Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 31 ÞESSIR krakkar efndu til hlutaveltu að Espigerði 4 hér í Rvík til ágóða fyrir Dýraspítala Mard Watson. Þeir söfnuðu 20 þús. krónum. Á myndinni eru. Agnes Ólafsdóttir, Einar Á. E. Sæmundsen, Magnús Kristinsson og Birna P. Kristinsdóttir. Á myndina vantar Kristínu G. Jónsdóttur. ÞESSIR félagar, Hermann Hermannsson og Páll Rúnar Magnússon, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna, ásamt félaga sínum, Ingólfi Guðbrandssyni, sem vantar á þessa mynd. Þeir félagar söfnuðu alls 8200 kr. til félagsins. Þessar vinstúlkur, Anna Guðrún Auðunsdóttir og Eyrún Jóhannesdóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir sundlaugarsjóð Sjálfsbjargar, Landssamb. fatlaðra, og söfnuðu þær 1245 krónum. Opið hús í Amarholti í fyrsta sinn á íslandi er almenningi gefinn kostur á að skoða og kynnast starfsemi og aðbúnaði geðdeildar. Opið hús verður í Arnarholti á Kjalarnesi sunnudag 6. maí kl. 13—17. Nýja húsið og hluti gamla hússins verður opið og getur þar að líta þær breytingar sem orðið hafa á aðbúnaði sjúklinga. Með tilkomu nýrra bygginga hefur gefist tækifæri til bættrar meðferðar og end- urhæfingar. Kaffi og veitingasala ásamt sölu hannyrða vistmanna á staðnum. Fólk er hvatt til að nota þetta einstæða tækifæri. (Fréttatilkynning). Sem dæmi má nefna að flogið er tvisvar í viku beint milli Reykjavíkur og Norðfjarðar, en Norðfjörður hefur samt sem áður daglegar flugsamgöngur við Reykjavík og er svo um ferðir í viku til Akureyrar, 21 ferð til Vestmannaeyja, 17 til Egilsstaða, 16 til ísafjarðar 9 til Húsavíkur, 5 til Hafnar í Hornafirði og Sauðárkróks og tvær ferðir vikulega til Norð- fjarðar og Þingeyrar. Flugfélag Norðurlands flýgur áætlunar- flug frá Akureyri til 9 staða og flugfélag Austurlands til átta staða frá Egilsstöðum. Frá Egilsstöðum eru einnig bílferðir til nærliggjandi byggðarlaga í sambandi við flugið. Innanlandsflug Flugleiða: Kortið sýnir tengingu Flugleiða við Ilugfélögin á Norður- og Austurlandi svo og ferðir Flugleiða innanlands. Aukin áherzla á teng- ingu við flugfélög Austur- og Norðurlands Sumaráætlun innanlands- flugs Flugleiða tekur gildi hinn 1. maí n.k. og verður nú með nokkuð nýju sniði. Fjölgar ferðum til ýmissa staða t.d. Norðfjarðar. Egilsstaða, Patreksfjarðar og Þingeyrar um eina íerð í viku og tvær í viku til ísafjarðar. Brottfarir frá Reykjavík verða 115 í viku hverri. en tenging Flugfélags Norðurlands og Flugfélags Austurlands við flug Flugleiða til ýmissa staða hefur verið aukin. sem gefur meiri ferða- möguleika en áður. marga aðra staði á landinu. Frá Reykjavík fljúga Flugleiðir 37 sW^x Buxur a bbrn u nQ\\nga Kr. Þú gætir oröiö svo heppinn aö* finna buxur viö þitt hæfi fyrir aðeins kr. 95 en viö eigum einnig til mjög góöar beinar flauelsbuxur á 2—13 ára í 3 litum frá aöeins 5.380 og ágætar kakhíbuxur á aðéins kr. 2.900 Barnaúlpur frá 1.900- kr. Fullorðinsúlpur frá 3.900 - kr. Nælonjakkar 1.900.- kr. o.fl. o.fl. 30-98% afsláttur Rýmingarsala Feykis Laugavegi 27, (beint á móti Verzlanahöliinni)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.