Morgunblaðið - 01.04.1979, Síða 22

Morgunblaðið - 01.04.1979, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979 Þrjár sýningar Þórunn Eiríksdóttir á sýningu sinni í FlM-salnum að Laugarnes- vegi 112. þessum línum árétta enn einu sinni, að mikil fjölgun ljós- myndasýninga kallar á vettvang velmenntaða fagmenn til um- fjöllunar þeirra. Hér er mikill áhugi, þekking og næmt auga fyrir ljósmyndun jafnvel ekki nóg og hví skyldi það ekki vera ærið tilefni að ráða sérstaka menn til umfjöll- unar ljósmynda og t.d. kvik- mynda? Ljósmyndin er einmitt svo sterkur og mikilvægur tjá- miðill, í nútímanum, að fjöl- miðlar ættu að sýna henni verð- ugan sóma. Þórunn Eiríksdóttir í FÍM-salnum að Laugarnes- vegi 112, sýnir þessa dagana Þórunn Eiríksdóttir 23 mál- verk, sem öll munu vera máluð á næstliðnum árum. Þórunn hefur haldið tvær einkasýningar áður, báðar af hóflegri stærð og með rólegu yfirbragði. Hún er ekki átaka- né umbrotamanneskja í listsköpun sinni og er hér ekki um aðfinnslur að ræða, heldur álít ég að einkenni skapgerðar Þórunnar sé að fara sér hægt. Á köflum virðist hún næsta feimin við viðfangsefni sín, óráðin hvert stefna skuli og fyllir þá gjarnan myndflötinn margvís- legum óreglulegum formum er hún reynir að tengja saman. Listakonan lætur gjarnan hug- myndaflugið ráða ferðinni enda nefnir hún myndirnar „Fantasí- ur“. Þetta vill takast misjafn- lega vel, einkum vegna þess að ennþá skortir Þórunni þá reynslu og yfirsýn sem er undir- staða úrskerandi árangurs er slík vinnubrögð eru viðhöfð. Þó nær listakonan á stundum þokkafullum árangri og þá eink- um er hún leitast við að koma skipan á myndbygginguna og tefla andstæðum saman sbr. myndir svo sem nr. 4 „Umferð", 13 „Stormur", 16 „Sviptingar" og 22 „Hvíld". Það eru eðlilega merkjanleg ýmis áhrif frá inn- lendum og útlendum málurum og listakonan þarf ekki að leit- ast við að fela þau. Oft er gott að taka sér ákveðinn málara til fyrirmyndar og vinna sig svo smám saman burt frá honum, eins og það nefnist, — það hafa fjölmargir meistarar nútíma- listar gert á sínum ferli. Á sýningunni er málverkið „Ójafn leikur" (17) nokkuð sér á báti hvað litanotkun og vinnubrögð áhrærir. Hér gengur dæmið upp hvað létt og leikandi vinnubrögð snertir, og hér virðist frúin hafa gleymt feimni sinni og því verð- ur myndin hvorki óróafull né vandræðaleg. Vafalítið hefði Þórunn mjög gott af frekari þjálfun í listinni undir handleiðslu góðs læri- meistara og einnig hefði hún hag af að ferðast og skoða sig um í heiminum. Heimsækja söfn og sýningar og standa augliti til auglitis við verk meistara svipaðra vinnubragða og hún hefur tamið sér. Kristján Ingi Einarsson í Galleríi „Á næstu grösum", sýnir ungur maður Kristján Ingi Einarsson allnokkrar ljós- myndir í svart-hvítu. Myndir þessar sem allar munu teknar á Patricia Halley ásamt dóttur sinni við eitt málverka sinna. Mynflllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Ibiza og Formentera nefnir Kristján samheitinu „Siesta" og eiga þær öðru fremur að bregða upp sannverðugum myndum af mannfólkinu í umhverfi sínu, — túlka lífsmynstur innfæddra á þessum slóðum, hvunndaginn í fjölbreytileik sínum. Aðferðin minnir sterklega á hugmyndina að hinni minnisstæðu sýningu „The Family of Man“, sem gekk um heiminn fyrir meira en tveim áratugum við mikla að- sókn og hrifningu. Margar myndir Kristjáns eru vel gerðar og honum tekst ágæt- lega að framkalla magnaðar stemmningar, sem koma þeim kunnuglega fyrir sjónir er hafa gist þessar slóðir og vekur upp hjá þeim ýmsar tregablandnar og ljúfar minningar. Þó grípa fæstir myndanna áhorfandann sem verulega sterk og áhrifa- mikil verk. Tæknileg úrvinnsla þykir mér og allgóð, en þar sem ég er hér ekki fagmaður hætti ég mér ekki út á hálan ís með ferkari umfjöllun. Vildi frekar með Patricia E. Halloy Á Mokka-kaffi stendur um þessar mundir yfir sýning á verkum amerískrar listakonu og myndlistarkennara Patricia E. Halloy að nafni, er hér dvelst við kennslu landa sinna. Það er dálítið undarleg tilvilj- un, að velflestar myndir hennar eru stemmningamyndir frá Suð- ur-Spáni og Ibiza og er því fróðlegt að bera saman vinnu- brögð og viðhorf hins huglæga málara og hlutlæga ljósmynd- ara, sem ég fjallaði um hér að framan. Þá eru þær frú Halloy og Þórunn Eiríksdóttir ekki mjög ósvipaðar í myndhugsun sinni því að báðar ganga þær út frá huglægum hughrifum og stemmningum þótt þær geri það á ólíkan hátt. Frú Halloy er bersýnilega sjóaðari í list sinni og hefur að auki víða farið og margt séð. Hefur stundað kennslustörf víða um heim t.d. í Kaliforníu, Casablanca, Wies- baden, Gelnhausen, Ankara, Izmir, Napoli svo og á tveim stöðum í Japan. Skólun frú Halloy kemur öðru fremur fram í meðferð lita og forma, — hvernig henni tekst að þjappa þeim saman í hnitmið- aða heild. Oft eru litirnir þungir og djúpir, geta sem slíkir minnt á ljóðræna næturstemmningar suðursins svo sem nr. 5 „Prisma" og nr. 16 „New Years Night". Stundum bregður hún aftur á móti á gáskafullan leik og nær þá hrifmestum árangri t.d. í myndunum „Lights" (6) og „Port Town“ (12). Annars er sýningin mjög jöfn og yfir henni er látlaus og hógvær þokki. Bragi Ásgeirsson. Islandsmótið, sveitakeppni Um hænadagana verða spiluð undanúrslit í íslandsmótinu í sveitakeppni. Spilað verður á Hótel Loftleiðum og verður Agnar Jörgensson keppnisstjóri. SPILTATÍMI 1. umf. miðvikud. 11. april kl. 20.00 2. umf. fimmtud. 12. aprfl kl. 13.15 3. umf. fimmtud. 12. aprfl kl. 20.00. 4. umf. fifstud. 13. aprfl kl. 13.15 5. umf. föstud. 13. aprfl kl. 20.00. Urslitakeppnin fer síðan fram í lok apríl á sama stað: SPILATlMI 1. umf. föstud. 27. aprfl kl. 20.00 2. umf. laugard. 23. apríl kl. 13.15 3. umf. laugard. 23. aprfl kl. 20.00 4. umf. sunnud. 29. aprfl kl. 13.15 5. umf. mánud. 30. aprfl kl. 13.15 6. umf. mánud. 30. aprfl kl. 20.00 7. umf. þriðjud. 1. maf kl. 13.15 Urslitakeppnin í tvímenningnum verður 19. og 20. maí og verður hans getið síðar. Réttur hvers svæðis til þátt- töku í íslandsmóti 1979. Svœði: Sveltakeppni (und.úr.) Reykjavík 4+6 = 10 sveitir Reykjanes 3+1 = 4 sveitir SuÖurland 2 sveitir Austurland 2 sveitir Noröurland A. 1 sveitir NorÖurland V. 1 sveitir VestfirÖir 1 sveitir Vesturland 2 sveitir íslandsmeist- arar fyrra árs 1 sveitir Samtals 24 sveitir Til vara: 1. varasv. Reykjav(kd2. “ Vesturland 3. U Reykjanes 4. U Reykjavík 5. U Austurland 6. U Vestfirðir Firmakeppnin 1978 Önnur umferð firma- keppninnar verður spiluð annað kvöld í Domus Medica og hefst klukkan 20. Spilarar fjöl- mennið. Bridgedeild Breiðfirðinga- félagsins Sl. fimmtudag lauk baro- meterkeppninni með sigri óskars Þráinssonar og Guð- laugs Karlssonar. Þeir höfðu leitt keppnina lengi en lentu í kröppum dansi síðasta kvöldið. Fyrir síðustu umferina voru Jón Stefánsson og Ólafur Gfsla- son efstir, en svo skemmtilega stóð á að þessi pör mættust í síðustu umferðinni. Óskar og Guðlaugur höfðu betur og voru þar með orðnir sigurvegarar. Röð efstu para: Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 579 Jón Stefánsson — Ólafur Gíslason 553 Björn Gíslason — Gísli Víglundsson 453 Ólafur Jónsson — Halldór Jóhannsson 433 Ingibjörg Halldórsd. — Sigvaldi Þorsteinsson 402 Finnbogi Guðmundsson — Sigurbjörn Ármannsson 366 Páll Valdimarsson — Sveinn Helgason 347 Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 335 Hannes Jónsson — Birgir Sigurðsson 316 Frá íslandsmótinu í fyrra. Guð- laugur og Örn spila gegn Gesti og Sigurjóni. — Mikill mannfjöldi fylgdist með. Brldge Umsjón. ARNÓR RAGNARSSON Magnús Oddsson — Þorsteinn Laufdal 282 Cyrus Hjartarson — Svavar Magnússon 272 Bersveinn Breiðfjörð — Tómas Sigurðsson 249 Gísli Guðmundsson — Þórarinn Alexanderss. 234 Steinunn Snorrad. — Þorgerður Þórarinsd. 207 Magnús Björnsson — Benedikt Björnsson 139 Meðalárangur 0 Næsta keppni sem verður jafnframt síðasta keppni vetrar- ins verður fimm kvölda hrað- sveitakeppni. Skráningin er langt komið. Spilað er í Hreyfilshúsinu á fimmtudögum kl. 20. Tafl- og bridge- klúbburinn Tuttugu umferðum af 35 er lokið í barómeterkeppni félags- ins. Sá einstæði atburður gerðist í einni af siðustu umferðunum að eitt parið fékk fullt hús stiga — eða topp á öll spilin í einni umferðinni. Voru það félagarnir Hilmar Ólafsson og Ólafur Karlsson (68—0). Spiluð eru 4 spil við par. Staðan í keppninni: Gunnlaugur ðskarsson — Helgi Einarsson 241 Hilmar Ólafsson — Ólafur Karlsson 228 Kristján Kristjánsson — Óskar Friðþjófss. 214 Ingólfur Böðvarsson — Guðjón Ottósson 155 Ólafur Lárusson — Viðar Jónsson 132 Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 116 Sigfús Árnason — Sverrir Kristinsson 114 Benedikt Guðmundsson Júlíus Guðmundsson 97 Meðalskor 0 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudag í Domus Medica og hefst keppnin klukkan 19.30. Um helgina fer Tafl- og bridgeklúbburinn til Horna- fjarðar að spila við Horn- firðinga, Héraðsbúa og Akureyringa en þetta er árleg keppni sem haldinn hefir verið tvisvar áður. TBK hefir unnið keppnina í bæði skiptin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.