Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Þeir einu sem kvarta eru elskendur 'V ♦ Björn Emilsson skrifar „EINN RAUÐAN OG EINN BLÁAN" HVAR ERU pöddurnar? Nó er búið að salta púpurnar, þær eru hættar að klekjast út, í fjörutíu ár gerðu þær garðinn frægan, eða þar til menn gerðu sér grein fyrir, að skemmtilegri pöddur, voru á markaðnum og kölluðust bílar. Frægasta merki gosdrykkjaframleiðenda er Coca-Cola. Fóiksvagninn er á vissan hátt Coca-Cola bifreiðaiðnaðarins. Allir þekkja Fólksvagninn. Honum hefur verið siglt, honum hefur verið ekið um vegieysur. Fáir bflar hafa reynt það sem Fólksvagninn hefur reynt. Þeir einu, sem kvarta yfir honum eru elskendur. Sumir segja að ÞÚ sért það sem ÞÚ lætur ofan í þig, aðrir segja að fötin skapi manninn. Framan- greindar röksemdir rista kannski ekki djúpt, en við gælum við þær um stund og börnum frekar. ERT ÞÚ ÞAÐ SEM ÞÚ EKUR Á? Hugsum okkur að þú eigin Range Rover. Þá ert þú að öllum líkindum einn af þessum svokölluðum ríku. Stressaður fram úr hófi og hangir allan daginn í skjalatöskunni, klæðist mokkajakka og tottar dýra vindla. Notar virka daga til að hlaupa kófsveittur á milli banka, en hefur samt tíma til að fara á skíði með fjölskyldunni um helgar. Þar kemur drif á öllum fjórum hjólum sér vel, þú kemst feti lengra en hinir í mannmergðinni. Sért þú hinsvegar svo (ó)heppinn að eiga plastundrið Trabant, ertu bókaður „ekki ríkur“. Þú gætir t.d. verið listamaður, leirkerasmiður eða eitthvað því um líkt. Þú gengur sennilega ennþá í gamla ljósa rússneska spionera rykfrakkanum, sem þú eignaðist fyrir 7 árum um leið og plasthrúguna. Skíðaferðir um helgar koma ekki til greina. Helgidagar eru notaðir til auka- vinnu eins og t.d. að sitja fyrir í blaðaauglýsingu, þar sem þú dá- samar Trabantinn. „Bezti bíll, sem ég hef átt o.s.frv." Framangreind dæmi verða að teljast öfgar í báðar áttir. Við erum komin að hinum gullna meðalvegi. Mitt á þeirri braut stendur einn frægasti bíll fyrr og síðar. Það var kaldhæðni örlaganna, að það var sjálfur Adolf Hitler, sem lét smíða hann. Fyrirmæli hans voru þau, að framleiddur væri ódýr bíll, sem allir gætu eignast. Fljótlega kom- ust menn að raun um, að hér var á ferðinni merkilegur vagn, sem bil- aði sjaldan. Ending hans þótti einstök og vélin var að aftan, sem gerði bílinn á margan hátt sér- stæðan. í stuttu máli sagt, hann þótti frábær að öllu leyti nema einu. Eigendur kvörtuðu sáran yfir þrengslum í bifreiðinni til ástaat- lota. Svo háværar voru raddir þessar, að framleiðendur Fólks- vagnsins þoldu ekki þrýstinginn. Er peran hafði logað um stund, komust þeir að niðurstöðu. Þeir hófu að framleiða Volkswagen Variant Fastback og Station. Nú kættust elskendur, enda fór svo að lokum eftir stutt reynslutímabil, að Volkswagen Station var kjörinn ástarvagn ársins 1970. Nokkrir bílar af þessari tegund eru enn við lýði hérlendis og þjóna eflaust sínum tilgangi enn, þrátt fyrir ryð hér og þar. En bjallan stóð og stendur fyrir sínu, þó þröng sé til ásta. Þjóðverjar hafa nú hætt framleiðslu hennar, en 1200 bíllinn er enn framleiddur í Mexico. Ýmsir hafa reynt að komast að, hvernig staðið hafi á vinsældum bjöllunnar. Ameríski sálfræðingur- inn Dr. Rosenbaum hefur skrifað bók um Fólksvagninn og félagsleg áhrif hans. Hann segir: „Þegar þú kaupir Fólksvagn, eignast þú ekki bara bíl, þú eignast einnig marga vini, aðra Fólksvagnaeigendur". Ef gleypa ætti við öllu því, sem Rosen- baum segir um Fólksvagnaeigend- ur, mætti ætla að þeir væru ánægð- astir allra bíleigenda. Rosenbaum segir einnig: „Fólksvagninn er lífs- stíll, eigendur hans eru hugsandi þjóðfélagsþegnar. Með því að eiga Fólksvagn, ert þú að segja að þú hugsir um orkukreppu, mengun og góða hönnun. Fólksvagnaeigendur eru fremur sérvitrir. Þeir eru svo trúir bílum sínum, að þeir láta aldrei í Ijós áhuga á að eiga dýrari og stærri bíla. Enginn annar bíll kemst að. Eflaust er eitthvað til í því sem Rosenbaum hefur að segja um bjöllueigendur. Eitt er alveg víst, að margir sakna bjöllunnar. Nú þegar eru menn farnir að halda í sitt framtiðareintak og sumir fleiri en eitt. Um það bil er Hekla h.f. fékk síðustu sendinguna af bjöllunni, leit hermaður af Kefla- víkurflugvelli við hjá umboðinu. Honum var mikið niðri fyrir og var greinilega hræddur um að missa af eintaki. „Ég ætla að fá einn rauðan og einn bláan", sagði hann. Engir bílar hafa verið notaðir í eins miklum mæli til smíði annarra farartækja og Fólksvagnar. Hér- lendis hafa menn breytt þeim í torfæruvagna, sagað þá í sundur og stytt á alla kanta. Bjalia Bigga bjöllu kvartmílings varð fræg hér um árið og þótti fara hraðar en önnur farartæki, enda af úrvals- tegund, þ.e. grænu tegundinni, útklakinni einhverntíma á gullald- ar sextíu og eitthvað árunum. Undirritaður hefur nokkrum sinn- um litið undrið eigin augum, það er i þau fáu skipti, sem hægt hefur verið að festa augu á því. Víst er, að bílstjóri tryllitækisins, sem bjallan skildi eftir í gúmmíreyk, átti erfitt Eru fólks- vagnaeig- endur sér- vitrir? Fólksvagnaframleiðendur eru fyrir longu orðnir heimsfrægir fyrir auglýsingasálfræði sfna. í stað þess að mynda bfla sfna f návist fagurra kvenna, hamra þeir á öryggisatriðum og sýna bfla sfna við daglega notkun. Þó bregða þeir stundum út af vanan- um, eins og yfirbreiðslumyndin sýnir glögglega. með að fylgjast með henni, svo örlega hvarf hún. Hefði trylli- tækjagæinn betur látið það kyrrt liggja að flækja sig í pöddumálið. Hann hefði sjálfsagt gert það, hefði hann vitað, að undir rófu- béini hennar leyndist pústflækja. Segja eyrnastórir, að það sé ekki eina flækjan, sem undir lokinu leynist. Stærri sé blöndungurinn en almennt gerist með pöddum, og guð má vita, hvað annað leynist í iðrum hennar. Kvartmílingar, varið ykkur á skrímslinu. Það er grænt, og það öskrar hærra en önnur skrímsli. Að Fólksvagninn ætti eftir að verða meiriháttar orkuver með mörg hundruð hestöfl innanborðs, hefur Adolf sálugum aldrei dottið í hug. Hann lét smíða bílinn í beztu trú og hitti naglann svo sannarlega á höfuðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.