Morgunblaðið - 20.05.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979
13
Rithöfundurinn Joachim Fernau
fæddist í Bromberg í Vestur-Prúss-
landi (nú Póllandi) árið 1910 og
starfaði sem blaðamaður. Árið
1952 kom fyrsta bók hans út;
„Deutschland, Deutschland iiber
alles“, sem varð metsölubók. í
eftirfarandi bréfi er vestur-þýzka
blaðið Welt am Sonntag fékk til
birtingar svarar hann dóttur sinni
er spurt hafði í bréfi til föður síns:
„Er guð til?“
Elsku barn.
Ég var snortinn af bréfi
þínu. í fyrstunni ákvað ég að
tala um það við þig þegar þú
kemur aftur heim úr leyfinu.
En nú finnst mér ég þurfi að
svara þér samstundis. Það
liggur svolítið á, ekki satt?
„Segðu mér, faðir, hvort
guð er til“ skrifaðir þú. Elsku
Rut. í fyrsta skipti ávarpar
þú mig „faðir“ en ekki
„pabbi" eins og áður. Þú
hefur á réttu að standa.
Pabbi er sá er kyssir þig á
vangann þegar þú kemur
heim, strýkur hár þitt, leggur
hönd yfir öxl þína og fær að
vita um vonbrigði þín með
Jonna eða Svenna þegar
mamma heyrir ekki til. Hann
er sá sem laumar nokkrum
krónum í hanskahólfið á bíln-
um þínum og stelst til að
kíkja í veskið þitt, þar sem
hann uppgötvar mynd af
sjálfum sér en ekki af ungum
pilti — já, það hef ég gert og
burgðið ögn fyrir bragðið.
Brugðið en ekki hamingju-
samur? Jú, sannarlega ham-
ingjusamur, en þó meira
brugðið. Þetta áttu erfitt með
að skilja, þó skal ég reyna að
útskýra. I gömlum sálmi er
að finna orð sem hljóma
eitthvað á þessa leið: „Þú ert
undirstaðan þar sem mitt
akkeri alsælt hvílir." Undan-
skildu nú orðið „alsælt", þar
eð það er of trúarlegrar
merkingar, og það sem eftir
stendur hæfir. Er ég þessi
trausti grunnur, Rut? Ég hef
aldrei talið sjálfan mig sterk-
an og nú á ég skyndilega svo
að heita. Þokkalegur vitnis-
burður það. I þessu bréfi
verður það að koma í ljós. Þú
sagðist í nauðum stödd í
bréfinu, að þú íþyngdir sjálfri
þér, að þú hefðir misst stjón-
ar af guði og tilgangi tilver-
unnar. Þegar þú horfir um
öxl ertu ekki einu sinni viss
um, hvort þú áttir hann nokk-
urn tíma að. Áreiðanlega
hefur þú spurt mig hundrað
sinnum í huganum. En ég var
hvergi nærri og því kom
ekkert svar.
Þegar ég var ungur eins ðg
þú spurði ég aldrei um guð.
Það var ekki af hugsunarleysi
heldur sökum trúnaðar-
trausts. Trausts á hvað?
Það skal ég segja þér, en
misskildu mig ekki. Þú veizt
mér líkar tvöfeldni. Ég trúði
að ég hefði ekkert að óttast á
dómsdegi. Ég var enginn eng-
ill, guðumlíkur einstaklingur
en eitthvað óeðlilegur. Ég
prettaði, ég laug, ég var
óskírlífur, reykti pípu, bar
hattinn skáhallt og var
gáskafullur eins og hvolpur.
Þegar ég skrökvaði gerði ég
það til að forða einhverjum
við vonbrigðum. Eitt sinn
stalst ég fimm sinnum með
almenningsvagni án þess að
borga og keypti mér fjaðra-
hatt fyrir það sem sparaðist.
Á þvilikum augnablikum, og
eins og þegar ég kyssti brjóst
á stúlku, kraup ég í reynd og
sanni i tilbeiðslu til lífsfeg-
urðarinnar í stað þess að
standa hjá eins og þjófur að
nóttu eða Hans klaufi. Ég hef
aldrei farið blístrandi um
heiminn. Ef til vill varð mér
óafvitandi margt á sem bak-
aði öðrum sársauka, ef til vill,
Joachim Fernau
vonandi ekki. Ég vildi ætíð
vernda og varðveita og var
ætíð bljúgur frammi fyrir
sköpunarverkinu. Ég varð frá
mér numinn af fegurð í hvaða
mynd sem var og kunni mér
ekki læti fyrir dýrð vor-
morgunsins. Af einskærri
aðdáun kyssti ég blómin.
Stundum átti ég til að standa
stundum saman fyrir framan
málverk eftir Manet eða van
Gogh unz safnvörðunum þótti
ekki annað hlýða en færa mér
stól.
Undir Mattheusarpassíu
Bachs kjökraði ég eins og
búðarrakki. Það var ekki
vegna trúarótta af þeirri teg-
und sem kirkjan predikar
heldur af auðmýkt; sælu.
Hefði einhver spurt mig þá
hvort ég tryði á guð hefði ég
svarað: En fjandakornið, sjá-
ið þér ekki að ég skæli?
Hvað gæti svo sem hugsan-
lega komið fyrir mig á dóms-
degi? Ég fæ ekki ímyndað
mér nokkurn mun á dýrkun
og tilbeiðslu. Ég get ekki leitt
mér fyrir sjónir hvernig
nokkur maður getur afrekað
stórvirki án þess að trúa. Öll
saga mannsins, sýnir þetta
augljósleg'a. Er ekki fásinna
að spyrja andspænis menn-
ingu Babýlons, Egyptalands,
Hellas, Rómar, Kína, Japan
og Evrópu hvaða máttarvöld
wm
||i§
✓ •'■■ ••■í, • V
:: m m
Fimmtán af hundraði þeirra sem spurðir voru svöruðu: „Eg veit það ekki.'
þessi ólíku samfélög tignuðu
eða hvaða orð þau mæltu af
vörum fram? Þær sungu sína
lofgjörð allar. Er það ekki
nóg? Nægir ekki að þau hafi
gert okkur auðið að lifa sömu
tilfinningu, að hrærast í and-
akt yfir lífinu?
Prestarnir segja: það er
ekki nóg. Þeir byrjuðu að
segja það fyrir þúsundum
ára. Eitt sinn tilfærðu þeir
þennan guð og því næst hinn
og síðan koll af kolli og nú á
dögum eiga þeir enn sinn
afmarkaða guð. En hvaða
nafn hæfir honum nú og hvar
á hann heima?
Ofstækismennirnir eru
slæmir Rut. Og verstir eru
þeir sem aldrei brosa eða
finna gleðinni st' ð í hjarta
sínu. Ernst Junger skrifaði
einhvers staðar — ég skal
fletta því upp, hér hef ég
fundið það: „Guðhræðsia er
það, að verða uppnuminn af
undrum heimsins. Slíkt er
ekki einkenni eða afleiðing
trúarbragða heldur forsenda
þeirra. Það kallar fram skil-
yrðislausa lotningu og innri
heiðríkju (ég myndi bæta við
ró). Sennilegra er“, heldur
Júnger áfram „að gleði en ótti
sé uppspretta trúarinnar eins
og margar kenningar gera
ráð fyrir. Nú á tímum er sú
guðhræðsla grunsamleg er
byggist á ótta og ekki er
blandin glaðværð. Samtíð
okkar og prestarnir hafa
horfið aftur til tíma hómó-
patanna og segja: „Lifðu í
guðsótta. Á ne.vðarstund og á
banabeði munuð þér ákalla
drottinn og kveina.“
Félagi minn úr stríðinu
sagði mér frá því er hann eitt
sinn lifði af stórskotahríð.
Hann lá flatur á akri og kom
auga á jurt eina þétt upp við
andlitið. Hann hafði ekki
veitt þessari jurt athygli ár-
um saman og það veitti hon-
um nú óumræðilega ángæju
að uppgötva hana aftur. Það
var græðisúra. Hann lifnaði
allur við er honum kom nafn-
ið í hug. Hann minntist
bernsku sinnar þegar hann
strauk fingrum yfir aldin-
hnappana og lét kornin ýrast
upp í munninn. Þarna stóð
hún nú, græðisúran, í eld-
glæringunum, rétt eins og
hann sjálfur og honum kom í
hug að hún væri aðeins jurt
eins og hann var maður: Þú
hefur lifað og blómstrað, lifað
mörg sumur á enda og ég hef
lifað, unnað lífinu. Ef deyjum
við nú, deyjum við saman,
óttastu eigi.
Barnið mitt, ég trúi að
þessi maður hafi ekki síðan
spurt frekar um guð. Finnst
þér það ekki ósennilegt líka?
Við þetta tækifæri hafði
hann sannreynt að hann og
skepnan voru eitt, hann og
skepnan sem aldrei spurði
spurninga. Og til hvers væri
að spyrja? Einhvers staðar er
tilgangur lífsins og allrar
tilveru fólginn. En hvers
vegna spyrðu hvar?
Hafðu traust í stað þess að
spyrja eftir æðri máttarvöld-
um. Hafðu traust í stað þess
að spyrja eftir tilvist ein-
hvers ofar okkar eigin hugar-
flugi.
Sköpunarverkið spyr einsk-
is. Énginn fugl, ekkert
fiðrildi, ekkert tré eða gras-
strá leitar að guði. Slíkar
spurningar dvelja hvorki ský
himinsins né hafsins báru.
Hún er á þann veg sem hún
verður og veit sitt skjól i
náttúrunni.
Leita þú ekki heldur að
guði. Ef til er guð vænist
hann þess allra allra sízt
jarðneskar verur leiti hans.
Slíkur hégómi væri almætt
inu vart samboðinn.
Vertu sterk, eisku dóttir, og
taktu lífinu opnum örmum,
ástinni, fegurðinni, náttúr-
unni. Og þegar þú loks hefur
öðlast ró, nefndu það eins og
þú vilt, nefndu það guð. Ég á
sjálfur ekkert orð til að lýsa
því.