Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 48
Kókainmálið: Dæmdir í þriggja ára fangelsi í GÆR vorukveðnir upp í rétti í Kaupmannahöfn dómar yfir tveimur fslenzkum karlmönn- um, sem setið hafa í gæzlu- varðhaldi um tveggja mánaða skeið vegna kókafnmálsins. Báðir mennirnir voru dæmd- ir í þriggja ára fangelsi. Þeir heita Franklin Steiner, 32 ára, og Sigurður Þór Sigurðsson, 26 ára. Mennirnir voru dæmdir fyrir aðild sína að kókaínmálinu og ennfremur fyrir umfangsmikla fíkniefnasölu í Danmörku og Svíþjóð, en þeir munu m.a. hafa saman selt um 14 kg af hassi í Svíþjóð á s.l. hausti. Mennirnir fengu 14 daga frest til þess að ákveða hvort þeir áfrýja dómnum eða ekki. Sjá „Dæmdir fyrir um- fangsmikla ffkniefnasölu...“ á bls. 3. Jóhannes Steinsson Eirfkur S. Bjarnason Stefán Guðmundsson Gunnar H. Ingvaráson Kjartan G. ólafsson Sveinn G. Eirfksson „Magnús komdu strax” — var það síðasta sem heyrðist frá Hrönn frá Eskifirði „MAGNÚS komdu strax“ var neyðarkallið, sem skip- verjar á Magnúsi NK 72 heyrðu írá vélbátnum Hrönn írá Eskiíirði, sem fórst á Reyðarfirði, skammt innan við Vattarnes, síðastliðið mánudagskvöld, en síðan rofnaði sambandið. Fimm skipverja á Hrönn er saknað, en lík þess sjötta, Stefáns V. Guðmundssonar, fannst um hádegisbil á þriðjudag. Það var klukkan 22,55 á mánu- dagskvöld, sem neyðarkallið frá Hrönn SH 149 heyrðist og hafði Guðmundur Stefánsson skipstjóri á Magnúsi þegar samband við Nesradíó og kallaði út aðstoð. Klukkan 23.15 var Magnús kominn á staðinn, þar sem talið er að Hrönn hafi farist, en þar fundust aðeins 3 netabelgir bundnir sam- an, 2 bjarghringir og knippi af netaflotum. Skipstjórinn á Magnúsi hafði séð til Hrannar í ratsjánni skömmu áður en neyðarkallið var sent út. Er hann leit aftur í ratsjána sá hann ekki til skipsins og telur að 2—4 mínútur hafi liðið á mill'. Ábúendur á Vattarnesi sáu er Hrönn sigldi fyrir Vattar- nesið, en er Nesradíó tilkynnti þeim um skip í nauð klukkan 23.04 sáu þeir ekki til skipsins. Hvasst var og stóð vindurinn út fjörðinn, en bjart yfir og ekki sjórok. Leitarmenn sem komnir voru á staðinn um miðnætti þurftu að leita við erfiðar aðstæður. Leit stendur enn yfir bæði af sjó og landi og hefur mikill fjöldi tekið þátt í leitinni. Stefán V. Guðmundsson, stýri- maður, var fæddur 9. 6. 1927. Hann var til heimilis að Bakkastíg 9a á Eskifirði. Stefán lætur eftir sig aldraða móður. ÞEIRRA ER SAKNAÐ: Jóhannes Steinsson, skipstjóri, fæddur 16. 9. 1935, Túngötu 6, Eskifirði. Kvæntur og á 2 börn. Eiríkur Sævar Bjarnason, vél- stjóri, fæddur 28. 2. 1942, Bakka- stíg 5, Eskifirði. Kvæntur og á 2 börn. Gunnar Hafdal Ingvarsson, fæddur 18. 3.1929. Er frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá, en hefur unn- ið á Eskifirði undanfarin ár. Ókvæntur. Kjartan Grétar Ólafsson, fædd- ur 5.12.1947, Túngötu 5, Eskifirði, ókvæntur, en býr hjá foreldrum. Sveinn Guðni Eiríksson, fæddur 6. 8. 1942, Fossgötu 3, Eskifirði, Ókvæntur, býr í foreldrahúsum. Sjá blaðsíðu 18: Viðtal við skipstjórann á Magn- úsi NK 72 og tvítugan mann, sem fór í land af Hrönn á Breiðdalsvík og nánari atvikalýsingu. Stöðug vakt hefur verið staðin í íjörunni í Vattarnesbótinni, síðan vélbáturinn Hrönn frá Eskifirði fórst þar skammt innan við á mánudagskvöld. (Ljðsmynd Ævar). Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur: Bregðumst hart við þessari „aðför” VSI að undirmönnum Yfirmenn eiga allt frumkvæði að hörku í deilunni—segir VSÍ Vinnuveitendasamband ís- lands hefur sett verkbann á félaga f Sjómannafélagi Reykja- vfkur, Sjómannasambandi ísiands, Félagi matreiðslumanna og Þernufélagi íslands. Er verk- banninu beint gegn undir- mönnum á farskipum skipa- félaga, sem aðild eiga að VSÍ, og gildir frá og með 11. maf næst- komandi. Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði í gær að undirmenn myndu bregðast hart við þessari „aðför“, sem hann kallaði aðgerð VSl. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að vinnuveitendur hefðu ekki að eigin frumkvæði dregið undirmenn inn f deiluna. Þessi aðgerð væri algjörlega á ábyrgð yfirmanna, sem sýnt hefðu mikla hörku m.a. með þvf aö boða verkfall áður en sáttafundir hæf- ust. Fyrsti sáttafundur, sem sátta- semjari ríkisins boðar til með undirmönnum og vinnuveitendum, hefst í dag klukkan 14. Áður hafa undirmenn lagt fram kröfur sínar, sem Guðmundur Hallvarðsson sagði í gær að lagðar hefðu verið fram fyrr en ella, vegna „óvenju ósvífinna krafna" frá vinnuveit- endum um breytingar, „sem hefðu í för með sér mikla hækkun á tekjum farmanna". í bókun, sem Sjómannafélag Reykjavíkur gerði í gær, harmar það þessi vinnu- brögð Vinnuveitendasambandsins. Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, lagði í gær á það áherzlu að aðgerðir VSI væru varnaraðgerðir. Yfirmenn á far- skipum hefðu haft allt frumkvæði að hörku í deilunni, þar sem þeir hefðu ekki gefið neitt svigrúm til viðræðna um ágreiningsmálin. Þeir bæru því ábyrgð á því að undirmennirnir drægjust inn í kjaradeiluna með þessum hætti. Farmanna- og fiskimannasam- band íslands lýsti í gær undrun sinni og vanþóknum á gerðum VSÍ gagnvart félögum innan Sjó- mannasambands Islands. Enginn sáttafundur hefur verið boðaður með yfirmönnum á far- skipum og vinnuveitendum. Sjá: „Harka færist “ á bls. 18. Tuttugasti og þrið ji landsfundur Sjálf- stæðisflokksins: Hátíðarfund- uríHáskóla- bíói í kvöld MÖRG hundruð fulltrúar á tuttugasta og þriðja lands- fundi Sjálfstæðisflokksins munu væntanlega verða við- staddir setningu fundarins á hátíðarfundi f Háskólabfói f kvöld. Á fundinum mun for- maður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrfmsson, flytja ræðu, Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahman syngja ein- söngva og tvfsöngva, Matthfas Johannessen les kafla úr óbirtu ritverki sfnu um ólaf Thors og Gísli Jónsson menntaskólakennari flytur ávarp. I samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Sigurður Haf- stein, framkvæmdastjóri Sjálf- stææisflokksins, að hann VÝldi sérstaklega vekja athygli landsfundarfulltrúa á því, að í dag kl. 14.30 til 18.30, verður opið hús í Valhöll, þar sem fólki verður boðið upp á kaffi og salir verða opnir fyrir landsfundarfulltrúa til kynn- ingar og viðræðna. Þá geta fulltrúar sótt fundargögnin í Valhöll á morgun eftir klukkan 14. Landsfundinum verður síðan fram haldið á morgun klukkan níu árdegis í Sigtúni við Suður- landsbraut, og stendur fundur- inn síðan fram á sunnudags- kvöld. Fundarsetning og hátíðar- fundur verður sem fyrr segir í kvöld klukkan 20.30 í Háskóla- bíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.