Morgunblaðið - 22.06.1979, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979
Sigþór Ómarsson (nr. 11)
skorar annað mark ÍA, án
Þess að Þeir Sigurður Har-
aldsson og Grímur Sæm-
undsson komi nokkrum
VÖrnUm VÍð. Ljósm. Emlira.
Skagamenn
betri
ÁHORFENDUR voru íarnir að sœtta sig við jafntefli 2—2 í leik Vals
og ÍA í gærkvöldi á Laugardalsvellinum. Það var aðeins um minúta til
lciksloka, er Sigurður Lárusson ÍA fékk góða þversendingu og
brunaði upp kantinn og upp að endamörkum, gaf vel fyrir markið og
þar kom Guðbjörn Tryggvason á fullri ferð og stökk vel upp og
þrumuskalli hans söng í netmöskvunum án þess að góður markvörður
Vals Sigurður Haraldsson kæmi vörnum við. Sanngjarn sigur ÍA var í
höfn þó svo að hann kæmi á elleftu stundu. Lið ÍA sýndi mjög góða
knattspyrnu í leiknum og oft á tiðum yfirspiluðu þeir Valsmenn
algjörlega. Þrátt fyrir að lið Vals léki á köflum vel og þó sérstaklega í
síðari hluta seinni hálfleiks.
Opin tækifæri
misnotuð
Byrjun leiksins var afar lífleg,
og leikurinn varð strax mjög
opinn. Ekki voru liðnar nema
fjórar mínútur er fyrsta dauða-
færið kom. Ólafur Danivalsson gaf
vel fyrir markið til Magna sem var
fyrir opnu marki og ekkert nema
mark virtist blasa við, en í mark-
vörðinn skaut Magni og hættunni
var bægt frá. Mínútu síðar skallar
Árni Sveinsson svo yfir mark Vals
í góðu færi. Og á 6.-7. mínútu á
Sigurður Lárusson góð skot sem
sleikja slárnar. Skagamenn sóttu
öllu meir fyrstu mínútur leiksins,
og náðu öllu betri tökum á miðj-
unni.
Glæsilegt mark
Á 11. mínútu leiksins kemur
fyrsta markið. Sigurður Lárusson
skaut þrumuskoti rétt utan við
vítateigslínu og aðeins með því að
sýna snilldartilþrif tekst Sigurði
markverði Vals að verja, en hann
hélt ekki boltanum sem hrökk út
til Sigþórs Ómarssonar sem tók
boltann viðstöðulaust og skoraði
glæsilega.
Var sem að drægi úr Valsliöinu
við að fá á sig mark. IA-menn
náðu enn betri tökum á miðju
vallarins og léku mun betur
saman. Á 17. mínútu á Sigþór, sem
gerði mikinn usla í vörn Vals,
góðan skalla rétt yfir þverslá.
Árni Sveinsson var nálægt því að
skora skömmu síðar en Sigurður
bjargar vel skoti hans.
Það var ekki oft í fyrri hálf-
leiknum sem mark ÍA var í hættu.
Þó skall hurð nærri hælum á 45.
mín. er Sævar tók aukaspyrnu
langt utan vítateigs og Jón Þor-
björnsson hélt ekki boltanum,
Ólafur fylgdi vel á eftir og náði til
boltans, en í stað þess að reyna að
vippa yfir .markvörðinn tók hann
skot og Jón gat bjargað.
Stórkostlegur síðari
hálfleikur
Síðari hálfleikur var hreint út
sagt stórkostlegur. Hann bauð upp
á allt sem gefur knattspyrnunni
gildi. Spennu, góða knattspyrnu
og glæsileg mörk.
Strax á 2. mínútu hálfleiksins
kemur glæsileg sókn hjá ÍA. Sig-
þór Ómarsson gefur langa
sendingu á Árna Sveinsson sem
skallar að marki Vals en boltinn
hrekkur út af varnarmanni til
Sveinbjarnar sem býst upp að
endamörkum og gefur fyrir
markið frá markteig. Árni Sveins-
son skallar að marki og Sigþór
bætir um betur og skallar í netið.
Valur
ÍA
2—0. Örugg forusta ÍA. Nú voru
Skagamenn langt komnir með að
kveða Valsliðið í kútinn. Og nú
skall hver sóknin á fætur annarri
á vörn Vals. Á 56. mínútu á Árni
Sveinsson stórgott skot sem
stefndi beint upp í vinkilinn,
markið blasti við, en Sigurður
varði enn af snilld. Og fjórum
mínútum síðar bjarga Valsmenn á
línu. Sigurður hafði varið gott
skot Árna og eftir þvögu innan
markteigsins bjargar Sævar á
linu.
Fyrstu 20 mínútur síðari hálf-
leiksins voru Valsmenn gjörsam-
lega yfirspilaðir. Enn þeir höfðu
alls ekki sagt sitt síðasta. Þeir
komast inn í leikinn á 67. mínútu.
Hálfdán Örlygsson brunaði upp
miðjan völlinn, óhindraður og
renndi boltanum laglega út á Jón
Einarsson sem sendi fyrir markið.
Sigurði Lárussyni verður á mistök
í að hreinsa frá og skallar hann í
stöng. Þaðan fór boltinn til Atla
Eðvaldssonar sem var ekki í vand-
ræðum með að skora létt fyrir
opnu marki.
Valsmenn eflast
Nú var sem einhver tauga-
trekkingur kæmi í Skagamenn.
Varnarleikur þeirra fór að verka
óöruggur og Valsmenn eflast.
Skagamenn misstu Sigþór Ómars-
son, einn sinn besta mann út af
meiddan á 64. mínútu leiksins og
inn í hans stað kom Guðbjörn
Tryggvason. Nú var komið að
Valsmönnum að sækja og á 82.
mínútu leiksins jafnar Jón
Einarsson leikinn. Hálfdán
Örlygsson tekur hornspyrnu og
Jóni tekst að skora með skalla.
Þarna svaf Jón Þorbjörnsson
markvörður ÍA illa á verðinum.
Síðustu mínútur var jafnræði með
liðunum.
Sigurmarkið
Það hlýtur að vera draumur
hvers einasta leikmanns að geta
fært liði sínu sigur á þann hátt
sem Guðbjörn Tryggvason gerði í
gær. Jafnteflið lá í loftinu. Mínúta
tæplega til leiksloka. Góð fyrir-
gjöf frá Sigurði Lárussyni og svo
sannarleg var Guðbjörn með á
nótunum, enda fór flóðbylgja
fagnaðarláta um stúku Laugar-
dalsvallarins frá dyggum
stuðningsmönnum ÍA er Guðbjörn
tryggði sigurinn og ekki fögnuðu
félagar hans honum minna.
Liðin
Lið IA lék sinn besta leik í
íslandsmótinu til þessa, á því er
ekki nokkur vafi. Samleikur þeirra
og leikfléttur voru mjög góðar. Þá
voru skiptingar þeirra stórgóðar á
milli kanta, vallarbreiddin nýtt til
fullnustu, og leikmenn skiluðu
boltanum frá sér á réttum augna-
blikum. Ekki vafi á að hinn þýski
þjálfari er á réttri leið með að
koma með stórlið. Erfitt er að
gera upp á milli einstakra leik-
manna IA. Það var sterk liðsheild
sem vann sigurinn. Lið eru aldrei
sterkari en veikasti hlekkurinn.
Þó er rétt að geta um stórgóða
frammistöðu Sigþórs Ómarssonar,
Árna Sveinssonar, Sveinbjörns og
Sigurðar Lárussonar.
Lið Vals verður með í barátt-
unni í sumar, þeir léku nú án
Guðmundar Þorbjörnssonar og
Harðar Hilmarssonar. Og ekki er
vafi á að það hafði sín áhrif. Liðið
mætti sýna meiri baráttu á
vellinum, það gefur of auðveldlega
eftir ef á móti blæs. Dýri Guð-
mundsson og Sigurður Haraldsson
voru bestir í gær.
- þr.
Erfitt
hjáVal
Segja má, að bikarmeistarar
Akraness hafi verið heppnir í
drættinum, er dregið var í 16 liða
urslit í Bikarkeppni KSÍ í gær-
kvöldi. Mótherji ÍA er annað
hvort Austri frá Eskifirði, eða
Þróttur frá Norðfirði, eftir því
hvort liðið sigrar í innbyrðis
viðureign félaganna. Valur, lið
sem IA lagði að velli í
úrslitaleiknum í fyrra, fékk
erfiðari mótherja, Víking, sem
hefur verið að vakna til lífsins að
undanförnu. En lftum á dráttinn.
UBK— Fylkir
KA—Fram
Í A—Austri eða Þróttur Nk
Haukar—Þróttur Rk
Víkingur—Valur
KR-KS
Þór Ak-ÍBV
ÍBK-ÍBÍ
Leikirnir fara fram
dagana 3.-4. júlí, en frá því
verður nánar greint síðar.
— gg.