins vegar tekið fram að stjórnarflokkarnir hefðu óbundnar hendur um ýmis atriði frumvarpsins og fylgi allra ráðherra við það væri með fyrirvara. Björn Jónsson félagsmálaráðherra var í sjúkrahúsi þegar þessar um- ræður fóru fram og vegna fjar- veru hans kvaðst Hannibal telja nauðsynlegt að taka fram, að Björn Jónson ætti ekki aöild að flutningi frumvarpsins. Sagði Hannibal að með frumvarpi forsætisráðherra væri seilzt lengra inn á svið aðilanna á vinnumarkaðinum en nokkru sinni fyrr, samráði við þessa aðila með öllu hafnað og það ætti ekki að vera torskilið nein- um að félagsmálaráðherra, sem jafnframt væri forseti ASÍ, gæti ekki gerzt meðflutningsmaður frumvarps sem spretti upp grundvallaratriðum nýgerðra kjarasamninga og það áður en verkalýðshreyfingunni gæfizt tækifæri til að reyna að leysa sjálf vandann. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra svaraði í þessum um- ræðum ræðu Hannibals mjög stuttaralega og mælti þá þau orð sem Björn Jónsson sagði síðar að hefðu orðið ein af ástæðum þess að hann lét til skarar skríða. Ólafur sagði í ræðu sinni m.a.: „Ég tel hvorki rétt né heppilegt á þessu stigi að gera að umræðuefni ummæli þau, sem Vestfirðingagoðinn hv. þm. Hannibal Valdimarsson lét falla hér í útvarpsumræðunum í gærkvöldi og að mér vissu óbeint... En stjórnarfrumvarp er þetta og sá ráðherra, sem vill firra sig ábyrgð á flutningi þess, hefur þrátt fyrir orðsendingu og bókun á elleftu stundu aðeins eitt úrræði." Björn Jónsson brá hart við og sagði að Norðlendingar væru þeirrar gerðar, að þeir létu ekki nema einu sinni vísa sér á dyr og baðst lausnar. í bréfi til forsætisráðherra 4. maí sagði hann út af ummælum Ólafs í útvarpi „að þau (ummælin) verða á engan annan hátt skilinn en að það sé ósk eða tilmæli yðar, að ég biðjist lausnar úr ráðuneytinu. Styðja þessi ummæli yðar lausnar- beiðni mína og gera hana í raun óhjákvæmilega." Strax eftir ákvörðun Björns hófust mikil fundarhöld innan Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og lauk þeim svo að fjórir af þingmönnum flokksins kusu að hætta stuðningi við stjórnina en Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra ákvað hins vegar að sitja áfram í henni. Þingflokksfundur í SFV hinn 6. maí samþykkti að hætta stuðningi við ríkisstjórnina og varð það kynnt utan dagskrár í þinginu, þar sem Magnús Torfi kynnti einnig ákvörðun sína og Ólafur Jóhannesson flutti síðan nánast líkræðuna yfir ríkis- stjórninni. Tveimur dögum síðar rauf forsætisráðherra síðan Alþingi um leið og hann las þingheimi þingrofsboðskapinn, og urðu miklar og harðar umræður og deilur á þingi út af þessari aðferð Ólafs. ólaíur Jóhannesson forsætisráðherra gengur úr ræðustól eftir að hafa tilkynnt þingrofið, en Eysteinn Jónsson, forseti þingsins, í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.