Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 Guðmundur Pálsson og Gísli Halldórsson í hlutverkum Tryggva Ólafs og Tryggva læknis í „Blessuðu barnaláni“. „Blessað bamalán,, á fjalimar á ný MEÐ HÆKKANDI sól er kom- inn ferðahugur í leikara Leik- félags Reykjavíkur og hefur verið ákveðið að fara með leik- ritið „Blessað barnalán“ í leik- ferð um Vesturland í sumar. Til undirbúnings leikferðinni verða nokkrar sýningar á leik- ritinu í Austurbæjarbfói og verður fyrsta vorsýningin laug- ardaginn 5. maí. „Blessað barnalán" eftir Kjartan Ragnarsson var frum- sýnt hjá LR 19. apríl 1977. Þessi ærslaleikur vr síðan sýndur samfleytt til októberloka 1978, þegar hætta varð sýningum vegna frumsýningar „Rúm- rusks". 47 þúsund áhorfendur hafa til þessa séð leikinn, sem þar með er kominn í annað sæti vinsældarlistans á eftir „Fló á skinni". Herskáir alþingismenn Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir virðast ekki þrifast nema þeir standi í illdeilum við samborgara sína. Beita þeir þá oft furðulegri hugkvæmni við að verða sér úti um deilur og illindi, — málefni og málstaður skipta minnstu, — illdeilur ill- deilnanna vegna, það er mark- miðið Þessi árátta kemur glöggt í ljós í þingsályktunartillögu, sem nýlega var lögð fram á Alþingi, borin fram af tveim krötum, þeim Braga Sigurjónss. og Árna Gunnars- syni, og hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að samkomulag náist um að ljúka Laxárvirkjun III við Brúar í Aðaldal." Greinar- gerð þeirra kumpána með til- lögunni ber það með sér , að þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér hvers með þarf tæknilega, til að fullgera Laxárvirkjun III. Ég hirði ekki um að upplýsa í hverju hinar röngu staðhæf- ingar þar um eru fólgnar, það geta þeir og alþingismenn kynnt sér hjá viðkomandi stofnunum. Það mun og mála sannast, að eitthvað annað liggur til grundvallar tillöguflutningi þessum, en áhugi fyrir raf- orkuaukningu, enda skiptir það engum sköpum fyrir sam- tengdan raforkumarkað lands- manna, hvort framleitt er 10 megavöttum meira eða minna í Laxárvirkjun. Það er ekki meiningin að rekja hér gang hinnar lang- vinnu og harðvítugu Laxár- deilu, enda mun hún mönnum í fersku minni. Þó vil ég minna á, að á það var lögð hvað mest áhersla af okkur landeigend- um, að hindra stíflugerð í Laxárgljúfrum, og það tókst. Afstaða okkar bænda í því efni er óbreytt, samheldni okkar hin sama og áður. Það mun kosta nýtt Laxárstríð, ef ætti að kúga okkur til að sam- þykkja 22 m stíflu í La xár- gljúfrum, eins og þings- ályktunartillaga þeirra félaga hljóðar upp á. Það tókst ekki að sigra okkur í hið fyrra sinn, því síður mun það takast nú, þegar við höfum á bak við okkur samninga, er gerðir voru milli deiluaðila 1973, og auk þess lög frá Alþingi um sérstaka verndun Laxár- og Mývatnssvæðisins, sem yrði að þverbrjóta, ef byggja ætti_ stífluna. Auk þess er ég þess fullviss, að hvorki stjórn Laxárvirkjunar, er stóð að Laxársamningum 1973, né Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, er undirritaði þá fyrir ríkisins hönd, munu hafa minnsta áhuga á því, að vekja upp Láxárdeilu að nýju fyrir þau skitnu 10 megavött sem þeir félagar ræða um, og munu því hreint ekki kunna þeim mönnum nokkrar þakkir, er reyna að stofna til slíks. Hver er þá skýringin á frumhlaupi þeirra Braga og Árna? Ég held að það sé særður metnaður Braga Sigurjóns- sonar, alþingismanns, sem hér ræður ferðinni. Meðan á Láxárdeilu stóð, beitti hann sér ákveðið gegn okkur bændum, sem börðumst gegn því að hluta af fæðingar- hreppi hans, Laxárdal, yrði sökkt í vatn, og fleiri óbætan- leg spjöll unnin á hinu dýr- mæta Laxár- og Mývatns- svæði. Það geldur víst hver og einn sínum æskustöðvum Torfulögin, eftir því sem hann hefur lund til. Bragi hefur kosið að gera það á þennan sérstæða hátt. Og enn er Bragi að, — kann illa ósigrinum, og hefir nú fengið sér meðreiðar- svein, Árna nokkurn Gunnars- son. Ég minnist Árna morgun- inn eftir að við sprengdum Miðkvíslarstíflu. Hann var þá mættur hér sem fréttamaður Ríkisútvarpsins. Nú vil ég spyrja Árna hvort honum sýndust bændur hér daginn þann líklegir til að gefast upp í Laxármálum? Ég býst við, að hann svari því neitandi, enda hafði hann fengið þann grun staðfestan um það Laxárdeilum lauk. Og það get ég sagt Árna Gunnars- syni, að enn erum við harðir í horn að taka, ef honum skyldi takast að vekja nýtt Laxár- stríð í félagi við Braga Sigur- jónsson. Þar réðist þú í meira en þú ert maður til, Árni. Og hverjum manni er holt að kunna fótum sínum forráð, alþingismönnum sem öðrum. Ég vona, að alþingismenn, aðrir en þeir Bragi og Árni, átti sig strax á því, hve fárán- leg og fráleit þessi þings- ályktunartillaga er, og afgreiði hana hið skjótasta í samræmi við það. Að þeir sjái einnig, að Alþingi hefir öðrum þarfari störfum að sinna en að eyða löngum tíma í að munnhöggv- ast við þá kumpána um fásinnu þessa. 19. apríl, Starri í Garði. Veruleikinn í sandkassa LISTAIIÁTÍÐ barnanna Svona gerum við hófst laugar- daginn 28. april með ávörpum og lúðrablæstri. Um daginn var dagskrá frá Fossvoaskóla sem nefndist Við, umhverfið og framandi þjóðir. Þessi dagskrá og fleiri dagskrár af svipuðu tagi lýsa fyrst og fremst því sem verið er að fást við í skólunum, kynna viðleitni nemenda til að skemmta sér og öðrum. Það sem einkenndi dagskrá Foss- vogsskóla var ákveðinn vilji til að átta sig á umhverfinu og umheiminum, hinu liðna og samtímanum. Brugðið var upp svipmynd baðstofulífs og einnig sýnt inn í hinn önnum kafna hversdagsheim nútíma lifnaðarhátta. Skeleggur þáttur var um sumarleyfi ís- lendinga á Ítalíu, ekki skirrst við að lýsa hinum dökku hlið- um sólskinsparadísarinnar: mengun, sjúkdómum, fátækt. Félagsleg afstaða kom einnig fram í þætti um Indíána, saga þeírra rakin og ekki síst sagt frá kúgun þeirra. Greinilegt var að nemendur Fossvogs- skóla vilja vekja til umhugsunar um þjóðfélags- mein. Þetta efni sem nemendur úr öllum aldurs- flokkum fluttu, var yfirleitt skemmtilega sviðsett. Að kvöldi fyrsta dags Lista- hátíðar barnanna, fluttu nemendur úr Réttarholtsskóla þætti úr leikritinu Sand- kassanum eftir Kent Ander- son, leikstjóri var Guðmundur Þórhallsson. Sandkassinn fjallar á fyndinn hátt um Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON 3amskipti barna og fullorð- inna. Hann sýnir okkur hræsni, eigingirni og hégóm- leik foreldra og hvernig börnin eru mötuð af þeim og alin upp til að verða eins og þau. Verkið hefur marga leikræna kosti og er vel fallið til skólasýninga. Nemendur Réttarholtsskóla hafa greinilega fengið góða tilsögn því að þeir réðu vel við það sem þeir voru að gera. Hlutur þeirra er Listahátíð barnanna lyftistöng, en þeir munu koma aftur fram sunnu- daginn 6. maí. Sunnudaginn 29. apíl fluttu nemendur Austurbæjarskól- ans atriði úr söngleiknum Lísu í Undralandi undir stjórn Sólveigar Halldórsdóttur. Lísu og ævintýri hennar í draum- heimum þekkja allir og enginn verður þreytt.ur á að fylgjast. með henni. Sýning Austur- bæjarskólans var að mörgu leyti vel unnin, frammistaða sumra nemenda góð, gervi vel heppnað. Það spillti að vísu að illa heyrðist til sumra leik- enda, en það má ekki ske í verki sem byggist mest á texta. Söngatriði voru vel æfð. Margt fleira gerist á Lista- hátíð barnanna. Þeir sem standa að Listahátíðinni eru Félag íslenskra myndlistar- kennara, fræðsluráð Reykja- víkur, félög handavinnukenn- ara, heimilisfræðikennara, smíðakennara, vefnaðarkenn- ara, tónmenntakennara, skólasafnvarða og Fóstrufélag Islands. Börnin eru gerð að virkum þátttakendum í ýmsu, til dæmis smíði og allskyns föndri, brúðuleikhúsi og hag- nýtri listsköpun. Börn og foreldrar munu kunna vel við sig á Kjarvalsstöðum þessa dagana. Eitt af því athyglis- verðasta á Listahátíðinni eru myndir barnanna, en í þeim er að finna óvenjulega hug- kvæmni og fjölbreytni. Margar þessara mynda lýsa vel heimi barnsins og afstöðu þess til veraldar hinna fullorðnu. Frá vinstri: Olafur Kristjánsson forseti bæjarstjórnar, Stefán Karlsson heilsugæzlulæknir. Guðmundur Kristjánsson bæjar- stjóri og í stólnum situr Kristján Jensson. Gáfuhjólastól 1 heilsugæzlustöð Bolungarvík, 29.4. NÝLEGA afhenti Sjálfsbjörg hér í Bolunarvík heilsugæzlustöðinni hjólastól að gjöf. Er gjöfin gefin í tilefni af því að hér hefur verið opnuö ný og fullkomin heilsugæzlustöð, en hún var formlega opnuð sl. haust. Formaður Sjálfsbjargar í Bolung- arvík afhenti gjöfina. Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.