Morgunblaðið - 15.03.1979, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979
í KVÖLD íer fram einn leikur í 2.
deild karla í handknattleik.
Akureyrarliðin KA og Þór leika í
íþróttaskemmunni kl. 20.00. Er
leikur þessara liða afar þýðingar-
mikill í hinni tvisýnu stöðu í
deildinni sem er með ólikindum
spennandi.
Eiga fimm lið ennþá möguieika
á að verða í efstu sætunum.
KA-menn verða að sigra í leikn-
um í' kvöld til þess að halda í
vonina um að verða með í topp-
baráttunni. Ef að líkum lætur
verður loft lævi blandið í skemm-
unni þeirra Norðanmanna í
kvöld, því að óvíða eru stuðnings-
menn jafn ákafir í hvatningar-
hrópum sinum og styðja jafn vel
við bakið á sínum mönnum.
Eins og sjá má á stöðunni hér á
eftir getur enn allt gerst:
Þróttarar ekki
sammála
Eyjamönnum
VEGNA pistils í Morgunblaðinu
föstudaginn 9. mars undir yfir-
skriftinni „Eyjamenn vondir“
sjáum við okkur tilneydda til að
benda á eftirfarandi:
Leikir Þórs og Þróttar í 2. deild
karla og kvenna í handknattleik
áttu að fara fram laugardaginn 3.
mars og hefjast kl. 13. Um
morguninn kom í ljós, að ófært
var með flug til Vestmannaeyja
og hafði undirritaður þá sam-
band við formann mótanefndar
B.S.Í., og tjáði hann okkur að við
ættum að biða fram að hádegi en
ef ekki hefði rofað til með flug þá,
yrði leikjunum frestað. Þessar
upplýsingar létum við ganga til
leikmanna okkar og báðum þá að
vera i kallfæri fram að hádegi.
Á hádegi kom í ljós að enn var
ófært til Eyja og höfðum við þá
samband við formann móta-
nefndar á ný. Krafðist hann þá
þess af okkur, að við færum, ef
fært yrði, seinna um daginn og
gistum í Eyjum, þar sem ekki yrði
um ferð til baka að ræða sam-
dægurs. Vorum við að vonum ekki
ánægðir með það, þar sem það var
allt annað en okkur hafði verið
sagt fyrr um daginn, en er í ljós
kom kl. 14 að flogið yrði kl. 15
létum við til leiðast og héldum út á
flugvöll, bæði mfl. karla og
kvenna.
Er þangað kom, kom í ljós að
engir dómarar voru mættir, þó
formaður mótanefndar hefði
fullvissað okkur um kl. 14, að þeir
væru reiðubúnir að fara. Biðum
við úti á flugvelli þar til vélin fór í
loftið, en er við vorum að tygja
okkur til heimferðar, hringdi
títtnefndur formaður móta-
nefndar í okkur út á flugvöll og
tjáði okkur, að dómararnir hefðu
ekki séð sér fært að fara, og
leiknum væri frestað.
Að ofangreindu má sjá, að það
er ekki við okkur að sakast, að
leikurinn fór ekki fram.
Þá skoðun Eyjamanna að við
getum eins og þeir tekið Herjólf
daginn fyrir leik, getum við ekki
sætt okkur við. Það ylli bæði
vinnutapi og auknum ferðakostn-
aði.
í framhaldi af þvi viljum við
benda Þórurum svo og Ákureyr-
ingum á, að í 9. grein reglugerðar
H.S.I. um handknattleiksmót
stendur, að 2. deild skuli vera
sérstök fjárhagsleg rekstrareining
í hverju héraði fyir sig. Það merkir
í raun að hagnaði eða tapi af 2.
deild í hverju héraði fyrir sig skuli
í lok keppnistimabils skipt í 8
jafnstóra hluta og greiðast eða
innheimtast af hverju þátttöku-
liði. í dag táknaði það að félg utan
Reykjavíkur skiluðu 7/8
hagnaðarins af 2. deild í sínu
héraði, auk þess að greiða 1/8
hluta halla af 2. deild í Reykjavík.
Staðan í dag er hins vegar sú,
að Eyjamenn og Akureyringar
hirða sjálfir hagnað úr sínum
heimahéruðum, en H.K.R.R.
greiðir halla í Reykjavík.
Ástæðan fyrir því að þessari
reglugerð hefur ekki verið beitt er
sú að Reykjavíkurfélögin hafa
sýnt fullan skilning á hinum gífur-
lega ferðakostnaði er fyrst Ákur-
eyrarfélögin og nú einnig Þórarar
hafa vegna þátttöku í 2. deild.
Ef hins vegar á að fara að
krefjast þess af okkur, að við
mætum á staðinn daginn fyrir
leik, er ég hræddur um, að ofan-
greindri reglugerð verði beitt, og
þess verði krafist, að hagnaðinum
af leikjum úti á landi verði skipt
niður á þátttökufélögin.
Með þökk fyrir birtinguna, fh.
handknattleiksdeildar Þróttar.
Gunnar K. Gunnarsson
Spánverjar draga i land
EIGI alls fyrir löngu var greint
frá þvi í Mbl. að spænska knatt-
spyrnusambandið hefði samið
nýjar reglur sem vörðuðu hinar
erlendu stórstjörnur sem leika
með spænskum liðum. Nýju regl-
urnar voru einfaldlega fólgnar í
þvi að þegar samningar hinna
erlendu leikmanna sem nú leika á
Spáni rynnu út, væri óheimilt að
endurnýja þá og stjörnunum gert
að hverfa úr landi. Var hugmynd-
in sú að opna meiri og betri
möguleika fyrir unga og efnilega
Spánverja, en knattspyrnuyfir-
völd á Spáni telja að hinn mikli
og vaxandi fjöldi erlendra leik-
manna haldi ungum Spánverjum
algerlega niðri.
Þegar þessar ráðagerðir voru
gerðar ljósar, var sýnt að leik-
menn eins og Kemps, Bonhof,
Bertoni og Neeskens, svo að nokkr-
ir séu nefndir, yrðu fljótlega að
fara að leita sér að atvinnu annars
staðar. Svo þarf þó ekki að fara
þrátt fyrir allt. Spænsku liðin flest
sem leika í 1. og 2. deild hafa
mótmælt harðlega við knatt-
spyrnusambandið þar í landi,
einkum vegna þess að slíkar
ráðstafanir myndu koma niður á
áhorfendafjölda. Knattspyrnuyfir-
völdin á Spáni hafa því dregið
snarlega í land og framvegis mega
spænsku liðin hafa tvo erlenda
leikmenn á sínum snærum plús tvo
Suður-Ameríkumenn sem geta
gerst spænskir ríkisborgarar og
þannig gefið kost á sér í spænska
landsliðið. Aðrir útlendingar verða
að hafa dvalið í 10 ár á Spáni eigi
þeir að vera löglegir með spænsku
félagi.
Spánn er nú að byggja upp nýtt
landslið í knattspyrnu og hug-
myndin með útlendingabanninu
var m.a. sú að ungir nýliðar fengju
meiri möguleika en ella. Hver veit
nema að undanlátssemi knatt-
spyrnuyfirvalda við almennings-
álitið kunni að hafa gert að engu
möguleika Spánverja á að ná langt
á HM 1982?
• Henning Jensen, leikmadur með Real Madrid. Hann og aðrir
útlendingar fá nú að leika áfram á Spáni, sé það vilji þeirra og félaga
þeirra.
STAÐAN í 2.
handknattleik:
KR
Þór Ak.
Þór Ve.
KA
Ármann
Þróttur
Stjarnan
Leiknir
13 8 2 3
11 7 1 3
12 6 3 3
12 7 0 5
12 6 2 4
12 4 2 6
12 5 0 7
308:263
223:195
222:223
278:241
253:240
273:262
262:251
18
15
15
14
14
10
10
0
sS/Rir®
UM næstu helgi verða haldnir á
Akureyri Andrésar Andar-
leikarnir á skíðum. Þetta er eitt
allra fjölmennasta skiðamót sem
haldið er hér á landi. Keppendur
verða um 250 víðs vegar að af
landinu. Einnig stendur til að
keppendur komi frá Noregi. Mót
þetta, sem haldið hefur verið
undanfarin ár og tekist mjög vel,
verður væntanlega spennandi í ár
þvi að keppnishörku ungu kyn-
slóðarinnar er viðbrugðið.
Áhorfendur eru hvattir til að
fjölmenna, og þá sérstaklega
foreldrar þeirra barna sem
keppa.
Sigmar bjargaói Þór
ÞÓRARAR í Eyjum geta þakkað
markverði sfnum, Sigmari Þresti,
fyrir stigið sem þeir fengu í
gærkveldi úr viðureign sinni við
Þróttara í 2. deildinni. Á sfðustu
5 sekúndum leiksins varði
Sigmar tvívegis frá Þrótturum
sem voru fríir á lfnunni, þá var
staðan 16—16 og stigin skiptust
milli liðanna.
Þróttarar komu mjög ákveðnir
til leiks og léku mjög sterkan
varnarleik. Náðu þeir fljótlega
yfirhöndinni og höfðu yfir 11—6 í
hálfleik. Leikur Þórs hafði verið
heldur fálmkenndur í fyrri hálf-
leik, en í þeim síðari tóku þeir
Þórarar sig verulega á, söxuðu
jafnt og þétt á forskot Þróttara og
tókst að jafna þegar 4 mínútur
voru eftir, 14—14. Síðustu mínút-
urnar var stiginn mikill darraðar-
dans á fjölunum og Þróttur varð
að sjá af sigrinum þegar Sigmar
Þröstur tók til sinna ráða í lokin,
16—16 urðu lokatölurnar.
Sigmar Þröstur og Hannes
Leifsson áttu mjög góðan leik hjá
Þór, en stjarna Þróttara var mark-
vörðurinn Sigurður Ragnarsson.
Einnig átti Einar Sveinsson stór-
góðan leik.
Mörk Þórs: Hannes Leifsson 4, Andrés
Bridde 4, Ásmundur Friðriksson 2, Böðvar
Berxþórsson 2, Ragnar Hilmarsson 1, Þór
Vaitýsson 1, Þórarinn Ingi 1, Herbert
Þorleifsson 1 mark.
Mörk Þróttar: Einar Sveinsson 5 (2 víti),
Páll Ólafsson 4, Ilalldór Harðarson 2,
Sveinlaugur Kristjánsson 2, Árni Einars-
son, Gunnar Gunnarsson og Jóhann Frí-
mannsson 1 mark.
hkj.
Fredricia
meistari
FYRIR skömmu vann
Fredricia KFUM stórsigur á
Skovbakken í 1. deild
danska handboitans og van-
Danmerkur titiliinn þar
með tryggður. Er þetta í
fimmta skiptiö sepx
Fredricia vinnur Danmerk^
urtitilinn. Lið Gunnars'
Einarssonar, Aarhus
KFUM, var lengi vel í góðri
stöðu við topp deildarinnar,
en gekk illa á lokasprettin-
um og því fór sem fór.
) . * *l
Borðtennis
er lykiUinn
POP GAMLI ltobson- hefur
varla nokkurn tfma á
ævinni skorað jafn mikið af
mörkum sem nú og er þá
mikið sagt. Þó hann sé að
verða háiffertugur, skorar
hann næstum f hverjum leik
fyrir lið sitt West Ham Utd,
sem reynir af alefli að klóra
sig upp f fyrstu deild.
Robson hefur víða leikið og
jafnan verið í fremstu röð
markaskorara þó að sjaidan
hafi gengið jafn vel og f
vetur.
Robson hefur svar á reið-
um höndum og borötennis-
áhugamenn munu ugglaust
fagna yfirlýsingu hans.
Robson segir nefnilega að
hann eigi þessu öllu saman
að þakka þvf að hann leikiir
borðtennis þrisvar í viku og
fái þannig þá snerpu sem til
þarf. Allir f borðtennis!
IIDrútllrl
KA—Pór
i kvöld
Tvísýn og spennandi staða í2.
deild karla