Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 48

Morgunblaðið - 15.03.1979, Síða 48
AUfiLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JW*r0unbI«iti(í> Verzlið i sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. vték*)’ Skipholti 19 V BUÐIN sími ■ ' 29800 FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1979 Ný skattheimta ríkisins: Fasteignaskattar lagðir á fokheld hús FASTEIGNAGJÖLD eru nú lögð á fokheld hús í fyrsta skipti. en hingað til hefur jafnan verið miðað við að fasteignagjöld séu greidd frá þeim tíma sem viðkomandi húsnæði er tekið í notkun. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunbiaðið fékk hjá Fasteignamati ríkisins mun láta nærri að gjöld af fokheldu íbúðarhúsi séu um 35 til 50% af því gjaidi sem greitt er af fuilhúnu húsnæði. Af atvinnuhúsnæði er hlutfallið hins vegar mun hærra, en þó er það mjög breytilegt eftir gerð húsnæðisins. Sumt atvinnuhúsnaéði er svipað íbúðarhúsnæði, en annað mjög frábrugðið. Ný reglugerð um fasteignagjöld af fokheldu húsnæði var sett hinn 3. nóvember siðast liðinn, og var farið eftir hinni nýju reglugerð þegar gjöld voru lögð á hinn 1. desember síðast liðinn. Þetta ákveðna reglugerðarákvæði hljóð- ar svo: „Mannvirki skal meta einu sinni á ári miðað við það ásigkomulag sem þau eru þá í. Mannvirki eða BHM: Akveöur verkfaU, ef nýtt þak verður sett á launagreiðslur STJÓRN launamálaráðs Bandalags háskólamanna hefur ákveðið að hefja verk- fallsaðgerðir, verði sett nýtt þak með lögum á visitölu kaupgjalds. Þessa ályktun samþykkti launamálaráðið í fyrrakvöld og fylgdi þessari ályktun, sem var mjög stutt, löng greinargerð um „vísi- töluþakið“. Sjá greinargerð BHM á bls. 25. einstaka hluta þeirra skal þá fyrst taka í fasteignamat er þeir teljast fokheldir." I eldri lögunum, frá 1973, sagði: „Þegar mannvirki er fulllokið", en í reynd var jafnan miðað það þegar talið var að eignin væri orðin arðgæf, að sögn Guttorms Sigurbjörnssonar forstjóra Fast- eignamats ríkisins. Að hans sögn voru hins vegar engin ákvæði um þetta í lögunum frá 1976, og koma þau því ekki fyrr en núna í nóvember með fyrrnefndri reglu- gerð. Ekki mun liggja ljóst fyrir hve þessi nýja skattheimta muni skila ríkissjóði miklum tekjum á þessu ári. * V í'/¥ ■ Vetrarríkið undanfarnar vikur og mánuði hefur gert mörgum bfleigandanum gramt f geði; eilíft streð við bflana á morgnana, akstur á keðjum og þar fram eftir götunum. Nú er hins vegar spáð heldur hlýnandi veðri, og í dag verður hitinn kominn eitthvað upp fyrir frostmark á vestanverðu landinu. uahid.: mw. Kristján Ölafur hafnaði málaleitan VMSI-manna um breytingar ÓLAFUR Jóhannesson forsætis- ráðherra leggur í dag fram í efri deild Alþingis efnahags- málafrumvarp sitt, að því full- víst er talið, en hins vegar mun Kókaínmálið: Yfirheyrslur í Svíþjóð DÖNSKU lögreglumennirnir, sem vinna að rannsókn kókaín- málsins fóru í gær til Helsing- borgar í Svíþjóð til til þess að yfirheyra fólk vegna málsins. Með í förinni var Guðmundur Gígja lögreglufulltrúi við fíkni- efnadeildina f Reykjavik. Morgunblaðið fékk þetta stað- fest í gær hjá Svend Thorsted, deildarstjóra í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Kaupmannahöfn. Hins vegar vildi Thorsted ekki skýra frá því hvort fólkið sem hér um ræðir væri íslenzkt né vildi hann skýra frá því á hvern hátt það tengdist málinu. I dag er verkfall lögreglumanna í Danmörku og verður þá ekkert unnið við rannsókn málsins, en tíðinda er að vænta á morgun, föstudag. Þá rennur út gæzluvarð- hald eins fjögurra íslendinga, sem sitja inni vegna málsins. Svend Thorsted sagði í gær að lögreglan myndi krefjast þess að gæzluvarð- hald Islendingsins yrði framlengt. hann vart mæla fyrir frumvarp- inu fyrr en eftir helgina — og þá á mánudag eftir því sem nú er búizt við. Formaður og vara- formaður Verkamannasam- bands íslands þeir Guðmundur J. Guðmundsson og Karl Stein- ar Guðnason alþingismaður gengu f gær ásamt Ásmundi Stefánssyni, hagfræðingi ASÍ, á fund forsætisráðherra og reif- uðu við hann hugmyndir um hugsanlegar breytingar á verð- bótakafla frumvarpsins en munu í engu hafa þokað Ólafi frá þeirri fyrirætlan sinni að leggja frumvarpið fram óbreytt. Þeir Guðmundur J. Guðmunds- son og Karl Steinar óskuðu eftir þessu viðtali við forsætisráðherra að eigin frumkvæði og fór Ás- mundur Stefánsson með þeim á fundinn til að vera þeim til ráðu- Atlantshafsflug Flugleiða: Stofna Luxemborg- arar nýtt flugfélag? YFIRVÖLD í Luxemburg munu hafa hug á því að stofna nýtt flugfélag til að fljúga á leiðinni Luxemburg — Bandaríkin, að því er Benedikt Gröndal utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Yrði þar væntanlega um að ræða sameignarfélag Cargolux og Luxair, en Flugleiðum yrði væntanlega boðið að gerast hluthafar. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu ætlaði utanríkis- ráðherra utan til fundar við Gaston Thorne forsætis- og utan- ríkisráðherra Luxemburgar í fyrradag, en þeirri för var frestað vegna óvissu um framvindu mála í ríkisstjórn Islands. Benedikt sagði að upphaf þessa máls hefði verið það, að Thorne óskaði eftir viðræðum við hann er þeir hittust á fundi utanríkísráð- herra Atlandshafsbandalagsins í Brússel í desember. Kvaðst Thorn vilja ræða flugsamband og flug- samvinnu mijli Islandinga og Luxemborgara, enda væru marg- víslegir erfiðleikar fyrirsjáanlegir í Atlandshafsfluginu eftir að tekin hefur verið upp mjög frjálslynd stefna í Bandaríkjunum „free sky“ eins og Carter nefnir hana. Virðist það nú vera miklum vafa undir- orpið hvort farþegar á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna vilja millilenda á íslandi eftir að far- gjöldin eru orðin svo lág. neytis. Veitti forsætisráðherra þeim þremenningum viðtal milli kl. 16 og 16.30. Guðmundur J. Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að þeir Karl Steinar hefði verið á gangi í miðbænum og þá litið við í Stjórn- arráðinu. Fundurinn hefði verið mest spjall um daginn og veginn. Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið hins vegar aflaði sér freistuðu þeir Guðmundur og Karl að fá Ólaf Jóhannesson til að gera einhverjar breytingar á ákvæðum verðbótakafla frumvarpsins, sem mestur styrr hefur staðið um, en Ólafur mun hafa staðið fastur fyrir, hafnað öllum breytingum á frumvarpinu og sagzt mundu leggja frumvarpið fram, eins og hann teldi að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hefðu verið búnir að samþykkja það sl. laugardag. Mun Ólafur hafa haft á orði að væru einhverjar breytingar gerðar á verðbótakaflanum, yrðu þær að koma fram í meðförum þingsins, hann vildi ekki breyta frumvarp- inu í neinu, enda myndi slíkt einungis valda nýju upphlaupi meðal alþýðuflokksmanna. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun þingmönnum Alþýðuflokks- ins almennt ekki hafa verið kunn- ugt um þennan fund og þátttöku Karls Steinars Guðnasonar í hon- Samkvæmt því sem Morgun- blaðið hefur fregnað má líklegt telja að af hálfu Álþýðusambands- ins verði lögð höfuðáherzla á að knýja fram breytingar á olíu- hækkunarákvæðunum í verðbóta- kaflanum, þar sem það telji að með því séu launþegar að gefa eftir á tveimur stöðum, annars vegar vegna þess að gert er ráð fyrir að olíuhækkanirnar komi inn í viðskiptakjaravísitöluna og hins vegar vegna þess að gert er ráð fyrir eftirgjöf á aukinni skatt- heimtu vegna niðurgreiðslna á olíu. Aftur á móti mun ASI vera inni á viðskiptakjaravísitölu en vill hafa eitthvað um það að segja hvernig hún tengist kauplagsvísi- tölu. Auk þess mun ASÍ geta sætt sig við að vísitalan sé sett í 100 í febrúar en ekki að uppsöfnunar- áhrifin verði jöfnuð út hverju Siglufjörður: Piltur beið bana af raflosti ÞRETTÁN ára gamáll piltur á Siglufirði beið bana í gær af völdum raflosts sem hann fékk í spennistöð sem tengd er háspennustrengnum til Siglu- fjarðar. Slysið varð laust eftir kl. 15 í gær. Þá voru þrír félagar að leik nærri spennistöðinni og klifruðu yfir varnargirðinguna við spe’nnistöðina og inn í virk- ið. Girðingin er há járngirðing með vírneti ofan á, en þegar drengurinn sem fyrstur fór kom við einn strenginn beið hann bana samstundis. Félagar hans tveir klifruðu þá strax úl úr spennistöðinni og náðu í hjálp og komu menn skjótt á vettvang en ekkert var unnt að gera til hjálpar. Spennistöðin er við kirkjugarðinn ofan bæj-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.