Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1979, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 64. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 17. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íran: Fjöldaaftökum slegið á frest Abbas Hoveita fyrrverandi forsætisráðherra írans fyrir rétti í Teheran í dag. Máli hans var síðar slegið á frest að fyrirskipan Ayatollah Khomeinis sem sagði að það yrði tekið upp þegar búið væri að ganga endanlega frá réttarkerfi landsins að íslömskum hætti. Sfmamynd ap. Tcheran, 16. marz. AP. Keuter. AYATOLLAH Khomeini trúarleiðtogi írana fyrir- skipaði í dag að öllum réttarhöldum og aftökum skyldi hætt í landinu, þar á meðal réttarhöldunum yfir Abbas Iloveita fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem stóðu yfir, að því er segir í fréttum frá Teheran í dag. Fréttaskýrendur telja þessa ákvörðun bersýnilega tilkomna til að milda reiði Medhi Bazargans forsætisráðherra trúarleiðtogans sem hefur þráfaldlega gagnrýnt réttarhöld og aftökur fyrrverandi stuðningsmanna keisarans, sem stuðningsmenn Khomeinis hafa staðið fyrir. Samkvæmt áreiðanlegum póli- tískum heimildum í Teheran sauð upp úr hjá Bazargan þegar réttar- 011 eintök friðarsamningsins verði undirrituð í W ashington Kairó, Vín, Jerúsalem, Washington, 16. marz. AP. Reuter. ANWAR Sadat forseti Egyptalands sagði í dag, að hann vonaðist til þess að eintökin þrjú af friðarsáttmála Egypta og ísraelsmanna, sem eru á arabísku, hebresku og ensku yrðu undirrituð í Washington innan tíðar. Talið er að með þessu vilji Sadat koma í veg fyrir aðra ferð til ísraels, sem valda myndi enn frekari reiði annarra Arabaþjóða í hans garð. Sadat sagði að fyrst myndi reyna á samninginn eftir að hann hefði verið undirritaður. „Ég á satt bezt að segja von á töluverð- um vandamálum eftir að undirrit- un hefur farið fram,“ sagði Sadat á fréttamannafundi sem hann hélt í heimabæ sínum Mit Abul í dag. Sadat lofaði mjög framgöngu Jimmy Carters Bandaríkjaforseta í málinu, og sagði hann hinn raunverulega sigurvegara, og hann vonaðist Carters vegna til þess, að hægt yrði að undirrita friðarsátt- málann í Washington. Viðbrögð víða um heim vegna samningsins hafa verið mjög mis- jöfn. Sovétmenn og Tékkar hafa þegar gagnrýnt hann mjög harð- lega og sagt hann markleysu, svo og ýmis Arabaríki. Þá var haft eftir Bruno Kreisky kanslara Austurríkis í dag að friðarsamn- ingur ríkjanna án samráðs við Sovétmenn væri út í hött. Til að reyna að vinna fylgi annarra Arabaþjóða við samning- inn hefur Carter nú ákveðið að senda Zbigniew Brzezinski örygg- isfulltrúa sinn til Saudi-Arabíu og Jórdaníu, en þessar þjóðir hafa þegar lýst andstöðu sinni við hann. Saudi-Arabar og Jórdaníumenn hafa til þessa verið helztu banda- menn Bandaríkjanna í þessum heimshluta. Flugræningi yfirbugaður Tucson, Bandaríkjunum, 16. marz. AP. FLUGRÆNINGI, sem rændi Boeing 727 farþegaþotu handaríska flugfélagsins Con- tinental í innaniandsflugi f Bandaríkjunum í dag, var yfirbugaður eftir tveggja klukkustunda samningaþóf á flugvellinum í Tucson. Flugræninginn hafði áður gert kröfu um að fá 200 þúsund dollara í lausnargjald eða um 65 milljónir íslenzkra króna, auk þess að vera fluttur til Havana á Kúbu. Með vélinni voru alls áttatíu og níu farþeg- ar auk átta manna áhafnar. Peking, Tokyo, Bangkok, 16. marz. AP. Reuter. KÍNVERJAR tilkynntu í dag að þeir hefðu lokið brottflutningi herja sinna frá Víetnam og Hua Guo- feng formaður kínverska kommúnistaflokksins sagðist vonast til þess að héðan í frá gætu þjóðirnar farið samningaleiðina þeg- ar deilumál sem þessi kæmu upp. Hins vegar sagði Hua að ef Víetnamar sæju ekki að sér og héldu áfram ögrunum sínum við landamærin myndu Kínverjar bregðast hart við og láta sverfa til stáls á nýjan leik. „Þar sem við höfum dregið allt okkar herlið út úr Víetnam hlýtur næsti leikur að vera hjá Víetnömum, þ.e. að þeir dragi alla sína hermenn út úr Kampucheu," sagði Hua ennfremur. Þá var haft eftir Huang Hua utanríkisráðherra Kína á fundi með fréttamönnum í Peking í dag að Kínverjar hefðu náð takmarki sínu á sextán dögum og hefðu þeir því nú dregið allt sitt herlið frá Víetnam. Aðspurður vildi ráð- herrann ekkert fara nánar út í árangur hernaðar Kínverja þessa sextán daga, sagði að slíkt hefði engan tilgang. höldin yfir Hoveita hófust og hafði hann þá hótað að segja af sér yrði ekki breyting á. Khomeini sagði í útvarpsávarpi sem hann flutti að unnið yrði að því á næstunni að koma réttar- farsreglum landsins í endanlegt horf að íslömskum hætti og yrði ekki úr frekari réttarhöldum fyrr en þeirri vinnu væri lokið. Kurt Waldheim aðalfram- kvæmdarstjóri Sameinuðu þjóð- anna mæltist fyrr í dag til þess við írönsk yfirvöld að endir yrði bund- inn á aftökur fyrrverandi stuðn- ingsmanna keisarans, þar á meðal Hoveida fyrrverandi forsætisráð- herra. Kínverjar hafa lokið brottflutningi sínum Einu viðbrögðin sem bárust frá Hanoi-stjórninni í dag voru þau að Kínverjar voru enn ásakaðir fyrir að hafa farið ránshendi á undan- haldi sínu, jafnframt því sem þeir hefðu skemmt og eyðilagt ýmsar samgönguæðar svo sem járn- brautarteina og fleira. Enn herjað á skæruliða Mugabes Salisbury, 16. mars. AP. RHÓÐESÍSKAR her- þotur fóru í dag í sína þriðju árásarferð yfir landamærin á fimm dög- um til að herja á skæru- liða Roberts Mugabes sem aðsetur hafa í Moz- ambique, að því er áreið- anlegar heimildir í Salis- bury hermdu í dag. Arásin var gerð á birgðastöð skæruliða sem er um 30 kílómetra norð- vestur af borginni Beira og herma fréttir þaðan að litlar skemmdir hafi orðið og ekkert mannfall. Talsmaður Rhódesíu- hers sagði hins vegar að búðirnar hefðu að mestu verið jafnaðar við jörðu og að þar hefði verið gífurlegt magn af vopnum í geymslu. Talsmaðurinn sagði þetta áttundu herför Rhódesíumanna inn í Moz- ambique til atlögu við skæruliða Mugabes á tæp- um mánuði og hefðu allar vélarnar snúið heim heil- ar. Landamæri Kína og Laos: Kínverjar ásakaðir um mikinn Uðssafnað Bangkok, 16. marz. AP. Reuter. YFIRVÖLD í Laos ásökuðu í dag Kínverja um að vera með mikinn liössafnað herja sinna við landa- mæri ríkjanna, svo og fyrir að senda herflokka til njósna inn fyrir landamærin, að því er fréttir frá Bangkok í Thailandi herma í dag. I frétt útvarpsins í Vientiane í Laos í dag sagði að tveir njósna- flokkar Kínverja hefðu farið inn fyrir landamærin í nótt, annar um 2 kílómetra inn fyrir og hinn um tíu kílómetra. Þetta eru fyrstu raun- verulegu fréttirnar sem berast um hernaðaríhlutun Kínverja í Laos frá yfirvöldum þar í landi. Laosmenn, Sovétmenn og Víet- namar hafa þráfaldlega á síðustu vikum ásakað Kínverja fyrir að draga saman lið á landamærum Kína og Laos. Þá hafa Laosmenn vísað öllum tækniráðgjöfum frá Kína úr landi. Fréttaskýrendur í Bangkok hafa til þessa verið mjög vantrúaðir á sögusagnir um liðssafnað Kínverja á landamærunum en hafa hins vegar sagt það mjög trúlegt að Kínverjar reyni allt hvað þeir geti til að gera Laosmönnum lífið leitt á allan hátt vegna tengsla þeirra við Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.