Morgunblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979
23
Nú er ég horfi til baka um
farna ævileið, þykir mér sem nú
hafi rætzt hið fornkveðna, að
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
í dag kl. 13.30 verður gerð frá
Fossvogskirkju útför Ásthildar
Sæmundsdóttur er andaðist á
Landakotsspítala aðfararnótt
síðastliðins föstudags 15. júní.
Ásthildur er fædd að Gufuskál-
um á Spæfellsnesi þann 10. maí
1892. Foreldrar hennar voru
Sæmundur Guðmundsson útvegs-
maður og bóndi þar, en hann
drukknaði í sjóróðri þann 6. júní
1914, og kona hans Elínborg Þor-
bjarnardóttir, er síðar varð þjóð-
kunn sæmdarkona.
Ásthildur ólst upp í stórum
systkinahópi á heimili foreldra
sinna til fullorðins ára, uns leið
hennar lá til Reykjavíkur, og
stundaði um skeið nám í sauma-
skap, er hún síðar gerði að lífs-
starfi sínu ásamt húsmóðurskyld-
um sínum þegar þar að kom.
Á þessum árum var eins og
kunnugt er þröngt um atvinnu og
var þá oft gripið til hinna ýmsu
úrræða, meöal annars var þá
mikið um að konur stunduðu
fiskvinnu ýmiss konar, meðal ann-
ars fiskþvott og fiskþurrkun, þetta
varð hlutskipti Ásthildar fyrstu
ár hennar í Reykjavík.
Á þessum árum kynntist Ást-
hildur Þórði Sveinssyni togarasjó-
manni frá Skáleyjum á Breiða-
firði, þau gengu síðar í hjónaband
22. febrúar 1922. Þórður drukkn-
aði í októbermánuði 1929. Þau
eignuðust þrjár dætur. Elínborgu,
gifta og búsetta hér í borg,
Margréti, er lést ung að aldri, og
Mjöll, sem er gift kona í Dan-
mörku.
Ásthildur bar stórbrotinn per-
sónuleika, hún var í hærra lagi á
vöxt og íturvaxin, fríð sínum og
háttprúð um allt siðferði, sem hún
átti uppeldismáta foreldra sinna
að þakka. Ásthildur var ljós á
brún og brá, hárið mikið og fagurt
og sló á það gullslit og entist henni
það fram á efri ár. Ásthildur var
tíguleg að vallarsýn og sópaði að
henni hvar sem hún fór, svipmikil
og bar með sér tign í fasi sem hún
reyndar átti kyn til úr báðum
ættum, hreinskilin og sanngjörn
svo að af bar. Ásthildur var
afskiptalaus um hagi annarra,
nema ef til atkvæða hennar kom
með nokkru móti, var hún þá
stefnuföst og lét ekki hlut sinn að
óreyndu. Voru það helst börn og
umkomulausir einstaklingar er
nutu aðstoðar hennar og athvarfs
er í nauðir rak. Ásthildur var
jafnan vinnusöm og kappkostaði
að vanda verk sín sem mest mátti
verða, og mátti hverjum ljóst vera
sem fylgdist með athöfnum henn-
ar, að þar fór kona, sem á áber-
andi hátt skar sig úr fjöldanum.
Nokkru eftir að Ásthildur
missti mann sinn réðst hún í það
að veita heimili Eyjúlfs Gíslason-
ar inneimtumanns forstöðu um
fimmtán ára skeið eða þar til
hann lézt. Ásthildur bar órofa
tryggð til bernsku- og æskustöðva
sinna og var fróð um sögu heima-
byggðarinnar. Ásthildur var ein
þeirra sem vildi með öllu móti láta
gott af sér leiða, þótt misjafnlega
væri þegið á stundum.
Mikill og sár söknuður ríkir nú
meðal ættingja hennar og vina, og
sárt er hennar saknað úr gamla
vinahópnum, sem mjög er þó
farinn að þynnast, því margir
hafa hellst úr lestinni fyrir tímans
tönn.
Ásthildur átti við mikla van-
heilsu að stríða nokkur hin síðari
ár ævi sinnar sem hún þó bar með
hugrekki og skapfestu sem var svo
ríkt í eðlisfari hennar.
Ásthildur hafði mikið dálæti á
barnabörnum sínum og bar mikla
og einlæga ást til þeirra, og nutu
þau elsku hennar og umhyggju í
drjúgum mæli. Nú er ég lít til
baka um farinn veg og minnist
samskipta okkar á liðnum ævi-
ferli, vil ég þakka henni vináttu
hennar og tryggð sem haldist
hefur óslitin frá æskuárum mín-
um.
Eg flyt fjölskyldu hennar og
ættmennum öllum dýpstu samúð-
arkveðju mína. Og þegar hún nú
er öll, óska ég henni fararheilla
yfir takmörk lífs og dauða. Megi
minning hennar lifa um aldur.
Kristján Þórsteinsson
Hagstætt verð.
Marinó Pétursson h.f.
Sundaborg 7. Sími 81044.
'"'Íí."'ÍS':'‘■vf|Íiví?|'
: ' ■ "
Spónarplötur
í öllum þykktum
tyrirliggjandi.
Sænsk
úrvalsvara.
jörðinni eftir hans dag og keyptu
þá jörðina. Brynjólfur hafði aldrei
mjög stórt bú, en arðsamt var það.
Umgengni öll utanhúss og innan
var til mikillar fyrirmyndar, enda
Brynjólfur snyrtimenni hið mesta
og ekki síður kona hans. Eftir veru
Brynjólfs á Eiðum og sérstaklega
eftir að hann hóf búskap vann
hann ötullega að ræktun, bygg-
ingu gripahúsa og öðrum umbót-
um á jörðinni. Hin síðari ár eftir
að börnin komust á legg stundaði
Brynjólfur nokkuð vegagerð á
sumrum. Var verkstjóri um árabil
og fórst það vel úr hendi eins og
allt sem hann lagði á gjörva hönd.
Hugur Brynjólfs stóð ekki til
þess að hafa mikil afskipti af
opinberum málum, þó komst hann
ekki hjá því með öllu. Hann átti
sæti í hreppsnefnd um árabil, í
skólanefnd og fleiri nefndum vann
hann fyrir sveit sína. Sæti hans
var vel skipað á þeim vettvangi
eins og hvarvetna annars staðar.
Þau Sólveig og Brynjólfur
eignuðust 4 Jbörn. Þau eru Sig-
björn kaupmaður á Hlöðum,
fæddur 10. nóvember 1928, kvænt-
ur Kristínu Jónsdóttur frá Gjögri
í Strandasýslu, þau eiga 6 börn;
Grétar bóndi á Skipalæk í Fellum,
fæddur 26. marz 1930, kvæntur
Þórunni Sigurðardóttur frá Sól-
bakka í Borgarfirði eystri, þau
eiga 3 börn; Þórunn hjúkrunar-
kona, fædd 22. júní 1938, gift
Magnúsi Guðmundssyni verk-
fræðingi í Njarðvíkum, eiga eitt
barn og Sigrún, fædd 16. desember
1939, gift Sigurjóni Gíslasyni smið
frá Reyðarfirði, þau eiga 2 börn,
eiga heima á Lagarfelli í Fellum.
Brynjólfur eignaðist son áður en
hann kvæntist, heitir Vignir,
fæddur 22. apríl 1926, kvæntur
Ásdísi Þórðardóttur frá Hvammi
á Völlum. Þau búa á Brúarlandi í
Fellum. Vignir rekur viðgerða-
verkstæði bifreiða. Börn þeirra
eru 5.
Allra síðustu árin hnignaði
heilsu Brynjólfs og kraftarnir
þrutu. Hann vissi, að þá var stutt í
lokin og beið þeirra með æðru-
leysi. Hann hvílir í heimagrafreit
á Ekkjufelli. Við kveðjum Brynjólf
og þökkum ógleymanlega fylgd.
Sendum Sólveigu konu
Brynjólfs og fjölskyldum hennar
samúðarkveðjur og biðjum þeim
blessunar Guðs.
Helgi Gíslason.
HAFSKIP H.F.
Upplýsingar til
vióskiptamanna!
Fyrstu feröir skipa okkar eftír verkfall eru:
„SKAFTA“ lestar í Hamborg
„RANGÁ“ lestar í Hamborg
„RANGÁ" lestar í Antwerpen
„RANGÁ lestar í Antwerpen
„SKIP“ lestar í Ipswich
„RANGÁ“ lestar í Ipswich
„SKIP“ lestar í Kaupm.höfn
„LANGÁ“ lestar í Kaupm.höfn
„SKIP“ lestar í Kaupm.höfn
„SELÁ“ lestar í Gautaborg
„SKIP“ lestar í Gautaborg
„LANGÁ“ lestar í Fredrikstad
„SKIP“ lestar í Fredrikstad
„LAXÁ“ lestar í Gdynia
„LAXÁ“ lestar í Helsinki
26,—
27. júní /losun Rvík 02
09. júlí /losun Rvík 17.
-26. júní /losun Rvík 02
11. júlí /losun Rvík 17.
-29. júní /losun Rvík
12. júlí /losun Rvík 17.
25. júní /losun Rvík 02.
26. júní /losun Rvík 03
02. júlí /losun Rvík 09.
26. júní /losun Rvík 02
03. júlí /losun Rvík 09.
28. júní Tlosun Rvík 03
04. júlí /losun Rvík 09.
03. júlí /losun Rvík 16.
06.—09. júlí /losun Rvík 16.
25.-
28,-
25,—í
25.
27.
. júlí
júlí
. júlí
júlí
júlí
júlí
júlí
júlí
júlí
. júlí
júlí
. júlí
júlí
júlí
júlí
Komnir aftur
-jCm*,
■€
-
FLEX-O-LEl
é den boieliqc træskc
Þaö nýjasta í tréklossum er
FLEX-O-LET
tréklossinn meö beygjanlegum
sóla.
Fer sigurför um allan heim.
Litir hvítt og drapplitaö
Póstsendum
GEíS