Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1979 15 Af þessum ástæðum er ekki ráðlegt að steypa nema 400—500 m af fóðringu í einu. Því verður að nota þrepasteypingu, þegar fóðrað er dýpra en u.þ.b. 500 m. Mjög sprungið og veikt berg veldur erfiðleikum bæði í borun og steypingu. Gera verður við lekastaði jafnóðum og þeir koma í Ijós annars er hætta á að bormylsnuhlaðinn skolvökvinn skili sér ekki upp á yfirborðið aftur. Skili bormylsna sér ekki er borsvarfsgreining ekki fram- kvæmanleg og má segja að borað sé í blindni. Hættan á úrþvætti og hruni eykst mjög og jafnframt því hættan á að bor- stengur festist. Steyping við slíkar aðstæður verður mjög tafsöm og erfið. Bæta má borár- angur með notkun borleðju, en gæta verður þess að samspil eðlisþyngdar borsvarfshlaðinn- ar borleðjunnar og skolvökva- hraðans sétt annars er hætt við, að lekastaðir opnist fyrir þétt- andi áhrif leðjunnar. Holuskekkja, sérstaklega skyndileg breyting á stefnu hol- unnar, hefur margvíslega miður æskileg áhrif. Nefna má þar fyrirbrigðið „lykilholu" (key-holu), sem oftast veldur því að borstangir festast í upptekt. Holuskekkja tengd lélegri steyp- ingu eykur líkindin á kiknun fóðringar. Holuskekkja eykur Einar Tjörvi yfirverkfræðingur Kröfluvirkjunar Elíason hættu á „steypibrúun" (bridging) sérstaklega þegar ekki er notað nægjanlegt magn miðjustilla. Steypubrúun eykur mjög líkindi á, að innilokuð „vatnshólf" (water-pockets) myndist í hringbilinu utan fóðr- ingar. Þegar holan er hituð upp og henni hleypt í blástur, getur myndast nægjanlegur þrýsting- ur í „vatnshólfum" þessum til þess að sprengja fóðringuna inn á við (implosion). Suða úti í bergi, eins og títt er í borholum Kröflusvæðisins, veldur mjög háum hundraðs- hluta gufu í innsteyminu inn í holuna. Mikil hætta er á að suða í bergi valdi molnun holuveggj- anna með aðstreymi bergmuln- ings og borsvarfs úr æðum holunnar. Háu hlutfalli gufu fylgir mikill flæðishraði svo búast má við að bergmulningur, er framan getur, pakkist fast að leiðara holunnar. Afleiðingin verður þrenging aðstreymis- þversniðs í gegnum leiðara, hátt þrýstifall yfir leiðarann og minnkun holuafkasta. Hátt þrýstifall yfir leiðara getur valdið því, að hann rifni inn á við með mjög alvarlegum afleið- ingum. Þetta á sérstaklega við um djúpar, heitar holur (yfir 300°C), sem hafa langa leiðara með lágu raufunarhlutfalli. Sé leiðarinn rafsoðinn saman, er honum ennþá hættara við að rifna. Reynslan sýnir, að alltaf er hætta á, að steyping mistakist af ýmsum ófyrirséðum oft smá- vægilegum orsökum. Borhola á háhitasvæði er mjög dýr í fram- kvæmd og því nauðsynlegt að geta lagfært mistök, sem annars gætu eyðilagt holuna, helzt með- an holan er enn í borun. Tækni, sem mjög oft myndi koma að gagni til viðgerða á steypugöllum í holu er að „skjóta göt“ á fóðringuna og þrýsta steypu í gegnum þau. Þetta var framkvæmt við holu KG-12 með aðstoð Halliburtons í Aberdeen. Tæknin er tiltölu- lega einföld og nær öll tækin, sem til þarf eru fyrir hendi. Tvo menn þarf að þjálfa sérstaklega í meðferð sprengiefnisins, sem notað er til að „skjóta götin“ á fóðringuna. Slíka þjálfun er tiltölulega auðvelt að fá erlend- is, t.d. í Skotlandi. Önnur varnamál: Auk þessara framangreindra bortæknilegu vandamála eru allnokkru fleiri, engu að síður mikilvæg fyrir borframkvæmd- ir, þótt eigi séu þau bortækni- legs eðlis. Þau eru helzt: Röðun borverkefna í tímaröð vel fram í tímann er ekki mögu- leg bæði vegna eðlis verkefn- anna og fjármögnunarmáta þeirra. Verkefni stóru boranna, Jötuns og Dofra, eru yfirleitt afgreidd með mjög litlum fyrir- vara og oft án hagkvæmnissjón- armiða hvað borverkið lítur. Hagkvæm verkefnaröðun er því ekki möguleg og borarnir hafa því annað hvort of mörg verk- efni, sem falla á sama tíma, eða eru verkefnalausir langtímum saman. Af þessu leiða uppsagnir starfsmanna og endurráðning með miklum beinum og óbeinum tilkostnaði. Nauðsynlegar efnis- pantanir, tækjaviðhald o.fl. tefst eða er óreglubundið, sem eykur reksturskostnað og veldur verktöfum með tilheyrandi kostnaðaraukum. Þjálfun starfsliðs jarðborana ríkisins er að mörgu mjög ábótavant. Má um kenna stopul- um verkefnum, þegar um er að ræða starfslið borsins sjálfs. Þjálfun borstjóra, tækniliðs og stjórnunarliðs stofnunarinnar hefur alls ekki verið sinnt sem skyldi. Hverjar eru þá leiðirtil úrbóta? Steyputækja- og gosvarakost- ur JBR þarfnast umbóta. Til þessa skortir stofnunina fé, svo að koma verður til opinber fjárveiting. Hallamæling borhola í borun er nauðsynleg, og halda ætti halla borholunnar frá lóðlínu innan einnar gráðu á 300 metr- um. Bora ætti með borleðju (bentonit-vatnsblöndu) a.m.k. niður í fulla fóðringardýpt. Koma þarf upp kæliturni með hæfilegum kæliafköstum fyrir leðjuna og tilheyrandi sand- skiljuútbúnaði. Kæliturninn má smíða hér heima. Sandskilju- búnað verður að kaupa erlendis frá. Þá kom fram hjá Einari Tjörva að síðustu að mikil vand- ræði hafa skpast vegna þess að ekki hefur verið hægt að byggja fullnaðarhúsnæði fyrir alla vél- gæslumenn virkjunarinnar eins og staðið hefur til síðan þeir voru ráðnir þangað. Aðeins helmingur þeirra tíu vélgæslu- manna sem við virkjunina starfa búa nú í framtíðarhús- næði, en hinir búa í bráða- birgðavinnuhúsum. Sagði Einar að tilraunir til þess að fá fjár- veitingu til verksins hefðu eng- an árangur borið. Reykingar í Bandaríkjunum: Kosta 346 þúsund mannslíf árlega I NYJUSTU skýrslu banda- ríska landlæknisins um reyk- ingar kemur fram að talið er að reykingar kosti bandarísku þjóðina 346 þúsund mannslíf á ári. Talið er að tjón banda- ríska þjóðfélagsins vegna reykinga nemi árlega um 18 milljörðum dollara eða um 5846 milljöðrum íslenzkra króna. í síðustu skýrslu er sérstaklega vakin athygli á hvert hættuspil reykingarnar eru fyrir konur, iðnverka- menn, börn og unglinga. Enn- fremur kemur fram í skýrsl- unni, sem gefin er út 11. janúar síðastliðinn, að hætt- urnar, sem fylgja reykingum, hafi verið vanmetnar þegar fyrsta skýrslan var gefin út árið 1964. Reykingar eru í skýrslunni kallaðar „hægfara sjálfsmorð". körfukerrur Topper lyfti-útbúnaöurinn er knúinn af vökvadælu sem drifin er af 12 volta rafmótor. Tveir til fjórir rafgeymar knýja vökvadælurnar. (Fjöldi rafgeyma fer eftir tegund). Hleöslutæki fylgir hverjum Topper, sem notar 220 volta spennu. Þér getiö valiö um þrjár stæröir af Topper körfukerrum. SUPER TWO SUPER THREE SUPER FOUR Mesta virmuhæö 10500 13500 17000 Mesta pallhæö körfu 8810 11860 15210 Hámarks hliöarfærsla 4260 5480 6700 Lyftigeta 226 kg 226 kg 226 kg Þyngd án rafgeyma 780 kg 1200 kg 1820 kg Stærö kröfu 1200x600 1200x600 1200x600 Snúningur körfu 180° 180° 180° Hæö í flutningsstööu 2286 2286 2450 Lengd í flutningsstööu 4300 4700 5100 Breidd í flutningsstööu 1550 1650 2400 Rafgeymar 2x95 AMP 2x95 AMP 2x95 AMP pfnmn/on & ymjron Ltd. Ægisgötu 10, sími 27745. Kvöldsími 23949.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.