Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979
Leikstjóri og leikendur í „Strompleiknum" sem leikklúbbur Menntaskólans í Kópavogi sýnir.
Sextíu manns á
námskeiði fy rir
leiðbeinendur
í félagsstarfi
Menningar- og fræðslusamband
alþýðu og bandalag starfsmanna
ríkis og bæja standa um þessar
mundir fyrir fræðslufundum fyrir
leiðbeinendur í félagsstarfi. Að
sögn Kristínar Tryggvadóttur
fræðslufulltrúa BSRB sækja um
60 manns námskeiðið, sem hófst
sl. fimmtudag og lýkur í dag,
laugardag. K/að Kristín aðsókn-
ina vera mun betri en ráðgert
hafði verið, en vonast var eftir 30
manns.
Námskeiðið sækir fólk úr öllum
landshlutum og það er í fyrsta
sinn sem MFA og BSRB standa
saman að námskeiðshaldi sem
þessu. Hefur verið farið í ýmsa
þætti félagsmálastarfs, svo sem
um ræðumennsku, fundarsköp og
fundarreglur, samtalstækni starf-
semi ASI, BSRB, MFA o.fl., en
ásamt Kristínu hefur annast
undirbúning námsskeiðsins
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
fræðslufulltrúi MFA.
„Strompleikurinn ” í Kópavogi
LEIKKLÚBBUR Menntaskói-
ans í Kópavogi írumsýnir
„Strompleikinn“ eftir Halldór
Laxness í Félagsheimili Kópa-
vogs í kvöld, laugardag 17.
mars, kl. 20. Leikstjóri er Sól-
veig Ilalldórsdóttir.
Þetta er í þriðja sinn sem
klúbburinn ræðst í að setja upp
sjónleik í fullri lengd en alls
koma 22 nemendur fram í sýn-
ingunni.
Jassband sem kallar sig
„Strompsextettinn" mun spila á
sýningu leikklúbbsins sveiflurn-
ar frá árunum kringum 1950 og
dansmeyjar munu sveifla pils-
um í takt við „Strompana".
Næstu sýningar á „Stromp-
leiknum" verða n.k. mánudag,
19. mars, kl. 20 og fimmtudag,
22. mars, kl. 20.
Kristín Þorkelsdóttir með
Silfur-Vísinn.
Ljósm. Kristján.
Vísir
verðlaunar
Auglýsingastofa Kristínar hlaut
verðlaun frá Vísi fyrir bestu aug-
lýsinguna sem birtist í blaðinu á
síðastliðnu ári. Verðlauna-
gripurinn sem er í formi silfur-
styttu nefnist Silfur-Vísir og er
ráðgert að afhenda hann árlega.
Auglýsingin sem viðurkenninguna
hlaut var fyrir Skipafélagið Bifröst
„Á hjólum yfir hafið". Taldi dóm-
nefndin hana vera heilsteypta í útliti
og tæknileg vinnsla og myndgæði
góð og auglýsinguna málefnalega og
læsilega. Dómnefndina skipuðu Páll
Stefánsson frá Vísi, Þröstur
Magnússon frá Félagi íslenskra
teiknara, Kristmann Magnússon frá
Verslunarráði Islands, Rafn Jónsson
frá Neytendasamtökunum og Björn
Vilmundarson frá SÍA. PáU Stefáns-
son auglýsingastjóri Vísis afhenti
Kristínu Þorkelsdóttur verðlaunin í
fjölménnu hófi á Hótel Esju en þar
voru saman komnir fulltrúar fyrir-
tækja, auglýsingastofa og dagblaða.
Leiðrétting
MISHERMT var í frétt Mbl. um
hækkun afnotagjalda útvarps og
sjónvarps, að gjaldið væri kr. 5.800
fyrir afnotagjald útvarps á árs-
fjórðungi. Hið rétta er, að gjald
þetta er fyrir hálft ár, þannig að
gjaldið á einu ári er 11.600 og fyrir
afnot af svarthvítu sjónvarpi ber
að greiða á ári kr. 24.600 og
litsjónvarpi kr. 32.600.
Maraþ onmegrun
í Hafnarfirði
Tilgangurinn ad vekja athygli
á „Gleymd börn ’79”
Ljósm. Kristján.
Maraþonmegrunin að hefjast. Talið frá vinstri: Kristján
Þorsteinsson, Halldór Árni Sveinsson og Ingvar Viktorsson.
MARAÞONMEGRUN hófst s.l.
fimmtudagskvöld í Veitingahús-
inu Snekkjunni í Hafnarfirði.
Þrír menn, vel í holdum, þeir
Ingvar Viktorsson, 109 kg, Jón
(samlokubani) Sigurðsson 107
kg, og Kristján (Kiddi kroppur)
Þorsteinsson 88 kg, skoruðu á
plötusnúð staðarins Halldór
Árna Sveinsson (Dóra feita), 120
kg, í megrun.
Tilgangurinn með þessari
megrun er að vekja athygli og
safna fyrir „gleymd börn ‘79“ en
ágóðinn af þeirri söfnun fer til
þess að bæta aðstöðu barnanna í
Lyngási. Munu kapparnir verða
viktaðir á hverjum fimmtudegi af
Báru Magnúsdóttur frá heilsu-
rækt Jassballettskóla Báru en hún
mun einnig gefa þeim góð ráð og
fylgjast vel með þeim. Einnig
munu þeir félagar skemmta fólki
með ýmsu móti næstu fimmtu-
dagskvöld, m.a. með því að dansa
ballett.
Halldór Árni sagði' gær að hann
hefði strax náð af sér 2'h kílói en
alls þarf hann að ná af sér 20
kílóum til þess að standast
áskoranirnar. Halldór sagðist
hafa hugsað sér að léttast alls um
30 kíló. Halldór sagðist búast við
fleiri keppendum þegar á liði en
áætlað er að keppnin standi í 2
mánuði. Á tíma munu þeir sem
þátt taka í henni fara í fyrirtæki
og stofnanir og safna peningum
fyrir „Gleymd börn ‘79“ og einnig
gefst fólki kostur á að heita á þá
kappa meðan á megruninni
stendur.
Ljósm. ól.K.M.
Sextíu manns hafa setið námskeið fyrir leiðbeinendur í félagsstarfi
sem MFA og BSRB hafa staðið fyrir nú í vikulokin.
Þessi skemmtilega mynd af
Albert Guðmundssyni
alþingismanni var tekin á
Alþingi fyrir nokkrum
dögum. Þá var ljósmyndari
Morgunblaðsins staddur í
þinginu með tvær mynda-
vélar. Albert vildi þá fá að
prófa aðra vélina, fékk
hana að láni og smellti
mynd af. Ljósmyndarinn
tók þá mynd af Albert, þar
sem hann var að taka
myndina. Á neðri mynd-
inni sjáum við svo myndina
hans Alberts.
Efri mynd — Ljósm. Mbl.: Kristján.
Neðrl mynd — Ljósm.: Aibert Guómunds-
aon.