Morgunblaðið - 22.06.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979
5
Grundarfjöróur:
Stjórnvöld taki
ákvördun um
fiskimjöls-
verksmidju
Grundarfirði, 6.6.
HREPPSNEFND Eyrarsveitar
skorar á stjornvöld að dvelja
ekki lengur en orðið er við að
taka ákvörðun um að heimila
Jöklamjöli hf. að reisa fiski-
mjölsverksmiðju í Grundarfirði.
Það er öllum til vansa og
víðsfjarri hugmyndum manna um
nýtingu sjávarafla að allan úr-
gang úr feitum fiski verði að keyra
í sjóinn eða fara með hann eftir
ónýtu þjóðvegakerfinu svo hundr-
uðum km skiptir. Hreppsnefnd
Eyrarsveitar leggur á það áherzlu,
að samtímis því að flotanum er
gert skylt að veiða aðrar fiskteg-
undir en þorsk, jafnvel mánuðum
saman, verði að vera fyrir hendi
aðstaða í landi til að nýta það
hráefni sem berst.
Skortur slíkrar verksmiðju á
Snæfellsnesi hefur hindrað eðli-
lega þróun fiskveiða á svæðinu. I
Grundarfirði er fyrir gömul
beinamjölsverksmiðja, sem er
ófullnægjandi á allan hátt og
kann svo að fara að rekstri hennar
verði hætt fyrr en varir. Flestum
er ljóst að nú er ekki mikið
olnbogarými fyrir fjárfestingu, en
hitt vita allir að það er ekki
sæmandi siðmenntuðum mönnum
að kasta á glæ stórkostlegum
verðmætum eins og nú er látið
viðgangast.
Emil
Davíð Oddsson.
Sjúkrasamlag
Reykjavíkur:
Davíð Oddsson
ráðinn fram-
kvæmdastjóri
DAVÍÐ Oddsson lögfræðingur
var nýlega ráðinn framkvæmda-
stjóri Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur. Auk Davíðs sótti Gunnar
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Starfsmannafélags ríkisstofnana
um starfið.
Davíð Oddsson er 31 árs gamall.
Að loknu lagaprófi 1976 var hann
ráðinn skrifstofustjóri Sjúkra-
samlagsins. Hann tekur nú við
framkvæmdastjórastarfinu af
Gunnari Möller, sem lætur af
störfum að eigin ósk. Davíð hefur
verið borgarfulltrúi í Reykjavík
síðan 1974. Hann er kvæntur
Ástríði Thorarensen og eiga þau
einn son.
Síðustu fossam-
ir verða farnir í
lok næstu viku
SAMKVÆMT upplýsingum Sigurlaugs Þorkelssonar,
blaðafulltrúa Eimskipafélags Islands, var Brúarfoss
fyrsta skip félagsins, sem lagði úr höfn að loknu
verkfalli. Fór hann til hafna á ströndinni að ferma
frystan fisk til Bandaríkjanna, en víða eru tilfinnanleg
þrengsli í frystigeymslum,
frystihúsa.
Bæjarfoss er að lesta frystan
fisk til Bretlands og Þýzkalands,
Ljósafoss frosið minkafóður til
Finnlands, Selfoss, Goðafoss og
Stuðlafoss verða útlosaðir í
Reykjavík í næstu viku og ferma
þá frystan fisk, Selfoss til Banda-
ríkjanna, Stuðlafoss til Bretlands,
og meginlandsins og Goðafoss til
Rússlands.
Háifoss fór frá Reykjavík í
fyrrakvöld til Helsingborgar og
Kaupmannahafnar og tekur þar
fullfermi af vörum. Mánafoss fór
frá Reykjavík í gær til Hamborgar
með skreið, saltfisk, lýsi, hvalkjöt
og lagmeti, en tekur fullfermi af
vörum í Hamborg til Reykjavíkur
í næstu viku.
Bakkafoss fór í gær til Ports-
mouth og fermir vörur til Islands
2. júlí. Reykjafoss fer frá Reykja-
Biskup vísiter-
ar á Vestfjörðum
BISKUP vísiterar eftirfarandi
kirkjur í ísafjarðarprófastsdaemi:
Unaðsdal, föstudaginn 22. júní kl.
14, Suðureyri laugardag 23.6. kl.
14, Flateyri sunnudag 24. júní kl.
13.30 og Holt í Önundarfirði sama
dag kl. 15.30.
svo að liggur við stöðvun
vík í dag til Kaupmannahafnar og
Riga og fermir til íslands. Skógar-
foss tekur saltfisk og hrogn í
Hafnarfirði og siglir þaðan í dag
til Rotterdam og Antwerpen og
losar og lestar þar í næstu viku.
Úðafoss fer sömuleiðis frá Hafn-
arfirði í dag til Gautaborgar og
lestar þar um 27. júní. Unnið
verður áfram að losun annarra
skipa Eimskipafélagsins og sigla
þau flest í næstu viku. Dettifoss
tekur vörur í Felixstowe 2. júlí til
Reykjavíkur.
Lagarfoss losar ósekkjaðan
áburð í Gufunesi í dag og á
mánudag, en fer til Antverpen og
Rotterdam að því loknu og fermir
vörur til íslands. Álafoss, írafoss,
Múlafoss, Tungufoss og Urriða-
foss fara frá Reykjavík í lok næstu
viku með útflutningsafurðir, aðal-
lega mjöl, síld til Finnlands og
Rússlands og lesta síðan á Eystra-
salts- og Norðurlandahöfhum.
Fjallfoss lýkur losun á áburði á
Húsavík á morgun, laugardag, og
siglir þaðan til Ósló, Moss, Krist-
iansands, og Stafangurs, þar sem
hann tekur vörur til Islands.
Skeiðsfoss er að losa áburð á
Norður- og Austfjarðahöfnum og
lestar síðan saltfisk til Italíu.
Kljáfoss fer frá Reykjavík í lok
næstu viku til Weston Point og
tekur fullfermi til íslands. Laxfoss
fer frá Reykjavík í kvöld með
fullfermi af vörum til Akureyrar.
1*1 AUa.VSIK l'M ALLT LAND ÞEdAR
Þt' Al'GLÝSIR 1 MORGl'XBLAÐINt
Forsetahjónin heimsækja Mön
FORSETI (slands hr.
Kristján Eldjárn og frú
Ilalldóra Eldjárn hafa
þekkst boð landsstjórnar
eyjarinnar Manar að taka
þátt í hátíðarhöldum þar í
tilefni af þúsund ára af-
mæli Tynwalds, þings
Manarbúa, dagana 23. til
28. júní n.k.
Flogið verður frá Keflavíkur-
flugvelli að morgni dags laugar-
daginn 23. júní um London og lent
á Ronaldsway flugvelli á eynni
Mön kl. 17.30. Síðan verður mót-
taka í stjórnarhúsinu í boði lands-
stjórans, Sir John Warburton
Paul, og kvöldverður í boði hátíð-
arnefndarinnar.
Að morgni dags sunnudaginn
24. júní fara forsetahjónin til
guðþjónustu í Royal Chapel í St.
Johns. Því næst verður hádegis-
verður í boði forseta þingsins.
Eftir hádegi mun dr. D. Wilson,
forstjóri British Museum, og hr.
M. Cubbon, forstjóri Manx
Museum, sýna forsetahjónunum
fornminjar á sunnanverðri eynni.
Mánudagsmorgun 25. júní fara
forsetahjónin í kurteisisheimsókn
til borgarstjórans í Douglas. Síð-
an verður farið í skoðunarferð um
norðanverða eyna og St. Patricks
eyju. Um kvöldið verður opinber
veisla í boði landsstjórans.
Þriðjudagsmorgun 26. júní
verða ýmsar verksmiðjur og
fiskvinnslustöðvar sóttar heim.
Síðan verður haldið til Calf of
Man og eyjan skoðuð. Síðdegis er
þátttaka í opnunarathöfn Tyn-
wald þjóðgarðsins í St. Johns.
Miðvikudaginn 27. júní verður
haldið upp á fjallið Snaefell, og
síðdegis er þátttaka í svokölluðum
víkingahátíðarhöldum í Peel.
Fimmtudagsmorgun 28. júní
verður haldið flugleiðis heim um
London og komið aðfaranótt
föstudags til Keflavíkur.
I fylgd forsetahjóna verður
Sigurður Bjarnason, sendiherra
Islands í London og kona hans, og
Birgir Möller forsetaritari og
kona hans. Allir búa gestirnir í
húsi landsstjórnarinnar meðan
þeir dveljast á eynni.
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
)i 66, sími frá skiptiborði 28155