Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 45

Morgunblaðið - 15.03.1979, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI • Frjálsræði í viðskiptum Það er athyglisverð grein í Morgunblaðinu 8. mars eftir Jón G. Sólnes um frjálsræði í viðskiptum þessa lands. í þessari grein tekur Jón ákveðna afstöðu í þessum málum og vonandi verður afstaða Sjálfstæðisflokksins eins ákveðin og ósveigjanleg. Það má fullyrða að meirihluti þjóðarinnar sé meðmæltur auknu frjálsræði í viðskiptum, en því miður hefur enginn flokkur sýnt tilburði í þá átt (af alvöru) að gera viðskiptalífið opnara og leysa það úr álögum haftakerfisins. Það er vonandi að Sjálfstæðis- flokkinn beri gæfa til að standa fast á stefnu sinni og láta ekki menga hana með samkrulli úr öðrum flokkum, og ekki síst að standa við þau loforð sem þeir gefa nú um þessar mundir. Ef þessi loforð verða svikin má flokkurinn búast við því að verða jafnvel minni en Framsóknar- flokkurinn er nú orðjnn. íslendingur. • Lífsblik Sólir blika í bládjúpum geimsins, þúsundum saman. Víst má telja að einriig þar séu lífhæfir fylgihnettir, sem við ekki sjáum. Á mörgum þeirra mun lífið vera komið á margfalt hærra þroska- stig, en við menn getum látið okkur til hugar koma. Lífgeislan streymir stöðugt frá máttugum mannkynjum annarra sólhverfa. Orka og ást og viska berast frá háþroskaverum um allan alheim og hefur bætandi áhrif á allt líf, sem lægra stendur að þroska. Fyrir aðstreymi æðri orku verður stöðug hafning hinna lágu lífvera. Hin sanna lifstefna á erfitt uppdráttar á mörgum frumlífs- jörðum. Til slíkra staða beina hinir lengra komnu áhrifamætti Hafning hinnar lágu veru, hins óvitra manns, er takmark hins æðri máttar. Guðleg ást leitast við að hefja hvern mann til réttrar áttar. Rangstefnan, sem svo víða ríkir, er lífstefnunni ólýsanleg hindrun. Rangstefnuna verður að sigra um alheim. Það er hið mikla markmið hinnar æðstu veru. Og til þess að það megi takast, verða frumlífs- menn allra mannkynja að vera þar með en ekki móti. Einnig mannkyn okkar jarðar verður að taka þátt í þeirri viðleitni og Islendingar gætu haft möguleika á að verða þar fremstir í flokki. Því á Islandi voru fyrst uppgötvuð lögmálin um alsam- band lífsins og ætti því að vera hér hægara um vik, — að koma af stað hinni nauðsynlegu byrjun, — en í löndum, þar sem þessi undirstöðu- lögmál eru énn óþekkt. Endanlegur sigur lífstefnunnar getur ekki orðið, fyrr en helstefn- an hefur verið sigruð og verði megund hins illa upprætt. Ingvar Agnarsson. Þessir hringdu . . • Geta þess sem vel er gert Ánægðir foreldrar í Vestur- bænum hringdu: Við viljum koma á framfæri þakklæti til skólastjóra, tón- menntakennara, hljómsveitar- stjóra og raunar allra, er lögðu hönd á plóginn að frábærri skemmtun nemenda í Melaskólan- um laugardaginn 10. og sunnudag- inn 11. marz. Það var gaman að sjá svona stóran hóp nemenda vinna að tónlist og það er ástæða til að vekja athygli á þessu starfi í skólanum. SKAK Umsjón: Margeir Pótursson í fyrstu-deildarkeppni sovézka meistaramótsins í fyrra kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Tukmakovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Kochievs. Síðasti leikur svarts var hroðalegur afleikur. Hann lék 24... Hd2xa2? í stað 24... Dxc4, 25. Hxc4 — Hxa2. 25. Bd5!! og svartur gafst upp, því að hann kemst ekki hjá hrókstapi. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1.—2. Tukmakov og Tseshkovsky ÍO'Æ v. af 16 mögu- legum. 3.-4. Beljavsky og Mikhailchisin 10 v. 5.-7. Makarichev, Razuvajev og Timoshenko 9 v. 8.—10. Kochiev, Sveschnikov og Jusupov 8. v. 11. Savon Vk v. Þá fylgja einnig velfarnaðarósk- ir til kórsins, sem fer um næstu helgi á kóramót á Akureyri. • Askorun til útyarpsráðs — Ég undirritaður, sem hlusta mikið á morgunútvarp, vil koma því á framfæri við útvarps- ráð, að hinir góðkunnu og lands- frægu útvarpsþulir, Pétur Péturs- son og Jón Múli Árnason, verði látnir taka aftur til við morgunút- varp eins og var fyrir daga Morgunpóstsins. — Mér finnst vanta eitthvað í tilveruna eftir að þeir fóru frá við þessa frábæru þjónustu sem þeir veittu landsmönnum öllum með skemmtilegheitum sínum og oft á tíðum frábærum húmor og fram- komu allri. — Að lokum beini ég því til útvarpsráðs og tónlistardeildar að hafa meira af harmonikulögum og léttum píanólögum, en minna af mataruppskriftum á morgnana. Á.J.J. HÖGNI HREKKVÍSI ‘«9 P McNaught Synd., Inc. J £&m.1 HXAMATu£...þEltA >5C ÓALTOG- PlPÁ£r MANNI OG KONNA Einar Jónsson á Einarsstöðum veröur í bænum næstu daga. Vlötalsbeiönum svarað í síma 31550 föstudaginn 16. marz kl. 5—7 og laugardag kl. 2—4 og sunnudag kl. 2—4. Finlux LITSJÓNVARPSTÆKI 20“ .. kr. 415.000,- — 22“ .. kr. 476.000.- 26“ .. kr. 525.000.- SJÓNVARPSBÚDIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SlMI 27099 Gestetner PFH LJÓSPRENTUNARVÉL EINFÖLD, ÖRUGG EN ÖDYR SKILAR ÞO ARANGRI SEM LIKIST MEIR PRENTUN EN LJÖSRITUN ívar Skipholti 21, Reykjavlk, stmi 23188. Engir rofar eða takkar, aðeinsl ýtt á handfang og ljósritið er komið. Sjúkrahús á Akureyri Tilboö óskast í aö Ijúka frágangi skurödeildar o.fl. í nýbyggingu viö Fjóröungssjúkrahúsiö á Akur- eyri. Verkinu Skal aö fullu lokiö 15. apríl, 1981. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarverkfræöings á Akureyri gegn 75.000- kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö á skrifstofu vorri þriöjudag- inn 24. apríl 1979, kl. 11.00, fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 HAGTRYGGING HF HAFIÐ BÍLINN VEL ÚTBÚINN í SNJÓNUM. J .Uíne díqtJú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.