Morgunblaðið - 22.06.1979, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.06.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979 7 Höfnin er hjarta byggðar- lagsins Fískveiðar og fisk- iðnaður er meginuppi- staðan í verðmætasköp- un og gjaldeyrisöflun Þjóöarbúsins. Lífskjör Þjóðarinnar og fjórmuna- myndun eiga ekki sízt rætur í Þessum atvinnu- greinum. Útgerðar- og fiskvinnslubæir mynda keðju verðmætasköpun- ar á gjörvallri strand- lengjunni. Þeir eru nokk- urs konar landföst „móö- urskip“ fiskveiöiflotans, hver við sitt veiðisvæöi. Þessi sjávarpláss eru mismunandi að stærð og ólík um sumt. Eitt eiga Þau Þó sameiginlegt: höfnin er hjarta byggðar- lagsins; hafnarskilyrði og lega að miðum eru kjarni umhverfisins. Á sl. ári vóru heildar- framkvæmdir í hafnar- gerö hérlendis hátt í tvo og hálfan milljarð króna. Þetta er ekki stór fjárhæð ef miðaö er við pýðingu hafnanna í Þjóðarbú- skapnum. Raunar nemur Þessi fjárhæð aðeins rúmlega fimmtungí af rekstrarhagnaði ATVR Þetta ár, ef miðað er viö fjárlög Þess, en mun lægra hlutfaili af brúttó- eyðslu íslendinga í Þessa söluvöru ríkisins. Hafnir Þjóna fleiri Þátt- um Þjóðlífsins en sjávar- útvegi. Þær gegna mikil- vægu hlutverki í vöru- dreifingu, frá og til lands- ins. — Mikilvægi Þeirra er hafið yfir allan efa og allar deilur. Engu að síður skipa Þser til Þess að gera lítinn sess í fjárlög- um rikisins. Þjóðfélagið gleymir ekki að mjólka Þessar nytjakýr, sjávarút- veg og vöruflutninga. Það gefur hinsvegar naumt á garðann Þegar hafnar- framkvæmdir eiga í hlut. Það er greinilega eitt að sækja sjó og fletja fisk í grjótharðan gjaldeyri — og annað að semja fjár- lög fjarri mótorskellum framleiðslunnar. Mismunun * i þjóöfélagi Margs konar mismun- un viðgengst í Þjóðfélag- inu. Sumt er Þess eðlis að illt er við að róða, annað auðveldara viður- eignar. Ein mismununin felst í kostnaðarÞátttöku v. Höfnin í Hafnarfirði. ríkissjóös viö hafnar- framkvæmdir. Þessí kostnaðarÞátttaka er 100% hjá svoköliuðum landshöfnum sem eru nokkrar. Hún getur farið niður í 75% hjá höfnum sem sveitarfélög eiga og reka. Ein er sú höfn, Reykjavíkurhöfn, sem ekki nýtur neinnar kostn- aöarÞátttöku ríkissjóðs. Þetta hefur að sjálfsögðu komið niður á fram- kvæmdagetu borgarinn- ar við hafnargerð og Þeirri aðstöðu hvers kon- ar, sem borgin lætur út- gerð og rekstraraðilum t té. Það gegnir raunar furðu, hve lengi Reykvík- ingar hafa unað svo lök- um hlut varðandi borgar- höfnina. Góö fjárhagsaf- koma hafnarinnar fyrr á árum réttlætti e.t.v. að kjurt var látið liggja. Nú er aftur á móti sú fjár- hagsstaða fyrir hendi að hún krefst Þess að hlutur Reykjavíkur verði réttur. Eðlilegt er að leiðrétta ýmis konar mismunun í Þjóðfélaginu. Sú mis- munun nær m.a. til sór- stöðu landbúnaðar af ástæðum, sem ytri skil- yrði og óviðráðanleg at- vik ráða. Hún nær til atriða eins og Þeirra er einstakur landshluti (Suöurnes) verður út- undan í atvinnulegri upp- byggingu, m.a. vegna mismununar í opinberu lánakerfí. Hún nær einnig til Þess að atkvæði til AlÞingis hafa mjög mis- munandi vægi eftir kjör- dæmum (búsetu). Hún nær einnig til Þess vanda sem lélegri vegir, fjar- lægðir, lakari námsað- staða o.fl. af Því tagi veldur fólki í strjálli byggðum landsins. PARTNER ER VÖRUMERKI FYRIR VANDAÐAN OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ t.uxurfyíL3"8"' ö\staóar Karlmannaföt kr. 14.900.- Flauelssett, blússa & buxur kr. 9.975.-. .Terylenebuxur, nælonúlpur, gallabuxur frá kr. 3.975,- Flauelsbuxur, skyrtur meö löngum og stuttum ermum. Sokkar frá kr. 250.-. Nærföt o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Fjöltefli í Fellahelli íslandsmeistarinn í skák Ingvar Ásmundsson teflir fjöltefli í Fellahelli á morgun laugardag kl. 1.30. Allir velkomnir. Takiö með ykkur tafl. Skákfélagið Mjölnir. Snyrtivöruverslun í Miöbænum er til sölu af sérstökum ástæö- um. Þeir sem áhuga hafa, sendi fyrirspurnir til augld. Mbl. fyrir 28. júní merkt „Snyrtivöru- verslun — 3356“. Kappreiðar Hinar árlegu kappreiöar Haröar veröa á skeiövelli félagsins viö Arnarhamar á Kjalar- nesi laugardaginn 23. n.k. og hefjast meö góöhestakeppni kl. 14. Fljótustu hestar landsins keppa um íslands- metiö í 250 m., 300 m., og 400 m. stökki, 250 m. skeiöi og 400 m. brokki. Sjáið spennandi keppni á besta skeiövelli landsins og njótið útiverunnar í grasi gróinni hlíöarbrekku. Aögangur kr. 1500 fyrir fulloröna, frítt fyrir 12 ára °9 yn9rL Stjórnin. Hin frábæra ameríska söngkona skemmtir í kvöld kl. 23. Jónas Þórir leikur á orgelið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.