Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 35 Námskeið Stjómunar- félagsins Stjórnunarfélag íslands mun á næstu tveimur mánuðum efna til eftirtalinna námskeiða: 12—14/3 Stjórnun I. 19—21/3 Framleiðslustýring og verksmiðjuskipulagn- ing. 21—23/3 Fjármál einstaklinga. 26/3 Nýja hlutafélagalög- gjöfin. 29—30/3 Stjórnun II 2—3/4 Vaxtaútreikningur og verðbréfavið- skipti. 8—9 og 17-18/5 Stjórnun III Allar nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, sími 82930. Björn Másson Eimskip; Kostnaðar- eftirlitið stað- sett erlendis Björn Másson er fulltrúi Eimskips í Kaupmannahöfn og hefur hann búið þar ytra í tæp tvö ár. Hann tjáði Viðskiptasíðunni í viðtali að sitt megin verkefni í Kaup- mannahöfn væri að sjá um alla afgreiðslu skipanna, þannig að ekki kæmi til tafa og aukins kostnaðar. Allt er þetta gert til að tryggja megi þá tíðni ferða sem verið hefur héðan og heim á undanförnum árum. Á síðastliðnu ári voru viðkom- ur skipa Eimskipafélagsins í Kaupmannahöfn v. frakt- flutninga 60, en alls komu skip félagsins 113 sinnum til Danmerkur á s.l. ári. Starfið beinist því fyrst og fremst inn á við en einnig hef ég með höndum upplýs- ingastarfsemi við þá aðila hér í Danmörku sem flytja vörur til íslands. Meðal helztu vörutegunda sem héðan eru fluttar má nefna sykur, ávexti, nýlenduvörur, efnavöru og töluvert er um búslóðaflutninga bæði til og frá Danmörku því hér eru margir íslendingar búsettir sagði Björn Másson að lok- um. III I * f 1 Halldór Kristjánsson: Áfengislöggjöfin Hilmar Helgason formaður S.Á.Á. hefur að nokkru orðið við tilmælum mínum þeim sem Vel- vakandi birti 17. febrúar að ræða áfengislöggjöfina og viss atriði sem hann vill breyta. Að gefnu tilefni tek ég það fram að mér finnst óþarfi í almennum rökræðum að tíunda tilfinningar sínar gagnvart viðmælandanum. Ég vil ganga út frá því að almennt unni menn hver öðrum góðs þó að skoðanir liggi ekki að öllu leyti saman. Það þarf alls ekki að vera af neinni andúð á manninum eða óvild í hans garð að honum er mótmælt. Það skiptir engu megin- máli hverjar eru persónulegar skoðanir okkar Hilmars Helgason- ar en það er ástæða til að ræða áfengislöggjöfina og ýmsar skoð- anir á henni. Hilmar segir að áfengislögin séu samin „til að friða mjög fámennan hóp templara og bindindismanna". Þó vona ég að hann viti að allar breytingar á íslenskri áfengislög- gjöf í 60 ár hafa gengið gegn óskum templara. Ekki skil ég hvað það kemur rökréttu samhengi þessara mála við að segja: „Næst hlýtur að liggja fyrir að semja lög um landbúnaðarframleiðslu sem hent- ar Náttúrulækningafélagsmönn- um“. Ég held að flestir íslendingar ættu að vita það nú þegar að nokkur áhætta fylgir því að venja sig áfengi og menn ættu líka að vita að það er óþörf áhætta. Síst mun ég þó amast við að minnt sé á þau atriði. En ég held að við verðum eins og engu síður að muna það sem dr. Matthías Jónas- son sagði einhversstaðar að hinir ungu hlusta ekki á siðaboð og fyrirmæli eldri kynslóðar en þeir fylgja fordæmi hennar. Ég lít á það sem fleipur eitt og gífuryrði að ég sé „sakhæfur af- brotamaður" vegna áfengislög- gjafarinnar. Ég kannast ekki við að hafa brotið hana og kalla enga hártogun að mótmæla þeim sakar- giftum. Það eru falleg orð hjá Hilmari að fulltrúar löggæslunnar verði að geta framfylgt löggjöfinni án þess að fá á sig stimpil ofsókna og smámunasemi. Falleg orð, en hvernig eru þau marktæk? Hvern- ig gengur þetta í sambandi við skattalög, umferðalög og tollalög? Ég minni líka á landhelgislög og fiskveiðisamþykktir. Það eitt að minna á þessa lagabálka ætti að vera nóg til að glöggva okkur á því að Islendingar hafa alltaf brotið lög eftir því sem þeir þorðu og Halldór Kristjánsson. töldu sér hagnað eða þægindi að. Áfengislöggjöfina met ég eftir því hvort hún minnki eða auki drykkjuskapinn. Það skiptir mestu hve mikil áfengisneyslan er því að það er hún og afleiðingar hennar sem er öll bölvunin. Eins og Hilmar segir eiga lög að vera „fyrirbyggjandi afl“. Hilmar vill beina áfengisneyslu unglinga og raunar allra frá brenndum drykkjum og að léttari vínum. Það segir hann að sé mjög auðvelt með verðstýringu. Að þessu hefur verið stefnt síðari ár með þeim árangri að neysla léttra vína hefur aukist verulega en sterkra ekki minnkað. En þetta er framkvæmdaratriði sem ekki snertir löggjöfina beinlínis. Hilmar vill lækka áfengiskaupa- aldur og mér skilst að hann kalli það „sjálfsögð mannréttindi" að mega kaupa áfengi. Hins getur hann ekki hvenær hann vill að unglingar fari að njóta þeirra mannréttinda. Ég held að okkur sé óhætt að hafa hliðsjón af því að 18 ára mörkin hafa ekki þótt gefast vel vestan hafs. En ef það éru sjálfsögð mannréttindi að mega kaupa áfengi, gildir þá ekki sama um hass og heróín? Sé ekki svo langar mig að vita í hverju munur- inn liggur. Ég sé ekki að drykkja á heimil- um og því síður heimilisböl vegna áfengisnautnar hverfi þó að vín- veitingahús standi opin allar næt- ur. Einhverntíma neyðast menn til að vitja heimila sinna, eða er það ekki? Hverjar líkur eru til að það verði því betra sem lengur hefur verið setið við sumblið? Meðan löggæslu er þörf hlýtur það að verða hlutverk hennar að vaka yfir reglum sem einhvern langar til að brjóta. Fram hjá því sé ég ekki að verði komist með nokkru móti. Að þessu sinni sé ég ekki ástæðu til að hafa fleiri orð en þakka Hilmari það sem hann lét uppi því að þessi mál á að ræða rækilega. Halldór Kristjánsson. Skólamót í skák um helgina Áfengi er ekki neitt sem varðar manneldi. Það er nautnameðal sem ýmsir vilja hafa til ágætis. Neysla þess er vanabindandi. Það er því alls ekki sambærilegt við neina venjulega landbúnaðarfram- leiðslu. Það eru ógætileg orð að bruggað verði „í hverjum koppi og kirnu þrátt fyrir bann“ „meðan leyft er að rækta kartöflur og flytja inn sykur". Það er margt sem hefur áhrif á vilja fólks til þess að brugga. Mestu ræður drykkjufýsn- in en líka hagsmunavon og viðhorf nágranna. ÚRSLIT í skólamótinu í skák, Reykjavíkurriðli, fara fram í félagsheimili TR um helgina og hefst keppnin klukkan 14 báða dagana. Þetta er ein- staklingskeppni og hafa allir skólaskákmeistarar í grunnskólum Reykjavíkur þátttökurétt. Á sama tíma fer fram á sama stað landsmót fram- haldsskóla í skák og teflir hver skóli fram 4 manna sveitum. Sigursveitin öðlast rétt til þátttöku í Norður- landameistaramóti fram- haldsskóla. Loks er þess að geta, að sunnudaginn 25. marz fer fram sveitakeppni grunn- skóla í Reykjavík í skák og standa Æskulýðsráð og Taflfélag Reykjavíkur að keppninni. Teflt verður í félagsheimili TR við Grens- ásveg og hefst keppnin klukkan 13.30. OMIC reiknivélin kom á markaðinn fyrir einu ári, ný vél sérhönnuð samkvæmt óskum viðskiptavina Skrifstofuvéla h/f. Móttökurnar voru frábærar. Á örfáum vikum varð OMIC metsöluvél. I framhaldi af þessum afburða góða árangri bjóða Skrifstofuvélar h/f tvær nýjar gerðir af OMIC reiknivélum: OMIC 210 PD OMIC 210 P argus 312PD 210PD 210P OMIC vélar i einfaldari útfærslu en OMIC 312 PD. Komið og kynnist kostum OMIC: 33 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns. SKRIFSTOFUVELAR H.F. + —x _ Hverfisgötu 33 s“20560 HVERFISGATA I « i» t • « I I I |.| I l l l I I I I K K * i nifi • « «i» iimmiiimim <41 i n< • 11 i H i i« i I • K • • •- R V1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.