Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
23
CARTER Á RÁÐHERRAFUNDI. Jimmy Carter á fundi með ísraelsku ríkisstjórninni á sunnudag í
skrifstofu Menachem Begins forsætisráðherra. Fundurinn var haldinn áður en viðræður þeirra um
friðarsamning ísraelsmanna og Egypta hófust. Við hlið Begins lengst til vinstri sitja Moshe Dayan
utanríkisráðherra og Josef Burg innanríkisráðherra. Carter situr á milli Cyrus Vance utanríkisráðherra
og Zbigniew Brzeszinski, ráðgjafa í þjóðaröryggismálum.
Kínverjar gera árásir á
svæði sem þeir yfirgefa
Bankok, 14. marz. AP.
KÍNVERJAR héldu áfram brott-
flutningi sínum frá Víetnam í
dag, gerðu árásir á svæði sem
þeir hörfuðu frá og urðu fyrir
áreitni Víetnama að sögn sérfræð-
inga í Bangkok.
En í Hanoi er sagt að Kínverjar
muni halda kyrru fyrir í sex
landamærahéruðum. Víetnamar
segja að þeir hafi fellt eða sært
1.100 Kínverja og eyðilagt 104
herbíla í hörðum bardögum á
mánudag og þriðjudag á Lao
Cai-svæði, 150 km norðvestur af
Hanoi, nálægt landamærunum.
Fréttaritari víetnamska út-
varpsins kveðst hafa séð kínverska
hermenn reisa varnarvígi undan-
45týndulífií
brotlendingu
Doha, Qatar, 14. marz. AP.
FARÞEGAÞOTA jórdanska flugfélagsins brotlendi þegar hún reyndi
að lenda í Doha í furstaríkinu Qatar við Persaflóa í dag og 45 af 64
sem voru í þotunni biðu bana.
Sjónarvottar á flugvellinum segir að flugvélin hefði verið að gera
þriðju tilraun sína til að lenda þegar hún virtist hrapa skyndilega er
hún var í um 30 metra hæð yfir flugbrautinni.
Eldur kom upp í þotunni, sem Flugmaðurinn hafði tilkynnt
var af gerðinni Boeing 727, en flugturninum að hann ætlaði að
björgunarliði tókst að bjarga 19
manns. Þeir voru allar Arabar að
tveimur undanskildum sem voru
Bretar, önnur þeirra kona sem er
hætt komin.
Með þotunni voru 49 farþegar,
þar á meðal nokkrir Evrópumenn
og Bandaríkjamenn auk Araba, og
15 manna áhöfn. Mörg líkin eru
óþekkjanleg.
fljúga til næsta áfangastaðar síns,
Muscat í Oman, ef þriðja lending-
artilraunin tækist ekki. Flugvélin
var á leið frá Amman til soldán-
ríkisins Oman á suðausturhorni
Arabíuskaga með viðkomu í Doha.
Þrumuveður er algengt i Qatar á
þessum árstíma og er það talið
líklegasta skýringin á slysinu.
farna daga og segir það benda til
þess að þeir ætli að hreiðra um sig
á landamærasvæðunum. Utvarpið
sakar Kínverja um að hafa enn
mörg víetnömsk svæði á valdi
sínu, halda uppi skotárásum á
heimili, eyðileggja samgönguleið-
ir, koma fyrir jarðsprengjum með-
fram þjóðvegum og sprengja upp
brýr á aðalvegum.
Sérfræðingarnir í Bangkok
segja að kínverskar flugvélar séu á
sveimi meðfram landamærunum,
en mæt.i ekki mótspyrnu víet-
namskra flugvéla. Ekki er vitað
hvort þetta eru árásar- eða könn-
unarferðir, en samkvæmt sumum
heimildum hafa Kínverjar varpað
niður vistum til hermanna sinna á
undanhaldinu.
Kínverjar virðast reyna að
tryggja sem best öryggi hermanna
sinna á undanhaldinu og mest
virðist fara fyrir minni háttar
átökum fótgönguliðs og stórskota-
einvgjum. Víetnamar veita kín-
verska herliðinu eftirför og átökin
færast nær landamærunum. Um
leið og Kínverjar hörfa frá ein-
hverju svæði halda þeir uppi stór-
skotaárásum á svæðið til að koma
í veg fyrir að Víetnamar leggi það
strax undir sig og ógni kínversku
hermönnunum.
Kínverjar virðast ætla að halda
nokkrum landamærastöðvum sem
þeir segja að Víetnamar hafi notað
til árása inn í Kína. Getum er að
því lei'tt að Víetnamar muni reyna
að hrekja Kínverja frá þessum
stöðvum.
Dollar styrkist
stöðugt í Tokyo
Tokyo, 14. marz. AP.
STAÐA Bandaríkjadollars hefur styrkst ótrúlega á gjaldeyrismarkaðinum
i Tokyo á s.l. vikum. Við lokun markaða í dag hafði hann hækkað um 3,15
jen á einum sólarhring og var þá seldur á 209,125 jen í stað 205,975 á
þriðjudag.
Döllar hefur því hækkað um 20% í verði frá því hann komst í lágmark s.l.
haust og var seldur á rúmlega 170 jen.
Að sögn talsmanns gjaldeyris- svo og vegna hækkunar á olíu.
markaða í Tokyo eru helztu
ástæðurnar fyrir þessari stöðugu
styrkingu dollarans þær fyrst og
fremst að skortur er á dollurum
vegna gífurlegra kaupa bandaríska
seðlabankans á honum fyrr í vetur
Þessi bætta staða dollars hefur þó
ekki orðið ferðamönnum nein bót því
að gífurlegar hækkanir hafa orðið á
öllum kostnaði fyrir ferðamenn að
undanförnu, t.d. hefur hótelgisting
hækkað um 25% frá s.l. sumri.
Vinur Jim Jones
skaut sig til bana
Modesto, Kaliíorníu, 14. marz. AP.
MIKE Prokes, fyrrverandi aðstoðarmaður Jim Jones, leiðtoga sértrúar-
safnaðarins Musteri alþýðunnar, og einn 80 Bandaríkjamanna sem lifðu af
fjöldamorðin í Jonestown í Guyana, skaut sig í höfuðið í gærkvöldi. Hann
lézt í sjúkrahúsi þremur tímum síðar.
Rétt áður en Prokes skaut sig hafði hann kvartað yfir áreitni FBI og
CIA á blaðamannafundi. Á miða sem Prokes skildi eftir kvaðst hann ekki
miður sín vegna dauða rúmlega 900 félaga trúarsafnaðarins í nóvember og
sagði að hann hefði ákveðið að svipta sig lífi af sömu ástæðum og þeir sem
tóku inn eitur í Jonestown.
„Ef lát mitt verður ekki til þess að
ný bók verði skrifuð um endalokin í
Jonestown var líf mitt einskis virði,"
sagði hann.
Prokes hafði nýlokið við að lesa
fimm blaðsíðna yfirlýsingu um
fjöldamorðin þegar hann skaut sig.
Þar sagði, að hljóðritanir frá síðustu
klukkustundunum í Jonestown, sem
hefðu ekki verið birtar, mundu leiða
í ljós að félagarnir í sértrúarstöfnuð-
inum hefðu ekki verið neyddir til að
svipta sig lífi. Þar sagði einnig, að
bandarísk stjórnvöld sætu á hljóðrit-
unum þar sem þær gætu komið
henni í vanda.
„Þau ákváðu að deyja því að það
sýndi hugrekki og trú á málstað
þeirra," sagði Prokes fréttamönnum.
„Þetta fólk dó ekki til einskis," bætti
hann við. Hann fór síðan inn í
baðherbergi og þaðan heyrðist eitt
skot ríða af.
Kaldhæðnislegt er að ein af segul-
bandsspólunum sem Prokes sagði að
setið væri á var birt í sjónvarpsfrétt-
um í gær. Þar játaði Jones að hafa
skipað að bandaríski þingmaðurinn
Leo Ryan skyldi myrtur á Port
Kaituma flugvelli.
Fyrning morða
nazlsta afnumin
Bonn, 14. marz. AP.
FRUMVARP um að afnumin verði fyrning morða í Vestur-Þýzkalandi og
áfram haldið að leita að morðingjum nazista í óákveðinn tíma var lagt
fram á þingi í dag og stuðningsmenn þess segja að það njóti stuðnings
meirihluta þingsins.
Morð fyrnast á 30 árum samkvæmt gildandi lögum sem stríðsglæpamenn
nazista eru lögsóttir eftir og þau falla úr gildi f lok ársins. Morðingja, sem
ekki tekst að hafa uppi á fyrir 31. desember, verður ekki hægt að leiða
fyrir rétt.
Andstæðingar laganna segja, að
þúsundir morðingja nazista sem hafi
tekizt að leyna ódæðum sínum í
stríðinu muni geta sloppið við refs-
ingu ef lögin verði áfram í gildi.
Tillagan um niðurfellingu laganna
var undirrituð af 215 þingmönnum
Sósíaldemókrataflokksins og Frjálsa
demókrataflokksins í neðri deild
þingsins. Um 30 þingmenn kristi-
legra demókrata hafa lýst yfir
stuðningi við frumvarpið og fleiri
íhaldsmenn hafa lýst yfir áhuga á að
styðja það.
Til þess að frumvarpið verði að
lögum þarf það stuðning meirihluta
þingsins eða 259 þingmanna ef allir
þingmenn verða viðstaddir þegar
atkvæðagreiðsla fer fram um það
síðar á árinu.
FRETTASKYRING
Eftir Risto Maenpaa, Helsinki, 14. marz.
FINNAR ganga til þingkosninga
næstkomandi sunnudag og
mánudag. Er það mál manna að
íhaldsflokkurinn í stjórnarand-
stöðu kunni að vinna stórsigur.
Skoðanakannanir að undan-
förnu sýna að íhaldsmenn
kynnu að bæta við sig allt að tíu
þingsætum en þeir hafa nú
þrjátíu og fimm sæti. Yrði sú
raunin yrði íhaldsflokkurinn
annar stærsti þingflokkurinn í
Finnlandi á eftir sósíaldemó-
krötum en á finnska þinginu;
„eduskunta" eru tvöhundruð
þingsæti.
Pólitískir fréttaskýrendur
telja hins vegar ólíklegt að
íhaldsflokkurinn taki beinan
þátt í stjórn landsins eftir kosn-
ingarnar, þrátt fyrir sigur-
spárnar. í fyrsta lagi hafa sam-
steypuflokkarnir tveir á vinstri
vængnum, sósíaldemókratar og
kommúnistar, útilokað stjórnar-
samstarf með íhaldsmönnum. í
öðru lagi má geta þess að mál-
gagn sovéska kommúnista-
flokksins; Pravda, lét svo um
mælt aðeins viku fyrir kosning-
arnar að íhaldsflokkurinn gæti
aldrei átt aðild að ríkisstjórn
„vinsamlegri Sovétríkjunum."
I forsetakosningunum á síð-
asta ári töpuðu íhaldsmenn fyr-
ir Urho Kekkonen forseta og
hlutu aðeins 14,7 hundraðshluta
atkvæða. Athugasemd Pravda
um síðustu helgi sýnir að þeir
hafa ekki áunnið sér hylli
Moskvuyfirvalda. Þessi sömu
ummæli eru á hinn bóginn mjög
til þess fallin að veita þeim
sóknina léttari á í væntanlegum
þingkosningum að því er frétta-
skýrendur telja.
Síðasta skoðanakönnunin
leiddi í ljós að íhaldsmenn
fengju 22,7 hundraðshluta at-
kvæðanna samanborið við 18,4
hundraðshluta, sem flokkurinn
vann í síðustu kosningum fyrir
fjórum árum. Ekki er þó talið að
sigur íhaldsmanna komi til með
að raska valdahlutföllum veru-
lega, þar sem búist er við að þeir
muni aðallega laða að sér fylgi
smærri flokkanna. Er því spáð
að stjórnarflokkarnir þrír;
sósíaldemókratar, kommúnistar
og miðjumenn standi nokkurn
veginn í stað.
Kosningabaráttan fram að
þessu hefur einkum einkennst af
ládeyðu og tilbrigðaleysi.
Hundrað tuttugu og fimm þús-
und Finnar, sem vinna í Svíþjóð,
gáfu til kynna almennt áhuga-
leysi með því að segjast flestir
ætla að sitja heima á kosninga-
dag. Hyggja aðeins fimmtán af
hundraði þeirra neyta kosninga-
réttar síns í samanburði við
tuttugu og fimm af hundraði
árið 1975.
Síðasta skoðanakönnun
Gallups spáir eftirfarandi at-
kvæðahlutföllum: Sósíaldemó-
kratar 24,4, íhaldsflokkurinn
22.7, Kommúnistaflokkurinn
18.8, Miðflokkurinn 18,0, Sænski
þjóðarflokkurinn 4,4, Frjáls-
lyndi flokkurinn 4,0, Kristilega
bandalagið 3,8, Landsbyggða-
flokkurinn 1,9, Stjórnarskrár-
flokkurinn 1,6, Framtaksflokk-
urinn 0,2, Sósíalíski verka-
mannaflokkurinn og Einingar-
flokkurinn 0,1.
Ihaldsflokki spáð
sigri í Finnlandi