Morgunblaðið - 15.03.1979, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
Minning:
Stefán Baldursson
og
Sveinbjörn Beck
Stefán Baldursson
Fæddur 7. desember 1960
Dáinn 6. marz 1979
Sveinbjörn Beck
Fæddur 26. júlí 1960
Dáinn 6. marz 1979
Kveðja frá Menntaskólan-
um í Reykjavík
Tveir ungir menn, óvenjulega
mannvænlegir, yfirlætislausir og
duglegir, hafa verið burt kallaðir
af þessum heimi svo snögglega og
óvænt, að við höfum vart enn haft
tíma til að átta okkur. Stórt skarð
og vandfyllt hefur verið höggvið í
nemendaröð Menntaskólans í
Reykjavík, að ekki sé talað um
bekksögnina, sem þeir sátu báðir í.
Stefán Baldursson og Svein-
björn Beck voru mikill sómi þessa
skóla þann stutta tíma, sem við
nutum samvista við þá, og harmur
nemenda og kennara mikill, er
slíkir öðlingar hverfa svo óvænt og
óskiljanlega úr hópnum.
Eg kann engin orð, er draga
megi úr sorg ástvina þessara ungu
manna, en nokkur huggun má það
vera harmi gegn, að minning
þeirra mun lifa hér í skóla,
minning um góða drengi, sem
sóma sér vel í hópi ágætra fyrri
nemenda þessa skóla, er á undan
þeim hafa safnazt til feðra sinna.
Guðni Guðmundsson.
Það var hljóður hópur sem sat
tíma í 5. bekk X í Menntaskólanum
í Reykjavík árdegis miðvikudaginn
7. marz. Þrjú auð sæti minntu á þá
hörmulegu frétt, sem borizt hafði
snemma um morguninn. Tveir
voru horfnir úr okkar hópi, og við
vissum að þeir áttu ekki aftur-
kvæmt.
Daginn áður hafði annar andi
einkennt þennan bekk, andi bjart-
sýni og lífsgleði, sem svo oft ríkir,
þegar ungir eru saman komnir.
Engan grunaði þá, að þessi göngu-
ferð á Esju, sem þeir höfðu rætt
um við okkur, fullir gáska og
tilhlökkunar, myndi verða þeirra
hinzta för. Við vissum öll, að þeir
höfðu farið margar slíkar ferðir
jafnt að sumri sem vetri, enda
voru fjallgöngur og náttúruskoðun
sameiginlegt áhugamál þeirra.
Þeir lögðu af stað strax að loknum
skóladegi og klifu fjallið, en á
niðurleið brast snjóhengja og tók
Stefán og Sveinbjörn með sér.
Stefán Baldursson var óvenju
brosmildur og bjartsýnn piltur.
Hann var ritstjóri De rerum
natura, blaðs Vísindafélags M.R.,
og nutu námshæfileikar hans og
brennandi áhugi sín vel á þeim
vettvangi.
Sveinbjörn Beck var ekki einn
þeirra, sem sífellt trana sér fram,
en í augum þeirra, sem þekktu
hann, var hann maður glaðlyndur
og gefinn fyrir gáska. í okkar hópi
naut hann sín jafnan vel, og því er
skarð fyrir skildi við fráfall hans.
ólafur Guðmundsson.
Stefán Baldursson
Fæddur 7. desember 1960.
Dáinn 6. marz 1979.
Þriðjudaginn 6. marz s.I. var
fagurt vetrarveður, heiðskír him-
inn og glampandi sólskin. Það
freistaði þriggja knárra sveina úr
5. bekk X í Menntaskólanum í
Reykjavík, og þeir afréðu að klífa
Esjuna. Tveir þeirra komu ekki
heim úr þeirri för, svo snögg geta
umskiptin orðið. Annar þeirra var
Stefán Baldursson, systursonur
konu minnar, og skal hans minnst
hér með nokkrum fátæklegum
orðum.
Stefán var fjallagarpur mikill,
þótt ekki væri hann eldri að árum,
og var félagi í Alpaklúbbnum og
Hjálparsveit skáta í Reykjavík.
Síðasta sunnudaginn, sem hann
lifði, var hann með félögum sínum
á slysavakt uppi í Bláfjöllum, og
var þar sem annars staðar ávallt
viðbúinn.
Stefán var alltaf vel búinn og
aðgætinn í fjallaferðum, enda naut
hann í fyrstu tilsagnar eldri bróð-
ur síns, og ferðuðust þeir mikið
saman. Eg minnist frásagna
þeirra af ýmsum jöklaferðum og
voru þá oft sýndar litmyndir af
tign fjallanna til þess að undir-
strika eftir hverju væri að sækjast
með slíkum ferðum.
I skóla sínum var Stefán virkur
þátttakandi í félagslífinu og var
meðal annars ritstjóri náttúru-
fræðirits skólans, „De Rerum
natura", nú þegar hið sviplega slys
bar að. Mikill námsmaður var
hann, enda ekki langt að sækja
dugnað og góðar gáfur.
Foreldrar Stefáns heitins eru
Baldur Jónsson, dósent, og Guðrún
Stefánsdóttir mágkona mín.
Þeirra sorg er sárust svo og
bræðranna tveggja, en sárt er
einnig fyrir afa og ömmu í Álf-
heimum að sjá á eftir tveim
dóttursonum, nær jafnaldra, á
rúmu ári.
Ég mun alltaf minnast Stefáns
eins og hann var á gleðistundum
fjölskyldunnar, síbrosandi með
ljósu fallegu lokkana sína, fallegur
ungur piltur.
Megi góður guð styrkja fjöl-
skylduna í söknuði og sorg.
Karl Ómar Jónsson.
Hörmulegir atburðir gera sjald-
an boð á undan sér. Og fátt er
átakanlegra en að horfa á eftir
ungum og vöskum drengjum sem
hverfa okkur sjónum í greipar
hins óvægna sláttumanns.
Stefán Baldursson var gæddur
óvenjulegu lífsfjöri og áhuga á
umhverfi sínu. Hann hreifst af
náttúru landsins, og fjöllin töfruðu
hann til sín. Hann var félagi í
Hjálparsveit skáta með eldri bróð-
ur sínum og lagði þar fram krafta
sína af mikilli ósérhlífni. Hverja
frístund notaði hann til að glíma
við erfiðar fjallaleiðir og jökul-
tinda. Hughreysti æskumannsins
bauð byrginn öllum torfærum, og
því hefur líklega stundum verið
teflt á tvær hættur. Ég hef ein-
hvers staðar lesið að fjallgöngur
séu hættulegasta íþrótt sem til sé í
heiminum. En þessi íþrótt styrkir
líka bæði sál og líkama og færir
mikinn unað þeim sem hana
stunda.
Okkar fámenna þjóð má síst við
því að missa slíka drengi sem
Stefán í blóma lífsins. En um slíkt
er ekki spurt þegar voðaslys ber að
höndum. Við sem þekktum Stefán
frá bernskudögum hans vitum að
hann var gæddur óvenjulegum
hæfileikum og drengskap. Heið-
ríkja, göfgi og mildi skein úr svip
hans. Og bros hans er okkur
ógleymanlegt, það lýsti allt um-
hverfið og hreif með sér samferða-
fólkið. Við hann voru sannarlega
bundnar miklar framtíðarvonir.
Ekki er að efa að hann hefði átt
eftir að standa í fylkingarbrjósti,
annaðhvort við mannúðarstörf eða
önnur mikilvæg verkefni fyrir
okkar litla þjóðfélag. Það var nóg
að sjá gáfulegan svip hans og
fallega brosið til að sannfærast
um það að hann mundi leysa öll
viðfangsefni með sóma.
En vegir Guðs eru órannsakan-
legir. Við sitjum hljóð og fáum
enga skýringu, en oft kemur okkur
í hug hið forna spakmæli, að þeir
sem guðirnir elska deyi ungir.
Djúp er sorg foreldra hans,
Guðrúnar Stefánsdóttur og Bald-
urs Jónssonar, og bræðra og ann-
arra vandamanna. En minn-
ingarnar eru dýrmætar, og þær
eru óbrotgjarnar og munu ylja um
ókomin ár. Brosið hans og góðvild-
in í svipnum mun lýsa sem
óslökkvandi ljós og örva vini hans
til að halda uppi merki hjálpsemi,
glaðlyndis og góðvildar og berjast
við þau verkefni sem hann átti
ólokið. Við sem erum nánir vinir
og vandamenn fjölskyldú hans
sendum úr nálægð og fjarlægð
foreldrum hans og bræðrum og
öðrum ættmennum dýpstu
samúðarkveðjur.
Sigríður Kristjánsdóttir.
Stefán lést af slysförum þriðju-
daginn 6. mars s.l. er snjóflóð féll
skyndilega í Esjunni. Hann var
sonur hjónanna Guðrúnar Stef-
ánsdóttur og Baldurs Jónssonar,
Tómasarhaga 22 í Reykjavík.
Stefán hafði mikinn áhuga á
útilífi og ferðalögum. í ársbyrjun
1978 gerðist hann félagi í Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík. Hann
starfaði sem nýliði allt það ár og
hlaut á þeim tíma tilskilda þjálfun
í undirstöðuþáttum ferðamennsku
og björgunarstarfa. Þann 16.
janúar s.l. var Stefán tekinn í
Hjálparsveitina sem fullgildur
félagi. Þennan tíma allan sýndi
hann mikinn áhuga og skilning á
því margþætta starfi sem fram fer
í björgunarsveit á við Hjálparsveit
skáta. Þá hafði Stefan starfað
nokkuð í skólaleyfum við Skáta-
búðina, sem rekin er af Hjálpar-
sveitinni.
Því er oft haldið fram með réttu
að þeir sem taka þátt í starfi
björgunar- og hjálparsveita kynn-
ist oft betur og tengist traustari
vináttuböndum en í mörgum
öðrum félögum. Ferðalögin og
æfingarnar, oft við erfiðar aðstæð-
ur, þjappa mönnum saman, björg-
unarstörfin, þar sem reynir á
samvinnu og samhæfingu, tengja
hópinn enn traustari böndum.
Þess vegna sakna félagarnir enn
sárar vinar í stað. Það er erfitt að
sætta sig við að heyra ekki framar
hans glaðværa hlátur eða þurfa að
viðurkenna að hans smitandi
áhugasemi hvetji menn ekki fram-
ar til starfa. En huggunin harmi
gegn er þó minningin um góðan
vin og ötulan starfsfélaga. Minn-
ing sem hvetur okkur til þess að
takast á við þau viðfangsefni sem
okkur voru sameiginlega kær og
við virtum umfram annað.
Við biðjum honum blessunar og
sendum innilegar samúðarkveðjur
til móður hans, föður og bræðra
svo og til allra annarra ættingja
og vina.
t
Eiginmaöur minn og faðir okkar
ÓLAFUR ANDRÉSSON
Sogni, Kjós
lést aö heimili sínu þriðjudaginn 13. þ.m.
Kristín Jakobsdóttir
og börn.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
bURÍÐAR MARKÚSDÓTTUR,
Framnosvsgi 3,
veröur gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vllja mlnnast hinnar létnu, er vlnsamlegast bent á Slysavarnafélag
íslands eöa aörar líknarstofnanlr.
Elín Guómundsdóttir Ingi Jónsson
Arnbrúöur Guömundsdóttir Guömundur Ingimarsson
Reynir Markússon
og barnabörn.
Eiginkona mín t ROSHAN EGGERTSSON
lést hlnn 13. mars. Iffefnatrssöingur, Þréinn Eggertsson
t GUÐMUNDUR JÓHANNSSON Aöalgötu 2, Stykkishólmi, lést í Landspftalanum 13. marz. Aöstandendur.
t
ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR,
fyrrverandi Ijósmóöir
f Vestmannaeyjum,
andaöist í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur þann 13. þ.m.
Aöstandandur.
t
Minningarathöfn um ástkæran son okkar, fööur, bróöur og mág,
GRÉTAR SKAPTASON,
vótstjóra,
sem fórst meö vélbátnum Ver frá Vestmannaeyjum 1. marz veröur í
Laugarneskirkju laugardaginn 17. marz kl. 13.30
Þurfóur Ágústsdóttir — Gunnar Skapti Kristjénsson
Austurbrún 37
Jóhann Grétarsson
Guöný Skaptadóttir Fisher Frank Fisher
Svsinbjörg Gunnarsdóttir Jón Sigurösson
Gunnar Skapti Kristjénsson
t
Útför
INGIGERDAR GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR,
tré Neöra-Hrapp,
fer fram frá Neskirkju föstudaginn 16. marz kl. 3 e.h.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Ifknarstofnanir.
Fyrir hönd fjarstaddrar dóttur.
Vandamenn.
t
Elginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi
BRYNJÓLFUR ÚLFARSSON,
Stóru Mörk,
veröur jarðsunginn frá Stóradalskirkju laugardaginn 17. marz kl. 2 e.h.
Guölaug Guðjónsdóttir,
Úlfar Brynjótfsson, Rósa Aöalstainsdóttir,
Hanna Kristfn Brynjólfsdóttir, Benedikt Sigurbergsson,
Ragnheiöur Brynjótfsdóttir, Jón Þorkell Rögnvaldsson.
Félagar Hjálparsveitar
skáta í Reykjavík.