Morgunblaðið - 22.06.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979
FFSÍ segist ekki eiga
hlut ad yfirvinnubanni
Forseti FFSI lýsir allri ábyrgð á hendur sér
FARMANNA- og íiskimannasamband íslands eða fram-
kvæmdastjórn þess hefur ritað Vinnuveitendasambandi íslands
bréf, sem svar við bréfi VSÍ um yfirvinnubann yfirmanna á
farskipum. Þar heldur VSÍ því fram að um lagabrot og
samningsbrot sé að ræða. í bréfi Farmannasambandsins segir
að framkvæmdastjórn sambandsins láti staðhæfingum VSÍ
ósvarað, en bendir á að yfirvinnubannið og þær aðgerðir, sem
farmenn hafi gripið til séu „án tilhlutunar framkvæmda-
stjórnar sambandsins“.
Morgunblaðið Ieitaði í gær skýr-
inga á þessu hjá Ingólfi Ingólfs-
syni, forseta FFSÍ. Ingólfur sagði
að bréf Vinnuveitendasambands-
ins hafi verið formleg mótmæli
þeirra til FFSI vegna þessara
aðgerða. „Þessar aðgerðir eru ekki
að formi til, né heldur að efni
gerðar að tilhlutan samtakanna,
hvorki Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, né heldur einstakra
aðildarfélaga sambandsins,
stjórna þeirra eða stofnana. Þar
af leiðandi er svar okkar eins stutt
og mótmæli VSI, því að þar er
einungis um að ræða formlegt
svar en ekki efnislegt. I fyrsta lagi
mótmælir VSÍ þessu sem broti á
kjarasamningi og í öðru lagi sem
broti á lögum. Við hljótum að
svara þar sem skírskotað er til
stjórnar sambandsins þannig að
við leggjum ekki dóm á eða mat á
þá staðhæfingu að um lagabrot sé
að ræða eða samningsbrot. Sam-
bandið er ekki beinn aðili að
samningnum sem slíkt og ber því
ekki að eiga við það um þá hluti.“
Morgunblaðið spurði Ingólf
hver sá aðili það væri, sem þá
bæri ábyrgð á samþykkt fundar
farmanna. Hann svaraði: „Ég er
formlegur aðili þar að. Ég boðaði
til fundarins, sem formaður samn-
inganefndar og fundurinn er boð-
aður að ákvörðun samninganefnd-
arinnar og ég mælti fyrir hennar
hönd á fundinum. Fundurinn er
boðaður öllum þessara 5 félaga, en
þær ályktanir, sem þar eru gerðar
eru tillögur sem fram koma á
fundinum. Við engan er að sakast
nema þá menn sem sátu fundinn,
hvern og einn eða saman alla og
hafi einhver til saka unnið í
Lézt af völdum
reykeitrunar
LÁTINN er á gjörgæzludeild
Borgarspítalans Hilmar J.
Lúthersson, sem hiaut alvarlega
reykeitrun þegar eldur kom upp í
íbúðarherbergi hans að Biöndu-
bakka 3, Reykjavík, að morgni 2.
júní s.l. Hann komst aldrei til
meðvitundar. Hilmar heitinn var
58 ára gamall, fæddur 3. janúar
1921.
málinu með því að efna til fundar-
ins, þá er það ég. Ég lýsi mig því
ábyrgan fyrir því að fundurinn
skyldi haldinn, sem ályktunina
gerði."
„Ber þá að stefna þér fyrir
Félagsdóm og er hægt að stefna
einstaklingi fyrir þann dóm?“
spurði Morgunblaðið.
„Já það ber að stefna mér,“
sagði Ingólfur, „og það mega þeir
auðvitað reyna og hefur hver sinn
rétt til að halda fram sínum rétti
á þeim stað sem honum ber, en
Félagsdómur hefur ekki það
hlutverk að skera úr um þennan
ágreining. Þar brestur allt til. En
verði einhver ábyrgur fyrir fund-
inum, þá er það ég fyrir það að
hafa til hans boðað."
Ingólfur kvað aðgerðir far-
manna hafa sem betur fer gengið
árekstralaust, en „merkilegt er
það, af því að mjög hefur verið um
það rætt hvílíkur bagi og ógn
verkfall okkar væri, fyrir útflutn-
ingsmarkaði, því hef jafnvel ég
trúað, að nú eru meira að segja
frystiskipin send til útlanda tóm
til þess að sækja bíla. Fer t.d.
Hofsjökull á morgun tómur utan
til Evrópu til þess að sækja bíla.
Þá eru ekki útflutningsmarkaðir í
stórhættu, heldur einhver annar
markaður, sem hefur meiri þarfir.
Öll þau skip, sem farin eru frá
landinu, hafa farið tóm til þess að
færa varning heim, en ekkert
þeirra til að færa það frá landinu,
sem okkur var sagt að þyrfti svo
brýnan flutning."
Karl Kvaran við verk sem hann nefnir „Hjartavernd“
KarlKvaran áKjarvalsstöðum
KARL Kvaran opnar málverka-
sýningu að Kjarvalsstöðum
laugardaginn 23. júní klukkan
14. Á sýningunni eru 39 olíu-
málverk og 2 vatnslitamyndir.
Karl hefur sýnt víða erlendis á
samsýningum, en einkasýningar
hans hérlendis eru nú orðnar tíu
talsins. Síðasta einkasýning
hans var fyrir 5 árum í Norræna
húsinu, og eru myndirnar á
þessari sýningu málaðar á síð-
ustu 5 árum.
Karl stundaði nám við Lista-
akademíuna í Kaupmannahöfn
árin ‘45—‘48, og var hér á árun-
um áður meðlimur í hópi þeim
sem stóð fyrir svonefndum Sep-
tembersýningum, og var þess
vegna nefndur Septemberhópur-
inn. Eða eins og Karl sagði
sjálfur: „Þá var maður skamm-
aður, og það er alltaf verið að
skamma mann — annars væri
ekkert gaman að þessu.“
Sýningin er í vestursal Kjar-
valsstaða og er opin frá kl. 2 til
10 alla daga. Sýningunni lýkur
sunnudaginn 1. júlí.
Ríkisstjórnin rædir tekjuöflunarmöguieika:
Hátekjuskattur ekki inni í
myndinni fyrr en um áramót
OLIUMÁLIN voru rædd á
ríkisstjórnaríundi í gær á
mjög breiðum grundvelli,
að sögn Magnúsar H.
Magnússonar, félagsmála-
ráðherra. Hins vegar voru
engar ákvarðanir teknar á
fundinum og sagði Magn-
ús að áfram yrði haldið
umræðu um þessi mál á
ríkisstjórnarfundi á
mánudag. Menn munu
vera að reyna að gera sér
grein fyrir því hve stór
vandinn er og hvað væri
helzt til úrbóta.
Magnús kvað bæði rætt
um að afla fjár til niður-
greiðslu á olíuverði með
tveimur nýjum söluskatt-
stigum, gjaldi af innflutn-
ingi og fleiri fjáröflun-
armöguleikum, en engin
ákvörðun liggur fyrir um
hvaða leið skuli valin. Þá
hefur og verið rætt um
hugsanlega breytingu á
innkaupum.
Þá kvað ráðherra talsvert
hafa verið rætt um hátekju-
skatt, en hann kvaÖ alla vera
Olíukaupin frá Sovét:
Venjulegar vid-
rædur í gangi
VIÐRÆÐUR haía verið í gangi
milli viðskiptaráðuneytisins og
viðskiptafulltrúa Sovétríkjanna
sem hefur aðsetur hér á landi, um
olíukaup íslendinga frá Sovét-
ríkjunum, að því er Þórhallur
Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í við-
skiptaráðuneytinu sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Sagði Þórhallur að viðræður af
þessu tagi um verslunarmál, ættu
sér mjög oft stað, og þar af
leiðandi um olíumál líka. Sagði
Þórhallur að þetta vandamál hefði
marg oft verið rætt, og væri
ekkert sérstakt um það að segja
núna. Sagði Þórhallur aðeins að
þetta væri mál sem alltaf væri til
umræðu, ekki hvaö síst þegar
einhverjir erfiðleikar kæmu upp.
En þær viðræður sem að undan-
förnu hafa farið fram eru aðeins
venjulegar viðræður, og eðlileg
samskipti viðskiptaráðuneytisins
og viðskiptafulltrúans. Vildi Þór-
hallur ekkert annað um málið
segja, ekki um hvað hefði verið
rætt, né hvort viðskiptaráðherra,
Svavar Gestsson, hefði tekið þátt í
viðræðunum.
orðna sammála um að til
hans yrði ekki gripið fyrr en
um áramót og hann gæti
ekki gengið í gildi fyrr. Því
kvað hann hátekjuskatt og
hátekjuútsvar vera út úr
myndinni í sumar. Yrði tekin
ákvörðun um að leggja á
hátekjuskatta, myndu þeir
því ekki taka gildi fyrr en frá
áramótum.
Miklubrautarm álið:
Dæmduríl6
ára fangelsi
.'■£
ær í
„Viðskiptaráðherra fari
tafarlaust til Rússlands”
— segir Sighvatur B jörgvinsson
„MÉR ER nú ekki kunnugt um málið, en mér finnst það
vera orðið eitt af þýðingarmestu viðfangsefnum ríkis-
stjórnarinnar, að menn þar taki upp þá reglu að hugsa
áður en þeir tala,“ sagði Sighvatur Björgvinsson
formaður þingflokks Alþýðuflokksins í samtali við
Morgunblaðið í gær, er hann var spurður um þær
viðræður er verið hafa í gangi milli viðskiptaráðuneytis-
ins og sovéska sendiráðsins um olíukaup.
„Þessi munnræpa manna þar er glamurgangur
ekki farin að ná nokkurri átt
lengur," sagði Sighvatur enn-
fremur. „Menn eru nú nýkomnir
úr bráðabirgðalagasetningu með
stórkostlegar yfirlýsingar í
blöðum um hluti sem eru algjör-
lega óræddir og á frumathugunar-
stigi.
Menn eru að hlaupa með
stóryrtar yfirlýsingar í blöð um að
þetta þurfi að afgreiðast á næstu
dögum, þannig að þessi óstöðvandi
monnum er
orðinn alveg óþolandi."
Með þessu kvaðst Sighvatur
meðal annars eiga við þær yfir-
lýsingar sem gat að líta í síðdegis-
blöðunum í gær, um „þessar stór-
felldu skattaálögur sem menn eru
að tala um að tillögur séu um að
setja og binda með bráðabirgða-
lögum fyrir mánaðamótin," eins
og Sighvatur komst að orði.
„Um þetta vil ég segja það,“
sagði Sighvatur ennfremur, „að
áður en menn fara að ræða um að
leggja stórkostlegar byrðar á
þjóðina með einhvers konar skatt-
lagningu, eða með öðrum hætti, þá
eiga menn að ganga úr skugga um
það fyrst, í mikilli aivöru, hvort
ekki sé hægt að komast hjá því.
Við núverandi aðstæður held ég að
ekki sé um annað að ræða en
viöskiptaráðherra’ sé beðinn að
fara umsvifalaust til Rússlands og
óska eftir því, að fá svör við því
frá Rússum, hvort þeir séu ekki
reiðubúnir tii að endurskoða oliu-
samninginn við okkur þannig að
getum notið sambærilegra við-
skiptakjara í þessum efnum og
önnur ríki á vesturhveli jarðar.
Hitt vil ég einnig segja, að ég er
mjög ánægður með það frum-
kvæöi sem utanríkisráðherra
hefur tekið í málinu.
Nú það má einnig bæta því við,
að menn hafa verið að ræða um
það, að ferðir af því tagi sem ég
nefni aö viðskiptaráðherra takist
á hendur, verði árangurslausar,
vegna þess að Rússar séu ekki
reiðubúnir til að endurskoða
samninginn. Ég hef hins vegar
ekki nokkra ástæðu til að halda
annað en það fáist í gegn, verði
það reynt, því eiga menn ekki að
vera með fullyrðingar um þessi
mál, heldur eiga staðreyndirnar
að tala. Ég fæ ekki séð annað en
ríkisstjórnin og viðskiptaráðherra
verði að leggja sig í framkróka um
öll önnur ráð en að leggja auknar
byrðar á þjóðina. Eitt af þeim
ráðum er að fá úr því skorið hvort
Rússar séu ekki reiðubúnir til að
láta okkur njóta eðlilegra við-
skiptakjara í sambandi við olíu-
kaupin. Til þess á viðskiptaráð-
herra að fara tafarlaust til
Moskvu,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson að lokum í samtali
við blaðamenn Morgunblaðsins
síðdegis í gær.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi
máli ákæruvaldsins gegn Asgeiri
Ingólfssyni, sem varð Lovísu Krist-
jánsdóttur að bana í húsinu Mikla*
braut 26 í Reykjavík hinn 26. ágúst
1976. Voru ákvæði héraðsdóms um
refsingu ákærða staðfest, en hann
hafði verið dæmdur í 16 ára fang-
elsi í sakadómi Reykjavíkur. Ás-
geiri var ennfremur gefið að sök að
hafa brotist inn í skrifstofu Vél-
smiðjunnar Héðins hf. í nóvember
1975 og haft þaðan á brott með sér
umtalsverð verðmæti.
Samkvæmt áfrýjunarstefnu 20.
apríl 1977 var dómi í málinu áfrýjað
til Hæstaréttar af hálfu ákæru-
valdsins til þyngingar á dómnum,
þ.e. ævilangs fangelsis en síðar fyrir
Hæstarétti krafðist ríkissaksóknari
þess að dómur sakadóms yrði stað-
festur.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Björn Sveinbjörnsson,
Benedikt Sigurjónsson, Logi Ein-
arsson, Magnús Þ. Torfason og Þór
Vilhjálmsson.
Dómsorð Hæstaréttar voru þessi:
„Ákvæði héraðsdóms um refsingu
ákærða, Ásgeirs Ingólfssonar, á að
vera óraskað.
Gæsluvarðhaldsvist hans frá 28.
ágúst 1976 skal koma refsingu hans
til frádráttar.
Ákvæði héraðsdóms um greiðslu
skaðabóta og sakarkostnaðar eiga að
vera óröskuð.
Ákærði greiði allan áfrýjunar-
kostnað sakarinnar, þar með talin
saksóknaralaun til ríkissjóðs,
300.000 krónur og máisvarnarlaun
skipaðs verjanda síns, Sveins
Snorrasonar hæstaréttarlögmanns,
500.000 krónur.
Dómi þessum ber að fullnægja
með aðför að lögum."