Morgunblaðið - 03.05.1979, Side 25

Morgunblaðið - 03.05.1979, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 25 IHíírgf! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mónuði innanlands. 1 lausasölu 150 kr. eintakið. Landsfundur Sjálfetaeðisflokksms egar Sjálfstæðisflokk- urinn heldur landsfund sínn er það meirihátt- ar stjórnmálaviðburður. Landsfundur hans verður settur í dag og sækja hann um 900 fulltrúar hvaðan- æva að af landinu. Þess verður minnzt, að 50 ár eru liðin frá stofnun Sjálfstæð- isflokksins. Allan þann tíma hefur hann gegnt for- ystuhlutverki í íslenzkum stjórnmálum. Og frá stofn- un lýðveldis hefur hann átt mestan þátt í að móta þá stefnu, sem hefur gert okk- ur mögulegt að búa við einhver beztu lífskjör í heimi, tryggt öryggi þjóð- arinnar og yfirráðin yfir hafsvæðinu umhverfis landið. Á landsfundinum verður stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins tekin til nýrrar endurskoðunar. Fjöldi manns hefur á undanförn- um vikum og mánuðum lagt á sig mikla vinnu í málefnanefndum flokksins til þess að hin nýja stefnu- skrá geti orðið sem gleggst og taki á þeim vandamál- um, sem við er að glíma í nútímaþjóðfélagi. Jafn- framt verður horft til framtíðarinnar með því að glöggva sig á, hver sé æskij leg þróun til aldamóta. í öllu þessu starfi hafa hug- sjónir frjálshyggjunnar vísað veginn, — sú lífsskoð- un að okkur farnist bezt, þegar hver einstakur er sem frjálsastur gerða sinna og athafna. Það er því við því að búast, að skilin milli Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka verði skýr- ari en áður eftir þennan landsfund. Sj álf stæðisflokkurinn hefur frá öndverðu verið í sérstöðu meðal íslenzkra stjórnmálaflokka. Hug sjónir hans eru sprottnar upp úr lífsskoðun þjóðar- innar um aldir og nærast á þeirri trú, að það sé hlut- verk þjóðfélagsins að gefa þeim olnbogarými, sem hafa þrá til athafna, en skapa um leið öryggi öllum þeim, sem ekki ganga heilir til skógar eða hafa lokið dagsverki sínu. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins, „stétt með stétt“ en ekki stétt móti stétt, er lýsandi fyrir þau vinnubrögð, sem hann vill starfa eftir. í daglegu máli er oft talað um þjóð- arskútuna. í þeirri líkingu felst áminning um, að allir hafi ekki einungis skyldum að gegna um borð, heldur beri þeim einnig að vinna saman. Þegar efnt er til stéttarígs er það af hinu illa og leiðir til ófarnaðar, eins og sagan sýnir. Við íslendingar höfum unnið okkar stærstu sigra, þegar þjóðin hefur staðið saman. Og í sókninni til bættra lífskjara hefur mest áunn- izt til lengdar, þegar friður hefur haldizt á vinnumark- aði. Launþeginn og vinnu- veitandinn hafa báðir mikilvægu hlutverki að gegna. Sundraðir brjóta þeir niður hvor fyrir öðr- um. Sameinuðum veitist þeim auðvelt að tileinka sér tækninýjungar og finna nýjar leiðir í atvinnuhátt- um. í Sjálfstæðisflokknum er fólk af öllum stéttum úr öllum byggðum landsins. Sjónarmið þess eru að mörgu leyti ólík og hags- munir misjafnir í þröngum skilningi þess orðs. En þetta fólk er allt frjáls- hyggjufólk. í þeirri hugsjón eru rætur lífsskoðana þess og byggir á manngildinu. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur þjóðarinnar vegna þess, að hann hefur í stefnu sinni og störfum skírskotað til þessa og bor- ið gæfu til að eiga menn í sinni forystusveit, sem hafa ekki spurt, hvað flokk- urinn geti gert fyrir þá. Þess vegna hafa þeir heldur ekki spurt, hvað bezt sé fyrir flokkinn, heldur fyrir landið og þjóðina, þegar erfið mál hafa beðið úr- lausnar. Gengi stjórnmálaflokka er misjafnt. Þeir geta ekki vænzt þess að auka fylgi sitt stöðugt, heldur skipt- ast á sigrar og ósigrar. Til lengdar hlýtur að ráða úr- slitum um tilverurétt þeirra, hvort þeir eru heið- arlegir og hugsjón sinni trúir. Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins verður að marka stefnu, sem eftir verður tekið. Á grundvelli hennar verða sjálfstæðis- menn að sækja fram til nýrra sigra og farsælla mannlífs. Jónas H. Haralz: Frjálshyggja og velferdarríki Grein Jónasar H. Haralz bankastjóra, Frjáls- hyggja og velferöarríki, sem birtist hér í blaöinu 1. maí sl., brenglaðist illa, vegna bess að síður í handrití mislögöust. Af bessum sökum er greinin birt aftur í heild og fer hér á eftir: I ítarlegri og vandaðri grein, sem birtist í Morgunblaðinu þann 22. apríl s.l., heldur Vilmundur Gylfason áfram þeim athyglisverju umræðum, sem sprottið hafa af nýrri stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, „Endurreisn í anda frjáls- hyggju". Um margt, sem í greininni segir, hlýt ég að vera V' mundi sammála í meginatriðum. Má í því sambandi nefna sögulegt yfirlit hans um iðnþróun og frjálshyggju og skýringar hans á þeim rökum, sem lágu að baki viðreisnarstefnunni og samvinnu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Önnur atriði, sem Vilmundur fjallar, um tel ég þó þurfa frekari skýringa við, en ég hefi áður gefið í fyrri greinum mínum. Þessi atriði eru afstaða atvinnurekenda til frjálshyggju, hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og síðast en ekki sízt tengsl frjálshyggju og veiferðar. Aður en ég kem að þessum þrem meginatriðum tel ég þó rétt að benda enn einu sinni á sögulegan misskilning, sem fram kemur hjá Vilmundi og áður hafði komið fram hjá Þresti Ólafssyni. Vilmundur segir, að óheft frjálshyggja á síðari hluta 19. aldar haíi haft í för með sér “slíkt innbyggt félagslegt ranglæti, að þjóðfélögin voru að springa í loft upp“. Það, sem hafi forðað frá þjóðfélagsbyltingu, hafi ekki verið frjálshyggjan sjálf, heldur félagshyggjan, sem haldið hafi innreið sína. Það félagslega ranglæti, sem Vilmundur talar um, var að sjálfsögðu ekki ávöxtur iðnþróunar eða frjálshyggju. Það var til staðar í því þjóðfélagi, sem fyrir var, í hrikalegri mæli en nútíma menn gera sér yfirleitt ljóst. Iðnþróun og frjálshyggja hrundu af stað hagvexti, og hagvöxturinn gerði hvort tveggja í senn, að bæta lífskjör alls þorra manna og mynda efnahagslegan grundvöll fyrir þær félagslegu aðgerðir, sem smátt og smátt komu til sögunnar og stefndu að auknu öryggi og réttlæti. Hið sanna er það, sem Vilmundur segir á öðrum stað í grein sinni, að „aukinn hagvöxtur í vestrænum iðnaðarríkjum, svo og aukið félagslegt réttlæti, hafi skapað nýtt umhverfi". Menn mun sjálfsagt alltaf greina á um mikilvægi þessara þátta hvors um sig. Hverju fékk hagvöxturinn einn áorkað, og hversu árangursríkar voru félagslegar aðgerðir í reynd? Hinu verður ekki á móti mælt, að báðir þessir þættir voru að verki, og að þeir voru hvor öðrum nátengdir. A tvinn urekendur og frjálshyggja Vilmundur Gylfason gerir grein fyrir því, að atvinnurekendur séu í sjálfu sér engir sérstakir frjálshyggjumenn, að þeir séu reiðubúnir til að brjóta lögmál markaðsbúskapar, ef þeir sjái sér jfæri, og þiggja aðstoð ríkisvaldsins, ef hún standi 'til boða. Hér tekur Vilmundur upp býsna vel kunnan þráð, en fyrir þessu gerði Adam Smith ljósa grein í einum kunnasta kafla rits síns um auðlegð þjóðanna. Adam Smith gerði sér engar grillur um mannlegt eðli. Hann var mikill mann- þekkjari, sem hafði haft náin kynni af iðnrekend- um og kaupsýslumönnum síns tíma. Hann treysti því ekki, að góðvild þessara manna eða víðsýni þeirra myndu leiða til þess að störf þeirra yrðu tii almanna heilla. Hann treysti á það eitt, að við frjálsar markaðsaðstæður, þar sem samkeppni ríkti, yrðu þeir að breyta á þann veg, sem bæði þeim sjálfum og öðrum væri fyrir beztu. Þess vegna vildi hann ryðja burtu öllum viðskipta- tálmunum bæði innanlands og landa á mili. Því verki verður í raun aldrei lokið, því sífellt koma fram tilhneigingar til að reisa nýjar tálmanir, beinar eða óbeinar, þegar öðrum hefur verið rutt úr vegi. Það er í þessu efni, sem ríkisvaldið á mikilvægasta hlutverki sínu að gegna í efnahagsmálum og umbótamenn hvers tíma hafa einna mesta verk að vinna. Það mætti undarlegt heita, ef íslenzkir atvinnu- rekendur væru í meginatriðum frábrugðnir atvinnurekendum annarra tíma og annarra þjóða. Þeir hafa vissulega beitt samtökum sér til framdráttar og reynt, í samvinnu við ríkisvaldið, að tryggja sér vernd og réttindi. Á hinn bóginn verður því heldur ekki neitað, að þeir hafi einnig oft á tíðum haft nægilegt víðsýni til að bera til að átta sig á því, að þegar til lengdar léti væru vernd og sérréttindi engum til góðs. I þessu sambandi má minna á afstöðu forustumanna sjávarútvegsins til afnáms uppbótakerfisins 1960 og sömuleiðis til afnáms niðurgreiðslu olíu fyrir fáum árum síðan. Stuðningur iðnrekenda við aðildina að EFTA og samninga við Efnahagsbandalagið á sínum tíma, er annað dæmi af sama tagi. Skilningur bænda á því, að hefðbundinni stefnu í landbúnaðarmálum megi ekki halda áfram, fer meira að segja mjög vaxandi. Ég fæ heldur ekki annað séð, en að almennur skilningur sé nú orðið á því meðal atvinnurekenda, að nauðsyn beri til, að vextir haldist í hendur við verðbólgu. Sannleikurinn er sá, að mjög svipuðu máli gegnir í þessum efnum um atvinnurekendur og samtök þeirra eins og um stjórnmálamenn og ríkisvaldið. Það er unnt að beita samtökum atvinnurekenda til að torvelda samkeppni og vernda sérhagsmuni, en það er einnig unnt að beita þeim til eflingar heilbrigðum markaðsbúskap. Á hliðstæðan hátt geta stjórnmálamenn notað ríkisvaldið til að draga taum einstakra atvinnugreina, landshluta eða hagsmunahópa á kostnað almennrar hagsældar og velferðar. En þeir geta einnig gert hið gagnstæða, beitt ríkisvaldinu til að mynda þær heilbrigðu aðstæður, þar sem atvinnuvegir dafna á grundvelli jafnréttis og samkeppni, Hvor stefnan verður ofan á fer eftir því, hversu mikil þekking manna og skilningur er og að hve miklu leyti þetta hvort tveggja fær notið sín, en það getur aðeins orðið í frjálsu og opnu þjóðfélagi. í) Hugmyndaflokkur eöa hagsm unaflokkur? Vilmundur Gylfason heldur því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ekki verið flokkur frjáls- hyggju heldur ríkisafskipta, ekki hugmynda- flokkur heldur hagsmunaflokkur. Mikilhæfum foringjum flokksins hafi hins vegar tekist að halda jafnvægi miili ólíkra hagsmuna og sjónarmiða og aflá flokknum fjöldafylgis. 1) Ég hefi áður gert afstöðu atvinnurekenda til markaðsbúskapar að umræðuefni í erindi á ársfundi Vinnuveitendasambands íslands (sjá Vinnuveitendann, 2. tbl. 1977) Fræg eru þau orð, að unnt sé að blekkja alla um stundarsakir og suma alltaf, en ekki alla menn alltaf. Miklir töframenn mega þeir hafa verið forustumenn Sjálfstæðisflokksins að geta haldið við slíkum blekkingum, sem Vilmundur telur, um hálfrar aldar skeið. Ég held, að skýringin á styrk og fylgi Sjálfstæðisflokksins sé allt önnur. Flokkurir.n hafi frá öndverðu verið merkisberi ákveðinna hugmynda, sem hafi átt mikinn og almennan hljómgrunn meðal þjóðarinnar, og honum hafi þrátt fyrir allt tekist bærilega að fylgja þessum hugmyndum fram. Flokkurinn hefur vissulega borið gæfu til að eignast mikilhæfa foringja, en enginn foringi stýrir sundurlyndu og vantrúuðu liði til sigurs. Hitt er svo annað mál, að á þremur áratugum af þeim fimm, sem flokkurinn hefur starfað, þ.e. frá 1930 til 1960, sat haftastefna og skipulagshyggja í öndvegi hér á landi án þess að Sjálfstæðismenn fengju rönd við reist, ekki sízt vegna ríkjandi kjördæmaskipunar. Flokkurinn lagaði sig að nokkru að þessum stjórnarháttum og tók þátt í stjórn landsins á þeim grundvelli, sem ríkjandi var. Sjálfsagt má halda því fram, að í þessu efni hafi stundum verið gengið lengra en góðu hófi gegndi. Eigi að síður veitti Sjálfstæðisflokkurinn haftastefnunni eindregna andstöðu á árunum 1930—1940 og beitti sér fyrir róttækum breyting- um í átt til frjálshyggju 1950 og aftur 1960, með þeim árangri, sem alkunnur er. Um þetta leyti höfðu þær breytingar orðið á sjónarmiðum bæði Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, að þeir gátu sameinast um þá stefnu frjálshyggju og velferðar, sem Vilmundur lýsir í grein sinni. Framkvæmdin var þó ekki fullkomin, frekar en önnur mannanna verk. Á landbúnaðar- málum var ekki tekið og úreltri verðlagslöggjöf fékkst ekki haggað. Ágreiningur var þó ekki um þessi mikilvægu mál á milli flokkanna sem slíkra, heldur var ágreiningur um landbúnaðarmálin innan Sjálfstæðisflokksins og um verðlagsmálin innan Alþýðuflokks. Þröngsýn og skammsýn sjónarmið sérhagsmunahópa réðu ferðinni eins og oft vill verða. Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér ekki til að ganga í berhögg við ríkjandi sjónarmið bænda, né Álþýðuflokkurinn við ríkjandi sjónarmið verka- lýðsforustunnar. Því fór sem fór, og áratug síðar blasa afleiðingarnar við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert einkaleyfi á frjálshyggju og þaðan af síður á niðurstöðum vísindalegrar hagfræði. Engu slíku hefur mér dottið í hug að halda fram. Alþýðuflokkurinn getur vissulega skírskotað til stuðnings við frjálshyggju undanfarna áratugi. Að því leyti sem Framsóknar- flokkurinn rekur hugmyndfræðilegar rætur til samvinnuhreyfingarinnar ætti hann óneitanlega að vera frjálshyggjunni hliðhollur, þótt önnur sjónarmið virðist oftar hafa orðið yfirsterkari. En eigi að síður hefur enginn íslenzkur stjórnmála- flokkur jafnlengi og af jafnmiklum þrótti haldið merki frjálshyggjunnar á lofti og Sjálfstæðis- flokkurinn. Á þeim áratug, sem nú er senn á enda, hefur frjálshyggjan að nýju átt i vök að verjast bæði hér á landi og í öðrum löndum. Ný vandamál hafa komið fram í dagsljósið og samræming frjáls- hyggju og velferðar hefur reynst meiri vand- kvæðum bundin en áður. Þessi viðhorf settu mark sitt á starf Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili og drógu úr árangri þess starfs. Flokkurinn hefur nú brugðist við vandanum með því að hefja merki frjálshyggjunnar á ný og benda á leiðir til samræmingar frjálshyggju og velferðar, sem hann telur færar. En hvernig hafa Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn brugðist við? Þeir hafa báðir lagt fram stefnuskrár í efnahagsmálum, sem eru að því leyti til fyrirmyndar, að gert er ráð fyrir samræmdri og virkri stefnu í þeim málum til þess að vinna bug á verðbólgu, halda jafnvægi í erlendum viðskiptum og örva hagvöxt. En hvorug stefnuskráin segir neitt um það, á hvers konar þjóðarfélagsgrunni þessir flokkar vilja byggja. Raunar má segja, að bæði stefnuskrá Alþýðuflokksins og einátakar tillögur þingmanna hans séu i aðra röndina gagnsýrðar af skipulagshyggju og tortryggni í garð frjálsra athafna einstaklinga og fyrirtækja og það í mun ríkara mæli en stefnuskrá Framsóknar- flokksins. Á meðan svo er, getur Alþýðuflokkurinn heldur lítið tilkall gert til þess að telja sig merkisbera frjálshyggju á íslandi, þótt vel megi vera að kosningabarátta hans á s.l. ári hafi borið þann blæ. Óskýrar og reikular hugmyndir þessara tveggja flokka um meginatriði stjórnmálanna, hljóta að hafa mikil áhrif á almennt stjórnmálaástand í landinu. Það sem mestu máli skiptir, er þó líklega það, að þær stuðla að því að halda Alþýðubanda- laginu föstu í hefðbundnum hugmyndum sínum og koma í veg fyrir, að það taki þeim þroska, sem skyldir flokkar í álfunni hafa tekið. Það er alkunna, að sumir flokka kommúnista í Vestur-Evrópu hafa mjög breytt afstöðu sinni til bæði utanríkismála og til þjóðmála yfirleytt. Nú nýlega hefur einn helzti forustumaður ítalskra kommúnista, Luciano Barca, lýst því yfir í blaðaviðtali D, að ítalski kommúnistaflokkurinn muni í stjórnarsamvinnu við aðra flokka leggja fram raunhæfar tillögur og ekki leita eftir róttækum þjóðfélagsbreytingum. Þetta verður varla skilið á annan veg en þann, að flokkurinn sé reiðubúinn að starfa á grundvelli þess blandaða hagkerfis, sem ríkjandi er á Ítalíu, og vinna að því að það kerfi geti skilað sem mestum árangri. Á sama tíma leggur Alþýðubandalagið fram tillögur um efnahagsmál hér á landi, sem ekki snerta þann veruleika, sem kringum okkur er, jafnframt því sem það notar aðstöðu sína í ríkisstjórn til að stuðla að grundvallarbreytingum þess þjóðskipu- lags, sem við búum við og yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar styður. Frjálshyggja og velferð Vilmundur Gylfason heldur því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé nú að hverfa frá fyrri stuðningi sínum við velferðarstefnu og frá þeirri samræmingu frjálshyggju og velferðar, sem leitað hafi verið eftir á viðreisnarárunum. Héðan í frá skuli frjálshyggjan ein, köld og ómenguð, ráða ríkjum. Vilmundur gengur meira að segja svo langt að halda því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi snúið baki við þeirri heildarstjórn efnahags- mála, sem hann hafi tekið þátt í að móta á viðreisnarárunum. Um það þarf ekki að fara mörgum orðum, hvort Sjálfstæðisflokkurinn telji þörf heildarstjórnar efnahagsmála eða ekki. Sjálf stefnuskráin ber því ljósast vitni, að flokkurinn telur slíka stjórn 1) The Economist, 7. apríl s.l. óhjákvæmilega, enda þótt hann hugsi sér hana með talsvert öðrum hætti en Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, ekki sízt í kjaramálum. Miklu meiri ástæða er til að fjölyrða um fyrra atriðið, samræmingu frjálshyggju og velferðar, og mun ég freista þess að skýra það nokkru nánar, enda þótt ég hafi þegar vikið að því í fyrri grein. Á undanförnum áratugum hafa útgjöld til trygginga, heilbrigðismála og menntamála aukist jafnt og þétt í hlutfalli við þjóðarframleiðslu hvarvetna á Vesturlöndum. Mun ekki fjarri lagi, að þessi útgjöld séu nú að tiltölu tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau áður voru og útgjöld ríkis og annarra opinberra aðila hafi hækkað að sama skapi. Þessi útgjaldahækkun átti stoð sína í örum hagvexti. Lengi vel var unnt að láta vaxandi hluta árlegrar framleiðsluaukningar ganga til þessara þarfa, en eiga samt nægilega mikið eftir til þess að bæta kjör manna með beinum hætti og standa undir fjármunamyndun í atvinnulífinu. En vel- ferðarþarfirnar reyndust lítt seðjanlegar og nýjar og nýjar þarfir og kröfur komu til sögunnar, ekki sízt í umhverfis- og byggðamálum. Sá skilningur, sem menn höfðu áður haft, á nauðsyn þess að velja og hafna og sá agi, sem honum var samfara, fór einnig smátt og smátt forgörðum. Menn fóru að telja allt kleift og vilja gera alla hluti í einu. Almenn stjórn efnahagsmála fór því að meira eða minna leyti úr skorðum, vilji manna til að leggja sig fram dvínaði og geta atvinnulífsins til endur- nýjunar og framfara minnkaði. Það dró úr hagvexti og beinum kjarabótum og jafnframt úr getunni til að standa undir auknum velferðar- byrðum. Samtímis kom það í ljós, að velferðarút- gjöldum var að verulegu leyti illa varið. Þau gengu ekki nema að hluta til þeirra, sem á þeim þurftu að halda, hurfu í skriffinnskukostnað og var sóað í miður vel rekna þjónustu og illa valdar fram- kvæmdir. Þetta er sú kreppa velferðarríkisins, sem nú blasir við hvarvetna á Vesturlöndum og enginn stjórnmálaflokkur getur komist hjá að taka afstöðu til. Sjálfstæðisflokkurinn vill snúast gegn þessum vanda með tvennum hætti. I fyrsta lagi vill hann efla frjálshyggju í atvinnu- og efnahagslífi. Með þessu móti vill hann stuðla að auknum hagvexti og þar með styrkja og breikka þann grunn, sem velferðin hvílir á. Jafnframt vill hann leyfa fólki að ráða því sjálft í auknum mæli, hvernig það ráðstafi tekjum sínum, enda enginn annar dóm- bærari um þarfirnar. í öðru lagi vill flokkurinn á grundvelli styrks atvinnulífs og vaxandi þjóðar- framleiðslu halda áfram að efla velferð á grund- velli samhjálpar. En hann telur, að leita verði í verulegum mæli nýrra leiða í þessu efni, ef viðhlítandi árangur eigi að nást. Þær leiðir fela það í sér, að fjárhagsleg ábyrgð fylgi framkvæmd- um og rekstri, að þjónústa sé falin þeim áðilum, sem næst standa þeim, sem hennar eiga að njóta, að tillit sé tekið til kostnaðar og nytja í velferðar- málum á hliðstæðan hátt og í öðrum greinum eftir því, sem við verði komið. í þessu efni er mikið verk óunnið og margt óljóst. Það er von Sjálfstæðis- flokksins, að allur almenningur og aðrir stjórn- málaflokkar átti sig í vaxandi mæli á þeim vanda, sem hér er fyrir hendi, og þeim leiðum, sem færar eru til lausnar. Hvernig til tekst í þessu efni á næstu árum og áratugum mun ekki aðeins skipta sköpum um hagsæld okkar og velferð heldur einnig um framtíð þess frjálsa þjóðfélags, sem hér hefur staðið. Kalt i veðri um allt land Morgunblaðið haíði samband við nokkra fréttaritara sína úti á landsbyggðinni í gær og fara frásagnir þeirra hér á eftir: Sandgerði: • „Þokkaleg vertíð“ Vertíðin sem nú er á enda hefur ekki verið sérlega góð en þokkaleg miðað við vertíðina í fyrra,“ sagði Jón Júlfusson fréttaritari Mbl. í Sandgerði. „Búið er að landa úr bátunum hér 9.890 lestum úr 2162 sjóferð- um, 2614 tonnum meira en í fyrra. Togararnir hafa landað 1235 tonn- um. Stóra spurningin nú er hvert bátarnir leita. Margir munu taka því rólega þangað til þeir fara á netin aftur, aðrir bíða lengur eða þangað til þeir fara á rækju- og humarveiðar. Sumir eru einnig að hugsa um að fara á lúðuveiðar. Þrír bátanna fara fljótlega aftur á línuveiðar." Jón sagði að mikið hefði verið um norðanátt og kulda í vetur og væri reyndar enn. „Gæftir hafa verið góðar fyrir netabátana. Línubátarnir hafa hins vegar sótt suður fyrir land vegna norðanátt- arinnar og landaði í Grindavík. Það sama er að segja um trollbát- ana.“ Jón sagði að vinna væri þó nokkur í Sandgerði en ekki of mikil. „Það er ekki að vita hvernig verður nú er bátarnir hætta á vertíðinni en við vonum að ekki komi til atvinnuleysis," sagði Jón að lokum. Grímsey: • Foráttu- brim • „Hér er glaðasólskin en hvasst og dálítið frost,“ sagði Alfreð Jónsson í Grímsey. „Foráttubrim hefur verið hér í heila viku og bátar hafa ekki komist á sjó. Hér er þó ekkert atvinnuleysi því ef viljinn er fyrir hendi er alltaf nóg að gera. í Grímsey hefur aldrei neinn maður komið á atvinnuleysisskrá því við teljum slíkt vera til minnkunar. Menn hafa alltaf nóg að gera ef þeir vilja. Mannlífið hér er ágætt. Það er nokkuð síðan hér var messað en Kiwanismenn voru með konukvöld fyrir skömmu. Það var mikil hgtið og skemmtileg." Alfreð sagði að lítill snjór hefði verið í Grímsey í vetur en mikið frost. „Það hefur ekkert snjóað hjá okkur þótt það hafi snjóað á landinu," sagði hann að lokum. A.Skaftafellssýsla: • „Fénaður vel fram genginn“ „Veturinn heíur verið kaldur hér eins og annars staðar og að því leyti óvenjulegur að töluverð- ur snjór hefur verið hér í vestari sveitunum,“ sagði Egill Jónsson fréttaritari Mbl. í Austur-Skafta- fellssýslu. „Klaki í jörðu er misjafnlega mikill. Sums staðar er hann mjög lítill en annars staðar allt upp í '/2 metra.“ Egill sagði að mikill kuldi væri þess dagana í Austur-Skaftafells- sýslu. „Áður voru tún aðeins farin að gróa en það hefur að sjálfsögðu stöðvast alveg. Fénaður er vel fram genginn ‘enda voru hey sérlega góð á s.l. sumri. Sauðburður hófst missnemma hér. Hjá sumum bændum hefur sauðburður staðið yfir í viku en annars staðar er hann rétt að hefjast. Horfur eru á því að annasamt verði hjá bændum þennan mánuð en tæpast verður hægt að setja niður kartöflur fyrr en um mánaðamót." Egill kvað mannlíf í sveitunum vera ágætt. „Menn hafa staðið í fundahöldum hér upp á síðkastið og ýmis félög og klúbbar lokið starfsemi sinni og menn nú óðum að fara að snúa sér að vörönnum og öðrum alvarlegri verkefnum." Bfldudalur. Allur snjór er nú horíinn úr byggd á Bfldudal og var þar sólskin en kuldi er hatt var samband við fréttaritara Mbl. þar í gær. Ljósm. Mats Wibe Lund. Híldudalitr: • „Sólskin og kuldi“ „Tíðin hér er góð,“ sagði Páll Hannesson fréttaritari Mbl. í Bfldudal. Veður er mjög kalt en logn og sólskin. Allur snjór er farinn úr byggð, það fennti svo- lítið á mánudagskviildið en allan snjó tók aftur í gær.“ Páll sagði að annar línubátur Bíldælinga, Hafrún, hefði hætt veiðum. „Steinar er hér enn við veiðar og hefur aflað sæmilega, aðallega steinbít. Smærri rækju- bátar eru nú farnir að búa sig á aðrar veiðar og einn bátur hefur hafið hörpudiskveiðar. Sá afli sem komið hefur að landi er vinnandi með þeim tækjum sem til eru og næg atvinna er hér eins og er.“ Páll sagði að heldur lítið væri um samkomur í Bíldudal en mannlífið gengi þar sinn vana- gang. Intrlákshöfn: • „Mjöggóð vertíð“ „Mjög góð vertíð er nú á enda. Endanlegar tölur um afla liggja enn ekki fyrir en þó eru allir bátar hættir veiðum,“ sagði Ragnheiður Ólafsdóttir frétta- ritari Mbl. í Þorlákshöfn. Þrír aflahæstu bátarnir eru Jón á Hofi með rúm 1120 tonn, annar er Friðrik Sigurðsson með 1097 tonn en Höfrungur er þriðji með 1090 tonn. Nýi skuttogarinn, Þorlákur ÁR 5, kom inn á fimmtudag úr sinni fyrstu veiðiför, sem tók 6 daga, með 92 tonn. Uppistaðan í aflan- um var ufsi. Togarinn Jón Vída- lín kom inn í gær með 100 tonn en hann mun eiga að fara í slipp. Mikið er um framkvæmdir hér en helstu framkvæmdirnar á vegum hreppsfélagsins eru hita- veitan og bygging leikskóla. Lagningu dreifikerfis hitaveit- unnar hefur verið skipt í 5 áfanga. Fyrsti áfanginn hefur verið boðinn út og var skipt í 5 áfanga. Fyrsti áfanginn hefur verið boðinn út og var tilboði Suðu s.f. í Hafnarfirði tekið. Annar og þriðji áfangi verksins hefur einnig verið boðinn út en það er ófrágengið hver tekur þá. Fjórði áfangi verður boðinn út nú á næstu dögum. Bygging leikskólans mun hefj- ast í vor. Hann er hannaður fyrir 40 börn í tveimur deildum, 20 börn í hvorri. Áformað er að gera leikskólann fokheldan í sumar. Þá er fyrirhugað að byggja sundlaug og einnig að ganga frá áhaldahúsi hreppsins og hitaveit- unnar. Það hús er um 500 m*. Ragnheiður sagði að veður væri kalt og leiðinlegt í Þorláks- höfn. „Við vorum farin að vonast eftir vori en nú tökum við páska- liljurnar inn freðnar og þær springa út inni á borði hjá okkur. í morgun kl. 6 var hér 6 stiga frost og um hádegið var frostið 2 gráður," sagði Ragnheiður að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.