Morgunblaðið - 20.05.1979, Page 18

Morgunblaðið - 20.05.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ1979 Enn ríkir veturirm Morgunblaðið hafði á föstudaginn samband við nokkra fréttaritara sína úti á landsbyggðinni og fara frásagnir þeirra hér á eftir auk fréttabréfs frá Jónasi Péturssyni fréttaritara í Norður-Múlasýslu frá 14. maí s.l. Kópaskor: „Mætti ætla að það væri janúar eða febrúar “ Hér er vetrartíð ennþá og ætla mætti að það væri janúar eða febrúar,“ sagði Ragnar Helgason á Kópaskeri. „Þetta er voðalegur tími fyrir bændurna þar sem ekki er hægt að láta út skepnur vegna veðurs. Flesta daga er hríð og um hádaginn í dag var 4—5 stiga frost í forsælu. Veturinn hér var gjafafrekur, stórviðri voru ákaflega tíð en ekki mikill snjór. Það er fyrst nú eftir sumarmálin að hér er mikill snjór." Ragnar sagði að lítið væri að frétta af útgerðinni. „Þessa vikuna hefur verið veiði- bann og nokkrir bátanna fóru í slipp eftir rækjuveiðarnar. Þær gengu svolítið stirt í ár, gæftir voru stirðar og gera varð hlé á veiðunum meðan hafísinn var hér en hann er nú horfinn héðan fyrir nokkru. Það eru einnig stirðar gæftir fyrir grásleppuveiðarnar en þegar gefur á sjó er mokafli." Ragnar sagði að frekar lítið væri um atvinnu nú á Kópaskeri en þó sagðist hann halda að flestir hefðu eitthvað að gera nema kven- fólkið sem vann í rækjunni. „Mannlífið hjá okkur er svipað og verið hefur. Rækjuveiðin hafði svolítil áhrif á það því að allt félagslíf lá niðri meðan á henni stóð en annars er mannlífið alltaf gott hér á Kópaskeri," sagði Ragn- ar að lokum. Ilrísoy: Bora eftir heitu vatni í sumar „Hér var stórhríð í morgun og ökladjúpur snjór þegar við komum á fætur," sagði fréttaritari Mbl. í Hrísey, Sigurður Finnbogason. „Það er ekki verulega sumarlegt hér, töluverður snjór, en menn eru þó það bjartsýnir að við ætlumst til þess að sumarið komi,“ sagði Sigurður. I Hrísey hefur engin útgerð verið þessa viku vegna þorskveiði- bannsins en í gær var verið að vinna þar fisk úr Snæfellinu sem landaði á laugardaginn. Skólanum í Hrísey hefur verið slitið og sagði Sigurður að skóla- börnin væru nú að leika sér í Reykjavík. „Það er ýmislegt á döfinni hér hjá okkur. Við ætlum t.d. að láta bora eftir meira heitu vatni handa okkur. Það stendur til að sú framkvæmd hefjist í júní eða júlí. En menn eru hér nú að dytta að bátum sínum og búa sig undir að það verði nægur fiskur í sumar. Félagslífið hefur verið heldur dauft hér. Þó héldu börnin ágætis samkomu þegar þau slitu skólan- um og á morgun ætlar Kaupfélag- ið að standa fyrir samsæti hérna með góðum mat og dansleik. í vetur sýndum við hér leikrit og höfðum alls 10 sýningar þrisvar á eyjunni og sjö sinnum uppi á landi," sagði Sigurður að lokum. Hvanunstangi: Mikið um að vera í menningar- málum í vetur Hér hefur verið heldur risjótt veðurfar, kannski snjór að Vorsýningin okkar opnar þriöjudaginn. 22. maí og stendur til 27. maí. Opiö verður alla daga, virka daga sem helga, trá kl. 14—18 Sundaborg. Sími 86644. Þingeyri við Dýrafjörð. Þar er nú kalt og mikið frost er í jörðu. morgni, næturfrost en hlýtt á eftirmiðdögum," sagði Sigurður H. Þorsteinsson á Hvammstanga. „Sauðburður er almennt byrjaður en halda verður fé á húsi vegna tíðarfarsins. Grunnskóla Hvammstanga var sagt upp í gær. Þar stunduðu 87 nemendur nám á s.l. vetri. Nýlega var haldinn aðalfundur Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga og var afkoman góð á s.l. ári. Fimm bátar hafa verið gerðir út frá Hvammstanga í vetur og hafa 4 þeirra stundað rækjuveiðar og einn línuveiðar. Tveir þessara báta fóru á vertíð suður er rækju- vertíð lauk en bátur sá er línuveið- ar stundar hefur haldið þeim áfram og einn bátanna hefur stundað hörpudiskveiðar á Húna- flóa síðan rækjuvertíð lauk. Hefur sú útgerð gengið nokkuð vel.“ Sigurður sagði að mikið hefði verið um að vera í menningarmál- um á Hvammstanga í vetur. „Arshátíð skólans var eins og fyrr með glæsibrag og nokkru síðar hófst á Hvammstanga vor- vaka Vestur-Húnvetninga. Sóttu hana um 850 manns en þar sýndu 5 listmálarar og seldu yfir 30 myndir. Samtals voru sýndar um 120 myndir og er það stærsta málverkasýning í Húnaþingi fyrr og síðar. Þá voru haldnar vökur þar sem lesið var úr bundnu og óbundnu máli vestur-húnvetnskra höfunda, kórsöngur og fleira var til skemmtunar. Leikflokkur Hvammstanga sýndi leikrit eftir Sigurð Róbertsson og ennfremur komu nágrannaleikfélögin í heim- sókn og á sumardaginn fyrsta var sýndur Kardimommubærinn eftir Torbjörn Egner. A undanförnum árum hafa allt- af verið um 30—40 hús í byggingu hér á staðnum og er svo enn. Er þegar á þessu ári hafin bygging 5 einbýlishúsa. Þá er langt komið með 5 raðhús á vegum sveitar- félagsins en þær íbúðir eru seldar jafnóðum," sagði Sigurður að lok- um. Þingoyri: Miklar byggingar- framkvæmdir „Hér er mikill hugur í mönnum að byggja," sagði Hulda Sig- mundsdóttir fréttaritari Mbl. á Þingeyri. „Sæmundur Jóhannsson múrari frá Flateyri er að auglýsa rað- húsabyggingu og Gunnar Sigurðs- son smiður hér á staðnum er líka með teikningu af blokk með 5—6 íbúðum sem verða boðnar til kaups jafnóðum og þær verða byggðar. En farmannaverkfallið setur sinn svip á reikninginn því enginn fær timbur og gífurlegt frost er í jörðu, það er ekki einu sinni hægt að ná sér í mold í blómapott. Þá er einnig verið að byggja raðhús á vegum hreppsins. Bygg- ingaverktaki er Hefill frá Flateyri en yfirsmiður er Þórarinn Helga- son. Raðhúsið á aö vera tilbúið í júlí. Ný beinaverksmiðja er komin í gagnið á vegum Kaupfélagsins og verið er að hefjast handa um byggingu frystiklefa við hrað- frystihúsið. Þá er og hafin aftur vinna við byggingu grunnskóla Þingeyrar. Gamli skólinn var byggður árið 1909 en nú er verið að prjóna við skólann og erum við mjög ánægð með það hversu ný- byggingin fellur vel inn í þá gömlu." Hulda sagði, að kalt hefði verið í veðri á Þingeyri en sólskin undan- farna daga og minni vindur en frost á hverri nóttu. „Fólk er hér almennt með kvef og hæsi vegna kulda og göturyks. Félagslífið hefur verið ágætt hér í vetur þrátt fyrir mikla vinnu. Núna eru allir á kafi við að æfa skemmtiatriði fyrir sjómannadag- inn þótt engan höfum við söng- stjórann en orgelleikara höfum við fengið, ástralska stúlku sem er gift á Þingeyri. Hún er mjög efnileg og við væntum mikils af henni. Prest höfum við því miður engan enn sem komið er og séra Lárus Guðmundsson í Holti gegn- ir ennþá störfum Þingeyrar- prestakalls. 1. maí keppti bridgefélagið Gosi á Þingeyri við Isfirðinga um það hverjir ættu að mæta í tvímenn- ingskeppnina í Reykjavík. ísfirð- ingar unnu en Þingeyringarnir fóru í keppnina, aðstæður leyfðu hinum ekki að fara. Bridgemót Vestfjarða verður síðan haldið á Núpi 26. og 27. maí.“ Hulda sagði, að togari Þingeyr- inga fiskaði ágætlega. Hann hefur undanfarna tvo túra verið á karfa- og grálúðuveiðum. „Það er ekki langt síðan hér varð slys í karfavél. Ungur piltur missti 3 fingur framan af hægri hendi en hefur von um að halda litla fingri en þó er ekki vitað hvort hann verður staur. Þumal- fingurinn skaddaðist ekki. Kindur bera skarpt hjá bænd- unum hér og er mikið tvílembt. Hobby-bændurnir, eins og við köllum þá sem hafa kindur á Þingeyri, eiga yfirleitt hverja á tvílembda og einstaka þrílembda og þeir þykjast góðir ef þeir fá ekki gemlingana líka tvílembda," sagði Hulda að lokum. Nordur-Múlasýsla: Þungar draumfarir Lagarfelli 14. maí. Ennþá er alhvít jörð hér um slóðir, éljagrámi í lofti og slítur úr hríðarfjúk. Frost var nokkurt í nótt og norðaustangola. Harðindi heitir svona tíðarfar í almennu tali. Draumfarir þungar hafa sótt á náttúrugreinda menn eða dulvitra og kvíði situr í hálsinum á ýmsum við svona svip á veðri. Veðurfregn- irnar hljóða svipað dag frá degi, næturfrost eða kólnandi og él eða snjókoma. Sauðburður er almennt byrjaður en þó eru enn nokkir bændur sem miða við að hann byrji kringum 20. maí. Fólk er nú færra en áður á heimilum, ærnar fleiri og miklu fleira tvílembt. Allt þættir sem valda meiri erfiðleik- um en áður í harðindavori. Spá- menn hér og hvar njóta misjafnr- ar tiltrúar, en ein spáin er að batni 8. júní. Þangað til verður mörgum þungt að þreyja en sólin er fljót að verma ef fær að skína. J.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.