Morgunblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979 MORöJK/-^ KAFP/NJ \ f Býð tólfþúsundogþrjúhundruð- krónur! Ég sagði við sjálfa mig er ég sá þáttinn í sjónvarpinu um sjálfskaparvíti — þarna hefðir þú getað lagt til málanna. Já, þeir ætla að leyfa þér að fara heim af spítalanum í dag — og þá kemurðu sko beint heim, skilurðu? Gistivinur Rússa BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Skiptingarspilunum má oft líkja við skrímsli, sem enginn veit hvað gera á við ná hvað stendur. Spilið hér að neðan er furðulegt og árangurinn eftir því. Vestur gaf, norður suður á hættu. Norður S. KG108743 H. Á964 T. 953 L. - Vestur Austur S. ÁD9652 S. - H. K753 H. 2 T. 1084 T. ÁKDG L. - L. ÁDG109763 Suður S. - H. DG108 T. 765 L. K8542 Norður var að hugsa um hvort betra væri að opna á þrem eða fjórum spöðum þegar vestur opn- aði á einum spaða. Þá var það mál leyst og hann skipti sér því ekki af sögnum. Austur stökk í þrjú lauf, sagði fjóra tígla yfir þrem spöðum vesturs og stökk síðan í sex lauf þegar vestur sagði fjögur hjörtu. Hann vissi auðvitað ekkert hvað gera átti og bjóst jafnvel við, að alslemman stæði. Suður spilaði út hjartadrottn- ingu og austur sá, að hann gat verið heppnari með spil blinds. Og norður sá strax eftir að hafa ekki doblað. Hann drap kónginn með ás og spilaði lágum spaða. Þar með varð laufáttan síðar þriðji slagur varnarinnar. Tveir niður þrátt fyrir, að austur héldi sig hafa átt ellefu örugga.tökuslagi. Spilið kom fyrir í keppni tveggja sveita og spilararnir í norður-suður voru nokkuð vissir um tap á spilinu þegar þeir bók- uðu 100 sín megin á skorblaðið. En það reyndust ástæðulausar áhyggjur. Á hinu borðinu sagði vestur pass og norður opnaði á einum spaða. Austur strögglaði á tveim laufum, sem hann vissi vel að var mikil undirmelding en hann vonaðist til að fá hærri lokasögn doblaða síðar. Sú von brást þegar þrjú pöss fylgdu og hann fékk ellefu slagi. Auðvitað bjóst austur einnig við tapi en allir urðu sveitarfélagarnir hress- ari þegar í Ijós kom, að imparnir sex voru þeim til tekna. COSPER 8051 COSPER Afsakið, en hvar eru búningsklefarnir hér á baðströndinni? Kæri Velvakandi. Meðan Svavar Gestsson var ritstjóri Þjóðviljans, ímyndaði ég mér alltaf að hann væri gistivinur þeirra austur í Rússíá. Ég gerði mér að vísu ekki grein fyrir því, hvort honum yrði boðin 200 fer- metra svíta eins og forseta borg- arstjórnar á dögunum, eil þóttist þess fullviss, að honum yrði í það minnsta ekki í kot vísað. Eins og Morgunblaðið hefur rækilega bent á, fer að hætta að borga sig að gera út á Islandi, af því að öll okkar olía er miðuð við braskmarkað í Rotterdam. Blaðið hefur líka vakið athygli á, að fiskverðið til Sovétríkjanna stend- ur í stað, þótt það fari hækkandi á heimsmarkaði. Nú gæti maður haldið, að Svav- ari Gestssyni þætti loksins kom- inn tími til að sýna að hann hefði átt erindi í sæti viðskiptaráðherra og héldi austur á bóginn og léti reyna á gistivináttuna. En hann situr sem fastast og hreyfir sig hvergi, — þykir í hæsta máta eðlilegt, að íslendingar hvorki æmti né skræmti, þótt þeim sé tekið blóð í þeim mæli með hverri olíusendingu, að vísast er að þeim blæði út efnahagslega á næstu misserum. Móri. • Grátt gaman Þá er 17. júní kominn og farinn og útvarpið þurfti auðvitað að hrista upp í okkur þjóðarstolt- ið, því að kvöldið áður var fluttur þar þáttur í samantekt Böðvars nokkurs Guðmundssonar. Þetta átti að vera grín, en mér fannst gamanið nokkuð grátt. Lesin var lýsing ferðamanna á þeim Reyk- víkingum sem stóðu á hafnar- bakkanum og minnti sú lýsing mig á það sem Krjússoff sagði um verkamennina í Moskvu 1931: „Þeir voru klæðalitlir, svangir og kvaldir af veggjalús." Það var auðvitað sósíalisti sem tók saman þennan þátt og fannst þetta vel viðeigandi. Þeir eru eins og Þórbergur sagði að losa sig við persónuleika sinn og gerast göngumenn Karls-Marx, Lenin- og Stalínismans. Þetta finnur þjóðin daglega og núna á síðustu árum er I Xausnargjald Helztu sögupersónur: Logan Field — athafnasamur og umsvifamikill forstjóri Imperial-olfufélagsins. Eileen Field — kona hans — sem verður ein helzta persóna sögunnar. James Kelly — framkvæmda- stjóri í fyrirt^eki Fields. Aðdá- andi eiginkonunnar. Janet Armstrong — ástkona Logans Fields. Ardalan hershöfðingi — yfir- maður SAVAK. Khorvan — efnahagsmálaráð- herra írans, sem á að semja við Logan um mikilsháttar fram- kvæmd í olíumálum. Peters — Bandaríkjamaður, forsvarsmaður skæruiiðahóps sem undirbýr mannrán. 1. kafli Þegar James Kelly sagði frá því að hann ynni í Teheran var áhugi viðstaddra jafn skjótt vakinn. Þeim fannst tilhugsun- in um Persíu spennandi, eink- um gætti þessa meðal kvenna. Oann hugsaði þá kaldhæðnis- lega með sér, að hefði hann sagt að hann væri framkvæmda- stjóri Imperial-olíufélagsins væri óvíst að þessu heíði verið tekið af jafn mikill áfergju. Og sú sama kaidhæðni — sem hann kallaði nú reyndar örlaga- glettni — hafði og valdið því að hann hafði kosið Persneska salinn í Hilton-hótelinu í Teher- an fyrir veizlustað til heiðurs efnahagsmálaráðherra keisar- ans og yfirmanni sfnum, stjórn- arformanni Imperial-félagsins, Logan Field. Hann átti ekki von á því að þetta val hans ylli formanninum neinum heila- brotum, allra sfzt myndi hann sjá í þessu neitt grátbroslegt, hvað þá annað. Honum var ekki í nöp við Logan Field. En hann vissi að margir höfðu horn í síðu hans. Og margir höfðu reyndar á honum hreint hatur. Hann leit á Logan Field sem furðulegt fyrirbrigði í mannsmynd — líkt og hvirfilbylur fór hann um hvarvetna. Hann var þó ekki aðeins ófyrirleitinn milljóna- mæringur, skrfpamynd af hin- um valdsjúka og gráðuga kaup- sýslumanni sem hinum æstu vinstrisinnum var sérstaklega uppsigað við. Hann var um margt viðfelldin maður, óhemju vel gefinn og hafði í sér næstum óeðlilega mikinn kraft. Og svo höfðu skipast mál að hann var nú í forystu fyrirtækis sem hafði vaxið og eflzt meira en flest önnur fyrirtæki vítt um veröld. Kelly hafði farið að taka á móti honum á Mehrabad-flug- velli við Teheran um morgun- inn, hann hafði beðið f steikj- andi heitu frönsku sólskini, rétt eins og sendiherra sem kominn er að fagna kóngi sfnum, og með honum voru nokkrir að- stoðarframkvæmdastjórar ásamt skrifstofustjóra úr ír- anska efnahagsráðuneytinu til að bera Logan Field kveðjur frá yfirmanni sfnum, ráðherran- um. Kelly hafði ekki átt von á því að sjá ciginkonu Fields koma á hæla honum út úr flugvélinni. Enginn hafði látið hann vita um það fyrirfram. í skeytinu hafði ekki verið minnzt á að hún yrði í för með honum. Hann hafði skekið hönd Logans Fields og síðan hafði röðin komið að Eileen Field. Hún brosti og hann fékk þennan óstöðvandi fiðring um sig allan og hjartslátturinn jókst snögg- lega. Þessi undursamlcgu írsku, bláu augu og milt brosið. Hvað í ósköpunum hafði valdið því á sfnum tíma að hún hafði orðið ástfangin af Logan Ficld... Hann hafði farið til Hilton- hótelsins snemma um morgun- inn til þess að líta eftir að allt væri nú í lagi. Hann hafði búið í Teheran í þrjú ár og var málum það kunnugur að hann vissi af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.