Morgunblaðið - 20.05.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 20.05.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979 21 Gífur- leg harð- yndi I dag eru þrjár vikur liðnar af sumri, og má nú segja, að vorið sé hvorki grænt né hlýtt, heldur miklu fremur sé það lagt undir þann járnhæl sem kaldastur hefir orðið nú um langan tíma. Steindauð hvít og visin jörð blasir nú við í hverju spori sem gengið er. Upp í 8 stig hefur frostið komist um nætur, og rétt um hádaginn sigið í um frostmark en oftast um alla daga er sólar ekki nýtur en 5 stig. Slíkt og þvílíkt leiðir af sér ómældar útgjalda- fúlgur hjá bændum við að halda fénaði í holdum. Er þó eftir versti þrældómstíminn, sauðburðurinn í öllu sínu basli og stjái við slíkar aðstæður, en nú í miðri fjórðu viku sumars fer hann í algleyming. Verður án efa mörg- um liðfáum bóndanum þolraun í þrældómi og vökum. Byrjaður er þó burður nokkuð víða, þótt í smáum stíl sé ennþá, en svo innan tíðar hrannast hann upp af fullum krafti. Það mun algert einsdæmi að nú þrem vikum af sumri er Mjói- fjörður hér í Djúpi ennþá svo þakinn lagnaðarís, að engum bát er þar fært um að sigla, og verða Mjófjarðarbændur að keyra út í Ögur til að geta komist í samneyti við Djúpbátinn, og hefur svo verið frá því um jól í vetur. Einn var sá bóndi harðsæknast- ur hér í Djúpi í vetur, Agúst Gíslason, nýlegur bóndi í Botni í Mjóafirði, að hann brá sér að heiman á hið mikla aflaskip ísfirðinga skuttogarann Guðbjörgu, og hristi þar upp í ermi sína margar langþráðar gull- krónur, fékk hann heimamann í Hörgshlíð til búsýslustarfa á meðan — en er nú kominn heim til vorverkanna. Kona hans fór einnig út af örkinni í rækjuvinnu á ísafirði til að drýgja tekjur þeirra hjóna við búskapinn, en mörg er búmannsþörfin, ekki síst byrjenda, en slík atorka sýnir óneitanlega bæði vakleika og úr- ræði. Nýmæli er hér, að nú mun mjólk verða flutt á bílum til Isafjarðar í sumar, og hefur verið samið við Gunnar og Ebenezer á ísafirði að sækja mjólkina hér í Djúpið,tvær ferðir í viku í sumar, en undan- farin sumur hefur hún tvisvar í viku verið flutt landleiðina að Djúpbátnum að Bæjum og Ögri, en báturinn farið þriðju ferðina, venjulega hringferð um Djúpið. Til stendur jafnvel að mjólkur- tankur verði kominn til þessara flutninga síðar á sumrinu. Verið er að setja upp nýja skilvindu í mjólkurstöðinni á ísafirði, sem kosta mun um 8 milljónir, og mun sá rjóminn kostbær, sem um slíka völundarmaskínu rennur. Jens í Kaldalóni. við spörum tíma meó nýjum síma Vegna mikilla anna sprakk kerfíð og við lentum í vandræðum. Þess vegna höfum við bætt við okkur nýju símanúmeri 28899 8 línur Samvinnuferóir-Landsýn Austurstræti 12 - simar 27077 og 28H99 Eruðþið tilbuin í garðvinnuna? Helmingur ánægjunnar við útistörfin felst í góöum garðáhöldum, - vönduöum verkfærum frá Lysbro! umboÓsmenn: ahold til utivinnu! K.Þorsteinsson &Co.,Sundaborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.