Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 19 SAMLÍFI Á VÉLAÖLD — Bandaríska geimskutlan „Kólumbía“ svífur hér á baki Júmbó-þotu geimferðastofnunarinnar yfir fjúkandi sanda Suður-Kaliforníu. Myndin er tekin af sautján mínútna reynsluflugi systranna fyrir skemmstu. Monnet látinn París 16. marz. AP. MARGIR framámenn í Frakklandi minntust lofsamlega Jean Monnets, hins fræga franska hagfræðings, sem oft hefur verið nefndur Faðir Evrópu, en hann lézt í morgun. Monnet var 91 árs. Raymond Barre, forsætisráðherra Frakklands, sagði í bréfi til ekkju hans, að hann harmaði sáran lát hans og lét í ljÓ3 samúð sína og stjórnar sinnar. í Strassbourg þar sem Evrópuþingið sat að störfum var umræðan rofin af stjórnanda hennar, Carlo Meintz frá Luxembourg, til að greina frá láti Monnets. Emilio Colombo, for- seti þingsins, minntist Monnets og kallaði hann snjallasta og djarfasta brautryðjanda Evrópu og andlegan föður evrópsks samstarfs. Francois Poncet, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í skeyti sínu, að hann hefði ekki aðeins verið einn af þeim sem hefðu lagt grund- völlinn að auknu samstarfi Evrópu- þjóða, heldur hefði hann og lagt ómældan skerf til þróunar og fram- fara í Frakklandi með starfi sínu. Monnet forðaðist alla tíð að vera í sviðsljósinu, en engu að síður var hann heimskunnur maður og hann átti manna mestan þátt í að Efna- hagsbandalag Evrópu komst á fót. Hann var aldrei á þingi en Theodore White kallaði hann hugmyndasmið. „Hann auðveldaði stjórnskörungum að nálgast hver annan með því að sýna þeim fram á að hugmyndir hans væru í þágu fólksins," segir í AP-skeyti um hann. Arið 1919 varð hann aðstoðar- framkvæmdastjóri Þjóðabandalags- ins og smám saman færði hann út áhrifasvæði sitt og kom sér í sam- bönd við fólk víða um veröld. Hann hafði afskipti af endurskipulagningu kínversku járnbrautanna og lánum alþjóðastofnana. Hann tók aldrei beinan þátt í pólitísku starfi en honum var lagið að eignast vini meðal manna í áhrifastöðum. I áratugi gat hann talið alla helztu leiðtoga vestrænna þjóða meðal vina sinna, Franklin Roosevelt, Eisen- hower og Kennedy, Marshall hers- höfðingja, forsætisráðherra Bret- lands ,frá Winston Churchill til Heaths og framskir leiðtogar frá de Gaulle til Giscard d’Estaing leituðu jafnan ráða hjá honum. Veður víða um heim Akureyri 1 skýjað Amsterdam 5 rigning Apena 20 skýjað Berlín 3 skýjaö BrUssel 9 skýjað Chicago +4 bjart Frankfurt 12 rigning Genf 8 skýjað Helsinki +6 bjart Hong Kong 19 skýjað Jóhannesarborg 27 bjart Kaupmannahöfn 1 slydda Lissabon 12 skýjað London 2 slydda Los Angeles 16 rigning Madrid 8 skýjað Miami 24 bjart Montreal +7 bjart Moskva 1 skýjað Nýja Delhi 27 skýjað New York *1 bjart Ósló +1 skýjað París 6 rigning Reykjavík 2 skýjað Rómaborg 20 skýjað San Francisco 14 rigning Stokkhólmur 4 skýjað Sydney 25 rigning Tókíó ' 13 bjart Toronto -6 skýjað Vancouver 11 skýjað Vinarborg 12 skýjað Þetta gerðist 1977 — Herlið frá Angola tekur Kolwezi í Zaire. 1973 — Loftáras á forsetahöll- ina í Phnom Penh. 1970 — 22 ákærðir fyrir fjölda- morð í My Lai — Bandaríkin beita neitunarvaldi í Öryggis- ráðinu gegn ályktun um ein- angrun Rhódesíu. 1969 — Golda Meir verður fjórði forsætisráðherra ísraels. 1956 — Bandarískur dvergkaf- bátur finnur vetnissprengju á Miðjarðarhafi. 1959 — Rússar og Ástralíumenn taka aftur upp stjórnmálasam- band — Grivas kemur aftur til Aþenu frá Kýpur — Uppreisn gegn Kínverjum í Tíbet bæld niður og Dalai Lama flýr til Indlands. 1948 — Brussel-sáttmálinn undirritaður. 1939 — Daladier fær aukin völd í Frakklandi. 1888 — Sarawak á Borneó verð- ur brezkt verndarríki. 1836 — Lýðveldisstjórnarskrá kunngerð í Texas. 1813 — Prússar segja Frökkum stríð á hendur. 1776 — Brezkt herlið hörfar frá Boston 1649 — Enska þingið leggur lávarðadeildina niður. Afmæli: Madame Roland franskur rithöfundur — byltingarsinni (1754-1793) — Edmund Kean, breskur leikari (1787-1833) - Jakob IV Skota- konungur (1488-1513). Andláf: Sir Hubert Wilkins, landkönnuður, 1958. Innlent: „Tíminn“ hefur göngu sina 1917 — Áheit á Guðmund biskup hefjast 1315 — d. Magnús Stephensen konferenz- ráð 1833 — Björn Gunnlaugsson 1876 — Jón Baldvinsson 1938 — Elding banar þremur mönnum á Vatnsleysuströnd 1865 — „Hvítliðar" kvaddir út í „Novu“-deilunni á Akureyri 1933 — Hafréttarráðstefnan í Genf hefst 1960 — Tjón i stór- brimi á Stokkseyri 1967 — Heath til íslands 1967 — f. Arndís Björnsdóttir 1895 — Einar Magnússon rektor 1900. Orð dagsins: Gerðu allt gott sem í þínu valdi stendur án þess að gera veður út af því. — Charles Dickens, enskur rithöf- undur (1812-1870). Reu te r-fré ttaskýring Níunda hafréttarráðstefnan: Bandaríkin kunna að fara sinu fram Genf, 15. mars. Reuter. Samningamenn frá u.þ.b. hundrað og sextíu löndum munu setjast á rökstóla næstkomandi mánudag um lög á hafinu og reyna að komast að samkomu- lagi um margvísleg málefni svo sem landgrunn ríkja og vinnslu auðlinda á hafsbotni. Ráöstefna þessi mun sitja í sex vikur og er þetta í áttunda skipti að sendimenn koma saman síðan hafréttarráðstefna Sameinuöu þjóöanna var sett 1974. Yfir ráðstefnunni nú hvílir sá skuggi aö Bandaríkin kunni aö samþykkja frumvarp í öldunga- deild, sem kveður á um aö Bandaríkjamenn verði einráðir um varðveizlu auðlinda sinna á hafsbotni. Af verömætum þeim, sem um er að ræða, má nefna milljarða tonna af mangani, kopar, kóbalti og nikkel, sem finnast í kartöflu-stórum klump- um á hafsbotni. Búist er við að hörgull verði á öllum þessum efnum við lok aldarinnar. Ásteytingarsteinninn í samningum fulltrúa á ráðstefn- unni hefur enmitt verið hvernig námaþjóðir geti deilt vinnslu- réttindum á milli sín annars vegar og jarðefnasnauðra þjóöa hins vegar. Aöalsamningamaöur Bandaríkj- anna, Elliot Richardson, skýrði bandarísku öldungadeildinni frá því í síðasta mánuöi að „merki um vaxandi skilning þróunar- landa á efnahagslegum veru- leika hafsbotnsvinnslu" væru uppörvandi. Hann bætti hins vegar við að fulltrúar ráðstefn- unnar væru þess fyllilega með- vitandi aö efnavinnsla á hafs- botni myndi hefjast á sínum tíma með eða án samnings. Óþolinmæöi Bandaríkjamanna, sem eru eina þjóöin, sem hefur yfir nauðsynlegri tækniþekkingu til þessara hluta að ráöa, er sumpart skiljanleg. Formaður sjávar- og fiskimálanefndar bandarísku fuiltrúadeildarinnar, John Murphy, lítur svo á að áttatíu og fimm hundraöshlutar efna, sem um er -að ræða, séu innflutt til landsins frá þjóðum „í fjandsamlegum eöa hugsanlega fjandsamlegum heimshlutum". Sumir fulltrúar ráðstefnunnar hafa verið þeirrar skoöunar að vinnslu hafsbotnsauölinda hafi verið allt of mikill gaumur gefinn. Kólumbtumaðurinn Bernardo Zuleta, sérstakur fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna í umræðunum, hefur borið einstökum þrýstihópum á brýn aö reyna aö láta líta.svo út sem þetta væri eina viöfangsefni ráðstefnunnar. Jafnvel hann játti því þó að ef upp úr slitnaöi í samningatilraunum varðandi yfirráðarétt yfir hafsbotninum kynni þaö aö leggja ráöstefnuna sjálfa í rúst. Krafa þróunarlandanna er sú að þau fái umboö til aö túlka skoðanir allra viðkomandi ríkja og vilja afsaia sér frjálsræði til stefnumótandi ákvarðana til nefnda, sem ábyrgar væru gagnvart samkundunni allri. Iðnríkin, á hinn bóginn, hafa lagt áherzlu á aö mestu varðaði aö skapa tiltraust og veita fyrir- tækjum nauðsynlegt öryggi til að þau gætu fjárfest í vinnslu hafsbotnsauölinda. „Ein fram- kvæmdaáætlun í þessu efni kann að útheimta fjárfestingu, sem nemur milljöröum dollara," segir Richardson. Verktaki á rétt á því að tryggt sé að samningsatriðum og skilmálum verði ekki rift fyrirvaralaust án þess aö hann fái tækifæri til aö draga sig til baka og fá eitthvað fyrir ómakið. í hópi ágreiningsefna, sem eftir eru að útkljá, er hvernig ákvarða eigi mörk landgrunns og deila hlunnindum þeirra. Einnig hvar draga beri lögsögumörk strand- ríkja, er liggja saman eöa eru nágrannar. Nýjustu fréttir frá AP herma að fulltrúar próunarlandanna hafi á föstudag varað viö að haf- réttarráðstefnan kynni að taka skjótan enda. Sögðust peir mundu sýna fulla einurð gagn- vart fyrirtækjum og fjár- festingaraöilum, sem reyndu aö vinna alpjóðlegar auðlindir hafsbotnsins án samþykktar og sögðu slíkt athæfi brjóta í bága við siðferðissjónarmið alpjóðlegra samningsumleit- ana. TVEIR GOÐIR I HÁDEGINU á laugardögum . . . Svínaskankar og súrkál á þýzka vísu og svínarif á amerískan máta 0 BERGSTAÐASTRÆTI 37 S(MI 21011 AÐALFUNDUR********* Samvinnubanka íslands h.f. veröur haldinn aö Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, laugardaginn 24. mars 1979 og hefst kl. 13.30. Auk venjulegra aöalfundarstarfa veröur lögö fram tillaga um heimild til bankaráös um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Aögöngumiöar og atkvæöaseölar til fundarins veröa afhentir í aöalbankanum, Bankastræti 7, dagana 21.—23. mars, svo og á fundarstað. Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.