Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1979, Blaðsíða 1
77. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 1. APRIL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. >illlllllllllllllLil rrr *n«L ívetrarsól l,j*sm. Mbl. Krlstján Aðgerðir gegn Egyptum Baghdad, (rak. 31. marz. AP. SAMKOMULAG hefur náðst á fimm daga fundi fulltrúa 18 Araba- ríkja um refsiaðgerðir gegn Egyptalandi vegna friðarsamninga Egypta og ísraelsmanna. Hafa rík- in átján ákveðið að setja viðskipta- bann á Egyptaland og slíta stjórn- málasambandi við ríkisstjórn An- wars Sadats forseta. Kom þetta samkomulag á óvart, því álitið var að Saudi-Arabía og önnur þau ríki Araba, sem vinsam- legri hafa verið í garð Egypta, stæðu í vegi fyrir samstöðu um aðgerðir. Samkomulagið er um þrjú atriði: 1. 011 aðstoð Arabaríkjanna við Egyptaland verður stöðvuð. 2. Ríkin kalli þegar í stað heim sendiherra sína frá Kairó. 3. Öll samskipti ríkisstjórna Arabaríkjanna við stjórn Egypta- lands verði rofin. Líbýumenn halda uppi hardri vörn í Kampala Nairobi, 31. marz. AP. LÍBÝSKIR hermenn sem berjast fyrir Idi Amin Ugandaforseta hafa hrakið innrásarlið Tanz- aníumanna og landflótta Uganda- manna frá Kampala eftir þriggja daga stórskotaárásir þess á höfuðborgina, sem nú er ekki lengur í skotfæri, að sögn er- lendra diplómata í dag. Diplómatarnir segjast hafa Veggspjöld bönnuð Belgrad, Júgóslaríu, 31. marz. AP. SAMKVÆMT júgó- slavneskum heimildum í Peking hefur verið bannað að hengja þar upp eða gefa út hvers konar veggspjöld, vígorð, tímarit, ljósmyndir eða svipað efni, sem brýtur í bága við „sósíalisma, alræði öreiganna, Marx-Leninisma og kenningar Mao-Tse-tungs." Júgóslavneska frétta- stofan Tanjug segir að ákvörðun um bannið hafi verið tekin fyrir tveimur dögum á fundi byltingar- ráðsins í Peking og birt í Dagblaði alþýðunnar. Tanjug segir að banni þessu sé ætlað að koma á meiri aga í höfuðborginni og stöðva gagnrýni á stjórn- ina, sem komið hefur fram á veggspjöldum. farið til bæjarins Natete, 10 km suðvestan við Kampala og ekkert séð sem benti til þess að bardagar geisuðu. Innrásarliðið mun hafa verið sex km suðvestan við Natete í þessari viku eða 16 km frá höfuðborginni sjálfri. Stórskqta- vopn Tanzaníumanna munu draga 20 km. Þessar upplýsingar styðja frétt- ir frá íbúum í Kampala um að kyrrt hafi verið í borginni síðan í gærkvöldi í fyrsta sinn í nokkra daga. íbúarnir segja að nokkrar verzlanir hafi aftur verið opnaðar og að ýmsir Ugandamenn, sem flúðu borgina í vikunni í norðurátt með allt sitt hafurtask, hafi snúið aftur. Uganda-útvarpið sagði að Ug- andaher hefði hafið gagnsókn og að óvinahermenn hafi flúið og skilið eftir hergögn og skotfæri á flóttanum en Úgandahermenn veiti þeim eftirfór. Diplómatarnir segja að það sé „opinbert leyndarmál" að lið 2.000 Líbýumanna sjái eitt um varnir Kampala. Áður var talið að fjöldi þeirra væri 1.400, en fréttir herma að liðsauki og hergögn hafi borizt með líbýskum flutningaflugvélum. Evrópumenn, sem hafa flúið frá Kampala og aðrir sem hafa verið um kyrrt, segja að Ugandaher sé í upplausn. Þeir segja að vopnaðir hermenn leggi hald á vörubíla og fólksbifreiðar, hlaði þá ránsfeng og eigum og aki á brott frá höfuðborginni. Aðrir eru sagðir ráfa í tilgangsleysi um göturnar. Kampala er eins og vofubær, ráðuneyti starfa ekki og símar þeirra svara ekki. Innanríkisráðherra Amins, Farouk Minawa ofursti, gaf dipló- mötum skýrslu um ástandið og það þykir benda til þess að forsetinn sé í höfuðborginni. Hann hefur ýmist verið sagður vera í Kampala, flugstöðinni í Nakasongola, 112 km frá borginni eða í heimabyggð sinni Aarua 300 km i norðvestri. Baktiar fundinn? Clermont-Ferrand, 31. marz. AP. MICIIEL Poniatowski, sérlegur sendiherra frönsku ríkis- stjórnarinnar, sagði á fundi með fréttamönnum í Clermont-Ferr- and í Suður-Frakklandi á föstu- dagskvöld að Shapour Baktiar. síðasti forsætisráðherra keisara- stjórnarinnar í íran, byggi nú „350 kííómetrum fyrir austan okkur". Þessi vegalengd gæti átt við frönsku Alpana, Norður-ítalíu, eða vesturhéruð Sviss. Talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins í Sviss hefur lýst því yfir að ráðuneytið viti ekkert um hugsan- legan dvalarstað Baktiars, og hann hafi ekki sótt um dvalarleyfi í Sviss. Poniatowski hefur neitað að gefa nánari upplýsingar um fullyrðingu sína. Baktiar var lengi andvígur stjórn íranskeisara, en engu að síður skipaði keisarinn hann í embætti forsætisráðherra skömmu áður en hann var sjálfur hrakinn í útlegð. Við heimkomu Khomeinis trúar- leiðtoga neyddist Baktiar til að segja af sér og fara í felur. E vrópusöng vakeppnin: Alúðlegir ástarsöngvar, diskó-lög og ræflarokk Jcrúsalem, 31. marz. AP. SÖNGVAKEPPNI Evrópu verður háð í Jerúsalem í ísrael í dag. Það er í fyrsta sinn sem keppni þessi fer fram þar og hafa ísraelar lagt mikið í und- irbúning og kappkostað að atburðurinn verði eftirminni- legur þeim 500 milljónum manna sem reiknað er með að horfi á keppnina í beinni út- sendingu. Mikið hefur verið fjallað um keppnina í f jólmiðlum í ísrael síðustu daga, gefnar hafa verið út sérútgáfur og sum blöð hafa helgað keppninni jafnvel nokkrar síður á degi hverjum. I fyrra sigraði flokkur ísra- elska söngvarans Yizhar Cohen í keppninni með laginu A-Ba-Ni-Bi, sem var hressilegt dægurlag. Að þessu sinni keppa fulltrúar 19 þjóðlanda og fremja þeir allt fra alúðlegum ástar- söngvum í dískó-lög og ræfla- rokk. Mörg textaskáldanna sækja viðfangsefnið í fyrirbæri út í geiminn. Gríska söngkonan Elpida syngur um Sókrates, sem hún segir að hafi verið fyrsta ofurmennið (súperstar). Sér- fræðingar segja að ekki komi fram nein sérstök þjóðernis- kennd í lögum keppenda, og benda m.a. á að hollenzka söng- konan Xandra syngi um Colorado. Austurríska söngkonan Christina Simon syngur ljúft lag sem helgað er keppnisstaðn- um, Jerúsalem. Biður söngkonan þar m.a. fyrir frið Jerúsalem til handa. Án efa mun söngkonan njóta hylli Israela, en eins og kunnugt er hafa fá þjóðríki orðið til að viðurkenna hina helgu borg sem höfuðborg ísra- els og enn færri ríki hafa sætt sig við innlimun austurhluta borgarinnar, sem Arabar byggja að mestu, eftir sex daga stríðið 1967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.