Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 24

Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinseon. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aöalstraati 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. é ménuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakiö. Ríkisstjórnin lafir fram í rauðan dauðann Höfuðskylda hverrar ríkisstjórnar er að marka stefnu í efnahagsmálum. Grundvallarágreiningur um slíka heild- arstefnu jafngildir stjórnarslitum í hverju siðmenntuðu þingræðislandi. Og þannig var þetta líka fram á síðasta ár hér á landi. Fram að þeim tíma hefði viðkomandi forsætisráð- herra annaðhvort vikið ráðherrum Alþýðubandalagsins úr ríkisstjórninni eða beðizt lausnar eftir uppákomuna á mánudaginn. En pólitísku siðferði hefur hrakað svo síðasta misserið, að aldrei var við slíku að búast. Fram í rauðan dauðann reynir ríkisstjórnin að lappa upp á það sem ekkert er. Allt bendir til að efnahagsfrumvarpið verði útvatnað enn frekar. Og þá mun koma í ljós, að síðustu atburðir eru aðeins eitt sjónarspilið enn í ósamkomulagi og getuleysi stjórnar- flokkanna, eins og Geir Hallgrímsson komst að orði í Morgunblaðinu í gær. Nýtt samkomulag, sem reist yrði á rjúkandi rústum stjórnarsamstarfsins, breytir engu um þá heildarmynd, að engra jákvæðra hluta er að vænta af hendi þessarar ríkisstjórnar. Kjarni málsins er sá, að ríkisstjórnin hefur gefizt upp við að stjórna landinu og móta tillögur til Alþingis um að setja landinu lög, eins og Geir Hallgrímsson komst að orði. Ríkisstjórn sem þannig hefur formlega og opinberlega afhjúpað getuleysi sitt á að fara frá. Forsætisráðherra hleypur í það skjólið, að hann muni einn og persónulega flytja efnahagsfrunvarpið í þeirri mynd, sem samkomulag hafi orðið um í ríkisstjórninni. En sú veila er í þeim málflutningi, að ráðherrar Alþýðubandalagsins segja þetta helber ósannindi og fara háðulegum orðum um forsætisráðherra. Eins og nú standa sakir eru ýmsir forkólfar í verkalýðs- hreyfingunni með tilburði til þess að vekja upp ríkisstjórnina. Slíkir uppvakningar í mórauðri peysu, kallaðir mórar, hafa sjaldan orðið til mikils fagnaðar og svo mun enn reynast. Þjóðin er búin að fá nóg af þessari ríkisstjórn. Hún skilur ekki, hvers vegna ráðherrarnir stritast við að sitja, eins og þeir séu límdir við stólana. Hún vill fá þingrof og kosningar og gera upp sakirnar við þessa menn og fella nýja dóma í Ijósi atburðarásarinnar síðustu mánuði. Umbúðir um skerðingu kaupgj aldsvísitölu Forsætisráðherra talar um, að hann ætli sjálfur að flytja síðustu útgáfuna af frumvarpinu sínu. Allar voru þær vondar, en þessi er verst og hefði verið meiri mannsbragur að því, ef hann hefði tekið sig saman í andlitinu og flutt fyrstu útgáfuna, sem væntanlega er í samræmi við það, sem hann sjálfur vill. Ef frumvarpið er skoðað, kemur í ljós, að í rauninni er það ekki neitt nema umbúðir utan um skerðingu kaupgjaldsvísi- tölunnar. Ef það yrði samþykkt, mundi heildarskerðingin nema tæpum 12% á hálfu ári, sem launþegar yrðu að bera bótalaust, fyrir utan þá kjararýrnun, sem felst í niðurgreiðsl- um. Að öðru leyti gengur aukin miðstýring eins og rauður þráður í gegnum frumvarpið, áfram yrði hert að atvinnuvg- unum og verslunin í landinu tekin kverkataki. Það er ekki nema eftir öðru, að hin siðvædda baráttusveit nýkrata skuli gera slíka moðsuðu að sínu hjartans máli. Sérstaklega þegar það er haft í huga, að þau vopn, sem frumvarpinu er ætlað að smíða í baráttunni gegn verðbólg- unni, eru bæði sljó og deig og ekki til stórræðanna. „Hefðum beturfar- ið að ykkar dœmi ” — sögðu hagsmunaaðilar í brezkum sjávarútvegi í viðræðum við forystumenn LÍÚ á dögunum — OKKUR virtist, sem öll sær- indi og úlfúð í garð íslendinga heyri til liðinni tíð í brezku fiskibæjunum, sögðu þeir Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenzkra útgerð- armanna og Ágúst Einarsson viðskiptafræðingur hjá LÍtJ í samtali við Morgunblaðið í gær. Þeir voru nýlega á ferð í Bret- landi ásamt Vilhelm Þorsteins- syni varaformanni LÍÚ og heim- sóttu þá Fleetwood, Hull og Grimsby. Forsaga þessarar ferðar er sú, að er John Prescott þingmaður fyrir Hull var hér á ferð fyrir ári síðan og hafði milligöngu um að löndunarbanni á íslenzk fiskiskip yrði aflétt í Hull. Samdist um að forystumenn LÍÚ kæmu til Hull að ári og ræddu um þróun mála varðandi landanir íslenzkra fiski- skipa í Hull. Markaðurinn í Hull opnaðist fyrir íslenzk skip í marz- mánuði fyrir ári, en síðan gerðist það að löndunarbanninu var aflétt í Fleetwood í júlí og í október í Grimsby. Aðstæður hafa því gjörbreytzt af hálfu Islendinga á einu ári og nú er ekki lengur um það að ræða að samið sé um landanir skipa héðan í einni borginni umfram aðra, heldur ráðast landanir í Bretlandi nú orðið af framboði á fiski héðan, sem síðan ræðst að verulegu leyti af verði og kostnaði í Bretlandi. Frá því í fyrrahaust hafa siglingar íslenzkra fiskiskipa með afla til Bretlands verið tíðar og þessa dagana er talsvert um sölur, sem m.a. stafa af því að víða í frystihúsum er kröftunum beint að hrognafrystingu. — Við vorum í Grimsby miðvikudaginn 7. marz og áttum þar viðræður við hafnarnefnd borgarinnar, sem er undir forsæti Austin Michel þingmanns fyrir Grimsby, sögðu þeir Kristján og Ágúst Einarsson í gær. — Það er rétt að útskýra nokkuð hverjir sitja í þessari nefnd, en hún var sérstaklega sett á laggirnar til að annast mál, sem snertu landanir íslenzkra skipa í Grimsby. Þarna hittum við við eitt borð löndunar- menn, fulltrúa verkamanna, út- gerðar, fiskkaupmanna, sjómanna og yfirleitt þá aðila, sem þessi mál varðar beint. — Við gerðum grein fyrir því á þessum fundum, sem og á öðrum slíkum í ferðinni, að við þyrftum að takmarka þorskveiðar í ár meira en áður. Það gæti þýtt minnkandi framboð á fiski til Bretlands og menn virtust skilja þetta sjónarmið okkar. Þarna bár- um við fram ýmis kvörtunarefni, sem komið hafa upp í vetur og því var heitið að það, sem við vorum óánægðir með, yrði lagfært. — Fulltrúar í þessari nefnd lögðu ríka áherzlu á að fá fisk frá íslandi að vetrarlagi. Bátaútgerð frá Grimsby hefur stóraukizt og er bátunum einkum beitt í Norður- sjóinn og á heimamið, en þetta eru yfirleitt litlir bátar, sem stunda ekki veiðar yfir veturinn. — Frá Grimsby var haldið til Fleetwood á fimmtudeginum og þar hittum við fyrir sams konar nefnd, en áttum einnig tal við borgarstjórann í Fleetwood. Fisk- veiðar frá Fleetwood hafa minnk- að verulega að undanförnu og þá fyrst og fremst vegna útfærslunn- ar í 200 mílur við ísland. Menn telja að ef ekki er hægt að tryggja framboð á fiski frá Islandi kunni að þurfa að loka fiskihöfninni í Fleetwood. Við sögðum fulltrúum í þessari nefnd í Fleetwood, eins og annars staðar, að við gætum ekki tryggt ákveðið framboð á fiski frá íslandi. Það væri sérhvers útgerð- armanns að ákveða hvort og þá gjarnan hvert siglt væri með aflann. Loks fórum við til Hull og hittum þar m.a. John Prescott þingmann borgarinnar og David Gairnes, sem er háttsettur innan verkalýðshreyfingarinnar í land- inu og hefur einkum náið samband við fiskibæina, en þessir tveir menn beittu sér aðallega fyrir afnámi löndunarbannsins á ís- lenzk skip í Bretlandi. Eins og í Fleetwood eru menn áhyggjufullir FJÖLMIÐLAR í Bretlandi sýndu ferð (slendinganna mikinn áhuga og stöðugar fréttir voru í útvarpi, sjónvarpi og blöð- um um viðræðurn- ar við hagsmunaað- ila í Hull, Fleet- wood og Grimsby. Þessi mynd af þeim Vilhelm Þorsteins- syni, Kristjáni Ragnarssyni, Jóni Olgeirssyni ræðis- manni og umboðs- manni í Grimsby og Ágúst Einars- syni birtist t.d. á forsíðu Grimsby Evening Telegraph með þriggja dálka frétt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: Ráðskast er með Landí án samráðs við Reykví BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík átelja í tiliögu, sem þeir hafa lagt fram fyrir borgarstjórnarfund á morgun, harðlega vinnubrögð iðnaðarráðherra, þar sem ekkert samráð hafi verið haft við Reyk- víkinga, sem eru eignaraðili að Landsvirkjun að hálfu, um nýskipan á fyrirtækinu. Hafna þeir tilmælum ráðherra um nefndaskipun til að ganga nú til samninga á fyrirframgerðum grundvelli. Tillagan er svohijóð- andi: 1. Borgarstjórn Reykjavíkur telur þau vinnubrögð með öllu óviðunandi, sem iðnaðarráðherra og ríkisstjórn hafa viðhaft við undirbúning tillagna um skipulag raforkumála. I því sambandi bend- ir borgarstjórn á, að Reykjavíkur- borg er helmings eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu, en öll tillögugerð um raforkumálin geng- ur út á það, hvernig unnt sé að ráðskast með fyrirtækið. Við undirbúning þeirra tillagna, sem nú hafa séð dagsins ljós, hefur ekkert samráð verið haft við borg- arráð eða borgarstjórn, og Reykja- víkurborg ekki gefinn neinn kostur á að tilnefna fulltrúa í svonefnda „skipulagsnefnd um raforkuöflun", sem nú hefur skilað tillögum sínum. Borgarstjórn átelur þessi vinnubrögð harðlega og undir- strikar, að öll tillögugerð um framtíð Landsvirkjunar hlýtur að verða unnin af báðum eignaraðil- um sameiginlega á fullum jafn- réttisgrundvelli. 2. Borgarstjórn bendir á, að í tillögum þeim um skipulag raf- orkumála, sem „skipulagsnefnd um raforkuöflun" hefur látið frá sér fara, er ráð fyrir því gert, að landsfyrirtæki verði myndað um raforkuöflun með þeim hætti, að núverandi Landsvirkjun, Laxár- virkjun og 132 kw byggðalínur sameinist í eitt fyrirtæki, sem áfram heiti Landsvirkjun. Ljóst er, að þetta á aðeins að vera fyrsta skref til víðtækari sameiningar raforkuöflunarfyrirtækja. Þessi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.