Morgunblaðið - 20.05.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.05.1979, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979 Alþjóðlega bamasöngvakeppnin 1979: Valdir tveir textar íslenzkra höfunda ÚRSLIT fyrri hluta AlþjóOlettu barnasonKvakcppninnar 1979 á vetíur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) litttíja nú fyr- ir. Valdir voru tveir textar að harnasöntc. annars vetfar almenns eðlis ot? hins vctfar texti, scm saminn er mcð 10. ttrein yfirlýsintt- ar Sameinuðu þjóðanna um róttindi barnsins í hut;a. Voru það annars vet;ar „We’re children of the world today" eftir Intíibjörtfu Þorbergs ok „Við erum börn“ eftir Ingólf Jónsson frá Prest- bakka hins vegar. Núna hefst síðari hluti keppninn- ar, þar sem óskað er eftir lögum við þessa texta. Skilafrestur er til 21. júní. Eftir að lögin hafa verið valin verða söngvarnir sungnir inn á hljómband af barnakór og þeir sendir í alþjóðlegu úrslitakeppnina, en hún fer fram á hausti komandi. í íslensku dómnefndinni eiga sæti: Ármann Kr. Einarsson rithöfundur, Arnheiður Borg kennari, Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður, Guðfinna Dóra Ólafsdóttir tón- menntakennari, Marta Sigurðar- dóttir fóstra, Njáll Sigurðsson námsstjóri og Þorkell Sigurbjörns- son tónskáld, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Nýja skrifstofuhúsgagnakerfið frá Bjerringbro gefur umhverfinu hressilegan lit -=•>' : w Biðjið um tilboð í nýja innréttingu á skrifstofu yðar — með hliðsjón af þörfum yðar og kröfum. Tillögur að fyrirkomulagi innréttinga og „skrifstofulandslags" við yðar hæfi eru ávallt til reiðu, — endurgjaldslaust. B/8 — litakerfi — 800 er skrifstofukerfi, sem hægt er að nýta við hvers konar aðstæður. Hallarmúla 2 - Sími 83211 1. Þáttur Oft skal góðs geta, segir í Hávamálum. Mér er fremur að skapi að hefja þennan þátt á því, sem til bóta horfir, en hinu sem miður fer. Vænt þótti mér um að heyra Bjarna Felixson nota orðið hnit = badminton í íþróttaþætti sjónvarpsins. Badminton er þess konar orð sem uppfyllir ekki þær kröf- ur er gera verður til töku- orða áður en þau öðlast þegnrétt í ríki máls okkar. Nú skortir ekki nema herslu- muninn til þess að festa orðið hnit í málinu. Bið ég því menn, einkum forráða- menn íþróttastarfs, liðsinnis og fulltingis í þessu efni. Þá hefur mér einnig hugn- að að hlusta á Þorgeir Ást- valdsson, þann sem stjórnar sældaþættinum Skonrok í sjónvarpinu. Mér finnst, í þau skipti sem ég hef fylgst með þætti hans, að hann tali lipurt mál með eðlilegum áherslum, en einmitt í sam- bandi við skemmtanir margs konar, svo sem sældirnar, hefur oft mátt heyra óeðli- legt málfar, t.d. sönglandi amerískan vörubjóðs- eða uppboðshaldaratón. Þeim mun þakkarverðara er að heyra gott íslenskt mál á þessum vettvangi. Sældamál getur haft mikil áhrif. Ég hef hér á undan notað skýringalaust og upp úr þurru orðið sældir í staðinn fyrir pop. Það er gert bæði í gamni og alvöru. Enska orðið pop í þessu sambandi er stytting úr popular, sem merkir vinsæll af almenn- ingi, alþýðlegur, en rætur þessa orðs er að rekja til latínu. Nú er pop að vísu ekki vont tökuorð. En til þess að taka við því þurfum við þó að skrifa þð með tveimur péum (popp). En alltaf er gaman að spreyta sig á einhverju nýju og láta til þrautar reyna á þanþol og endurnýj- unarmátt tungunnar. Hér geri ég þann útúrdúr að af latneska orðinu automobilis = sjálfhreyfan- legur tóku Þjóðverjar fyrri hlutann og bjuggu til orðið das Auto = bíll, en það orð tókum við eftir Dönum sem smíðað höfðu það úr síðari hlutanum. Enskumælandi menn stytta sitt orð popular með því að taka framhlut- ann, pop, ég gerði þá tilraun að stytta sambærilegt orð, vinsældir, með því að taka afturhlutann sældir í þeirri sérmerkingu sem enska orðið pop hefur. Gallinn á þessu orði miðað við pop er augljós. Það er tvö atkvæði fyrir eitt og er því ekki eins þjált í samsetningum, t.d. sælda- þáttur, sældamál eða sælda- hljómsveit. Og þá er að finna eitthvað betra eða taka hið erlenda orð upp með ís- lenskri stafsetningu, popp. Nú koma aðfinnslur. Illa kann ég því til dæmis hvernig gagnstæðistengingin en er oft látin þoka fyrir tíðartengingunni meðan, og er hér tvímælalaust um ensk máláhrif að ræða. Þetta hefur verið einkar áberandi þegar sagt er frá kosninga- úrslitum. Tilbúið dæmi: Sameiningarflokkurinn vann mikinn sigur og fékk 40 þingsæti meðan Landsbyggðarflokkurinn fékk ekki nema sjö. Þarna þykir mér sjálfsagt að hafa en í stað meðan, og reyni því að sporna gegn þessari breytingu. Stagl í fréttum fjölmiðla er stundum fjarskalega hvimleitt. Vindur er svo og svo mörg vindstig, vísitalan hækkar um mörg vísitölustig og nú fyrir skemmstu var um það rætt í fréttum útvarps- ins hvað Bandaríkjamenn hygðust gera til þess að koma í veg fyrir að fiskverð hækkaði á fiski þar í landi. Þarna fer að vísu ekkert á milli mála, hvað um er rætt, fremur en í þessari greinar- góðu vísu um bátstapa: MisHti bátinn ntaður ná mjnií {atóru veðri. bað grkk hvo mikll tcula á hann gekk sundur af veðrl. Og þá vita menn það. Enn er að geta þess mál- lýtis sem er fólgið í vansköp- un eða vönun þolmyndar svo að hún verður alltaf í hvorugkyni eintölu. Dæmi úr forsíðufrétt hér í Morgun- blaðinu s.l. laugardag: „Lagt var (auðkennt hér) á ráðin um morð með byssukúlu eða hægdrepandi eitrun við læst- ar dyr í neðri málstofu breska þingsins ...“ Þetta kynni reyndar að þarfnast nánari skýringa, en mergur- inn málsins er sá, að þarna á að mínu viti að standa í upphafi: Lögð voru á ráðin, ekki lagt var á ráðin. Ég held meira að segja að það merki annað. Eins og þetta stóð í blaðinu er því helst líkjandi við fátæklegt barnamál: Það var barið mig í bakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.