Morgunblaðið - 03.05.1979, Síða 39

Morgunblaðið - 03.05.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 39 Þorbergur Kjart- ansson —Minning Fæddur 26. ágúst 1891. Dáinn 20. apríl 1979. Þorbergur Kjartansson fædd- ist að Skál á Síðu 26. ágúst 1891, en eftir að faðir hans dó aldar- mótaárið fluttist hann með móður sinni að Holti í sömu sveit þar sem móðurforeldrar hans bjuggu, og þar átti hann heima þar til hann fór suður til náms. Eftir vetrardvöl í Flens- borgarskóla tók Þorbergur sér ferð á hendur til Englands í maí 1914. Eftir ársdvöl þar fór hann til Noregs og síðan Danmerkur þar sem hann stundaði nám í tvö ár í skólanum í Askov. Eftir það kom hann heim og gerðist fyrst sölumaður hjá Sælgætis- gerðinni Freyju en upp úr 1920 stofnaði hann ásamt Runólfi , bróður sínum, innflutnings- og heildverslunina R. Kjartansson & Co. og einnig Parísarbúðina sem enn er starfrækt. Samstarf þeirra bræðra var með eindæmum gott. Ég man að eitt sinn spurði ég lítill drengur pabba að því, hvað þetta „kó“ í R. Kjartansson & Co. þýddi. Hann sagði að það væri stytting á „kompaní" og þýddi félag eða félagi, meðeigandi. Þegar ég spurði nánar sagði hann að þeir Þorbergur væru meðeigendur, ættu Parísarbúðina saman. Þá eruð þið félagar, sagði ég, og faðir minn svaraði: Já, við Þorbergur erum miklir vinir og félagar. Þetta svar skýrir full- komlega á hvaða grunni sam- starf þeirra bræðra var byggt. Það grundvallaðist á vináttu- og tryggðarböndum sem tengdust í bernsku, hæglátri framkomu og rósemi hugans sem ekkert fékk haggað og sameiginlegum áhugamálum þar sem laxveiðar skipuðu öndvegið. Þegar Parísarbúðin var í Bankastræti 7 man ég að þar var oft glatt á hjalla. Eg var þá strákur og undraðist stundum, þegar ég kom inn í búðina, að sjá hana fulla af „gömlum körl- um“ sem þó voru ekki að kaupa neitt. Skýringin var sú að kontórinn inni af búðinni, var nokkurs konar samkomustaður laxveiðimanna. Allan veturinn var skeggrætt um veiðistengur, flugur og hjól, en fyrst og fremst um veiðíarnar, hylji, strengi, flúðir, — og LAXA. Jafnvel um miðjan vetur og þótt langur tími væri til vors, mátti greinilega sjá hvernig veiðivon- in og tilhlökkunin hríslaðist um veiðimennina. í þessum hópi man ég vel eftir Ósvaldi Knudsen, Marteini Einarssyni og þeim sem ég kallaði K. Einarsson og Björnsson, ég vissi að hann átti fullt af leikföngum. Ég man eftir fleiri andlitum en kann ekki lengur nöfn að nefna. En meðal þessara vina sinna var Þorbergur hrókur alls fagnaðar og ég man að hann, og þeir bræður báðir, áttu stundum bágt með að slíta sig frá umræð- unum, þótt frammi biði full búð af kvenfólki. — Stundum feng- um við bræður mínir, enn eða fleiri, að fara með föður okkar og Þorbergi í veiðiferð upp í Laxá í Kjós eða austur að Sogi. Það voru miklir dýrðardagar, gist í Ualdi eða „gamla bænurn" hans Ósvaldar. A kvöldin voru sagðar veiðisögur og hernaðar- áætlun næsta dags þaulhugsuð, þá skyldi sá stóri sko ekki sleppa. En við eina á batt Þorbergur sérstakar tryggðir. Það var Brúará. Þangað fór hann á hverju sumri frá því um 1940 og allt þar til heilsan og sjónin fóru að bila fyrir um 4—5 árum. Alla tíð einkenndist fram- koma þeirra bræðra af ljúf- mennsku og öryggi. Þeir voru glaðir í goðra vina hópi og engir málskrúðsmenn. Ég held að vísupartur úr Hávamálum lýsi Þorbergi vel: Glaður og reifur skyldi gumna hver, uns sinn bíður bana. Hann var alla tíð glaður og reifur, allt til endadægurs, og þess vegna er margs að minnast að þakka. En þær þakkir á Guðríður, ekkja Þorbergs, ekki síður skildar. Hún stóð við hlið manns síns í 47 ár og bjó honum og sonum þeirra, Gunnari og Kjartani, fallegt og hlýlegt heimili. Þar undi Þorbergur sér líka best. Með kveðju frá Runólfsbörnum. Valgarð HaUdóra Björg Einars- dóttir — Minning sem leituðu stuðnings, litlir fætur sem báru hana sín fyrstu spor í þessari tilveru, saklausa brosið og augun full af lífsgleði og trausti á þá sem önnuðust uppeldi hennar. Allt þetta er horfið okkur sjónum, en minningarnar getur enginn frá okkur tekið, þær munum við varðveita í hjörtum okkar sem dýrmætan sjóð. Sumir heyja langa baráttu við dauðann, öðrum gefst enginn kostur á að berjast. Stundum er sagt að dauðinn sé ekki það versta sem til er. Og rétt er það að við getum betur sætt okkur við komu hans, þegar hann leysir fólk frá miklum þjáning- um. En þegar lítil börn, sem fyrir stuttu hafa hafið lífsgöngu sína, eiga í hlut, þá leita spurn- ingarnar á hugann. Af hverju? Hver getur tilgangurinn verið? Ekkert svar finnst, en í trúnni á að við þessum spurningum séu svör, yljum við okkur við eld minninganna. Og þökkum þeim sem öllu ræður um líf og dauða fyrir stundirnar ógleymanlegu sem við áttum með henni. Helen var barn vorsins, leit fyrst dagsins ljós að vori, og hún lagði í sína hinstu för að vori. Með þessum fátæklegu línum, sem fremur eru skrifaðar af vilja en mætti, sendum við vinir Helenar hér á Sólbakkanum, stórir og smáir, okkar hinstu kveðju ineð þakklæti fyrir björtu minningarnar sem hún gaf okkur. Við sendum Elísabetu og Sigga okkar einlægustu sam- úðarkveðjur, hugurinn dvelur handan hafsins, hjá þeim. Við biðjum af alhug, að enn einu sinni komi í ljós að tíminn læknar öll sár. Vinir á Sólbakkanum. Fædd 11. marz 1897. Dáin 14. apríl 1979. Veistu, ef vin þú átt, þann er þú vel trúir, ok vill þú af hánum gott geta, gleði skaltu við hann blanda ok gjöfum skipta, fara að finna oft. Hávamál. Hún Björg í Ártúni var vinur fjölskyldu minnar. Fundum við hana því oft, og þá sú saga er öll, finnst okkur að þær heimsóknir hefðu gjarnan mátt vera tíðari, en hver er ekki spámaður að leikslok- um? Nú er vík stór milli vina, en leitast vil ég að kveðja þessa látnu heiðurskonu nokkrum orðum. Er ég fluttist til Reyðarfjarðar haustið 1975, þurfti ég að dvelja tvo daga hjá Björgu í Ártúni með fjölskyldu mína, þar eð húsnæði okkar var ekki til reiðu. Síðar skildist okkur, hversu mikið lán okkar var að kynnast slíkri úrvals- konu fyrstri allra á nýjum stað. Fyrsta viðmót skiptir miklu. Þessi skamma dvöl varð upphaf að sleitu- og fölskalausri vináttu okkar í millum, en slík vinátta er sjaldgæf. Að vísu varð skammt bæja á milli, en það er ekki einhlýt skýring, skammur er spölur milli heimila í fjölbýlishúsum, og held ég þó að eindrægni sé síst einkenni slíkra húsa. Ástæðan mun fremur hafa verið hennar heilsteypti og óhagganlegi persónuleiki, sem enginn máttur fékk bugað né beygt, nema dauðinn. Björg fæddist að Tóarsseli í Breiðdal árið 1897, dóttir hjón- anna Einars Halldórssonar frá Haugum í Skriðdal og Þórunnar Sigurðardóttur frá Snæhvammi í Breiðdal. Þau bjuggu síðar í Skrið- dal og á Reyðarfirði. Leið Bjargar til ævistarfsins, sem hótelstýra í Ártúni á Reyðarfirði, lá um troðn- ar slóðir vinnumennsku og ráðs- konustarfa, uns hún giftist manni sínum, Jóni Þorgrímssyni frá Vallanesi, árið 1929. Tveimur árum síðar kaupa þau hjónin Ártún, og hefur Björg þá strax greiðasölu þar vor og haust fyrir aðvífandi Héraðsbúa í kauptíð. En á löngum starfsdegi hafa fleiri en Héraðsbúar átt þar leið um hlaðið, því að ferðalangar úr öllum heims- hornum hafa gist í Ártúni og fengið þar beina góðan. Þeir eru óefað margir, sem láta hugann reika heim í Ártún nú að leiðarlok- um, en þar er nú allt breytt, eftir stendur aðeins grátt hús úr stein- stypu, sem að vísu kallar fram fjölda minninga, er ég á þar leið framhjá. Ég minnist hennar, sem aldinn- ar konu með hvíta skuplu, nostrandi yfir blómum sínum og runnum, en það var hennar mesta yndi er árin færðust yfir. Ég minnist hennar einnig fyrir stað- festuna, sem aldrei brást á hverju sem gekk. Eigi þýddi fyrir rógstungur að læðast með veggj- um hennar eða dusilmenni að vingast við hana, því að hún var kona mannglögg, þótt eigi væri hún óskeikul fremur en aðrir. Hún var einlægur vinur vina sinna og gat verið óvægin, ef beita átti hana eða hennar rangindum. Hún var skemmtileg viðræðu, og margan kaffisopann þáði ég í eldhúsinu hennar í Ártúni. Var þá jafnan margt skrafað og víða komið við. Hún dró eigi dul á skoðanir sínar, og orð hennar voru hnitmiðuð og ótvíræð, eins og þau væru klöppuð úr bergi. Hún meinti það sem hún sagði og sagði aðeins það sem hún meinti. Nú, þegar tjaldið er fallið, vildi ég geta þakkað henni samfylgdina, þakkað henni fyrir að fylgjast með litlu telpunum mínum að leik í nágrenni við Ártún, en því miður, eigi verður framar í hönd tekið, aðeins þakkað hljóðum huga. Þessi styrka eik, sem ekkert óveður fékk beygt, brotnaði í hinsta ofviðrinu, sem brýtur okkur alla, misbeygða, að lokum. Forsjóninni þakka ég þau for- réttindi að fá að kynnast slíkri konu sem Björg var. Slíkt er mikill og góður lærdómur. Hvíli hún í friði, Bolli Eiðsson og f jölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR E. INGIMUNOARSONAR, Hringbraut 80. Halldóra Siguröardóttir, Sigr. Kristín Siguróardóttir, Ragnheiður L. Siguröardóttir, Jón M. Sigurösson, Þrúður Siguröardóttir, Siguröur A. Sigurösson, Haraldur Sigurösson, Stefán Jónsson, Magnús Kr. Jónsson, Trausti Friðbertsson, Lilja Sigurjónsdóttir, Guömundur Bergsson, Guörún Þórhallsdóttir, Alexía Gísladóttir, og barnabörn hins látna. BÍLASALA- BÍLASKIPTI BORGARTUNI 29-SIMI28488

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.