Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
27
Ofgamenn Fylkingar-
innar í fararbroddi
Hverjar eru þær megin stefnur
sem tekist er á um, á vettvangi
stjórnmálanna?
Að áliti lýðræðissinna er hér um
að ræða tvær meginstefnur, sem
allt frá því í fornöld hafa tekist á.
Annars vegar er það frjálshyggjan
og hins vegar alræðishyggjan. Öll
svið menningarlífsins hafa speglað
átökin milli þessara tveggja
meginstefna, svo sem heimspeki,
trúmál og stjórnmál.
Hvað er
alræðishyggja?
Með því er átt við þjóðskipulag
þar sem öllum megin þáttum
þjóðlífsins er stjórnað samkvæmt
forskrift valdhafanna. Stjórn-
málalegt einræði ríkir og efna-
hagslífið er skipulagt af þeim sem
með hið stjórnmálalega einræðis-
vald fer. Hið stjórnmálalega og
efnahagslega vald er allt á einni
hendi. Stjórnvöld banna alla aðra
stjórnmálastarfsemi en sína eigin
og móta skoðanir fólks ekki ein-
vörðungu í stjórnmálum heldur
einnig á sviði lista, vísinda, trúar-
bragða og raunar öllum sviðum
mannlífsins. Öll mannréttindi eru
þar að engu höfð.
Hvað býr að baki?
Þrjú meginatriði í hugmynda-
fræðinni sem hleypa stoðum undir
alla alræðishyggju nútímans eru
heildarhyggjan, þráttarhyggjan og
söguhyggjan. Heildarhyggjan
gerir ráð fyrir að samfélagið sé
lífræn heild, sem hafi sameigin-
legra hagsmuna að gæta og af því
er dregin sú ályktun að hagsmunir
og velferð heildarinnar sem sé það
markmið sem að er keppt. Þrátta-
hyggjan leggur áherslu á and-
stæðurnar innan samfélagsins og
baráttuna milli þeirra, þannig að
stéttarbarátta og átök milli þjóða
sé eins konar náttúrulögmál, sem
ekki verði breytt. Söguhyggjan
kennir að samfélagið lúti órofa
sögulegum lögmálum sem mann-
legur vilji geti ekki haft áhrif á.
Hvað er boðskapur
frjálshyggjunnar?
Frjálshyggjan leggur áherslu á
frjálsræði einstaklingsins til þess
að setja sér sín markmið og vinna
að framgangi þeirra, innan þeirra
takmarka sem slíku frelsi verður
að setja vegna tillits til annarra
borgara þjóðfélagsins. Frjáls-
hyggjan telur að það séu
ákvarðanir manna, byggðar á mati
á því hvað sé skynsamlegt og
æskilegt, sem ráði skipan og þróun
þjóðfélagsmála. Tjáningar- og
skoðanafrelsi ásamt dreifingu
valdsins í þjóðfélaginu tryggir svo
sem verða má hina hagkvæmustu
skipun og þróun þjóðfélagsmála.
óhjákvæmilega
alræði?
Ef við fyrst skoðum heildar-
hyggjuna, sem gerir ráð fyrir því
að það sem þjóni hagsmunum
heildarinnar sé hið æðsta mark-
mið sem keppa beri að, þá vaknar
sú spurning hverjir eiga að ákveða
þá?
Engum er til að dreifa nema
stjórnvöldum. Mat stjórnvalda á
því hverjir séu hagsmunir heildar-
innar, verður æðsta boðorð sem
allar siðferðisreglur og allt tillit
til einstaklingsóska þeirra og
þarfa beri að víkja fyrir. Alræðis-
stjórnarfar er í rauninni rökrétt
afleiðing heildarhyggju. Æðsta
skylda hvers þjóðfélagsþegns
verður því, að hlýða fyrirmælum
stjórnvalda um hegðun, sem að
þeirra mati er í samræmi við
hagsmuni heildarinnar. En þetta
er einmitt fyrsta boðorð alræðis-
Lúðrasveitin Svan-
ur í Háskólabíói
LÚÐRASVEITIN Svanur heldur
tónleika í Háskólabíói laugardag-
inn 17. marz kl. 14.
Þetta er 49. starfsár Svansins og
hefur í vetur verið mikil starfsemi
í sveitinni.
Unglingadeildin, sem starfað
hefur í 2 síðastliðin ár, tók þátt í
alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn
á síðasta sumri, gekk sú ferð í alla
staði mjög vel.
í haust var unglingadeildin
sameinuð Svaninum og spila nú 56
hljóðfæraleikarar í sveitinni.
í vetur hefur starfað tónskóli á
vegum Svansins og eru í honum 20
nemendur. í Svaninum starfar
einnig 18 manna Big-band, sem
kemur fram á tónleikunum.
Stjórnandi Svansins er Sæbjörn
Jónsson.
ANTONÍÓ D. Corveiras
heldur orgeltónleika í
Keflavíkurkirkju í kvöld,
15. marz kl. 8.30.
Hann hefur haldiö tón-
léika í mörgum löndum
bæði í Evrópu og Ameríku.
Síðast hélt hann tónleika í
Keflavík í desember.
A efnisskránni að þessu
sinni eru t.d. verk eftir
tónskáldin Georg Muffat —
Ch. J. Stanley — Barrie
Cabena — César Franck og
Bjarne Slögedal.
Antóníó starfar sem
píanó- og orgelkennari við
Tónlistarskólann í Keflavík
og er jafnframt organ-
leikari við Hallgrímskirkju
í Reykjavík.
Á leið í skóla
gœtið að
Auðun Svavar Sigurðsson
hyggjunnar. Andstaðan við þetta
er einstaklingshyggjan, sem telur
að hamingja einstaklinganna og
fullnæging þarfa þeirra sé það
markmið er öðru fremur verði að
keppa að. Þetta skiptir mestu máli
fyrir velferð þjóðfélagsheildarinn-
ar.
„Skilyrðislaus hlýðni“
Söguhyggjan sem gerir ráð fyrir
órofa sögulegum lögmálum leiðir
til lokaðs þjóðfélags sem grund-
vallast á fyrirfram ákveðnu kerfi
(sögulegum lögmálum), sem ein-
staklingurinn verði skilyrðislaust
að hlýða og haga atferli sínu eftir
því.
Frjálshyggjan afneitar öllum
slíkum lögmálum. Söguhyggjan
leiðir til þess að einstaklingarnir
geti ekki borið neina ábyrgð á
gerðum sínum. Það sem er stað-
reynd og það sem samkvæmt
hiriúm sögulegu lögmálum er
óumflýjanlegt, fullnægir kröfum
sannleika og réttlætis. Þar með er
í rauninni öllu siðgæði, réttlætis-
og ábyrgðartilfinningu varpað
fyrir róða. Sá sem stuðlar að hinni
sögulegu nauðsyn þarf ekki að
vanda meðulin af þau eru í þágu
markmiðsins. Og afleiðingin er sá
raunveruleiki sem birtist okkur í
Gulag, Auswitz og þjóðarmorðum
Pol Pots í Cambodiu.
Einstaklingurinn
er réttlaus
Greina má á milli „hægri"
alræðishyggju (nazista—fasisma)
og „vinstri" alræðishyggju
(kommúnisma). Hugmyndafræði
beggja byggir á sömu megin
atriðum (þ.e. heildarhyggju,
þráttarhyggju og söguhyggju) þött
áherzlurnar séu mismunandi, þá
er ágreiningur þeirra meira orða-
val en efnisatriði.
I þeim ríkjum þar sem nazistar
eða kommúnistar hafa öðlast
óskoruð völd, hefur í öllum til-
fellum verið komið á alræði.
Skýringin liggur í hinni sameigin-
legu hugmyndafræði þeirra. Hið
sameiginlega er fyrst og fremst
heildarhyggjan, að það sé heildin
— ríkið, kynflokkurinn eða stéttin
— sem sé það sem máli skipti í
mannlegu samfélagi, en ein-
staklingurinn eigi hvorki rétt né
hafi tilgang nema sem hluti af
heildinni.
Samstaða me8 hryðju-
verkamönnum
Hér að framan hefur verið gerð
grein fyrir þeim megin stefnum
sem takst á í stjórnmálunum. En
koma þessi átök fram í háskólan-
um ef svo, hverjir eru fulltrúar
þeirra? Ekkert vafamál er að svo
er.
Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta er og hefur verið fulltrúi
frjálshyggjunnar og haft innan
sinna vébanda stúdenta úr öllum
lýðræðisflokkunum. Fulltrúar
alræðishyggjunnar meðal
stúdenta eru að vísu færri en
menn skyldu ætla. En með skipu-
lagðri og markvissri baráttu hefur
þeim tekist að ná gífurlegum
áhrifum í stúdentaráði. Ef einhver
skipulögð stjórnmálahreyfing, sem
býður fram til Alþingis, háir
skipulega stjórnmálastarfsemi
innan Háskólans, þá er það
Fylkingin, samtök byltingarsinn-
ahra kommúnista. Vitað er að
stærsta „sellan" sem starfar í
Fylkingunni er „háskólasellan".
Það er ekki tilviljun að efsti maður
á lista Vinstri manna, bæði í fyrra
og nú, sé í Fylkingunni og að
Fylkingin eigi meirihluta í stjórn
Stúdentaráðs. Tengsl Vöku við
Sjálfstæðisflokkinn byggir ein-
ungis á persónutengslum, en ekki
skipulegri starfsemi flokksins inn-
an Háskólans.
Hið rétta andlit öfgamanna
kemur í ljós þegar þeir sýna
samstöðu með hryðjuverkamönn-
um sem með pólitískum ofbeldis-
verkum hefur tekist að stofna
lýðræðinu í hættu. Hvaða samleið
á lýðræðissinnaður stúdent með
mönnum sem fella tillögu Vöku
um fordæmingu stúdenta á morð-
inu á Aldo Moro? Þessu verður
hver lýðræðissinnaður stúdent að
svara áður en hann greiðir at-
kvæði í dag.
Auðun Svavar Sigurðsson,
læknanemi.
Tónleikar í Kefla-
vikurkirkju í kvöld
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1979 1.FL.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Fjármálaráðherra hefur fyrir
hönd ríkissjóðs ákveðið að
bjóða út verðtryggð spariskír-
teini allt að fjárhæð 1.500
milljónir króna.
Kjör skírteinanna eru í aðal-
atriðum þessi:
Meðalvextir eru um 3,5% á ári,
þau eru lengst til 20 ára og
bundin til 5 ára frá útgáfu.
Skírteinin bera vexti frá 25.
febrúar og eru með verð-
tryggingu miðað við breyting-
ar á vísitölu byggingar-
kostnaðar, er tekur gildi
1. apríl 1979.
Skírteinin eru framtalsskyld
og eru skattlögð eða skatt-
frjáls á sama hátt og banka-
innistæður samkvæmt lögum
nr. 40/1978. Skírteinin eru
gefin út í fjórum stærðum,
10.000, 50.000, 100.000 og
500.000 krónum, og skulu þau
skráð á nafn.
Sala skírteinanna hefst
15. þ.m., og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
sparisjóðum um land allt svo
og nokkrum verðbréfasölum
í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
liggja frammi hjá þessum
aðilum.
11
i
V'
Mars 1979
SEÐLABANKI ÍSLANDS