Morgunblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979 3 Olíufélögin vfljahækkun í júlíbyrjun Benzínið í 310 krónur og gasolían í 160 krónur OLÍUFÉLÖGIN hafa ritað verðlagsyfirvöldum bréf og óskað eftir því að fá að hækka verð á olíuvörum í byrjun júlí vegna þess að þá komi í sölu nýir og dýrari farmar af Rússlandsolíu. Telja olíufélögin nauðsynlegt að hækka hvern lítra af benzíni úr 256 í tæplega 310 krónur, hvern lítra af gasolíu úr 103 í tæpar 160 krónur og hvert tonn af gasolíu úr 52.900 krónum í tæplega 70 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér er áætlað að nýjar og dýrari birgðir af gasolíu komi í sölu í byrjun júlí og nýjar birgðir af benzíni og svartolíu nokkrum dögum síðar. Sem kunn- ugt er höfðu olíufélögin óskað eftir því að fá að hækka olíuvörur í áföngum, fyrst 15. júní og síðan aftur í júlí en viðskiptaráðherra hafnaði þeirri beiðni. I beiðni olíufélaganna um hærra benzínverð er ekki reiknað með hækkun á vegagjaldi til samræmis við hækkun byggingarvísitölu eins og ríkissjóður hefur heimild til. Ef ríkissjóður ákveður hækkun vega- gjalds við þessa verðákvörðun mun það væntanlega hækka benz- ínlítrann um 12—13 krónur um- fram það sem olíufélögin telja nauðsynlegt. Flóttafólk frá Víetnam; Málið í salt hjáríkis- stjórninni RÍKISSTJÓRNIN írestaði því á fundi sínum í gærmorgun að taka afstöðu til þess hvort tekið verður við fimmtíu flóttamönnum frá Víetnam, eins og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur farið fram á. Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að ráðherrar vildu kanna málið nánar áður en lokaákvörðun verður tekin, og væri alls óákveðið hvenær það yrði gert. Höskuldur Jónsson ráðuneytis- stjóri sagði í gær að þessi mál væru nú til athugunar. I fjárlög- um væri gert ráð fyrir því að vegagjald hækkaði tvisvar á þessu ári og hefði það þegar verið hækkað einu sinni. Framkvæmdir Vegagerðarinnar væru miðaðar við það að vegagjaldið yrði hækk- að og myndi Vegagerðin lenda í fjárhagsvandræðum ef það yrði ekki gert. Við fiskverðsákvörðunina á dög- unum lýsti rikisstjórnin því yfir að gasolía og svartolía til fiski- skipa yrði ekki hækkuð á þessu fiskverðstímabili, en fiskverðið gildir til 1. október. Hyggst ríkis- stjórnin greiða niður olíuna til fiskiskipaflotans, þ.e. þær hækk- anir sem verða umfram það verð sem nú er. Er áætlað að mánuðina júlí—september kosti niður- greiðslurnar ríkissjóð 1900 mill- jónir króna og eins og fram hefur komið í Mbl. er nú verið að leita að leiðum til að afla þessa fjár. Er helst rætt um hækkun á söluskatti eða sérstakt gjald á innflutning. Kristján Guðmundsson, skipstjóri: Ummæli Ingólfs ósönn VEGNA yfirlýsingar Ingólfs Ingólfssonar formanns F.F.S.Í. varðandi fund er forstjóri Eim- skips Hr. Óttar Möller hélt með skipstjórum félagsins hinn 20. júní vil ég taka fram eftirfarandi. Ummæli Ingólfs eru að öllu leyti ósönn. Á fundi þessum óskaði forstjóri eftir því að skipstjórar kynntu sér hvernig þeir stæðu lagalega í þeirri deilu er upp væri komin. Var það sérstaklega tekið fram að engin hótun væri í þessu, heldur sérstök ábending vegna ákvæða sjómannalaga um stöðu skip- stjóra. Var sérstaklega tekið fram af forstjóra, að hann virti þá fundar- samþykkt sem við værum aðilar að að samþykkja, þótt ekki væri hann sammála um lagagildi hennar. Allar fullyrðingar Ingólfs Ingólfssonar um hótanir eða kúgunaraðgerðir eru ósannar og óskiljanlegur tilgangur þeirra. Ef andrúmsloft í undangenginni kjaradeilu hefur verið samkvæmt þessari yfirlýsingu er skiljanlegt hvers vegna endalok urðu jafn glæsileg og reynslan hefur sýnt. Að lokum vil ég taka fram, að vegna ákvæða í 13. grein C-liðs vélstjórasamnings og 19. greinar samnings stýrimanna hef ég álitið yfirvinnubann það sem samþykkt var samskonar lagabrot og þótt við hefðum með öllu neitað að hlýða settum bráðabirgðalögum. Reykjavík 21. júní 1979. Kristján Guðmundsson skipstjóri m/s. ÚÐAFOSS Leidangrar felldir niður vegna viðgerða á skipum Unnið að viðgerð um borð í Bjarna Sæmundssyni í gær, en mikil tæring var komin neðst í brúna á samskeytum milli áls og járns. (Ljó.sm. Krístján). Erf iðleikar Haf rannsóknastofnunar: í MEIRA en mánuð hefur verið unnið að viðgerð á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, en mikil tæring var komin neðst í brú skipsins. Höfðu gárungar á orði að í gegn- um rifur mætti sjá allt Atlantshafið og að ástand- ið hefði verið orðið svo slæmt að brúin gæti farið af í heilu lagi ef eitthvað yrði að veðri. Brú skipsins er úr áli, en undir- staðan úr járni og fljótlega eftir að Bjarni Sæmundsson kom til landsins fór að koma í ljós tæring á samskeytunum. Því var vitað fyrir mörgum mánuðum að þessi viðgerð þyrfti að fara fram, en hins vegar var reynt að draga hana þar til skuttogarinn Hafþór, áður Baldur, yrði kominn í gagnið. í áætlunum um skip Hafrann- sóknastofnunar, sem gerð var í desember sl. var reiknað með að Bjarni Sæmundsson færi í þessa viðgerð í maímánuði, en Hafþór yrði þá fyrir löngu kominn til starfa. Svo er þó ekki enn og erfiðleikar stofnunarinnar í skipa- málum því veruiegir. Hefur orðið aö fella niður áður skipulagða leiðangra og einnig að nýta rann- sóknaskipin Án.u F: ór’ksson og Dröfn meira og öðru vísi on áður hefur veriðgert. Það bætir ekki úr skák að viðgerðinni á Bjarna hefur dregist á langinn, en er nú um það bil að ljúka. Jón Magnússon starfsmannastjóriEÍ: Furðuleg yfirlýsing forseta F.F.S.Í. „MÉR finnst þetta vera furðuleg yfirlýsing forseta Farmanna- og fiskimannasambands íslands,“ sagði Jón Magnússon starfs- mannastjóri Eimskipafélags ís- lands í samtali við Morgunblaðið í gær og vitnaði hann þar til ummæla Ingólfs Ingólfssonar í samtali við Morgunblaðið sem birtist í blaðinu f gær. Jón sagði að sá þáttur yfirlýsingar Ingólfs, sem sneri að Eimskipafélaginu, vægi að sér og Óttari Möller forstjóra félagsins. „Ingólfur heldur því fram,“ sagði Jón, „að ég og forstjórinn hafi haldið reiðilestur yfir skip- stjórum félagsins og haft í hótun- um við þá. Þ*£ta er algjör fjar- stæða, sem ekki er hægt að láta óátalda. Hefði mér fundizt eðli- legt, að einhver þeirra, er sátu fundinn hefðu tjáð sig um hann, því að Ingólfur Ingólfsson var þar alls ekki viðstaddur." „Á fundinum voru allir þeir skipstjórar, sem voru hér tiltækir í landi eða 16 skipstjórar af 24 skipstjórum félagsins, þar á meðal formaður skipstjórafélags íslands Ásgeir Sigurðsson. í upphafi fund- arins gat forstjórinn þess að hann hefði fyrst og fremst kallað þá saman vegna þess að líklegast yrði þetta síðasta tækifæri hans til þess að geta séð saman flestalla skipstjóra félagsins, þar sem hann væri að láta af störfum 1. ágúst. Hóf hann mál sitt á því að þakka skipstjórunum góð störf og sam- vinnu þau 17 ár, sem hann hefði verið forstjóri. Tók hann jafn- framt fram að sumir hefðu starf- að álíka lengi og hann og hefði hann þekkt þá elztu í um það bil 40 ár. Hann gat þess jafnframt að Hörður Sigurgestsson væri kom- inn til starfa, en gæti því miður ekki setið fundinn og þeir Hörður myndu vinna saman sem forstjór- ar félagsins fram að 1. ágúst.“ „Að sjálfsögðu," sagði Jón Magnússon, „var rætt um málefni félagsins og skipverja og samstarf og stöðu félagsins vítt og breitt og ekki er því að leyna að þar var minnst á kjaradeiluna og yfir- vinnubannið. í því efni var ekki verið með neinar hótanir í garð eins eða neins, heldur gat Óttarr þess að hann væri ekki lögfróður maður, og því gæti hann ekki skorið úr um lögmæti aðgerðanna. Það væri annarra að meta það. Nefndi hann það að menn athug- uðu hver fyrir sig sína stöðu og sinn gang í sambandi við þessi mál, þetta myndi að sjálfsögðu valda töfum og erfiðleikum, það væri ljóst.“ Jón Magnússon kvað menn hafa skipzt á skoðunum um þessi atriði og kvaðst Jón hafa ákveðnar hugmyndir um yfirvinnubannið. „Það vil svo einkennilega til að við höfum verið minntir á það í þessari kjaradeilu og samninga- umleitunum, að þessi hópur væri einn af fáum hópum, sem væri til reiðu í þjónustu fyrirtækisins, hvort sem væri að nóttu eða degi og í því eru engar hömlur í samningunum. Þar stendur t.d. í stýrimannasamningi: „þegar hafnarvaktir eru staðnar, telst vinnutími stýrimanna vera 8 klukkustundir frá klukkan 08 til 12 og frá klukkan 13 til 17, en skylt er stýrimanni að vinna á öðrum tíma, samkvæmt ósk út- gerðar, enda verði slík vinna greidd með yfirvinnu." Þá eru ákvæði um það hvað útkall í heimahöfn kostar. Því tel ég furðulegt að lýsa því yfir að yfirvinnubannið sé réttmætt. Því tel ég fyrir mitt leyti að þetta sé samningsbrot. Hitt er annað mál að það má segja þeim til hróss að þeir hafa þurft að koma til skips hvenær sólarhrings sem er annað hvort til að færa skip eða fara, en þetta er eðli sjómannsstarfsins. Vona ég, að sá, sem hefur talað við lngólf hafi misskilið hann, því að í niðurlagi viðtalsins við hann er heldur vegið illilega að okkur þegar talað er um ögranir og hótanir og sagt, að það sé gömul reynsla af því hjá Eimskipafélag inu. Ef þetta er ekki misskilning- ur, þá hef ég í mínu starfi vaðið í villu undanfarin ár, því að ég kannast ekki við að slíkum vinnu- brögðum hafi verið beitt hjá fyrirtækinu," sagði Jón Magnús- jon að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.