Morgunblaðið - 22.06.1979, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979
Messugcstir Kuntta úr hinni tæplcga 100 ára Komlu kirkju að hátíðarguðsþjónustu lokinni.
Þjóðhátíðarmessa að göml-
um sið iHrafnseyrarkirkju
Ferðaáætlun Ferða-
miðstöðvarinnar 1979
EINS og endranær var sungin
messa að Hrafnseyri, fæðingar-
stað Jóns Sigurðssonar, á 17.
júní. Séra Lárus Guðmundsson
í Holti Önundarfirði, sem gegn-
ir aukaþjónustu í Þingeyrar-
prestakaili, þjónaði fyrir altari
en Finnbogi Hermannsson
kennari á Núpi predikaði.
Þrátt fyrir rysjótt veður var
hvert sæti skipað í kirkjunni
bæði fólk úr sókninni og eins
mörgu frá Þingeyri. Kirkjukór-
inn á Þingeyri söng, en söng-
stjóri og organisti er áströlsk
kona sem búsett er á Þingeyri og
gift þar íslenskum manni.
A eftir messu þágu kirkjugest-
ir góðgerðir hjá staðarhaldara,
Hallgrími Sigurðssyni, og konu
hans Guðrúnu Steinþórsdóttur.
Sá skemmtilegi siður hefur
tíðkast um langa hríð, að kirkju-
kórinn hefur komið saman í
Hrafnseyrarkirkju eftir messu á
17. júní og sungið sér til ánægju
og þeim sem inn slæðast.
Var þarna mikil stemning í
þessari gömlu kirkju, sem byggð
Laxinn seinn í árnar
og hoplax enn á ferð
Laxveiðisumar gæti þó orðið gott, segir veiðimálastjóri
laxinn mun fyrr af stað og
aðaltíminn væri aprílmánuður.
Aðspurður um laxveiði þar sem
af er veiðitímanum og göngu
laxins í árnar sagði Þór, að sá lax,
sem gegi í árnar, væri einnig seint
á ferðinni og yfirleitt hefðu veiði-
menn lítið fengið. Þó sagðist hann
hafa frétt af ágætri veiði í Norð-
urá um síðustu helgi, en hópur,
sem þá var þar við veiðar, fékk 53
laxa.
Annars væru ár enn óhrein-
ar og jafnvel mórauðar þannig að
ekki væri auðvelt að eiga við þann
lax, sem genginn væri í árnar.
Þór sagði að varðandi hoplaxinn
væru sér minnisstæð vorin 1949 og
1950, en þá hefði verið mjög kalt.
Þegar sjógönguseiði hefðu verið
veidd í Ulfarsá um sumarið hefði
orðið vart við talsvert af hoplaxi,
Hoplaxinn er horaður, svangur og
slappur um þetta leyti og óætur,
en að auk er hætt við að sá hoplax
sem bítur á hjá veiðimönnum, lifi
það ekki af þó honum sé sleppt
aftur.
Laxveiðitíminn er yfirleitt byrj-
aður í ánum og t.a.m. byrjar
veiðitíminn í vatnasvæði Ölfuss og
Hvítár í dag. Þó má veiði t.d. ekki
byrja fyrr en um mánaðamót í
Hofsá í Vopnafirði og fleiri ám á
norðausturhorninu.
GuðrúnÁ.
ogkompaní
út á land?
FULLT HÚS var á 5. síðustu
kvöldskcmmtun Guðrúnar Á og
kompanís í Háskólabíói s.l. föstu-
dagskvöld, en fullt hafði verið á
öllum sýningunum áður. Ilefur
engin skemmtun í Háskólabíói í
þessum dúr fengið aðra cins að-
sókn.
Mögulegt er að Guðrún Á og
kompaní fari út á land með dagskrá
kvöldskemmtunarinnar einhvern-
tíma á næstunni, en spurt hefur
verið um slíkt bæði frá Norðurlandi
og Suðurlandi.
tSSSirc
var 1886, þegar blaðam. Mbl. fór
að hlýða á sönginn og smella af
nokkrum myndum. Var eigi
laust við að nokkurs trega gætti
og söknuðar með því gert er ráð
fyrir að kapellan sem nú er í
smíðum á Hrafnseyri verði vígð
næsta vor og þetta ef til vill í
síðasta sinn sem kirkjukórinn á
Þingeyri kemur þarna saman til
að taka lagið eftir 17. júnímess-
una.
FERÐAMIÐSTÖÐIN í Aðal-
stræti heldur uppi ferðum til
sólbaðsstaðarins Benedorm á
Costa Blanca-ströndinni á Spáni.
Nú þegar hafa verið farnar þrjár
ferðir þangað, tvær í maí og ein í
júní. Nær uppselt hefur verið í
allar ferðirnar, enda er veðurfar
á Benedorm með því besta sem
gerist á Spáni. Næsta ferð verður
11. júlí og síðan tvær í ágúst,
hinn 1. og 22. Síðasta ferð
Ferðamiðstöðvarinnar til Bene-
Lúdraþing í Stykkishólmi
Stykkishólmi. 20. júní.
AÐALFUNDUR Sambands ís-
lenzkra lúðrasveita verður hald-
inn í Stykkishólmi dagana 22.-24.
þessa mánaðar og er það í fyrsta
sinn, sem hann er haldinn hér.
Einnig verður þar háð landsmót
ísl. lúðrasveita og er þegar vitað
um 8 lúðrasveitir víðs vegar að af
landinu, sem sækja mótið.
Oppergaardsskole Musikkorps,
unglingalúðrasveit frá Ósló, kem-
ur hingað og verður gestur móts-
ins, auk þess sem hún mun fara
um Nesið og leika í kauptúnum
þar ef veður leyfir. í þessari
lúðrasveit eru 54 hljóðfæraleikar-
ar og er sveitin stofnuð 1927 og
stjórnandi er Erik Bjorhei. Undir-
búningur hefur staðið allt síðan
snemma í vor og hefur hótelið
búið sig undir að taka á móti
stórum hópi. Lúðrasveit Stykkis-
hólms hefur haft allan undirbún-
ing með höndum. Leikið verður á
íþróttavelli staðarins, þar mun
hver lúðrasveit leika og eins allar
sveitirnar sameiginlega. Verður
þetta þá stærsta lúðr f'róftaritarP
leikið hefur hér á landi.
Nokkrir félagar í kirkjukórnum á Þingeyri. (Ljósm. Finnbogi).
dorm á þessu ári verður 12.
september.
I haust skipuleggur Ferðamið-
stöðin að vanda hinar vinsælu
Lundúnaferðir og verða þær 29.
sept., 27. okt. og 24. nóv.
Þá verður Ferðamiðstöðin með
ferð á Scandinavian Fashion
Week í Kaupmannahöfn, sem
stendur yfir dagana 13. sept. til 16.
sept. Verður þar til sýnis allt það
nýjasta í tískuheiminum í ár.
(Fréttatilkynning)
— ÞÓ SVO að byrjunin á
laxveiðitímanum sé slæm gæti
sumarið orðið gott laxveiðiár
þjá okkur, sagði Þór Guðjóns-
son veiðimálastjóri í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann sagði
að þar sem vorið, og reyndar
veturinn líka, hefði verið mjög
kalt, þá hefði hoplaxinn verið
mjög seinn á ferðinni og víða
væri hann enn að hopa niður
árnar. Þannig sagðist Þór hafa
heyrt fréttir um mikið af hop-
laxi í EHiðaánum, Miðfjarðará
og víðar. í eðiiiegu ári færi
Hér getur að lfta ströndina á Benedorm.
Aðalfundur Búnaðarfélags Reykhólahrepps:
Hart deilt um kosningu
kjörmanna á fund Stétt-
arsambands bænda
Miðhúsum. A-Barð.. 20. júní,
írá Sveini Guðmundssyni,
fréttaritara Mbl.
Á mánudaginn var haldinn
aðalfundur Búnaðarfélags
Reykhólahrepps í Bjarkar-
lundi. Þar kom fram tillaga
frá oddvíta Reykhóla-
hrepps í sambandi við kosn-
ingu kjörmanna, sem síðar
velja fulltrúa á fund Stétt-
arsambands bænda, um að
Fundur um
öldrunarmál
á Reykhólum
Miðhúsum. A-Barð., 20. júní, frá Sveini
Guðmundssyni fréttaritara Mbl.
A VEGUM heilsugæzlustöðv-
arinnar í Búðardal var á
laugardaginn haldinn fundur
á Reykhólum um öldrunar-
mál.
Framsögu höfðu Sigurður
Sigurbjörn Sveinsson læknir, í
Búðardal, séra Valdimar
Hreiðarsson, Reykhólum, og
Vilhjálmur Sigurðsson, odd-
viti Reykhólahrepps. Mikill
áhugi ríkti um þessi mál og til
þess að kanna almennan vilja
fólks í Austur-Barðastranda-
sýslu var kosinn ráðgefandi
nefnd og er sr. Valdimar for-
maður hennar.
kjósa ekki kjörmenn að
þessu sinni, vegna þess að
Stéttarsambandið tæki
ekki stéttarlega afstöðu til
mála bændastéttarinnar.
Miklar umræður urðu en
tillagan var felld með 11
atkvæðum gegn níu. Síðan
voru fulltrúar kosnir og
kosningu hlutu þeir Vil-
hjálmur Sigurðsson oddviti
og Jón Snæbjörnsson for-
maður Búnaðarfélagsins.
Engu verður um það spáð
hvort Vilhjálmur fær tæki-
færi til þess að koma skoð-
unum sínum á framfæri á
næsta Stéttarsambands-
fundi.
Á fundinum flutti Ingi Garðar
Sigurðsson tilraunastjóri á
Reykhólum erindi um fóðrun áa á
heyi eingöngu og samkvæmt sams
konar tilraunum sem gerðar hafa
verið á tveimur tilraunabúum
kemur í ljós að hægt er að fóðra
ær á heyi eingöngu með góðum
árangri.
Samþykkt var að halda upp á 80
ára afmæli Búnaðarfélags Reykh-
ólahrepps í haust, en það var
stofnað 3. september 1899 og var
fyrsti formaður þess Benjamín
Benjamínsson á Miðhúsum.
17. júní var minnst að venju á
Reykhólum og stendur ungmenn-
afélag Reykhólahrepps, fyrir
þeirri hátíð. Formaður félagsins
er frú Lilja Þórarinsdóttir á
Grund.