Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 1 HLAÐVARPANUM BORGARBÓNDI Brúnstaðir. Gunnar er ekki síðasti bóndinn í Reykjavík, því Stefnir Ólafsson býr að Reykjum við Múla- veg, einnig í Laugardalnum. — Ég er búinn að vera hér frá því að ég var eins árs, en þá kom ég hingaö fyrst, segir Gunnar í spjalli við Morgunblaðið, en það var á því herrans ári 1918. — Ég hefi ekki annars staðar búið og er því Reyk- víkingur í húð og hár. í seinni tíð er alltaf verið að þrengja að okkur og búið er að taka um helming lands- ins og ekki hefur nein greiðsla komið fyrir það enn þá, sagði Gunnar G. Júlíusson bóndi á Laugabóli. Ekur mjólkurbíl af Trabant-gerð • Gunnar bóndi Júlíusson á Laugabóli inni í miðri Reykjavík hafði í mörgu að snúast er blaða- menn Morgunblaðsins bar að garði í vikunni. Þetta var fyrir hádegi og mjaltir, skepnuhirðing og sitthvað fleira stóð hug hans nær en rabb við blaðmenn. Þá þurfti Gunnar líka að koma mjólkinni frá sér upp á stöð eins og hann kallaði. Flestir muna eftir Gunnari akandi á traktor sínum eftir Laugaveginum með framleiðslu sína til vinnslu í Mjólkurstöðinni. Síðan í vor hefur Trabant-bíll leyst gamla traktorinn af hólmi við mjólkurflutningana og er bíll Gunnars sennileg eini mjólkurbíll- inn af Trabant-gerð. Traktorinn notar Gunnar til heyvinnu og ann- arra snúninga heima við. Gunnar hefur 8 kýr í fjósi og fer daglega með mjólk í stöðina nema um helgar. Auk kúnna er Gunnar með kindur og hænsni. Laugaból stendur við Þvotta- laugaveg og þessi gata, sem í eina tíð var töluverð umferðaræð, er sjálfsagt hálfgleymd nema þeim 12 íbúum sem búa við götuna. Segja má að Þvottalaugavegurinn sé að talsverðu leyti kominn undir íþróttamannvirki, sem breiða úr sér í Laugardalnum. Austast er Laugaból, sem er rétt við gömlu þvottalaugarnar, en við hinn end- ann eru bæirnir Undraland og SlÐASTI SÓTARINNIM Enn finnast kolakynt hús í henni Reykjavík • I eina tíð höfðu sótarar nóg að gera í borginni. Húsin voru þá ýmist olíu- eða kolakynnt, en með hitaveitunni hefur þetta breyst og húseigendur þurfa ekki lengur að fá sótara til að hreinsa skorsteina með ákveðnu millibili. Það kemur þó fyrir. Enn eru hús í borginni, sem annaðhvort eru ÍPAMTOSf'M ° “ kynnt með olíu eða kolum og þá ekki endilega hús, sem eru í útjaðri borgarinnar. Einn af vinum Hlaðvarpans þurfti á dögunum nauðsynlega að ná í sótara, en þrátt fyrir miklar tilraunir reyndust þær árangurslausar og maðurinn varð því að hreinsa hjá sér skorsteininn. Rannsókn- arblaðamaður Hlaðvarpans fór því á stúfana til að reyna að hafa uppi á sótara. Til að byrja einhvers staðar var fyrst hringt í Brunamálaeftirlit ríkisins og spurt hvort stofnunin gæti bent á hvar hægt væri að ná í sótara. Greiðvikin kona, sem varð fyrir svörum, athugaði málið við bónda sinn í matmáls- tímanum og benti síðan á olíufélögin. Hjá ESSÓ fengust þau svör, að viðskiptavinir Olíufélagsins fengju miðstöðvarkatla sína hreinsaða með fullkominni sótsugu þegar þeir þyrftu á að halda. Ekki höfðu þeir þó sótara af gamla taginu á sínum snærum, mann til að krukka í og hreinsa sjálfan skorsteininn. Sótsuguna sögðu þeir hjá Essó koma víða að notum, t.d. í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kjósinni og víðar. í húsum í borginni, sem ekki væru innan skipulagsins, væri sums staðar ekki hitaveita og t.d. við Gnoðarvog og Sólheima fyndust hús, sem væru olíukynt. En okkur vantaði mann til að hreinsa strompinn og eftir ábendingum hjá Essó hringdum við í sótara í Kópavogi. Hann sagðist eingöngu hreinsa mið- stöðvarkatla og þeir væru tveir sem gjarnan tækju einn dag í viku í þessa hreinsun. Þessi ágæti maður benti okkur á Slökkviliðið og þangað var hringt. Sótarar hafa eflaust oft þurft að hreinsa þessa strompa, en eftir að Hitaveitan kom til sögunnar þarf þess ekki lengur. Þar var okkur gefið samband við Eldvarnareftir- litið, sem aftur sagði okkur að sótun hefði verið í verkahring eftirlitsins til skamms tíma, en í fyrra hefði sótunin verið sett undir Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. Nú vorum við orðnir heitir. Pétur Hannesson hjá Hreinsunardeildinni sagði okkur loks, að deildin hefði á sínum snærum mann, sem hefði skorsteinahreinsun að aukastarfi. Síðasti sótarinn í borginni var fundinn. Sótunin var hluti af eldvarnareftirliti eða brunavörnum í borginni meðan öll hús voru kynnt með olíu eða kolum sagði Pétur. Enn væru allmörg hús t.d. uppi við Rauða- vatn kynnt með kolum og þau þyrfti að sóta. Sömuleiðis væru talsvert um olíukynnt hús ennþá og þá ekki aðeins í hverfum utan skipulagsins. Einstaka menn teldu ódýrara að kynda hús sín með olíu og því væri nauðsynlegt að þeir gætu fengið sótara, en starf hans væri þó orðið það lítið að viðkomandi maður hefði það að algjöru aukastarfi, en ynni aðra vinnu hjá borginni. í leiðinni.. * Anamöðkum má úða á öngulinn • Hvað er ekki hægt í henni Ameríku? j Þessari spurningu er varpað fram í Iðnaðarblaðinu og i stuttri frétt, sem fylgir, er sagt frá því að um nokkurt skeið hafi verið á boðstólum þar vestra efni á úðabrúsum, sem verður að gerviánamöðkum þegar þrýst er á hnappinn. Þannig geta veiðimenn hætt að hafa áhyggjur af því að ná ekki í nægilega marga og stóra ánamaðka áður en haldið er í veiðitúrinn. Allt og sumt sé að hlaupa út í búð og kaupa nokkra brúsa. Þegar á veiðistaðinn er komið er bara að úða á öngulinn og beitan er klár, ekki annað eftir en að kasta fyrir þann stóra. Meö þessu ættu vökunætur í vætunni í Hljómskálagarðinum að vera liðin tíð, en menn skyldu gæta þess að ruglast ekki á svitalyktaeyðinum og maðkabrúsanum. Tæpast lítið spennandi að mæta uppábúinn á dansstað með maðka undir höndunum. Lási kokkur hf. • Nýlega var stofnað nýtt fyrirtæki í Reykjavík, sem hefur þann tilgang að framleiða og selja fullunnar matvörur til smásölu- verzlana. í nýju Lögbirtingablaði er greint frá stofnun þessa fyrirtækis og heiti þess er LÁSI KOKKUR hf. Hundar bíta börn • Úr Degi á Akureyri: „Síðasta föstudag urðu árekstrar í bænum og á laugardaginn var ekið á handrið Glerárbrúar og sama dag var bílvelta innan við bæinn. Ökumaður grunaður um ölvun. Hundar hafa bitið börn undanfarna daga, bæði á Ytri brekkunni og á Oddeyri. Þeir ganga lausir þótt bannað sé og ber hundaeigendum að hlýða betur settum reglum.“ ísland söng vel í Höfn! • „Gallarnir hverfa vegna yfirgnæfandi kosta, lifandi og rétts takts, góðs jafnvægis milli raddanna og síðast en ekki síst fyrir áferðarfallegan góðan samhljóm. Margir danskir áhugamenn gætu lært ýmislegt af þessu," segir m.a. í umsögn danska blaðsins Berlingske tidende hinn 10. marz um tónleika íslenska Háskóla- kórsins í Kaupmannahöfn. Blaðið segir að hinir 50 áhugamenn í kórnum hafi flutt mjög fjölbreytta efnisskrá af fullu jafnvægi og hafi stjórnandinn Rut Magnússon nýtt til fulls þær raddir sem kórinn hefur upp á að bjóða. Þröngt máttu sáttir sitja • Gróskuvika er það kallað í Menntaskólanum á ísafirði þegar regluleg kennsla er felld niður í eina viku og nemendur vinna í staðinn að verkefnum, sem þeir hafa valið sér sjálfir. Þessa ágætu viku var nýlega að finna á almanaki þeirra vestra og í Vestfirzka fréttablaðinu er sagt frá því að hópur nemenda hafi farið til Reykjavíkur og kynnt sér þar starfsemi fjölmiðla og heilbrigðis- þjónustu (hvernig svo sem það getur farið saman!), aðrir kynntu sér línu- og rækjuveiðar og enn aðrir sömdu tónverk. Tvær stúlkur í skólanum tóku sér það fyrir hendur að athuga hvernig húsakostur á ísafirði hefur breytzt á einni mannsævi. I ritgerð stúlknanna kemur fram að ísfirðingar búa nú mun rýmra en þeir gerðu t.d. um aldamótin. Dæmi er tekið um hús í Tangagötu, sem er 208 rúmmetrar. Þar bjuggu hér á árum áður gjarnan tvær fjölskyldur, en nú býr þar einn maður. Oregla á kaffitímum • Það færist sífellt í vöxt að nemendur í hinum ýmsu skólum landsins séu sendir út af örkinni til starfsfræðslu á vinnustöðun- um sjálfum. Þorlákur A. Jónsson nemandi í 9. bekk Höfðaskóla, A-Hún., var fyrir nokkru í starfskynningu hjá Degi á Akureyri. Hann sagði að kynningunni lokinni, að hann myndi ekki slá hendinni á móti blaðamennsku ef það byðist, starfið virtist skemmtilegt: „En mér finnst þið ættuð að hafa kaffitímana á réttum tírna," sagði Þorlákur í spjalli við blaðið. Mgndavél fyrir fólk sem notar gleraugu • Fólk sem notar gleraugu getur nú fjarlægt þau og tekið myndir með nýrri japanskri myndavél, að því er fréttir frá Tokyo herma. Myndavélin er framleidd af Minolta fyrirtækinu og er með innbyggðan fókuspunkt í leitaranum sem nær frá mínus 0,8 að mínus 2,7 geislabrotum. Vélin mun kosta um 220.000 íslenskar krónur. Bíræfni • Það er ekki ofsögum sagt um bíræfni pörupilta — sem stöðugt virðist fara í vöxt. Við heyrðum í vikunni litla sögu um slíkt dæmi. Eldri kona brá sér í banka og tók þar út um 50 þúsund krónur af sparifé sínu. Á leiðinni af vinnustað sínum, en konan hellir á könnuna á vinnustað í bænum, kom hún við í verzlun í miðbænum. Þar keypti hún lítilræði, en er hún kom að kassanum tók hún buddu sína úr veskinu, sem hún lagði á bögglahillu utan á afgreiðsluborðinu. Er hún hafði greitt vöruna sem hún keypti ætlaði hún að taka tösku sína og halda út. Þá brá svo við að veskið var horfið af hillunni og þá um leið 50 þúsund krónurnar, sem hún hafði skömmu áður tekið úr bankanum. Veskið hefur ekki staðið á hillunni nema 2—3 mínútur, en það nægði þjófunum til að grípa góssið. Full ástæða er til að brýna fyrir fólki að hafa augun opin og leggja ekki frá sér verðmæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.