Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 22.06.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979 13 „ískjólið afdjúpinu kalda reyndist vera af steypujárni og eitt af fjórum blöðum brotið við öxul, og að þeirra mati einskis virði. Ef skrúfan hefði verið af kopar eins og þeir hugðu vera, er trúlegt að hún hefði horfið hljóðalaust í einhverja málm- bræðsluna, og við værum ekki hér í dag að afhjúpa minnis- merki, þar sem margnefnd skrúfa skipar öndvegið. Þannig er lífið orsök afleiðing, eða bara tilviljun ein. En til voru menn, sem höfðu áhuga á að. eignast þennan hlut, þó ekki væri hann af góðmálmi. Til Eyja fréttist um síðir af björgun þessari og stjórn Björg- unarfélags Vestmannaeyja keypti skrúfuna fyrir sæmilegt verð, þannig að björgunarmenn fengu nokkuð fyrir erfiði sitt. Að sjálfsögðu hefði þetta verið sögulegur hlutur í byggðasafni eða annars staðar almenningi til sýnis. En fljótt kom fram sú hug- mynd að nota mætti skrúfuna í og með til þess að gera varanlegt minnismerki um þá sögulegu staðreynd, að Vestmannaeyingar voru fyrstir landsmanna til að eignast sérstakt vel útbúið björgunarskip. Björgunarfélag Vestmanna- eyja var stofnað árið 1918 með það markmið að eignast skip til björgunar og eftirlitsstarfa við Vestmannaeyjar. Tveimur árum síðar, eftir fórnfúsa fjársöfnun meðal al- mennings í Eyjum og víðar ásamt nokkrum styrk frá ríkis- sjóði, sigldi Þór í Vestmanna- Frá afhjúpnn minnismerkis í Eyjum um fyrsta varð- skip lands- manna, Þór eyjahöfn við mikinn fögnuð bæj- arbúa, og eigandi skipsins var Björgunarfélag Vestmannaeyja. A þessum árum voru gerðir út hér nær hundrað vélbátar 8—14 tonna, illa búnir miðað við að- stæður í dag, þó með áttavita og kertaluktir sem ljósabúnað, en vélar ekki gangvissar og kunn- átta gæslumanna misjöfn. Sjósókn var með afbrigðum hörð um hávetur í myrkri og vondum veðrum. Sjóslys tíð og sífelldur ótti þeirra, sem í landi voru. Fyrir heimsstyrjöldina 1914—18 var árangur erlendra veiðiskipa mjög mikill, og eyði- lgöðu þau oft veiðarfæri Eyja- manna án nokkurra bóta. Enn einn ljós kostur fylgdi þessum útlendu veiðiskipum, þau urðu oft til að bjarga mönn- um og stundum bátum úr sjávar- háska. Þegar hér var komið sögu voru öll útlend veiðiskip horfin af Eyjamiðum vegna stríðsins. Voru þá helst þau neyðarúrræði ef báts var saknað að kvöldi að fá sjómenn, sem komnir voru hólpnir að landi. til þess að leita þess báts, sem saknað var. Illuti stjórnar slysavarnarfélagsins Eykyndils við afhjúpun minnimerkisins ásamt fleirum. Frá vinstri: Eygló Einarsdóttir, Lára Þorgeirsdóttir, María Björnsdóttir eiginkona ólafs Kristj- ánssonar, Sigríður Björnsdóttir formaður Eykyndils, Mattý Guðmundsdóttir, Guðný Gunnlaugsdóttir og Ólafur Kristjánsson. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir. Það gefur góða hugmynd um aðstæður á þessum árum, sem fram kemur í minningargerin eftir Sigurð Guttormsson, sem hann skrifaði í Sjómannadags- blaðið árið 1977 um hinn mikla sægarp Gísla Magnússon frá Skálholti, en þar segir Gísli svo frá: „Við vorum að koma að, enda orðinn því sem næst ófær sjór. Gísli var eitthvað lasinn og fór beint í rúmið. Nokkru seinna hringdi síminn. Er það Gísli Johnsen sem flytur þær fréttir, að eins báts sé saknað, og biður Gísla um að fara að leita. Segist Gísli vera sárlasinn og biður hinn að leita til einhverra af hinum formönnunum. Nokkru seinna er aftur hringt og er það Gísli sem segir, að hann fái engan til að fara í þessu veðri. Nú úr því svo er, segir Gísli Magnússon, er varla annað að gera en hóa saman einhverjum af skipverjunum og fara að leita, þó litlar líkur séu til að finna bátinn í kolsvarta myrkri og vitlausu veðri. Skömmu seinna er haldið út í sortann án þess að hafa hug- mynd um hvert halda skuli. Gerir Gísli þó frekar ráð fyrir að báturinn hafi haldið eitthvað austur fyrir Eyjar. Eftir svo sem klukkutíma stím móti veðrinu kemur formaðurinn auga á ein- hverja ljósglætu og er nær dreg- ur sér hann að þetta er báturinn með eina smátýru uppi í mastri. Leggja þeir nú eins nálægt bátn- um og telja má vogandi og taka að hrópa og kalla, en enginn ansar lengi vel. Loksins eftir langa mæðu gægist einhver upp um lúkars- gatið. Komst þá líf í skipshöfn- ina og tekst furðu fljótt að koma taug í bátinn, sem þarna hafði lengi verið á reki með bilaða vél. Sögðust bátsverjar allir hafa verið komnir niður og búnir að gefa frá sér aila von um björgun og að hending ein hefði ráðið því að þeir heyrðu til okkar." En því miður gekk ekki alltaf svona vel, því stundum bar leitin engan árangur og jafnvel að leitarbátur kæmi ekki aftur úr slíkri ferð. Það var sem birti yfir hugum manna við tilkomu þessa skips. Fyrst og fremst til öryggis lífi sjómanna og einnig til að stugga við hinum erlendu veiðiþjófum, sem komu fljótt að stríði loknu á Eyjamið, og voru þá hálfu ósvífnari en áður. Þó að skipið hefði fyrstu árin aðeins ljóskastara að vopni, kom eftir það og skipta varð um vél. Segl voru upp sett og reynt að sigla í átt heim, þó að óhagstætt væri, enda gekk lítið eða ekkert í rétta átt. Þegar komið var myrkur voru ljósmerki gefin með eld í oliu- biautum tvisti til að reyna að vekja athygli á okku.r, en það bar ekki árangur. Bátar á sömu slóðum fyrr um daginn voru Minnisvarði með skipsskrúfu varðskipsins Þórs. Runólfur Dagbjartsson og Ólafur Kristj- ánsson standa hjá. f hvlKjum ojf náttmyrkri brásu t'kki þoim á hjönnin. cr þurftu aÖ halda cn skipshnfnum mörirum þú skilaðir 'im í skjólið. af djúpinu kalda. Þessi minnisvarði er reistur til heiðurs því fólki hér í Eyjum, sem á sínum tíma tók karlmann- lega á móti þeim mikla vanda sjóslysa og ágangs erlendra veiðiskipa, sem var yfirþyrm- andi á þessum árum, með því að sameinast um að kaupa björgun- arskipið Þór, sem síðar þróaðist í það að verða upphaf innlendrar landhelgisgæslu. Þegar ríkissjóður yfirtók skip- ið varð það þar með fyrsta varðskip í eigu hinnar íslensku landhelgisgæslu, sem í dag er orðin floti skipa, sem háð hefir harða baráttu við erlenda land- helgisbrjóta og jafnvel bjargað þjóðinni frá verðandi örbirgð með því að varna eriendum skipum rányrkju innan land- helgi, og komið þar með í veg fyrir gjöreyðingu fiskistofna við landið. Meðal annars hefir þessi varn- arbarátta dregið Landhelgis- gæsluna út í þorskastríð við Bretaveldi og vakið heimsathygli með hinum dularfullu víraklipp- um, sem veiðijófar og verndarar þeirra stóðu ráðþrota fyrir, án beitingar manndrápsvopna. Vestmannaeyjahöfn er ein fegursta í landi voru. Megi þessi minnisvarði verða til þess, að þessi sérkennilegi grashálfmáni sem á skemmtilegan hátt skilur að athafnasvæði sunnan og norðan Friöarhafnar, og þar sem minnismerkið er, verði friðaður og vel hirtur um alla framtíð, til yndisauka fyrir þá, sem við höfnina vinna, og þá sem þar eiga leið um. Ilelgi llallvarðsson skipherra og Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar skoða skjöld til minningar um Þór, en Gæslan gaf skjöldinn á minnisvarðann. það að miklu gagni í þessum efnum, því að þjófar eru ljós- fælnir. Það eru engar ýkjur þó sagt sé, að Eyjabúum þótti beinlínis vænt um þetta skip og skipshöfn þess, þó að það hljóði kannski undarlega í eyrum nútíma fólks, sem ekki þekkir þær aðstæður, sem þá var við að búa. Það vill nú svo til, að ég á smáæskuminningu í sambandi við þetta skip. Þegar ég var í barnaskóla á þrettánda ári var það metnaður drengja að komast í róður með feðrum sínum, sem flestir voru sjómenn. Faðir minn var ekki sjómaður, en hann átti hlut í 9 tonna báti. Ég vildi ekki vera eftirbátur félaga minna og það varð úr að ég fengi að fara í róður á þessum báti. Það mun hafa verið í seinni hluta febrúar. Allt gekk að óskum, línan var lögð og síðar dregin. Nokkuð var ég sjóveikur til að byrja með. Við vorum á sjó vestan við Eyjar, þó að veður hafi verið mjog gott í upphafi sjóferðar, fór síðar að hvessa við austur. Þegar við vorum rétt að leggja af stað heim, bilar vélin svo alvarlega, að hún snerist ekki farnir heim, höfðu verið á undan að draga línuna. Það skal tekið fram, að veður var ekki mjög slæmt. Upp úr miðnætti kom Þór ljósum prýdd- ur og taug var komið í bátinn og hann dreginn inn fyrir Eiði. Ekki þótti ástæða til að koma á bátnum í höfn fyrr en að morgni næsta dags. Við fórum allir um borð í Þór og vorum þar í góðu yfirlæti um nóttina. Ég var mjög feginn þegar Þór kom til okkar, og ég hygg að hinum raunverulegu sjómönnum hafi þótt þetta þægilegra heldur en hrekjast úti alla nóttina eða iengur, en sjálfsagt hefði bátur leitað -okkar, þegar ljóst var að eitthvað var.að, ef Þór hefði ekki verið til staðar. Að sjálfsögðu varð ég meiri kall í augum félaga minna við það að hafa lent í útilegu eins og það var kallað. Þannig var Þór, alltaf til taks þegar kallið kom. Friðrik Hall- dórsson loftskeytamaður skips- ins kvað svo meðal annars á örlagastund: Scm útvörður jafnan þér áttirðu stað ok aldrei í sókninni deijfur. Úr blessunaróskum. er bárust þér að. þér bundinn var haminKjusveÍKur. Á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum var afhjúpað minnismerki við Friðarhöfn og trónar skipsskrúfan af Gamla-Þór á toppi þess. Björgunarfélag Vestmannaeyja keypti skrúfuna eftir að henni hafði verið bjargað af strandstað við Húnaflóa og var það Hermann Einarsson í Vestmannaeyjum sem hafði forgöngu um að kaupa skrúfuna. Olafur Kristjánsson fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kom fram með hugmynd eða teikningu af stalli fyrir skrúfuna og vann að málinu. Sigríður Björnsdóttir, formaður slysavarnafélagsins Eykyndils, í Vestmannaeyjum, afhjúpaði minnismerkið, en til máls tóku Ólafur Kristjánsson, Jón í. Sigurðsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, og Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar. Runólfur Dagbjartsson múrarameistari gerði alla hleðslu og múrverk, Kristinn Sigurðsson slökkviliðsstjóri sá um aðdrætti, hlóð hleðslu og smíðaði steypumót og Lárus Ársælsson gjaldkeri Björgunarfélagsins var ötull við að afla fjár til framkvæmda. en fjölmörg fyrirtæki, félög og einkaaðilar í Eyjum lögðu fram fé. Hér fer á eftir ræða Ólafs Kristjánssonar við afhjúpun minnismerkisins: „Hálf öld er nú liðin síðan björgunar- og varðskipið Þór sigldi sína hinstu för um hafið, því eins og kunnugt er strandaði skipið í Húnaflóa árið 1929, en skipshöfn var allri bjargað. Rúmum 40 árum eftir strandið fá ungir menn þar um slóðir þá hugmynd að skrúfa hins strand- aða skips kynni að vera af góðmálmi, og því nokkurs virði að koma henni á þurrt. Með dugnaði og nútíma tækni tókst þeim að koma skrúfunni í land, en ekki eru allar ferðir til fjár, þó farnar séu. Gripurinn Minnisvarðinn er innst í Friðarhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.