Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Flotvarpa og botnvarpa:
Vannýtt skar-
kolamið fyrir
Vestfjörðum
FJÓRIR Vestfjarðaþingmenn,
Matthías Bjarnason, Sighvatur
Björgvinsson, Gunnlaugur
Finnsson og Kjartan Ólafsson,
flytja frumvarp til laga þess
efnis, að skip, sem eru 20 metrar
á lengd eða minni. megi veiða
með botnvörpu og flotvörpu á
tveimur svæðum úti af Vestfjörð-
um á tímabilinu 1. september til
30. nóvember.
I greinargerð segir m.a.:
„Almennt er talið að skarkola-
stofninn sé vannýttur og því eðli-
legt að auka með þessum haetti
veiðar _ á þekktum skarkola-
syæðum. Þegar jafnframt er á það
litið, að skip af þeirri stærð, sem
hér er lagt til að fari að stunda
veiðar á þessum svæðum, hafa
takmarkaða möguleika til að
stunda aðrar veiðar á þessum
árstíma, þegar rækjuveiðar eru
bannaðar vegna mikillar seiða-
gengdar á hefðbundnum rækju-
veiðisvæðum, eins og oft hefur átt
sér stað, en þó alveg sérstaklega á
þessum vetri hvað snertir báta
sem þessar veiðar hafa stundað
frá Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi.
Á sameiginlegum fundi
smábátaeigenda við Isafjarðar-
djúp fyrri hluta þessa vetrar var
samþykkt að fara þess á leit, að
umrædd svæði verði opnuð fyrir
botnvörpu og flotvörpu þann árs-
tíma, sem frumvarp þetta gerir
ráð fyrir.
Nú liggur vel á mér...
Seinkun lánsQáráætlunar veld-
ur truflunum hjá atvinnuvegum
Fj árfestingartakmörk ríkisstj órnar
Frumvarp til laga um ráðstaf-
anir vegna lánsfjáráætlunar var
enn til framhaldsumræðu í neðri
deild Alþingis á dagfundi í gær.
Umræðunni lauk ekki og var
kvöldfundur ráðgerður, ef koma
mætti frumvarpinu til nefndar.
Tómas Árnason, fjármálaráð-
herra sagUF að þegar væri farið
að gæta truflunar, einkum f upp-
byggingu atvinnuvega, vegna
þess, hve seint gengi að þoka
þessu þýðingarmikla máli áfram.
Skoraði hann á þingnefnd, er
fengi málið til umfjöllunar, að
hraða afgreiðslu þess sem verða
mætti.
Markmið ríkisstjórnar
Ráðherra sagði m.a. að ríkis-
stjórnin hefði sett sér það mark-
mið í fjárfestingu 1979, að hún
til 25% af vergri þjóðarfram-
leiðslu. Við þetta væri lánsfjár-
áætlunin miðuð, sem og skatta-
stefna stjórnarinnar. Sérstakur
skattur á verzlunar- og skrifstofu-
húsnæði væri öðrum þræði til að
hægja á byggingarframkvæmdum
á þeim vettvangi.
Svör við gagnrýni
Þá svaraði ráðherra ýmis konar
gagnrýni, sem fram hafði komið í
umræðunni. Hann sagði m.a. að
skattar vegna ákvarðana stjórn-
valda í desembermánuði sl. yrðu
3910 milljónum króna hærri 1979
en verið hefði ella, þegar búið væri
að draga tollalækkanir skv.
EFTA-samningi frá tekjuauka
ríkissjóðs vegna skatthækkunar.
Hann sagði útgjaldahækkun, í
tengslum við l.-marz-hækkun
launa, vera um 900 m. kr. og gerði
greiðslustöðu ríkissjóðs erfiðari í
bili.
Ráðherra sagði heildarskuldir
ríkissjóðs um sl. áramót hafa verið
26 milljarða króna, sem væri 11
milljarða hækkun frá áramótum
1977/78, en í þeirri hækkun væru
áhrif gengisbreytinga á erlendar
skuldir. Hann sagði núverandi
ríkisstjórn hafa átt við ærinn
vanda að glíma. Verðbólga hefði
verið um 50%. Ástand fiskstofna
væri mjög alvarlegt sem og um-
framframleiðsla í landbúnaði,
olíuverðþróun o.fl. Það væri því
erfitt verk að fást við ríkisfjármál
og efnahagsmál í heildina tekið við
ríkjandi aðstæður.
Ráðherra vék að ýmsum atrið-
um, s.s. kaupum á flugvél flug-
málastjórnar, lánum til þjóðar-
bókhlöðu, lánasjóði námsmanna,
ferðamálaráði, fjárskorts vegna
hitaveituframkvæmda, fiskveiða-
sjóði (en fjárþörf hans þyrfti að
athuga betur), byggðasjóði, sem
nú hefði nærri 4 milljarða til
ráðstöfunar, framkvæmdasjóði
o.fl. Hann viðurkenndi að nú
skorti verulegt fjármagn til að
halda sama niðurgreiðslustigi á
vöruverði út árið, en það mál væri
nú til umfjöllunar í ríkisstjórn.
Hann sagði heildarlaunakostnað
ríkisins vera áætlaðan 58 millj-
arða króna 1979, sem væri um 14
útgjalda. í því efni skorti 1,3
milljarða króna á fjárlagafjárveit-
ingu, ef ekki tækist að semja við
BSRB um niðurfellingu 3% hækk-
unar 1. apríl nk. Hann lagði og
áherzlu á, að ekki væri hægt að
hverfa að hærra framkvæmdastigi
í þjóðarbúinu 1979, nema með
samsvarandi hækkun erlendra
lána, því innlent fjármagn til
þeirrar viðbótar væri ekki til.
færi í það heila tekið ekki yfir 24
Veiðiheimildir Færeyinga samþykktar:
Uppsögn bolfísk-
veiðisamninga
var felld 42-13
TILLAGA til samþykktar á
gagnkvæmum fiskveiði-
heimildum Færeyinga og ís-
lendinga (loðna og kolmunni),
sem verið hefur til umfjöllunar í
Sameinuðu þingi nokkurn tíma,
var samþykkt í gær með 48
atkvæðum gegn 6. Breytingartil-
laga frá Stefáni Jónssyni (Abl)
þess efnis, að jafnframt skuli
sagt upp völlum bolfiskveiði-
samningum við aðrar þjóðir
(Belga, Færeyinga og Norð-
menn), var felld að viðhöfðu
nafnakalli með 42 atkvæðum
gegn 13 en 5 þingmenn vóru
fjarverandi.
Breytingartillaga
Stefáns Jónssonar
Breytingartillaga Stefáns
Jónssonar (Abl) var þess efnis, að
samhiiða því að samþykkja gagn-
kvæmar veiðiheimildir
Færeyinga og Islendinga á loðnu
og kolmunna, skyldi sagt upp,
með tilskildum fyrirvara, bolfisk-
veiðiheimildum Færeyinga,
Norðmanna og Belga.
Með þessari tillögu greiddu
atkvæði 12 þingmenn Alþýðu-
bandalags (af 14) og 1 þingmaður
Alþýðuflokks, Ágúst Einarsson.
Gegn tillögunni greiddu atkvæði
allir viðstaddir þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, Framsóknarflokks
og Alþýðuflokks (utan einn) og 2
þingmenn Alþýðubandalags, Gils
Guðmundsson og Kjartan
Ólafsson. 5 þingmenn vóru fjar-
verandi.
Greinargerðir með
atkvæðum
• Matthías Bjarnason, fv.
sjávarútvegsráðherra, gerði grein
fyrir atkvæði sínu, efnislega á
þessa leið: Ég er andvígur
uppsögn á veiðiheimildum
Færeyinga. Veiðiheimildir Norð-
manna skipta litlu máli, bæði
fyrir þá og okkur, enda í höndum
sjávarútvegsráðuneytis, hve
mikil sú veiði er eða verður. Hins
vegar tel ég veiðiheimildir Belga
of miklar, miðað við að
tilgreindum skipum þeirra hefur
fækkað, úr 12 í 8, og þeir hafa
ekki getað veitt umsamið afla-
magn undanfarið (6.500 tonn). Ég
tel rétt að utanríkisráðuneytið, í
samráði við sjávarútvegsráðu-
neytið, taki upp frjálsar viðræður
við Belga um að lækka þetta
magn í 4.400 tonn, þar af ekki
meir en helmingur þorskur.
• Einar Ágústsson fv. utanríkis-
ráðherra, sagði að þingflokkur
Framsóknarfl. teldi ekki rétt að
hnýta uppsögn á bolfiskveiði-
samningum aftan í óskylt þing-
mál, gagnkvæmar veiðiheimildir
á loðnu og kolmunna, og myndi
þar af leiðandi greiða tillögunni
mótatkvæði.
• Kjartan ólafsson (Abl)
sagðist samþykkur uppsögn
samninga við Belga og Norð-
menn. Öðru máli gegndi um
Færeyinga, sem hefðu sérstöðu.
Hann væri ekki tilbúinn til að
hengja slíka uppsagnartillögu
aftan á þær gagnkvæmu
heimildir, sem hér væru til um-
ræðu, og greiddi því tillögunni
mótatkvæði. Gils Guðmundsson
(Abl), forseti Sameinaðs þings,
vitnaði og tii þessarar skýringar,
er hann greiddi sitt mótatkvæði.
Svejk aðeins
á Akranesi
Skagaleikflokkurinn fer
ekki með „Góða dátann
Svejk“ til Sauðárkróks um
næstu helgi eins og mishermt
var í einum fjölmiðli, heldur
verða sýningar á leikritinu á
Akranesi n.k. laugardag 17.
mars ki. 14 og 19 og sunnudag
18. mars kl. 21.
Sýningarnar á laugardag
miðast við ferðir Akraborgar
kl. 10 og 17. Ekki er fyrirhugað
að sýna leikritið utan Akra-
ness.
Góði dátinn Svejk er gaman-
leikur í tveimur þáttum byggð-
ur á samnefndri skáldsögu
eftir Jaroslav Hasek en Karl
ísfeld íslenskaði og umsamdi í
leikrit með hliðsjón af leikriti
eftir Evan MacColl.
Leikstjóri er Jón Júlíusson
en með helstu hlutverk fara
Guðjón Kristjánsson, Þórey
Jónsdóttir, Jóhann Thoraren-
sen, Halldór Karlsson og Frið-
rik Adolfsson. Anna Björns-
dóttir er aðstoðarleikstjóri en
Hervar Gunnarsson sýningar-
stjóri.
Forsíða leikskrár sem Skaga-
leikflokkurinn gefur út vegna
sýningar á „Góða dátanum
Svejk.“ Guðný Svava Guðjóns-
dóttir hannaði skrána.
Keflavík:
Bæjarstjórn-
in leyfði ekki
vínveitingar
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Áfengisvarnaráði:
Eins og flestum sem láta sig
áfengismál einhverju skipta mun
kunnugt hefur Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin (WHO) hvatt
aðildarþjóðirnar til að stuðla að
auknum hömlum á sölu og dreif-'
ingu áfengis. — Of lítið virðist
hafa farið fyrir því að yfirvöld
hérlendis tækju mið af þessum
tilmælum WHO. — Þau tíðindi
berast þó frá Keflavík að þar hafi
bæjarstjórn fellt með sjö atkvæð-
um gegn einu að heimila vínveit-
ingar í samkomuhúsi þar í bæ.
Gott er til þess að vita að
bæjarstjórn Keflavíkur fylgist
með nýjustu stefnumiðum í heil-
brigðismálum og tekur afstöðu
samkvæmt þeim.