Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 37 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI njóti líkamlegra nautna. Ég mæli ekki með meinlætalifnaði. Síðasti (ekki hinsti) boðberi Guðs til mannkynsins Baha’u’lláh, sagði að lífið væri skapað fyrir gleði en ekki hryggð. En mér finnst að fólk ætti að velja sér nautnir sem ekki eru jafn heilsuspillandi og áfengið og tóbakið. Þessi efni veita mjög skammvinna gleði en geta gert fólk að lífstíðarþrælum sínum. Sonur Baha’u’lláh, sem var nefnd- ur Abdúl-Bahá, sagði að maðurinn hefði tvo vængi, annan efnislegan og hinn andlegan, og að báða þyrti að leggja rækt við til að flug gæti átt sér stað. Það er ómögulegt að fljúga á einum vængi. • Ástamálin Að lokum vil ég drepa á ástamálin. Tillag kvikmyndarinn- ar í þeim málum virtist mér síst til bóta. Þjóðin má síst við aukinni lausung í þeim málum. Eins og við vitum er oftast stofnað til þeirra kynna, sem leiða til hjúskapar, á vínveitingahúsum, oft eftir að dómgreindin hefur verið svæfð. Þess vegna þykir mér hlýða að kynna lítið brot af kenningum Bahá’ítrúarinnar um samband karls og konu. Áður er rétt að geta þess, að guðfræðingar liðinna alda hafa mjög svo misskilið kenningar Jesú í þessu málum. Vegna þess að Jesús giftist ekki á sinni stuttu ævi hér hafa sumir fylgjendur hans talið að einlífi væri Guði þóknanlegt og því skyldi stofnað klaustur. Einnig hefur mikil áhersla verið lögð á meyfæðinguna því að það var talið of saurugt að setja mannleg kynmök í samband við komu frelsarans. Samkvæmt kenningu Bahá’u’lláh erum við sköpuð tii lífsins til að þekkja Guð og tilbiðja hann. Guð gaf okkur boðorð um hjónaband svo að við gætum notið ásta og getið af okkur börn sem halda áfram að tilbiðja hann í þessum jarðneska heimi. Tilbeiðsla er ekki bara bænalestur, heldur líka öll heiðarleg störf, listir og góðgerðarstarfsemi. Heillavænlegustu skilyrðin fyrir heilbrigðan þroska barns er ham- ingjusamt hjónaband foreldra þess. Megintilgangur hjónabands- ins er að eignast börn og ala þau vel upp. Það er samt ekkert sem mælir á móti takmörkun barn- eigna með getnaðarvörnum. Hjónabandið gengur ekki út á það að karlmaðurinn geri vilja kon- unnar eða öfugt. Nei, þau eiga að SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á alþjóðlega skákmótinu í Bogota í Kólumbíu í fyrra kom þessi staða upp í viðureign tveggja heimamanna. Cuartas, sem hafði hvítt og átti leik gegn Zapata. 22. Hh6+! — Kxh7 23. Df7+ — Kh6 (Eða 23. ... Bg7 24. Bd3 - Bg4 25. Hhl+ — Bh5 26. Bxg6+ og mátar) 24. Dxf6 - Bg4 25. Be2! og svartur gafst upp. Lokin hefðu getað orðið: 25. ... Bxe2 26. Hhl+ - Bh5 27. g4 — Kh7 28. gxh5 — g5 29 h6 — Hg8 30. h7 o.s.frv. hjálpast að að gera vilja Guðs. Bæði kynin eiga að iðka skírlífi fyrir giftingu og vera hvort öðru trú í hjónabandinu. Foreldrar eiga að biðja fyrir börnum sínum allt frá þeim tíma sem líf þeirra kviknar í móðurkviði og kenna þeim að biðja þegar þau hafa þroska til. Baldur B. Bragason. • „Hvers vegna að skera sig úr?“ H.J. hringdi: „Ég las það í Velvakanda ekki alls fyrir löngu að sjónvarpið ætlaði ekki að sýna „Nýárs- konsertinn" frá Vínarborg í ár. Ástæðurnar sem gefnar voru af hálfu sjónvarpsins voru þær, að konsertinn væri svo líkur frá ári til ársp Ég mæli fyrir mig, vini mína og fjölskyldu, að þegar leið á janúar biðum við öll eftir konsertinum og undruðumst það mjög að hann skyldi ekki vera sýndur. Nokkur okkar hafa búið á hinum Norður- löndunum og söknuðum hans því mjög þar sem honum er sjónvarp- að þangað beint frá Vínarborg að kvöldi nýársdags. Þetta er orðinn árviss viðburður líkt og sýning Hnotubrjótsins í flestum stórum leikhúsum um heimsbyggðina. En íslenska sjónvarpið þarf alltaf að skera sig úr. Því ekki einu sinni að semja sig að siðum ann- arra landa en ekki taka upp á þeim um tíma vegna þess að þeir eru nýmæli. Er líka ekki nokkuð margt í sjónvarpinu sem er eins frá ári til árs, jafnvel viku eftir viku? Ég fæ ekki betur séð en ýmsir þættir hafi gengið árum saman og alltaf verið svipaðir. Nýjárskonsertinn er alls ekki verri en Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu sem sýnd er í sjónvarpinu árlega og er alltaf eins. Nema íslenska sjónvarpið ætli ekki að sýna hana í ár þar sem hún verður að öllum líkindum mjög svipuð og í fyrra?" HÖGNI HREKKVÍSI Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 17. marz 1979 Innlausnarverö Seölabankans Kaupgengi m.v. 1 ars Yfir- pr. kr. 100.-: tímabil frð: gengi 1968 1. flokkur 3.028,74 25/1 '79 2.855.21 6,1% 1968 2. flokkur 2.849,04 25/2 ’79 2.700.42 5,5% 1969 1. flokkur 2.119.45 20/2 ’79 2.006.26 5,6% 1970 1. flokkur 1.946,49 15/9 '78 1.509.83 28,9% 1970 2. flokkur 1.411.46 5/2 '79 1.331.38 6,0% 1971 1. flokkur 1.324.82 15/9 '78 1.032.28 28,3% 1972 1. flokkur 1.154.69 25/1 '79 1.087.25 6,2% 1972 2. flokkur 987.87 15/9 ’78 770.03 28,3% 1973 1. flokkur A 750.94 15/9 '78 586.70 28,0% 1973 2. flokkur 691.99 25/1 '79 650.72 6,3% 1974 1. flokkur 480.68 1975 1. flokkur 393.00 1975 2. flokkur 299.92 1976 1. flokkur 284.47 1976 2. flokkur 229.19 1977 1. flokkur 212.87 1977 2. flokkur 178.30 1978 1. flokkur 145.32 1978 2. flokkur 114.69 VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100,- 1 ár Nafnvextir: 26% 77—79 2 ár Nafnvextir : 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 *) Miðað er við auðseljanlega fasteign. HLUTABRÉF Sjóvátryggingarfélag íslands HF. Sölutilboð óskast Hampiðjan h.f. Sölutilboð óskast Eimskipafélag íslands h.f. Sölutllboð óskast Flugleiðir h/f Kauptilboð óskast Nýtt útboð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs: 1. flokkur 1979Sölugengi 100.00 (+dagvextir) FlÁRPCiTinCRRÞCUKI ÍIIAnDI Kft VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16 Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins veröa til viötals í Sjálfstæöishúsinu Háaleitisbr. 1 á laugardögum frá klukkan 14:00 til 16:00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 17. marz eru til viðtals: Markús Örn Antonsson er í Félagsmálaráði og Heilbrigðis- málaráði. Margrét Einarsdóttir varaborgarfulltrúi er í Heilbrigðismála- ráði, Leikvallaiwfnd og jafnréttisnefnd. Margrét VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.