Morgunblaðið - 20.05.1979, Page 29

Morgunblaðið - 20.05.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1979 29 Pottasleikir Hæ, krakkar! Mikið er ég spenntur að heyra, hvort nokkurt ykkar hefur reynt að borða „grænmetisuppskriftina" mína! Ég er ekki af baki dottinn, ef þið haldið það! Og þið megið heldur ekki gefast upp. Pönnukökur — ammi nammmmmmm! Ég vildi óska þess, að mér væri boðið í pönnukökuveislu hjá ykkur! Bjóðið vinum ykkar — og hafið ekkert á boðstólnum nema pönnukökur. Það er alveg óþarfi að vera með sautján sortir af kökum og brauði. — Eruð þið ekki sammála! Gangi ykkur vel — Gefist ekki upp! Ykkar sami einlægi Pottasleikir og allir hinir. 2 dl. hveiti 3 dl. mjólk V* tsk. lyftiduft W tsk. vanilludropar Va tsk. salt 1 '/2 msk. matarolía 1 egg Svona bakar þú pönnukökurnar 1. Hitaðu pönnuköku- pönnuna, hún má ekki verða of heit. 2. Helltu það miklu deigi á pönnuna, að hún þek- ist alveg. 3. Þegar pönnukakan hef- ur stífnað og hún er orðin hæfilega brún að neðan, verður þú að snúa henni við. Mundu eftir að losa hana frá kantinum áð- ur en þú snýrð henni. 4. Bakaðu pönnukökuna á hinni hliðinni og stafl- aðu þeim siðan á disk. Þú getur ýmist vafið pönnukökurnar upp eða brotið þær saman. Þú set- ur strásykur, púðursykur eða aldinmauk innan í þær og rjóma til hátíðar- brigða. Mundu að kæla þær vel áður en þú setur rjóma innan í þær. Pönnukökur eiga að vera, hæfilega þunnar, fallega jafnt bakaðar. Svona býrðu til deigið » 1. Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti. 2. Þeyttu eggið í skál og hrærðu mjólkinni saman við. 3. Hrærðu helmingnum af vökvanum saman við hveitið, hrærðu vel í kekkjalausan jafning. 4. Hrærðu því sem eftir er af vökvanum saman við ásamt dropunum og matarolíunni. Hefurðu heyrt ’ann Getur þú sagt mér, Pétur minn, af hverju sjórinn er svona saltur? Já, það hlýtur að vera í sambandi við alla síldina í honum! Eitt af okkar fallegu sófasettum klætt meö skinni eöa taui Hverfisgötu 76 — S. 15102. tvöföld líming margföld ending Tvöfalda límingin hefur valdið þáttaskilum í framleiðslu einangrunarglers og marg- sannað þrautreynda hæfni sína. Helstu kostir tvofaldrar limmgar 1 Margfalt meiri þéttleiki gagnvart raka 2 Minm kuldaleiðni, þar sem ruður og loft rúmslisti liggja ekki saman 3 Meira þol gagnvart vindálagi Með fullkomnustu vélum sem völ er á getur Glerborg hf. því boðið viðskiptavinum sínum einangrunargler - tvöfalt - þrefalt - fjórfalt - þar sem gæði og ending eru marg- falt meiri og betri en nokkru sinni fyrr. Með vel skipulagðri þjónustu og ráðgjöf verða viðskiptin auðveldari og ánægjulegri - já þú ættir að glugga í okkar gler. LOFTRÚM GLER ÁLLISTI MILLIBIL PÉTTILISTI RAKAEYOINGAREFNI SAMSE TNINGARLIM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.