Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 98. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Thatcher í sókn á lokasprettinum —sögðu skoðanakannanir í gærkvöld Lundúnum — 2. maí — AP. EF MARKA má niðurstöður sfðustu skoðanakannana um úrslit brezku þingkosninganna, sem tram fara í dag. hefur Margaret Thatcher, leiðtogi lhaldsflokksins, óvænt sótt í sig veðrið á síðustu stundu, og er nú komin með annan fótinn inn fyrir þröskuldinn á Downingsstræti 10. Fimmtudagsblöðin birta niðurstöður úr fjórum könnunum, og af þremur þeirra má ráða að íhaldsflokkurinn hljóti 25 til 30 sætum fleira en Verkamannaflokkurinn í Neðri málstofunni. Gallup-stofnunin, sem mest mark er yfirleitt tekið á í slíkum könnunum, kemst þó að þeirri niðurstöðu að atkvæðameirihluti íhaldsflokksins verði svo naumur, að hann nægi Thatcher ekki til myndunar meirihlutastjórnar. Þessi síöustu úrslit úr skoðana- könnunum hafa komið verulega á óvart, en samkvæmt þeim hefur blaðinu verið snúið við á einum sólarhring. Niðurstöður, sem birt- ar voru á miðvikudagsmorgun, bentu til þess að Verkamanna- flokkurinn hefði sótt svo á und- anfarna daga, að hann fengi fleiri atkvæði en íhaldsflokkurinn þótt mjög mjótt yrði á munum. James Challaghan, forsætis- ráðherra stjórnar Verkamanna- flokksins, og Margaret Thatcher bundu bæði endahnútinn á kosn- ingabaráttuna í kvöld með því að spá sjálfum sér sigri, en bæði voru þó hógvær og varkár í orðavali. Þeir, sem bezt hafa fylgzt með kosningabaráttunni, telja að hvor- ugur flokkurinn hljóti nægilega mikið fylgi til að mynda meiri- hlutastjórn, og ráði smáflokkarnir því úrslitum um stjórnarmyndun. Sprengjuæði í Parísarborg París — 2. maí — AP. FRANSKA lögreglan hefur gert víðtækar varúðarráðstafanir í kjölfar sprengjuæðis, sem hefur gripið um sig í París, en aðfara- nótt miðvikudagsins sprungu tólf sprengjur samtímis í borg- inni. Óttazt er að harðsnúin stjórnleysingjaklíka standi á bak við þessar ofbeldisaðgerðir og að þær séu aðeins upphafið að öðr- um og róttækari illvirkjum öfgasinna. Meiðsl urðu ekki á fólki í sprengingunum í nótt, en verulegt tjón varð á mannvirkjum. Ónafn- greindir málsvarar hóps, sem kallar sig „Samræmdar byltingar- aðgerðir", hafa hringt til frönsku fréttastofunnar til að lýsa hópinn ábyrgan fyrir nokkrum þessara sprengjutilræða, og var tilgangur- inn sagður sá að mótmæla „auð- valdi og ríkisvaldi, sem stuðlaði að fasisma, kynþáttahatri og kynja- misrétti, og orsakaði þannig vesöld og atvinnuleysi". Stjórnmálaskýrendur eru þeirrar skoðunar að aukið Margir stjórnmálaskýrendur telja, að fylgi Frjálslynda flokks- ins hafi aukizt talsvert á kostnað íhaldsflokksins á síðustu dögum. Á kjörskrá er rúmlega 41 mill- jón manna í 635 einmenningskjör- dæmum. Kjörfundi lýkur kl. 21, en fyrstu talna og tölvuspádóma er að vænta skömmu fyrir miðnætti, en ætla má að lokatölur liggi fyrir um sex-leytið á föstudagsmorgun. atvinnuleysi í Frakklandi að undanförnu hafi orðið til þess að æsa öfgaöfl í landinu mjög til óeirða, en atvinnuleysingjar í iandinu eru nú um 6 af hundraði vinnufærra manna. Nöpur maí- byrjun í N-Evrópu París — 2. maí. Reuter ÞAÐ ER víðar en á íslandi, sem hann andar köldu ( maíbyrjun, en í gær og f dag hafa norðan- garri og hríðarkóf herjað í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Frá því að mælingar hófust í Bretlandi árið 1841 hefur maímánuður aldrei hald- ið innreið sína með svo kulda- legum hætti sem að þessu sinni, en vfða f landinu er ökladjúpur snjór, sem veldur umferðartöf- um. Mikill veðurhamur fylgdi snjókomunni í Vestur-Þýzka- landi, Hollandi og Frakklandi. Sums staðar rifnuðu tré upp með rótum og í Bonn fór heil garð- yrkjusýning á annan endann þegar napur norðanvindur bylti höggmyndum, auglýsingaskilt- um og blómabeðum í nótt. Fram á sfðustu stundu var James Challaghan á þönum með sólskinsbrosið á kosningafundum. Myndin var tekin á fjölmenn- um fundi hans með verkamönnum í Wales sfödegis f gær. Til vinstri er John Morris, ráðherra f hérðasstjórninni. Símamyndir AP Margaret Thatcher efndi til fundar með fréttamönnum er að lokum kosningabaráttunnar leið f gær, og kvaðst sigurviss. Ayatollah Motahari — andstæð- ingar byltingarstjórnarinnar í íran segja hann hafa verið valda- meiri en sjálfan Khomeini. Fangauppþot og þjóðarsorg eftir morðið á Ayatollah Motahari Teheran — 2. maí — AP. í SAMA mund og þjóðarsorg var fyrirskipuð í íran f dag vegna morðsins á Mothari trúarleið- toga, urðu mikil átök í aðalfang- elsinu í Teheran. Bendir ýmis- legt til þess að stuðningsmenn keisarans, sem þar hafa verið í haldi, hafi náð hluta fangelsis- Fimmtugt steinbarn ÁTTATÍU og þriggja ára göm- ul hollenzk kona varð þess vísari fyrir fáeinum dögum, að hún hefur verið vanfær síðast- liðin fimmtíu ár. Þegar holskurður var gerður á gömlu konunni vegna maga- sárs í lok síðasta mánaðar urðu læknar furðu lostnir er í ljós kom kalkað fóstur, sem við rannsókn reyndist hafa náð um það bil fjögurra mánaða þroska áður en það varð að „steingerv- ingi“ í móðurkviði. Ekki er til þess vitað að konan hafi nokkru sinni haft angur af þunga sín- um á meðgöngutímanum. byggingarinnar á sitt vald. Harðsnúið lið stuðningsmanna byltingarstjórnarinnar stóð fyr- ir skothrfð við fangelsið, og í kjölfar hennar kveðst frétta- maður nokkur hafa séð hvar stór fólksflutningabfll f fylgd vopnaðrar lögreglu ók á ofsa- hraða frá fangelsinu, fullur af föngum. Er það hald manna að þar hafi óeirðaseggir verið flutt- ir í öruggari geymslu. Neðanjarðarhreyfingin „Forg- han“ hefur lýst ábyrgð vegna morðsins á Ayatollah Moretza Motahari á hendur sér, en hér er um að ræða sama hópinn og kveðst hafa ráðið niðurlögum Gharanis, æðsta yfirmanns hers byltingarstjórnarinnar, sem skot- inn var í Teheran í síðasta mán- uði. Byltingarstjórnin segir gagn- byltingaröfl eiga sök á morðinu á Motahari, en ónafngreindur tals- maður „Forghan" sagði í símtali við Teheran-blaðið Ayendegan í dag, að Motahari hefði á bak við tjöldin haft mest áhrif innan byltingarráðsins, en ekki Khom- eini, eins og menn létu í veðri vaka. Motahari verður jarðsettur frá Khomeini-moskunni í Teheran í dag, en moskan var áður kennd við íranskeisara. Byltingarráðið hef- ur staðfest, að Motahari hafi verið meðlimur byltingarráðsins, en hefur ekki að öðru leyti svarað fullyrðingum um stöðu hans. Motahari var talinn afar íhalds- samur í trúarskoðunum, og hann hefur kennt heimspeki við háskól- ann í Teheran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.