Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979
Sigurbjörn Jónas-
son — Minningarorö
Fæddur 22. marz 1931.
Dáinn 4. marz 1979.
A sjávarkambinum við túnfót-
inn að Bæ á Höfðaströnd standa
þverhníptir, veðurbarðir klettar
sem kallaðir eru Bæjarklettar.
Fram undir miðja þessa öld stóð
þar í skjóli klettanna lágreist
samnefnd húsaþyrping, fyrrum
hjáleigukot, sem hýsir lítið, fátækt
samfélag, er lifði af því sem
Skagafjarðar fiskimiðin miðluðu
því. I marzmánuði, þegar
norðan-hafvindar lemja ströndina
sælöðri og snjókófi, fæddist Sigur-
björn á Bæjarklettum.
Hann var fjórða barn foreldra
sinna, tveim árum síðar fæddist 5.
barnið en litlu áður höfðu Skaga-
fjarðarálar búið föðurnum,
heimilisfyrirvinnunni hinztu gröf.
Þegar fólk er innan fermingar-
aldurs, er það enn nógu óspillt til
þess að meta félaga sína eftir
þeirra verðleikum og til þess að
hnýsast ekki í ætterni þeirra til að
draga þá í ákveðna dilka. Á þeim
árum kynntist ég sveitunga mín-
um Sigurbirni. Móðir hans hét
Þorbjörg, var kölluð Tobba, og
hann var Jónasson, þetta nægði
fyllilega til viðbótar hans eigin
framlagi, og það hefur dugað mér
síðan.
Barnanámstímabilið hefur verið
Sigurbirni óvenju harður og óvæg-
inn skóli. Hann átti í feikilegum
erfiðleikum með að koma hugsun-
um sínum í form orða, vegna
stamgalla. Á þennan veikleika
hans réðust skólasystkinin af mik-
illi grimmd. Börn eru miskunnar-
laus. Einstaka sál hrærðist honum
þó til meðaumkunar og snerist
honum til varnar gegn vægðar-
lausum margnum, en þeim launaði
Sigurbjörn síðar með ævilangri
hollustu og tryggð.
Þegar barnaskólanáminu á
Hofsósi lauk, blasti við brauðstrit-
ið eitt, frekara nám var ekki
hugleitt, það leyfði hvorki
heimilisfjárhagur né þeirrar tíðar
hagkerfi. Margt það, sem til náms
er nauðsyn, hafði Sigurbjörn þó
ríkulega til brunns að bera.
Næðingssöm Iífsskólavistin varð
hans eina viðbótarmenntun.
Starfsvettvangur hans dreifðist
til sjós og lands, frá smábátagjökti
á Skagafjarðarmiðum til heið-
landa í vegavinnu, vetrarvertíða á
Suðurnesjum til sæferða á haf-
skipum Samba'ndsútgerðarinnar,
þar sem hann undi hag sínum
hvað bezt nú siðustu ár.
Sigurbjörn var afar samvisku-
samur, iðinn og kappsamur, stund-
um svo að það gat orðið á kostnað
forsjárinnar. Hann eignaðist
marga góða félaga, sem létu sér
annt um hann og endurguldu
honum tryggð hans. Þessara
tryggðarbanda naut hann síðustu
daga sinnar stormasömu ævi.
Sigurbjörn bjó yfir óvenjulega
mikilli kímnigáfu, má þó vera að
það hafi farið fram hjá sumum,
því það tók á þolrif tilheyranda
hans hve seint og erfiðlega honum
gekk að tjá hug sinn, af ástæðum
sem framan greinir. Það var með
ólíkindum hve vel honum tókst að
útlista gjörðir sveitunga sinna og
félaga með græskulausu gamni, og
hve fundvís hann var á broslegu
hliðar tilverunnar. Ef til vill er þó
á því skýring, að hann hafi leitað á
náðir kímninnar þegar alvara
Otför
PÁLS SIGUROSSONAR
fyrrum bónda
að Árkvörn í Fljótahlíð,
sem lézt 9. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 30. marz kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir.
F.h vandamanna, Sigfúa Sigurðaaon.
t
Hjartanlegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug, vegna andláts,
HARÐAR ÁGÚSTSSONAR,
loftakaytamanna, Miklubraut 72.
Sigríður Andréadóttir,
Halldóra Péladóttir, Snorri Jóhannaaon,
Léra Ágúatadóttir, Óakar Gíalaaon,
Elín Kjartanadóttir, Óakar Léruaaon,
Lérua Ágúataaon og barnabörn.
Þökkum auösýnda bróöur, + vináttu og samúö viö andlát og útlör mágs okkar og
AOALSTEINS JÓNSSONAR,
elnaverklræéingt, Skólavöröustíg 41.
Stelén Þóröarson, Svava Jónsdóttir,
Hjördís Guömundsdóttír, Síguröur Jónsson,
Þorgeröur Brynjóllsdóttir, Höröur Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og bróöur,
GEORGS LÚÐVÍKSSONAR,
framkvœmdaatjóra,
Kviathaga 23.
Guðlaug L. Jónadóttir,
Margrét Georgadóttir,
Lúðvík S. Georgaaon, Sonja Garðaradóttir,
Ingíbjörg Georgadóttir, Reynir Jónaaon,
Gíali Georgaaon, Erla S. Óakaradóttir,
barnabörn og ayatkini.
lífsins var honum hve þungbærust,
en það undirstrikar aðeins karl-
mennsku hans og þor. Þessi eigin-
leiki var sem honum í blóð borinn
og var honum til varnar gegn
þörfinni fyrir að bera leyndustu
hugsanir sínar á torg. Þær bar
hann einn, brosti, hallaði sér í
veðrið og hélt áfram göngu sinni.
Við fráhvarf Sigurbjörns munu
margir minnast rósemi hans, glað-
værðar og jafnaðargeðs. Þeir
munu hugsa til hans með þakklæti
fyrir hans hjálpsemi, greiðvikni og
fórnfýsi. Minningin um Sigurbjörn
er mér, sem þetta ritar, hugstæð-
ari en margar aðrar frá bernsku-
árunum.
Yfirmaður Sigurbjörns af milli-
landaskipi komst svo að orði þegar
hann heyrði af láti hans: „Hann
var sannur maður". Þessi umsögn
ein væri nægileg minningargrein,
hún er fegurri vitnisburður en
mönnum oftast hlotnast.
íbúarnir á Klettunum eru nú
allir fluttir í burtu, ófullkomnar
byggingarnar hafa samlagast
jörðinni að nýju, og enn lemur
næðingsvindurinn ströndina.
Sigurbjörn Jónasson hefur brotist
út úr veðurhamnum, en það kyrrir
og vorar á ný á Bæjarklettum.
h.j.
Sigurbjörn Jónasson lést á
Landspítalanum 4. mars s.l. eftir
stranga baráttu við erfiðan sjúk-
dóm.
Sigurbjörn eða Bjössi eins og við
vinir hans kölluðum hann, var
fæddur að Bæjarklettum við
Hofsós 22. mars 1931, sonur hjón-
anna Jónasar Jónssonar sjómanns
og Þorbjargar Jónsdóttur.
Þegar Bjössi var aðeins tveggja
ára drukknaði faðir hans og stóð
móðir hans uppi með fjögur ung
börn og það fimmta rétt ófætt. Það
gefur því augaleið að snemma
hefur Bjössi þurft að taka til hendi
eins og kraftar leyfðu. Vann hann
alla tíð í sambandi við sjóinn, fyrst
á bátum og við fiskverkun, en fyrir
um 10 árum réðst hann sem háseti
á kaupskip skipadeildar S.I.S. og
starfaði þar nær óslitið meðan
kraftar leyfðu. Allstaðar þar sem
Bjössi vann, kom hann sér vel, því
hann var harðduglegur og mjög
samviskusamur.
Hann kvæntist ekki og átti
engin börn, en barngóður var hann
mjög og okkar börnum reyndist
hann einstakiega vel. Hann var
einn af þeim fágætu mönnum, sem
hugsaði fyrst um hag vina sinna,
síðar um eigin hag. Slíkir menn
eru sjaldgæfir nú til dags og verða
oft kalkvistir í hörku mannlegra
samskipta. En takist að brjóta
ísinn og leyfa manngerðinni að
njóta sín, eykst vinum þeirra
skilningur og lífsreynsla, sem
maður vildi ekki hafa misst af.
Með hugarfari og hátterni hefur
Sigurbjörn búið sér óskabyr að
hinni ókunnu strönd er leið okkar
allra liggur til. Við kveðjum hann
því að sinni og þökkum honum góð
kynni. Megi friður og fararheill
vera aðalsmerki hans á óförnum
leiðum.
Elín og Knútur
Feögar kvaddir
Haraldur Aöahteins-
son og Guö-
mundur Haraldsson
í dag, laugardaginn 17. marz, fer
fram í Húsavíkurkirkju
minningarathöfn um feðgana sem
fórust með rækjubátnum Guðrúnu
ÞH 14, í aftakaveðrinu sem reið
yfir Öxarfjörð hinn 15.1. ’79.
Laugardaginn 17. 2. fór fram í
Neskirkju í Aðaldal minningar-
athöfn um sjómennina tvo sem
fórust með Þistli ÞH 88.
Ég ætla að skrifa nokkrar línur í
kveðjuskyni til þeirra feðga.
Haraldur var fæddur hinn 6. 5. ’34
og Guðmundur 14.12. ’58.
Ég kynntist Haraldi fyrst þegar
hann átti litla trillu sem hét
Guðrún. Þá var ég af og til hjá
honum í skúrnum. Síðan keypti
Haraldur stærri bát sem líka er
skírður Guðrún. Þá var ég með
honum tvö vor, annað vorið á
grásleppuveiðum og hitt á línu og
þá var Guðmundur stundum með
okkur. Síðan fórum við ekki á sjó
saman aftur fyrr en Haraldur var
með bát sem bróðir hans og synir
eiga. Sá bátur heitir Guðrún
Björg.
Þá hófum við rækjuveiðar í
Öxarfirði, þar var lærdómsríkur
vetur.
Það gekk vel hjá okkur,
Haraldur var glöggur að fiska að
mér fannst enda lagði hann sig
allan fram, því honum þótti
gaman að veiða rækju. Sumarið
eftir vorum við svo á handfærum á
sama báti í þrjá mánuði. Eftir
handfæraveiðarnar hætti ég og fór
að vinna í landi. Eftir þetta sam-
starf urðum við miklir vinir og var
Haraldur tíður gestur á heimili
mínu síðar.
Haraldur hélt áfram á sama
báti og fór að veiða með Dragnót
þangað til Öxarfjörður var opn-
aður, því þá átti að veiða rækju á
nýjan leik. Þá varð Haraldur fyrir
því óláni að slasast og var frá
vinnu í 2—3 mánuði, en byrjar
síðan veiðar að veikindum loknum.
Það næsta sem Haraldur gerði
var, að hann hætti með bát bróður
síns og hugðist kaupa bát sjálfur
sem hann gæti stundað rækju á og
það gerði hann. Hann keypti hér á
staðnum 9 tonna bát sem áður
hafði verið notaður til rækjuveiða
og skírir þann bát Guðrúnu, þetta
nafn var Haraldi mjög kært þar
sem móðir hans hét svo öðru nafni
og einnig ber dóttir hans það.
Þá er að gera klárt fyrir næstu
vertíð. Öxarfjörður er opnaður og
fyrsta ferðin farin, þá var
Guðmundur sonur hans með
honum. Allt gengur vel nema hvað
Öxarfjörður er lokaður og opnaður
á víxl vegna seiða.
Svo var það 14. 1. á afmælisdag
konu minnar, að Haraldur var
staddur hjá okkur að spjalla um
ýmislegt eins og svo oft áður. Kl.
12 um kvöldið rýkur hann af stað
því hann þurfti á sjó um morgun-
inn. Ekki hvarflaði það að mér
þegar ég fylgdi honum til dyra að
hann kæmi ekki í kaffi til mín
framar. Það er stutt á milli lífs og
dauða.
Haraldur var giftur Sigríði
Guðmundsdóttur og eignuðust þau
þrjú börn.
Hann lætur nú eftir sig eigin-
konu, tvö börn og eitt barnabarn.
Guðmundur var trúlofaður
Hólmfríði Þorkelsdóttur og voru
þau barnlaus.
Eiginkonu og börnum Haralds
svo og unnustu Guðmundar sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Friður sé með þeim.
Þorfinnur Harðarson.
Minning:
Grétar Skaptason vél-
stjóri Vestmannaeyjum
Fæddur 30. maí 1945
Dáinn 1. marz 1979
Mikið er það gull sem sjómenn
okkar sækja í greipar Ægi, en
mikið meira er það gull sem Ægir
á til að taka til sín úr röðum
þessara vösku manna og skilur
eftir harmi slegna ástvini.
Fyrsta marz s.l. voru það fjórir
ungir menn sem ekki fengu náð
landi. Einn af þessum mönnum
var Grétar, okkar ástkæri bróðir,
sem hafði svo margt yndislegt til
að bera.
Hversu óréttlátar þótti ekki
okkur systrunum þessar gerðir
Ægis er hann tók frá okkur
þennan eina bróður er við áttum
og okkur þótti svo mikið vænt um.
Upp í huga okkar kemur sú
mikla virðing er við bárum alltaf
fyrir honum. Við vorum e.t.v.
meðal fárra sem höfðum því láni
að fagna að komast að hversu
mikinn mann hann hafði að geyma
því hann var maður dulur og
hlédrægur sem flíkaði sjaldan
sínum tilfinningum eða hæfi-
leikum, en þeim var hann gæddur í
ríkum mæli. En við systurnar
áttum með honum ómetanlegar
stundir er við sátum með honum
og töluðum um erfiðleika lífsins og
gleði. Eflaust hefðu þessar stundir
orðið svo miklu fleiri, nema vegna
þeirrar fjarlægðar sem aðskildi
okkur og gerði það erfitt fyrir. En
það eru einmitt þessar ógleyman-
legu stundir sem munu lifa í okkar
hjörtum þó hann sé horfinn
sjónum okkar.
Við kveðjum elskulegan bróður
og megi honum farnast vel á
ókunnum stigum
Guðný og Sveinbjörg.