Morgunblaðið - 01.04.1979, Page 29

Morgunblaðið - 01.04.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979 29 Myndin hér að ofan var tekin um páskana í fyrra, þegar 40 manna hópur frá Útivist gekk á Snæfellsjökul í góðu veðri, svo sem sjá má á myndinni. Ú tivistar f er d- ir um páskana Snæfellsnesferð er aftur á dagskrá hjá Útivist um þessa páska, og verður eins og áður gist allar nætur í félagsheimilinu á Lýsuhóli. Þar er mjög góð aðstaða til gistingar fyrir hópa, og örstutt frá húsinu er sundlaug og hita- pottur. Vatnið í laugina kemur beint úr ölkeldu, þeirri heitustu á Snæfellsnesi. Stefnt verður að því að ganga á Snæfellsjökul einhvern daginn og sömuleiðis á Helgrindur, sem eru í göngufæri frá Lýsuhóli. Þeir sem ekki hafa hug á fjallgöngum fá tækifæri til öku- og gönguferða víðs vegar um nesið, m.a. um þá staði, sem skoðunarverðastir eru undir Jökli. Fararstjórar verða þeir Erling- ur Thoroddsen, Einar Þ. Guð- johnsen og fleiri. Kvöldvökur verða í Félagsheimilinu á kvöldin. Önnur fimm daga ferð verður austur í Oræfi og þeirri ferð stjórnar Jón I. Bjarnason. Gist verður á Hofi og farnar þaðan öku- og gönguferðir um nágrennið, m.a. um Morsárdal og austur að Breiðamerkurjökli. Möguleiki verður á snjóbílsferð inn á Vatna- jökul, t.d. í Esjufjöll. Uppselt er í þessa ferð. Friðrik Daníelsson og Konráð Kristinsson sjá svo um stuttar ferðir um nágrenni Reykjavíkur alla dagana. Á skírdag verður farið kl. 13 frá Umferðarmiðstöð- inni og gengið um Skerjafjörð og Fossvog. Föstudaginn langa verð- ur gengið með Elliðaánum kl. 13, mæting við Elliðaárbrúna. Á laug- ardag verður farið kl. 13 og gengið um Búrfellsgjá og Búrfell, upptök Hafnarfjarðarhrauna. Á páska- dag verður farið kl. 13 og gengið á Vífilsfell, sem er nokkuð auðvelt uppgöngu. Annan í páskum verð- ur um tvær ferðir að ræða. Sú fyrri verður kl. 13 og verður gengið norður yfir Esju, en sú seinni verður kl. 13 og verður þá farið á kræklingafjöru við Hvalfjörð. Brottfararstaður í allar ferðirnar er við Umferðarmiðstöðina, benzínsölu, nema við Elliðaárnar á föstudaginn langa. írlandsdagar íÞórscafé sunnudagur opiðtilO skem Við endum írlandshátiðina með hörkudansleik i Þórscafé í kvöld. Lúdó og Stefán leika fyrir dansi og hin frábæra írska þjóðlaga- hljómsveit. DE DANANN kemur i heimsókn og leikur nokkur lög. Fyrstu hundrað matargestunum er boðið upp á ósvikin ÍRSKAN ÞJOÐARDRYKK fyrir. með eöa eftir mat. - þeim að kostnaöarlausu. Öllum gestum í Þórscaféer boðiö án endurgjalds aö bragða á írsku brauöi frá Nýja Kökuhúsinu, sérbökuð samkvæmt ströngustu kröfum irskra bakara, og allir fá bolla af irsku ERIN súpunum til hressingar er liða tekur á kvöldiö. Forréttur: SMOKED SALMON SHANNON STYLE Aðalréttur: SWEET AND SOUR IRISH PORK m/lrsku ERIN graenmeti Veró aóeins kr 4.500 Kynnir: Magnús Axelsson BINGÓ: Nokkrar Bingoumferöir teknar um kvoldið og spilað upp á irlands- ferðir i ollum umferðunum Dagskrá kvöldsins: ÍRLANDSKYNNING: Hlaupið i gegnum helstu möguleika ferðamanna á (rlandi og nýi sumarferðabæklingurSam- vinnuferða kynntur. (RSK TÓNLIST: Þjóðlagahljómsveitin De Danann bregður fyrir sig betri fætinum og leikur hressilega ómengaða irska þjóðlagatónlist TÍSKUSÝNING: Karon synir nyjustu tiskulinuna fyrir domur og herra ASADANS: Og viö bregðum okkur i ásadans Hann verður horkuspennandi og fiorugur pvi pariö sem siðast stendur a dansgólfinu hefur dansað sig beint inn i páskaferð til irlands fyrir tvo Borðapantanir í síma 23333 Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - sími 27077 Sá besti frá JAPAN Frá 1. maí veröur P. Stefánsson hf. meö einkaumboð á íslandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation í Japan. Þá bjóöum við hinn frábæra GALANT SIGMA sem fariö hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæóa og öryggis. Verðkr. 4.185.000.- Miöað við gengisskráningu 12. 3.1979 Fyrsta sending til afgreiðslu í maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.