Morgunblaðið - 01.04.1979, Page 20

Morgunblaðið - 01.04.1979, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979 „Ilefðarfreðnir upp á Guðasteini“svo vísað sé í Selskapsvísur Bjarna Thorarensens. Myndin sýnir fyrirmenni úr röðum sovéska kommúnistaflokksins við hersýningu fyrir skömmu Deild úr riddaraliði Rauða hcrsins sundreið á nokkra í Síheríu. er straumurinn hreif skyndilega með sér sjö her- menn á hestum sínum og drekkti öllum. Yfirmaður þeirra scndi skeyti: „Sjö hestar drukknuðu í vaði.“ Þegar undirmenn hans hentu honum á að c.t.v. hefði ekki sakað að geta hcrmannanna einnig varð foringjanum að orði: „Hver sem er getur orðið að manni. En hver ykkar getur orðið hestur?- Er Jósef Stalín sagði nemendum sínum í herskóla Rauða hersins sögu þessa árið 1934 var það auðsýnn ásctningur hans að vara við öðru eins virðingarleysi fyrir mannslífum. Þó er vafasamt að einmitt sá boðskapur hafi komizt til skila. Gaman væri að eiga hljóðupptöku af tæki- færinu en jafnvel án þess er auðvelt að ímynda sér tröllsleg hlátrasköllin, sem orðið hafa af gálgahrandara yfirböðulsins. Gerald Manley Hopkins sagði það um Browning-hjónin að þau væru góðskáld á „sinn sérstaka nöturlega hátt“. Það var einmitt í sama skilningi að gamansemi Stalíns var fyndin. Fól hún jafnan í sér hótun af einhverju tagi og má sem dæmi nefna tilsvar hans eftir að Krupskaya hafði mótmælt meðferð harð- stjórans á bolsévíkunum gömlu: „Ef þú heldur þér ekki saman, ákveðum við nýja ekkju Lenins." Svona framarlega sem ég fæ séð segja arftakar Stalíns enga brandara yfirleitt. Ásýnd þeirra er sem stirðnuð í önuglyndislegt háttprýðismót, sem jafnvel býður mönnum vara við að sleppa spaugyrði af vörum fram í návist þeirra. En milli trölia- kímni gamla einræðisherrans til gleðilausra samtíðarleiðtoga var sú tíð að Rússaleiðtogi gerði að gamni sínu á alþýðlegan hátt. Er ekki fjarri lagi að ætla að það hafi einmitt átt sinn þátt í því að honum var steypt. Ástæðulaust vær i að reyna að hefja Nikita Sergeyevich Krútséf til skýjanna. Hann hlýtur vissulega að hafa verið óvenjulegt hörkutól að komast eins langt og raun varð á. Þrátt fyrir það var látbragð hans og einkum kímnigáfa gædd frískleik og tepruleysi, sem ber- lega stakk í stúf við hinar rússnesku kringumstæður. Um skeið hafði rússneskur sósíalismi mannlegt andlit. Það andlit var að vísu bæði óheflað og gróft en eigi að síður mann- legt. Þegar eitt sinn var stungið upp á því við Laurence Olivier að leika mætti leikrit nokkurt með grímum, gretti hann sig og svaraði ógleymanlega: „Til hvers væri gríman, ef maðurinn hefði andlit?" Krútséf hafði andlit, Fyndni hans var að því leyti áþekk Stalíns að hún var oftast sverðbeitt en hafði að auki til að bera sjálfhæðni og ekki sízt ádeilu í garð þess skipulags þrælsóttans, er hann hafði erft frá fyrirrennara sín- um. Ávörp hans, er birtust á síðum Pravda, litu út eins og gras í glufum steinhellu. I ræðu á landbúnaðarráð- stefnu spurði Krútséf eitt sinn: „Hverjir ykkar eru hlynntir maísrækt?" Þar sem hann var leiðtoginn og allir vissu að hann lagði kapp á ræktun maíss réttu allir upp höndina. Krútséf gerði Conor Cruise 0‘Brien ritstjóri Observer hlé á máli sínu, litaðist gaum- gæfilega um í salnum og sagði síðan: „Ég skil. Meira af höndum en maís.“ Við annað tækifæri í Austur-Berlín, í ávarpi sem hann flutti þýzkum „félögum", spurði Krútséf: „Viljið þið sósíalisma?" Er „Jawohl“-fagnaðarópið hafði fjarað út hélt Krútséf áfram: „Áður fyrr, er bolsévikar voru nýkomnir til valda, dreifðum við spurningaskrá til allra opin- berra starfsmanna. Ein spurninganna hljóðaði svo: „Trúir þú á guð?“ Auðvitað vissu allir embættismenn að bolsévikar trúa ekki á guð svo þeir skrifuðu allir: „nei“, allir nema einn. Það fyrir fannst aðeins einn heiðvirður maður, sem skrifaði: „í starfi, nei, en heima hjá mér, já.“ Það er einmitt sama máli að gegna um ykkur Þjóðverja. Þegar þið eruð í Austur-Berlín, trúið þið á sósíalisma. Þegar þið komið til Vestur-Berlínar gerið þi það ekki.“ Á fundi rithöfundasamtaka Sovétríkjanna, er hugmynda- fræðileg afglöp Solzhenitsyns voru í hámæli, féllst Krútséf einnig á að Solzhenitsyn væri ögn auvirðilegur í hugsun sinni. Síðan bætti hann við: „En þrátt fyrir allt má lesa hann án þess að nota títurprjón“. I sömu andrá lézt hann stinga í lær sér títuprjón þeim, er hann þarfnaðist til að halda vöku sinni við lestur bókmennta- afurða frá hendi hinna hug- myndalega fölskvalausu félaga rithöfundasambandsins. Hláturinn, er fylgdi í kjölfar þessarar ádrepu hefur áreiðan- lega verið hófstilltari en sá er út brast af skrýtlu Stalíns um hestana. Ég varð sjálfur vitni af því við frægt tækifæri hvernig fram- koma Krútséfs gat slegið rúss- neska skriffinna út af laginu. Þetta var þegar Krútséf tók af sér skóinn og barði honum í borðið til að trufla Harold Macmillan í ræðu hans á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna haustið 1960. Skó-hvellurinn tel ég að hafi tæpast átt sér pólitískar orsakir. Tiltækið spratt sumpart af gáska, sumpart af leiða og e.t.v. einnig af löngun eins pótintáta til að hvekkja annan. Ræða brezka forsætis- ráðherrans var með ágætum og flutt í aðalsmannsstíl og kaus Krútséf að leika bóndakurfinn á móti honum. En andlit hinna sovésku sendimannanna sögðu sína sögu. Sært stolt og sneypa, er lýsti sér í svipbrigðum þeirra sagði fyrir um tilkomu Brésnefs og Kosygins; traustvekjandi, mæðulegra virðingargríma skrifræðisins. Brandarar eru alltaf að nokkru marki hættulegir. Vissu- lega mynda þeir tengsl milli þeirra sem skilja þá og njóta þeirra, en þau tengsl fara sjaldnast óátalin fram hjá þeim, sem hvorki skilja né skemmt er og eru þeir oft í meirihluta. Gamansemi þeirra sem völdin hafa kann að reynast þeim sjálfum einkar skaðsamleg, nema auðvitað þeir hafi ógnar- stjórn að bakhjarli eins og Stalín. Spaug Krútséfs velgdi ýmsum undir uggum án þess að ógna þeim, en það var einmitt þess konar blöndun sem Machiavelli varaði prinsinn við. Það var umfram allt neitun Krútséfs við að taka sjálfan sig of alvarlega, sem reyndist honum skeinuhætt. Viki hann sér undan því að vera hátíð- legur, fannst þeim sem undir hann voru gefnir og vildu láta taka mark á sér, að grafið væri undan þeim sjálfum og rýrð varpað á starfsmáta þeirra og mikilvægi. “Ef guð er ekki til,“ spurði ein af söguhetjum Dostójefskýs, „hvernig get ég þá verið leiðtogi?" Lotningarleysi á toppnum hafði sáð fræjum tilvistarótta meðal undir- foringjanna. Það var nákvæmlega á sama hátt sem glaðleg og óþvinguð framkoma Jóhannesar páfa, samtímamanns Krútséfs, kom illa við kaunin í kirkjubákninu. Á írlandi var eftirtektarvert hvernig kirkjunnar menn sem talað höfðu um Píus XII sem „hinn heilaga föður" skír- skotuðu til „hins heilaga föður núverandi“ þegar átt var við Jóhannes páfa. Bikarinn færi handa á milli. Enginn vafi er á að athafnir Krútséfs í alþjóðastjórnmálum áttu sinn þáttí falli hans, áhætta í kjarnorkumálum varð- andi Kúbu, mistök og þar af leiðandi hrap í áliti. En frunta- skapurinn sem lýsir sér í með- ferð hans eftir fallið lyktar af langrækni hefðarfreðinna og snjakillra skriffinna. Kemur hann meðal annars fram í endurminningum Medvedevs. Þegar Krútséf neitaði fyrst að taka við dvalarstað og eftirlaun- um var honum gert verra tilboð. Hann var niðurlægður, einangraður og sneyddur öllum áhrifum. Eitt barnabarn hans sagði eitt sinn „Afi grætur alltaf." En þrátt fyrir það var gamli maðurinn fær um að sétja ofan í við flokksdyndla daginn fyrir andlátið, ekki aðeins í gamansökum heldur einnig með þeim eiginleika, er þeir sjálfir kappkostuðu mest; tign. Andrei Kirilenko, sem nú er annar áhrifamesti valdamaður Sovétríkjanna á eftir Bréshnef, hélt honum einkar illrætna ræðu dag þennan og sagði hon- um meðal annars að hann hefði það „ennþá allt of gott“. „Þið getið hirt húsið og eftir- launin", svaraði Krútséf. „Ég gæti farið með útrétta hönd og beðið landa mína um ölmusur og þeir munu áreiðanlega láta eitt- hvað af hendi rakna. En þeir gæfu ykkur hins vegar ekki eyri ef neyddust þið dag einn til að ganga bónarveginn.“ GðLFHF m GOLFHF KÁRSNESBRAUT 32, KÓPAVOGI. SÍMAR: 40460 OG 76220. 2 Hefur skapast vandræðaástand á vinnustað | út af gólfum? Gólf hf. hefur sérhæft sig í lögn fúgulausra epoxybundinna DEKA-gólfa. Gólf hf. tekur einnig að sér viðgerð gólfa, sem dæmd hafa verið ónothæf af heilbrigðisástæðum. Veitum allar frekari upplýsingar. - Gerum föst tilboð. „reynsla, þekking, þjálfun," - ÖRUGGT ATHAFNASVÆOI A GÓLFLÖGN FRÁ ÚÓLFHF KARSNESBRAUT 32. KOPAVOGI SIMAR 40460 OG 76220 Conor Cruise 0‘Brien: Hver sem glettist við gikkinn fær af honum hnykkinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.