Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979 HansBlix utanríkisráð- herra Svíþjóðar: Ifímm daga á bóndabœmeð fjölskylduna „ÉG ER mjög ánægður með að vera kominn til íslands, það er mjög mikilvægt fyrir mig sem utanríkisráð- herra, að heimsækja Norðurlöndin öll. Utanríkisráð- herra íslands, Benedikt Gröndal, kom í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í vor og ég greip fyrsta tækifærið sem gafst til að endurgjalda þá heimsókn,“ sagði utanríkisráðherra Svíþjóðar, Hans Blix, við komuna til íslands í gær. En Blix kom til Keflavíkur um klukkan hálf þrjú í gær og notaði daginn m.a. til að heimsækja sænska sendiráðið og fara með tveimur sonum sínum 1 sundlaug Vesturbæjar. Hans Blix býr á Hótel Sögu á öryggismál yfirleitt, meðan hin opinbera heimsókn hans stendur, en mun að henni lokinni fara til Austurlands þar sem hann mun dveljast á bónda- bæ fram til fjórða júlí. Hans Blix sagði að hann myndi koma aftur til íslands í ágúst til að sitja ráðherrafund Norðurlandanna sem verður haldinn í Reykjavík í byrjun ágúst. I viðræðum sínum við íslenska ráðamenn mun Blix aðallega ræða norrænt samstarf, en hann sagði að á mörgum sviðum mætti auka það að sínu mati eins og til dæmis í efnahags- og viðskiptamálum. Þá yrði að öll- um líkindum rætt um Nordsat sem væri ofarlega á baugi um þessar mundir og annað sam- starf Norðurlandanna í menn- ingarmálum. Af alþjóðlegum málefnum sagði hann að líklega yrði rætt um afvopnunarmál gang Salt-viðræðnanna og einnig hvernig unnt væri að bæta sam- búð austurs og vesturs. Hans Blix sagði að sennilega yrði rætt um ástandið í suð-austur Asíu og hvernig Norðurlöndin muni bregðast við flóttamannavand- anum þar. Hans Blix snæddi kvöldverð á Hótel Sögu í gærkvöldi í boði Benedikts Gröndal. í dag mun hann ræða við íslenska ráða- menn í ráðherrabústaðnum og snæða hádegisverð í Höfða í boði Sigurjóns Péturssonar, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur. Þá verður haldinn blaðamanna- fundur á Hótel Sögu og síðdegis mun hann renna fyrir lax í Elliðaánum. Um kvöldið býður hann til sín gestum til kvöld- verðar í Þingholti. Frú Eva Blix mun hins vegar fara árla dags í dag til Þingvalla í skoðunarferð, en síðdegis mun hún heimsækja barnaheimilið Dalbraut og skoða íslenskan heimilisiðnað. Flugleiðir segja upptugumflug í öryggisskyni SAMKVÆMT upplýsing- um sem Mbl. hefur aflað sér eru væntanlegar upp- sagnir næstu daga hjá tugum flugliða Flugleiða, flestum úr hópi flugfreyja, en einnig flugmönnum, flugvélstjórum og flug- virkjum. Þessar uppsagn- ir munu þó fyrst og fremst vera í „öryggisskyni“ eins og einn talsmaður Flug leiða orðaði það, miðað við stöðuna í farþegafluginu í dag og það að ekki komi til viðbótarverkefni í haust og vetur fyrir flug flota Flugleiða. Til dæmis mun það hafa áhrif í þess- um efnum ef staðfest verð- ur í ágúst væntanlegt píla grímaflug með 25 þús. Nígeríumenn og ekki sízt ef tían kemst fljótlega í gagnið. Reiknað hafði verið með um 60 nýjum flugfreyjum til starfa í sumaráætlun- inni og var búið að ráða hluta þeirra. Uppsagnir munu að auki ná til nokk- urra tuga fastráðinna flugliða úr hópi beggja fé laganna, flugmanna, flug freyja og flugvirkja, en talsmenn Flugleiða kváðu mikið kapp lagt á að afla viðbótarverkefna fyrir flugflota fyrirtækisins og væri það von allra að þess- ar væntanlegu uppsagnir þyrftu ekki að taka gildi. „Er mjög ánægður með samkomulagið’ „ÉG er mjög ánægður með þetta samkomulag, og tel að þarna hafi verið skynsamlega að málum staðið“ sagði Olafur Jóhannesson forsætisráðherra í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkvöldi er hann var inntur áltis á því samkomulagi sem undirritað hefur verið milli Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins. Forsætisráðherra sagði, að samkomulag þetta gilti til áramóta og yrðu menn að vona að það tryggði frið á vinnumarkaðn- um þangað til að minnsta kosti. ÍNNLENT Forsætisráðherra um tillögu Geirs Hallgrímssonar: Verður afgreitt form- lega í ríkisstjórn í dag BRÉF Geirs Hallgrímssonar til Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra verður tekið til formlegrar afgreiðslu á fundi ríkisstjórnar- innar í dag, að því er Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær, Sagðist forsætis- ráðherra ekki vera reiðubúinn til að tjá sig um efnisatriði bréfsins fyrr en að loknum fundi ríkis- stjórnarinnar. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, ritaði formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra bréf, þar sem hann hvetur ríkisstjórnina til að skipa nefnd til að kanna alla möguleika á olíukaupum á sem hagkvæmustu verði. Þar á meðal eigi nefndin að taka upp viðræður við Sovétmenn um breytt fyrirkomulag verðmið- unar í olíukaupum frá Sovétríkj- unum. Leggur Geir Hallgrímsson til að nefndina skipi menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Nafn mannsins, erdrukknaði MAÐURINN, sem drukknaði í Miklavatni í Skagafirði sl. þriðjudag hét Guðmundur Hall- mundsson. Hann var fæddur 17. apríl 1918 og starfaði sem leigu- bflstjóri í Reykjavfls en heimili hans var að Grensásvegi 60, Reykjavík. Geir Hallgrímsson um olíumálin: Viljum hvetja ríkisstjómma tíl víðtækra aðgerða í oliukaupum MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og leitaði nánari fregna hjá honum af bréfi því er hann ritaði forsætisráðherra fyrir helgi og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær, þar sem lagt er til, að skipuð verði nefnd með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum til þess að fjalla um olíukaupamálin. Geir Hallgrímsson kvaðst hafa reifað mál þetta á fundi í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins dag- inn áður en hann ritaði bréfið og gert miðstjórninni grein fyrir þeim hugmyndum, sem þar koma fram. Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að takast megi að fá olíu keypta á sem hagkvæmustu verði. Eins og málin standa nú er hér um mjög alvarlegan vanda að ræða. Við erum að flytja inn olíufarma, sem kosta um 380 dollara tonnið af gasolíu én útsöluverðið, sem við búum nú við og öllum þykir nægilega hátt er miðað við 260— 270 dollara tonnið. Stórfelld verð- hækkun er því fyrirsjáanleg og stjórnvöld hafa verið með hug leiðingar um nýjar skattaálögur til að greiða olíuna niður. Við fiskverðsákvörðun um síðustu mánaðamót var lofað óbreyttu olíuverði. I bréfinu til forsætisráðherra er lögð áherzla á að leitað sé til æðstu stjórnvalda og helztu olíu fyrirtækja í olíusölulöndunum og ennfremur að náið samstarf og samráð verði haft við olíufélögin — og veita henniþað lið, sem við megum íslensku og þau hvött til þess að nýta olíuviðskiptasambönd sín til þess að afla okkur sem hagkvæm- astra tilboða. Þá var í bréfinu lögð áherzla á að teknar verði upp viðræður við Rússa um endur skoðun á verðviðmiðun olíukaupa samninga. Þegar ég kynnti forsætisráð Geir Hallgrímsson. herra munnlega efni bréfsins sl. föstudag, tjáði hann mér, að það yrði væntanlega tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi síðari hluta mánudags. Viðskiptaráðherra skýrði mér frá því í símtali á þriðjudag, að málið hefði verið til meðferðar í ríkisstjórninni dag- inn áður og óskaði eftir að Sjálfstæðisflokkurinn væri reiðu búinn til að tilnefna fulltrúa í nefndina sem allra fyrst. Við viljum með þessu bréfi hvetja stjórnvöld til sérstakra víðtækra aðgerða í olíukaupum og bjóðumst til að veita ríkis- stjórninni það lið, sem við meg- um. Hér er um mál allrar þjóðar- innar að ræða. Því er nauðsynlegt að allir standi saman við að leita ráða til lausnar þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.