Morgunblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979
ÞÝZKALAND — 28 ára einhleyp-
ur kvenmaður, félagsráðgjafi,
óskar eftir pennavinum á aldrin-
um 20—32 ára, sem búa utan
Reykjavíkur. Áhugamál: frí-
merki, vinir, akstur, tónlist,
sund o.fl.
Renate Ingeborg Steininger
Trivastr. 5/1
D 8000 Miinchen 19
F.R. Germany
TÉKKÓSLÓVAKÍA -
Mr. Kveta Danoczyova
277 44 Vojkovice 63
Okres Melnik
Ceskoslovensko
ENGLAND — 52ja ára kvenmað-
ur.
Mrs. J. Marris
9 Fairmolme Gons
Cranmam
Upminster
Essex RM-16 IMJ
England
BANDARÍKIN -
Mr. D. Melcher
1074 Raymond
St. Paul
M.N. 55108
U.S.A.
Mr. Stanley Smith
P.O. Box 488
Polk City
Fla. 33868
U.S.A.
Mrs. Carol Bennett
222, No West Temple No. 2
Salt Lake City
Utah 84013
U.S.A.
SRI LANKA — 25 ára gamall
karlmaður.
Mr. T.M. Nimal Seneviratne
Bank of Ceylon
York Street Branch
Colombo 1
Sri Lanka.
83033
er nýtt
símanúmer
á afgreiöslu
Morgunblaösins
Sjónvarp kl. 20.40:
Skonrok(k)
99
99
Skonrok(k)ið verður að venju á
dagskrá sjónvarpsins í kvöld, en
þátturinn sem sýndur verður mun
vera sá næstsíðasti sem poppunn-
endum sjónvarpsins gefst kostur á
að sjá, a.m.k. um sinn. Leitast
verður við í þessum þætti, sem
öðrum, að hafa sem fjölbreyttast
efni og flytjendur af ýmsu tagi.
Efnið ætti því að vera nokkuð
blandað og gætu efalaust flestir
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þátturinn hefst á því að hljóm-
sveitin góðkunna Earth, Wind &
Fire flytur hið góðkunna lag
„Fantasy". í kjölfar þeirra koma
tveir lítt þekktir en eldhressir
kappar og raula uppáhaldslögin
sín. Sá fyrri heitir Adrian Gurvitz
og syngur lagið Low Space, en sá
síðari heitir hvorki meira né minna
en Bram Tchaihovsky, við skulum
vona að hann beri nafn með rentu,
en hann flytur lagið Girl of my
dream. Síðan birtast á skjánum
góðkunnir kappar, Dire Straits,
flytja þeir lagið Sultans of Swing.
Næst birtast á skjánum sannkall-
aðir öldungar poppsins, Doobie
Brothers, og flytja þeir lagið Min-
ute by Minute en það er titillagið af
nýju plötunni þeirra.
Með öllum þessum ósköpum
koma svo tvær eldri filmur með
eldri lögum, sem allir ættu að
kannast við. Fyrra lagið er Mull og
Kintyre sem Wings flytja og er það
lag það mest selda á lítilli plötu í
Bretlandi. Hið seinna er með hinni
klassísku hljómsveit Queen, og
heitir Bohemian Rapsody. Þáttur-
inn endar svo með því að glys og
stunuhljómsveitin Boney M syngur
lagið Hurrey, hurrey it’s á holly
holly day, og ku þetta lag vera flutt
í tilefni rigningarinnar sem öllum
er að drekkja á þessum síðustu og
verstu tímum.
Útvarpkl. 14.00:
Hátíðardagskrá
vegna 800 ára
afmælis Snorra
Athöfn til minningar um 800 ára afmæli Snorra Sturlúsonar
verður útvarpað beint frá hátíðarsal Háskóla íslands og hefst
dagskráin klukkan tvö í dag. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar
háskólarektors og formanns Snorranefndar, er þessi athöfn hluti
þess sem gert verður til að minnast afmælisins. En að lokinni
athöfninni munu hátíðargestir ganga yfir í Bogasal Þjóðminja-
safnsins þar sem Þór Magnússon þjóðminjavörður mun opna
sýningu um Snorra, en að sýningunni standa Þjóðminjasafnið,
Landsbókasafnið og Stofnun Árna Magnússonar, Steinþór Sig-
urðsson hefur átt allan veg og vanda að uppsetningu hennar.
Hátíðardagskráin í Háskóla ýmsu öðru móti. Utvarpið flutti
Islands hefst með því að blásara-
kvartett mun leika „Ár vas
alda“. Þá mun Guðlaugur Þor-
valdsson setja samkomuna og
Halldór Laxness flytja ræðu.
Lesið verður úr ritum Snorra
Sturlusonar og loks mun blás-
arakvartettinn leika „ísland far-
sældar frón“.
Eins og fyrr sagði er hátíðar-
samkoma þessi haldin á vegum
Snorranefndar sem mennta-
málaráðherra skipaði í fyrra til
þess að sjá um og annast fyrir
sitt leyti hvernig afmælis Snorra
Sturlusonar verði minnst.
Athöfnin í hátíðarsal Háskólans
og sýningin í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins er það sem nefnd-
in stendur sjálf fyrir. En auk
þess er afmælisins minnst með
þannig fjóra fyrirlestra í janúar
um Snorra, sjónvarpið undirbýr
kvikmynd um hann í samráði við
danska og norska sjónvarpið svo
sem kunnugt er og Fornritafé-
lagið hefur gefið út sérstaka
hátíðarútgáfu Heimskringlu. Þá
munu borgfirðingar halda af-
mælið hátíðlegt seinna í sumar
og út verður gefið frímerki í
tilefni afmælisins.
í Snorranefnd eiga sæti auk
Guðlaugs Þorvaldssonar þeir
Gils Guðmundsson og Jónas
Kristjánsson sem að vísu hefur
ekki getað starfað með nefndinni
og hefur Ólafur Halldórsson
verið í nefndinni í hans stað og
auk þess er Kristján Eldjárn
heiðursformaður nefndarinnar
og hefur starfað með henni.
Sjónvarp kl. 21.40:
Lánið er fallvalt
í kvöld sýnir sjónvarpið
bandaríska bíómynd frá árinu
1935, og kallast hún „Lánið er
fallvalt“ (Bordertown). Aðal-
hlutverk eru í höndum Paul
Muni. Bette Davis og Margaret
Lindsey.
Söguþráður myndarinnar er í
stuttu máli sá að ungur maður
af mexikönskum ættum og úr
lélegu borgarhverfi, hefur laga-
nám og hugsar hátt. Hann lýkur
námi en klúðrar hinsvegar sínu
fyrsta máli fyrir rétti. Vegna
þess arna missir hann málflutn-
ingsréttindi sín. Hann verður af
þessum sökum bitur út í kerfið
og kemst að því, að ekkert nema
peningar dugi til að komast
áfram í lífinu. Hafandi þetta
markmið að leiðarljósi fær hann
sér vinnu í spilavíti, og verður
brátt meðeigandi í fyrirtækinu.
Síðan kemur þar að, að meðeig-
andi hans í fyrirtækinu deyr
með nokkuð vofeiflegum hætti.
Tekur þá hinn ungi og metnað-
argjarni maður við stjórn fyrir-
tækisins og stjórnar því ásamt
ekkju hins látna meðeiganda, en
Bette Davis leikur þá frómu frú,
sem hugsar sér gott til glóðar-
innár. En fleiri konur eru í lífi
hins unga fyrrverandi málflutn-
ingsmanns. Hann hittir einnig
unga konu af fínu fólki sem
gantast lítillega með hann. Þar
sem ekkju hins látna meðeig-
anda finnst nú all nokkuð á sinn
hlut gengið með þessu daðri,
grípur hana mikil afbrýðisemi
og hún tekur til sinna ráða.
Stendur nú í miklum deilum
nokkra hríð, en allt fer þó vel að
lokum, eins og í svo mörgum
öðrum myndum sem komnar eru
á þennan aldur.
Myndin tekur um einn og
hálfan tíma í sýningu en þýðandi
er Heba Júlíusdóttir.
Útvarp Reykjavlk
FÖSTUDKGUR
22. júní.
MORGUNNINN__________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 bæn. 7.25
Tónleikar.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón-
leikar.
9.00 Fréttir.,
9.05 Morgunstund barnanna:
Heiðdís Norðfjörð heldu
áfram að lesa söguna „Hall
og Kalli, Palli og Magga
Lena“ eftir Magneu frá
Kleifum (3).
9.20 Leikfimi.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregn-
ir 10.25 Tónleikar.
11.00 Morguntónleikar:
André Saint-Clivier leikur
Mandólínkonsert í G-dúr eft-
ir Johann Nepomuk Hummel
með kammersveit Jean-Fran-
cois Paillard / Han de Vries
leikur lítinn óbókonsert op.
110 eftir Johannes Kalli-
woda með Fílharmoníusveit-
inni í Amsterdam; Anton
Kersjes stj. / Ungverska
fílharmoníusveitin leikur
Sinfóníu nr. 49 í f-moll „La
Passione“ eftir Joseph
Haydn; Antal Dorati stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og
dagskrá
20.40 Skonrok(k)
Þorgeir Ástvaldsson kynn-
ir ný dægurlög.
21.15 Græddur var geymdur
eyrir
Fjórði þáttur er um verð-
könnun.
Meðal annarra verður rætt
við Jónas Bjarnason, full-
trúa neytendasamtakanna,
og Magnús Finnsson af
hálfu kaupmannasamtak-
anna.
V____________________________
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregn-
ir. Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
14.00 Útvarp frá hátíðarsal
Háskóla íslands:
Athöfn til minningar um 800
ára afmæli Snorra Sturlu-
sonar
21.40 Lánið er fallvalt s/h
(Bordertown)
Bandarísk bíómynd frá ár-
inu 1935.
Aðalhlutverk Paul Muni,
Bette Davis og Margaret
Lindsay.
Johnny Ramirez er lög-
fræðingur að mennt, kom-
inn af fátæku fólki. Hann
missir lögmannsréttindi
sín og byrjar að vinna í
næturklúbbi.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
23.05 Dagskrárlok
____________ J
a. „Ár vas alda“, íslenzkt
þjóðlag. Blásarakvartett
leikur.
b. Guðlaugur þorvaldsson
háskólarektor setur sam-
komuna.
c. Halldór Laxness rithöf-
undur flytur ræðu.
d. Lesið úr ritum Snorra
Sturlusonar.
e. „ísland, farsælda frón“,
15.15 Völuspá“, Tónverk fyrir
einsöngvara, kór og hljóm-
sveit eftir Jón Þórarinsson.
Guðmundur Jónsson og
Söngsveitin Fílharmonía
syngja með sínfóníuhljóm-
sveit íslands. Karsten
Andersen stjórnar.
15.40 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.30 Popphorn:
Dóra Jónsdóttir kynnir.
17.20 Litli barnatíminn
Sigríður Eyþórsdóttir sér um
tímann. Hún talar við Ketil
Larsen, sem syngur gamanvfs-
ur og segir sögur.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
SKJÁNUM
FÖSTUDAGUR
22. júní
Umsjónarmaður Sigrún
Stefánsdóttir.
KVÖLDIÐ_____________________
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.40 Kammertónlist
Koeckert-kvartettinn leikur
Strengjakvartett í g-moll op.
20 nr. 3 eftir Joseph Haydn.
20.00 Púkk
Sigrún Valbergsdóttir og
Karl Ágúst Úlfsson sjá um
þátt fyrir unglinga.
20.40 Úr öskunni í eldinn
Þáttur í umsjá Ernu Indriða-
dóttur og Valdfsar óskars-
dóttur.
21.10 Pfanósónötur Beethovens
Deszö Ranki leikur pfanó-
sónötur op 27. nr. 1 og 2 eftir
Ludwig van Beethoven
(Hljóðritun frá ungverska
útvarpinu).
21.40 Spurt um frelsi
Baldur Óskarsson flytur
annan pistil sinn að lokinni
ferð til Kína.
21.55 Kfnversk lög.
22.05 Kvöldsagan: „Grand
Babylon hótelið“ eftir Arn-
old Bennett Þorsteinn
Hannesson byrjar lestur þýð-
ingar sinnar.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Eplamauk
Létt spjall Jónasar Jónasson-
ar með lögum á milli.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.