Morgunblaðið - 20.05.1979, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979
í sunnu
dags
heimsókn
hjá Hildi
Einars-
dóttur
ritstjóra
Á vinnustað.
„Stundum þurfa konur að endurhsfa eigin-
mennina ef þær vilja skapa sér stöðu...“
Það er alkunna, að Þó nokkrum sinnum hafa hérlendis verið gerðar
tilraunir með að gefa út rit sem sérstaklega hafa verið sniðin fyrir kvenfólk.
Útgáfa Þeirra hefur stundum farið fjörlega af stað, en lognast síðan út af.
Auk Þess hafa svo komið upp deilur um pað, hvort ástæða væri til á pessum
síðustu jafnréttistímum að gefa út blað sem frekar væri öðru kyninu ætlað.
Tízkublaðið Líf hefur nú komið út á annað ár, nokkuð reglulega og fengið
góðar undirtektir og ýmislegt bendir til að pað eigi framtíð fyrir ár. Ritstjóri
Lífs er Hildur Einarsdóttir, 28 ára gamall Þjóðfélagsfræðingur. Mér lék
forvitni á að rabba við Hildi og heyra viðhorf hennar til Þeirra röksemda sem
eru með og á móti útgáfu slíks blaös og fá í leiðinni að vita ögn um hana
sjálfa.
Veggirnir í íbúðinni þeirra hjóna
Hildar og Egils Ágústssonar eru
allir hvítir. Það verkar sérkennilega,
einkum til aö byrja með. Glugga-
tjöldin eru líka hvít. Fjöldi teikninga
og grafíkmynda, Kjarvalsmynd frá
1944. Brúnt leðursófasett í stofunni
og í einu horni hennar gamalt
boröstofuborð meö sex bólstruö-
um stólum. Hér hefur hver hlutur
sinn staö, ekkert óþarfa plastgull
heldur valdir og vandaðir munir.
— Híbýli eru mikiö atriði, segir
hún og setzt á móti mér í brúnan
leóurstól og lætur fara um sig
makmdalega. — Hér á landi er fólk
áreiðanlega óvenjulega langan
tíma sólarhrings á heimilum sínum.
M.á sjálfsagt vegna veöráttunnar.
Mér finnst mikils um vert að verja
þeningum í smekklega hluti sem
hafa bæöi notagildi og prýöi er aö.
Ekki bara sanka aó sér dóti af
handahófi til aö fylla upp í húsa-
kynnin. Þótt þetta heiti dauöir hlutir
eru þeir stór hluti af daglegu lífi
okkar og því nokkurs vert að þeir
hugnist okkur.
Hildur fór í þjóöfélagsfræðinám
að loknu stúdentsprófi 1971. Á
námsárum sínum eöa sumariö
1974 vann hún á Vísi. — Þaö var
eina undirstaöa mín í blaða-
mennsku, þegar ég tók við Lífi. En
ég haföi verið meö nokkurn áhuga
á blaði af þessu tagi alllengi.
Fannst einhvern veginn aö þaö
vantaöi hér og það sem studdi
þetta var hversu margir sækja í að
kaupa erlend blöð af svipuöu tagi.
Þaö varö úr aö ég sneri mér til
Jóhanns Briem með þessa hug-
mynd og síðan var fariö aö vinna úr
henni meö þeim árangri aö blaöiö
er nú staðreynd og viröist ætla að
lifa af.
í Líf er ýmislegt á boöstólum og
ofmælt aö segja það fjalli einvörö-
ungu um tízku. Þar eru einnig
greinar um listir og menningarmál,
greinar og viðtöl um ýmis efni.
— Við vildum ekki kalla þetta
kvennablaö, svo var á endanum
ák^eöiö aö kalla þaó tízkublaö. Ég
hefði viljaö aö þaö héti þara Líf...
Ég sé ekki minnstu ástæöu til þess
að karlmenn geti ekki einnig lesiö
blaöiö. Þar er ýmislegt tekið fyrir
sem hlýtur aö höföa til þeirra
ekkert síöur. Greinar um listir,
tízku, heimili og börn. Er þetta
nokkurt einkamál kvenna — allra
sízt nú? Ég hef líka oröið þess vör
aö karlmenn glugga töluvert í
þlaðið. Við reynum að hafa þarna
greinar um margvísleg efni, á
lifandi og aögengilegu máli. Tökum
málefni sem eru kannski í eöli sínu
þung og viö reynum aö fjalla um
þau frá einhverri nýrri hlið og
einfalda þau. Mörgu fólki — ekki
sízt hinu svonefnda menntafólki —
hættir til aö koma sér upp formúl-
um og frösum í skrifum sínum
þannig aö fólk skilur ekki hvað er
veriö að tala um. Þetta reynum viö
að forðast fyrir alla muni.
— Jú, stundum er ég skömmuö,
segir hún. — Skólafélagar mínir
eöa kennarar veita mér ákúrur fyrir
aó taka þátt í aö gefa út yfirborðs-
kennt tízkublað eins og sumir kalla
það. Tízkumyndirnar fara oft í
taugarnar á fólki: þær sýna ef til vill
konu í kynþokkafullri stööu —
sjáðu, eins og forsíöan á þessu
blaði. Og svo er önnur mynd þar
sem konan horfir upp til karl-
mannsins og kannski verður lesin
aödáun úr augnaráöinu. Þá eru
sumir snarir í snúningum aö leggja
út: hér er eina feröina enn veriö að
gera lítiö úr vitsmunaverunni, kon-
unni, og undirstrikuö er konan sem
kynvera, og þar meö sé viðhaldiö
gamalli útjaskaðri mynd sem stuöli
svo að því aö viöhalda mismunun
kynjanna ... o.s.frv. Mér flnnast
tízkumyndir, vel geröar og snjallar,
brot af listaverki. Ljósmynd er
túlkun á sinn hátt og viö höfum lagt
mikið upp úr vönduðum vinnu-
„Umræðan
um jafnrétti
og vinstri
aldan
hafði mikil
áhrif og þá
fékk ég þann
stimpil að ég
væri hægri
glanspía.. .„
brögöum viö þá gerö tízkumynda
sem birtast í blaðinu. Tízkuljós-
myndirnar í Lífi eru auglýsingar og
því þurfa þær aö bera í sér fleira —
m.a. gera þann fatnaö eóa þá vöru,
sem er verið aö kynna, eftirsóknar-
veröa. Ég fæ ekki séö neina lítil-
lækkun í því, og felli mig ekki viö aö
fólk geti ekki litið í kringum sig án
þess aö sjá drauga í hverju horni.
Mér finnst konur eiga aö hafa
öölast það mikiö sjálfstraust aö
þær geti tekið svona án þess aó fá
högg í hjartaö og sjá í því einhvers
konar ofsókn. Nú, sumir hafa
áhuga á fatnaöi og aðrir ekki. Þaö
er alveg ágætt aö fólk hafi í sér
löngun til aó líta sæmilega út.
Umfram allt finnst mér þó aö fólk,
karlar sem konur, veröi aö móta
sinn eigin smekk og leyfa ímyndun-
araflinu aö vera með í leiknum, en
stunda ekki öpun og eftirlíkingu. Ég
er ekki hlynnt því aö hlaupa eftir
öllu því nýjasta sem upp kemur
bara af því aö einhverjum tísku-
frömuöum í útlöndum dettur það í
hug. Fyrir nú utan hvaö þaö er dýrt.
— Hefur þú sjálf áhuga á fatn-
aði?
— Mér finnst fallegur fatnaður
gleðja augaö en ég tala ekki um
fatnað aó fyrra bragói og legg ekki
mikið upp úr eigin klæöaburöi. Ég
hef unnið viö aö gera þessar
Ijósmyndir, og hef að ýmsu leyti
haft gaman af, vegna þess aö þaö
er þáttur af starfi mínu. Viö vinnum
saman, Ijósmyndari, auglýsinga-
stjóri, fyrirsæturnar og ég. Veljum
fötin, finnum umgeröina og vinnum
upp hvernig hreyfingar skuli vera
og hvaö undirstrikað skuli á mynd-
unum.
— Hvað finnst þér gaman?
— Mikiö af mínum tíma hefur
farið í vinnu. Vinnu, sem ég hef haft
ánægju af. Á næstunni losna ég viö
tízkuljósmyndirnar því aö sérstakur
starfsmaöur kemur í þaö. Þá hef ég
meiri tíma. Ég hef tekið að mér
smávegis þýöingar. Svo eigum viö
Egill hesta upp í Víöidal og stund-
um reiömennskuna, hann þó öllu
meira. Viö eigum sumarbústaö
með fjölskyldunni og förum oft
þangaó. Viö skreppum stundum í
leikhús, sjaldnar í bíó. Ég fer
stundum á hljómleika upp í M.H. og
hlusta á Megas, Þokkabót eóa
annaó gott. Einnig er gaman að
fara í félagsstofnun stúdenta og
hlusta á t.d. jazz. En við förum ekki
mikið út að „skemmta okkur". Þó
var ég heilmikiö skemmtanafrík hér
áöur, en oftast var þó kætin í hófi.