Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 25 verk og gjörsamlega ómögulegt, ef of margir nemendur eru í hverri bekkjardeild. í ljósi þess- ara staðreynda vekja furðu síð- ustu fréttir um aðbúnað og vinnuaðstöðu nemenda Kenn- araháskóla Islands, svo og radd- ir um að fjölga skuli börnum í bekkjardeildum. Það ætti að fækka ef eitthvað er. Eftir að skóla lýkur á daginn eiga börn hér á höfuðborgar- svæðinu misgreiðan aðgang að uppbyggilegu tómstundastarfi. Það er ekki ýkja margt sem stendur þeim til boða fyrir opinbera tilstuðlan. Þau börn sem eiga sæmilega efnaða foreldra geta notið tilsagnar í mismunandi einka- skólum. Hin verða að sjá um sig sjálf. Þau reyna eftir megni að verða sér úti um afþreyingu. Það er ekki tilviljun að svo stór hópur, sem raun ber vitni, temur sér það atferli að hanga í sjopp- um, leiktækjastofum eða selja dagblöð svo eitthvað sé nefnt. Enn er ótalinn þáttur aug- lýsinga í félagsþroska barna. Margir framleiðendur hafa nýtt sér þekkingu á ákveðnum þátt- um í þroskaferli barna, sem þeir hföða beint til á lævísan hátt í auglýsingum sínum. Mjög oft er höfðað til söfnunarástríðu þeirra, með seríum af ýmsu tagi. Einnig er hópkennd þeirra notuð til þess að fá þau til að borða ákveðnar fæðutegundir eða klæðast ákveðnum fötum. Val áhugamála, lestur bóka, notkun fjölmiðla og þær venjur sem börn temja sér í þessu sambandi hafa varanleg árhif og koma til með að móta lífsstíl þeirra seinna meir. Uppeldispólitík — hvert skal stefna? Þjóðfélagið hefur á síðasta áratug gert aukið tilkall til þátttöku beggja foreldra í at- vinnulífinu, án þess að axla þá uppeldislegu ábyrgð, sem því fylgir. Uppeldi barna er ekki einkamál foreldra og það stefnu- leysi, sem ríkt hefur hér á landi í uppeldis og fjölskyldumálum er alvarleg staðreynd. Afleiðingar af þessu stefnuleysi má sjá m.a. í raunveruleikaflótta barna á unglingsárum, þegar þau reyna að leita að skammtímalausn á eirðarleysi t.d. í áfengisneyslu. Fjölskyldan sem uppeldis- og vinnustaður er að leysast upp og hlutverk hennar verður sífellt ruglingslegra. Það helsta sem allir í fjölskyldunni sameinast um er að fara saman í helgarinn- kaupin, eða velja einhvern nýjan hlut, sem þarf að kaupa næst. Þannig gegnir fjölskyldan mikil- vægu hlutverki sem neysluein- ing. Fjölskyldan, sem griðastað- ur einstaklingsins, þar sem upp- bygging og viðhald náinna til- finningatengsla fer fram, á einn- ig í vök að verjast. Hvenær er tími til þess að sinna þessari grundvallarþörf einstaklings- ins? Á aldrinum 20—35 ára þarf fólk að mennta sig, eignast börn, ala þau upp og festa kaup í húsnæði. Við þær aðstæður, sem ríkjandi eru í þjóðfélaginu núna, má segja, að ómögulegt er að sinna öllum þessum verkefnum, svo vel sé, á svo skömmum tíma. Pólitískir ábyrgðarmenn þjóðar- innar verða að gera sér grein fyrir þeásum staðreyndum og marka stefnuna (uppeldis- og fjölsk.pólitík) út frá því. Þjóð- félag, sem hugar að framtíðinni sinnir málefnum barna og upp- alenda þeirra af alhug og ábyrgð. Þar er reynt að búa svo í haginn að skapa þær aðstæður, sem uppfylla þarfir barna og veita þeim öryggi í umhverfi sínu. Orðagjálfur, eitt sér á barna- ári, er tilgangslaust, ef ekki fylgir hugur máli. Þess vegna má ekki láta sitja við orðin tóm, heldur sameina fólk um raun- hæfar framkvæmdir, börnunum í hag og þjóðinni til sóma. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins: Hvetjum eínstaklinga tíl auk- inna félagslegra samskipta EINS OG greint hefur verið frá fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nýlega tillögu um að gera átak til að auka líf í borg. í megin atriðum gengur tillagan út á að gefa félögum og einstakl- ingum enn frekar kleift að nýta hin opnu útivistarsvæði í borginni. Markmiðið er m.a. að auka félagsleg samskipti Reykvíkinga. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) hafði framsögu fyrir mál- inu. Hjá honum kom m.a. fram, að örva megi til list- flutnings á opnum svæðum, auka lán á stórum tjöldum fyrir samkomur og fleira, koma upp útigrillum, hugsan- lega að koma upp mini-golfi og fleiru, taflreitum, kynna borg- ina með tilliti til gönguferða og þess háttar, efla skokk og skíðagöngu á vetrum í borg- inni og fjöldamargt fleira. Birgir Isleifur Gunnarsson sagði, að mikilvægt væri, að borgarbúar gætu að loknum vinnudegi haft viðfangsefni og hitt fólk í nágrenni við heimili sín án þess að kosta miklu til í akstri. Hækkandi olíuverð gerði þetta æ mikilvægara. Nauðsynlegt væri því að efla möguleika til útivistar og tóm- stundaiðkana utanhúss í hverfunum sjálfum þ.e. auka líf í borg. Sigurður G. Tómas- son (Abl) lagði til að tillög- unni yrði vísað til umhverfis- málaráðs. Elín Pálmadóttir (S) sagði sjálfsagt, að íþrótta- ráð og æskulýðsráð fengju að segja sitt.. Brýnt væri að fá meiri breidd í þetta. Elín sagði tillöguna taka mið af ísl. að- stæðum sem landið hefði upp á að bjóða. Tillagan væri í beinu framhaldi af því sem unnið hefði verið á fráteknum útivistarsvæðum og frágangi- þeirra. Tillagan tæki mið af nýjum þáttum svo sem síaukn- um aksturskostnaði og meiri sóknar í hreyfingu hjá kyrr- setufólki sérstaklega. Umfram allt væri lögð áherzla á, að í stað staðlaðra aðgerða og dýrra framkvæmda væri lögð Frá. borgar- stjórn: áherzla á framtak einstakl- inga, fjölskyldna og hópa eða félaga af öllu tagi. Þessir aðilar fái hvatningu, aðstöðu og aðstoð af ýmsu tagi til að rækja hugðarefni sín. Þetta væri mjög í samræmi við þá þróun sem verið hefði í ná- grannalöndunum á liðnum ár- um. Vegna fyrirhyggju í gerð áætlunar um umhverfi og úti- vist væri talsvert enn af opn- um svæðum sem gæfu mikið olnbogarými og nýta mætti til þessarar starfsemi. í lok máls sín sagði Elín Pálmadóttir: „Fullvíst má telja, að mögu- leikar og bætt aðstaða til útilífs í þéttbýli verði vaxandi þáttur í lífsgæðum borgarbúa í framtíðinni." Markús Örn Antonsson (S) sagði talsvert hafa verið gert af því að efla aðstöðu til þessa bæði af einka- og opinberum aðilum. Þetta átak væri mjög til bóta, því lífsmynstur væri óðum að breytast. Mikil sókn væri í ferðir ferðafélaga og væri t.d. framtak þeirra lofsvert svo og fleiri aðila sem hlut ættu að máli. Einu sinni hefði verið álfabrenna á þrettándanum á Melavelli, og vel sótt. í sumar yrði haldin Reykjavíkurvika að frumkvæði borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Margt hefði stórbatnað með áætlun um umhverfi og útivist og þessi tillaga væri einmitt í eðlilegu framhaldi af henni. Guðrún Helgadóttir (Abl.) og Sigurður Guðmundsson (A) lýstu sig efnislega samþykk tillögunni og að hún fengi umfjöllun í umhverfismála- ráði. Það var samþykkt með átta atkvæðum gegn sex. Ólafur B. Thors: Krumla borgarstjórnarmeirihlut- ans til vandræða í skipulagsmálum ÓLAFUR B. Thors (S) kvaddi sér hljóðs á fundi borgarstjórnar 21. júní vegna skipulagsmála. Hann minnti á. að hann hefði áður vakið athygli á furðulegum vinnubrögðum borgarstjórnar- meirihlutans. Hann sagði stöðu sína vera orðna einkennilega. Það þyrfti sí og æ að kvarta undan undarleg- ustu vinnubrögðum meirihlut- ans. Kató hinn gamli hefði svo alltaf sagt, „auk þess legg ég til, að Karþagó verði lögð í eyði“. Gagnrýnisverð vinnubrögð Á síðasta fundi borgarstjórnar spurðist Birgir ísleifur Gunnars- son fyrir um hvenær endanlegar tillögur um framkvæmdir í gatnagerð á árinu yrðu lagðar fram? í ljós kom, að smám saman hefur verið fjallað um þessi mál. Gagnrýndu sjálfstæðismenn harð- lega, að ekki væri nægilega ljós heildarmyndin á málunum. Ólafur sagðist nú hvað eftir annað hafa áminnt meirihlutann um vandaðri vinnubrögð, en án árangurs og það harmaði hann. Nú væri svo um suma staði í borginni. að skipuiagsmálum væri haldið í krumlu meirihlut- ans og úrræðaleysi hans kæmi hvergi betur í ljós en þar. Menn þyrftu að þreyja þorrann og góuna áður en þeir vissu eftir hvaða skipulagi skyldi fai^ið. Sigurjón Pétursson (Abl), sagði skipulagsmál þurfa talsverða umfjöllun og hvað sem öðru liði þá væri ljóst, að margs væri að gæta, en ÓBTh, myndi eflaust geta fundið sér enn fleiri tæki- færi gegnum fundargerðir að ræða þessi mál. Sigurður G. Tómasson (Abl) sagði, að skipulag frá 1977 væri gallað. HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓDS SKULDABRÉF A 8, DRÁTTUR 15. JÚNl 1979 SKRÁ UM VINNINGA VINNINGSUPPHÍÐ KR. 1.000.000 72789 90137 VINNINGSUPPHÆO KR. 500.000 4323Á VINNINGSUPPHáO KR. 100.000 2446 16091 25689 31466 37007 40828 73557 99630 3660 22559 25939 33885 38142 48261 75076 8529 23087 26745 35852 40614 63207 85108 VINN INGSUPPHÆO KR. 10. 000 1531 16464 29509 42013 54689 64462 74252 86956 1561 16579 30990 43092 54811 64924 74353 87956 304 3 17057 32022 43191 54921 64980 74719 88394 3501 17348 32313 43261 55084 65304 74853 89349 5330 17414 32628 44799 55449 65350 75036 89826 5821 17498 32929 45300 55508 65574 75089 90108 6808 18940 33972 45344 56808 65576 75103 90839 7088 19121 34100 46157 56931 65707 76045 91815 7749 19228 34158 46410 57159 65990 76864 92592 8990 19464 35087 47026 57207 67480 77294 93660 9005 19643 35204 47322 57551 67504 77400 94020 9420 21081 36569 47382 58720 67564 78089 95086 9799 21892 37041 47529 59199 67664 78287 95443 9975 23265 37290 48217 59992 69276 78 30 3 95872 10737 23449 37330 48807 59998 69313 78943 95898 11010 23948 38201 49716 60281 69576 79071 96401 11121 24319 38524 49733 60809 70733 80687 96653 11821 24334 39024 49734 60819 7090 7 82417 97049 1249 5 24632 39105 51048 60920 71113 82504 97 309 12530 25303 39124 51380 61973 71356 82979 97773 13251 25774 39281 51478 6243 7 71366 83101 98176 135 24 26035 39997 51619 63077 72190 83596 9819? 13664 26967 40165 52464 63357 72304 84514 ■»8334 14212 27190 40619 52743 63501 7?ei5 84847 99094 14375 27195 ÁC733 53074 63550 72827 85199 99568 14405 27620 41282 53203 63695 73404 85374 99629 14761 27622 41316 53517 63913 73485 85836 99991 15295 27915 41724 54411 63988 73608 05853 16463 28626 42007 54673 64319 73785 85960 F JKRMAI. ARAÐUNEYT 10 REYKJAVIK 15. JUNI 1979 Ó9ÚITIR VINNINGAR ÚR A-FT£Wa ÓSÓITIR VDgjlNGAR ÚR 5. DRÆTTI 15. JpNl 1976 VINNINGSUPPHg) 1.000.000 kr. 27510 VTNNINGSUPFHB) 10.000 kr. 2061 9838 18108 34947 65276 70672 79314 86870 7657 10000 23878 35853 66998 79280 84685 91649 7779 15577 32907 51996 06ÓHTR VINNINGAR ÚR 6. DREITI 15. JÚNl 1977 VDHNGSUPFHBD 500.000 kr. 57950 VINNINGSUPPHffÐ 100.000 kr. 9384 49733 69609 99112 VINNINGSUPPHg) 10.000 kr. 4952 14478 33709 40482 5455 19681 36112 40593 14305 29764 39965 41925 ÓSÓITIR VINNINCAR VDttlNGSUPPHg) 100.000 kr. 1938 21931 44729 65179 VINNINGSUPPHg) 10. .000 kr. 2281 21255 26968 36080 6555 21728 27723 36085 8581 21730 32010 39967 14643 22360 33491 41499 15635 23756 34092 42304 18580 26630 35235 44754 21190 51153 65671 82465 88318 51755 70289 84161 91284 56114 75185 84822 R DRJLTi r 15. JúNt 1978 81801 84167 95578 96822 47564 58591 85451 96483 47661 65651 86526 97442 49416 67256 86831 Q8605 51456 68952 88382 »9061 51630 71718 89992 99697 54490 75542 92313 99.8?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.