Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 26
26 MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma GUDBJÖRG GUDMUNDSDÓTTIR Fýlshólum 1 lézt á sjúkrahúsi á Spáni þann 26. júní. Snorri Guönason Svala S. Jónsdóttir Einar S. Einarsson Björk E. Jónsdóttir og barnabörn t Maöurinn minn BERGÞÓR SIGURÐSSON andaöist á Landakotsspítala þriðjudaginn 26. júní. Jaröartörin auglýst síöár. Kristbjörg Þorvaröardóttir t GUÐRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, KRISTIANSEN, f. 25.9. 1894 aö Bjalla í Landsvoit, lézt aö heimili mínu, Steinjörd, Evenskjer, Noregi, þann 22. maí sL Jaröarförin fór fram 29. maí. Fyrir hönd vandamanna, Helga póröardóttir, Thomassen. t JÓHANN ÞORSTEINSSON málarameistari Kleppsvegi 50, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. júní kl. 3 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Rebekka Guömundsdóttir Ragnheiöur Brynjólfsdóttir Engilbert Engilbertsson Ólöf Brynjólfsdóttir Sigurður Þorsteinsson og aörir vandamenn. t Eiginmaöur minn, faöir og stjúpfaöir, GUÐGEIR GUDMUNDSSON, vólgæzlumaöur, Kleppsvegi 128, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. júní kl. 13-30- Hulda Valdimarsdóttir, Lárus Guögeirsson, Baldur Álfsson. t Móöir okkar, LAUFEY LÍNDAL Arnartanga 78, Mos. áöur Háteigsvegi 22, Rvfk., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. júní kl. 10 30 , h' Hulda Jensdóttir, Fyrir hond vandamanna, E|lort Jon80oni Theódór Helgason. t Eiginmaöur minn TRYGGVI ÍVARSSON, lyfjafræöíngur, Ránargötu 19, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. júní kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag fatlaöra og lamaðra. Hildur Sveinsdóttir t Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma JÓNÍNA HALLGRÍMSDÓTTIR Selvogsgötu 26, Hafnarfiröi veröur jarðsungin frá Þjóökirkjunni f Hafnarfiröi', föstudaginn 29. júní kl. 2 e.h. SigÞór Marinósson Aöalbjörg SigÞórsdóttir Gunnar Sigurösson, Rafn SigÞórsson Guöný Albertsdóttir, María SigÞórsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug við andlát og útför ÁSTHILDAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Gufuskálum Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala. Guö blessi ykkur öll. Elínborg Þóröardóttir, Sigurður Friöríksson, Mjöll Siguröardóttir, Ragnar Jóhannesson, Ásthildur Ragnarsdóttir, Jón Halldórsson, Ragnar Ragnarason, Elínborg Ragnarsdóttir. Siguröur Ragnarsson, Lárus Ágústsson, Helga Jónsdóttir, María Mjöll Jónsdóttir, Aöalheiður Ragnarsdóttir. Þórður Jónsson Miíla—Minning Fæddur 19. júlí 1930. Dáinn 19. júní 1979. Mér varð undarlega innan- brjósts þegar mér var sagt lát Þórðar Jónssonar bónda á Múla og oddvita Þingeyrarhrepps, það kom mér og vafalaust fleirum svo gjörsamlega á óvart að hann Þórður á Múla, sem maður sá, hitti og talaði við svo að segja daglega, væri allt í einu horfinn af sjónarsviðinu fyrirvaralaust, horfinn yfir landamæri lífs og dauða, þaðan sem enginn á aftur- kvæmt. Það var engu líkara en einhver dimmur og kaldur skuggi legðist yfir þetta litla byggðarlag okkar, svo sem oft vill verða þegar duglegir og framsýnir forgöngu- menn falla í valinn svo að segja í blóma lífsins, en um slíkt tjáir ekki að tala og enginn deilir við dómarann allra síst þann sem ræður iífi og dauða okkar mann- anna hér á jörð. Þórður Jónsson var fæddur 19. júlí 1930 að Finn- bogastöðum í Árneshreppi á Ströndum en lést að heimili sínu, Múla í Dýrafirði, 19. júní síðast- liðinn, vantaði því mánuð upp á 49. aldursárið. Foreldrar Þórðar voru Jón Samsonarson og Ragn- heiður Guðjónsdóttir, bjuggu þau um árabil á Finnbogastöðum en munu hafa brugðið búi þar eftir að mæðiveikin fór að herja á búfé manna, fluttust þau þá að Múla í Dýrafirði ásamt börnum sínum Þórði, Karitas, Jóhönnu og Sverri, öllum ungum. Múli var á þeim árum ekkert stórbýli fremur en mörg önnur kot hér í hrepp. En þau hjón, sem bæði vou annáluð fyrir dugnað, munu fljótlega hafa lagt allt kapp á að rækta og bæta jörðina og því starfi hélt Þórður sleitulaust áfram að foreldrum sínum látnum enda er nú svo komið, að flest hús jarðarinnar eru ný eða nýleg, þar á meðal gott og vandað íbúðarhús. Má því segja að í dag sé Múli nánast stórbýli á mælikvarða okkar Dýrfirðinga. Sem ungur maður vann Þórður við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga sem þá var undir stjórn hins þekkt og ötula ákafa- manns Eiríks Þorsteinssonar. Það er ætlun mín, að á þessum árum hafi Þórður bundist þeim böndum við kaupfélagið og samvinnustefn- una sem aldrei rofnuðu, heldur treystust ár frá ári, samanber það að árið 1967 er hann kjörinn í stjórn Kaupfélagsins og nú síð- ustu árin formaður kaupfélags- stjórnar. Skamma hríð vann Þórð- ur á skrifstofu Kaupfélagsins því sökum vanheilsu lá leið hans suður að Vífilsstöðum, þar gekk hann undir svokallaðan lungna- skurð þar sem numinn var brott mikill hluti af öðru lunga hans. Nú mætti ætla, að margur maðurinn hefði reynt að verða sér úti um létta og þægilega vinnu eftir það sem á undan var gengið og valið eitthvað annað en búskap. En mér er til efs að slíkt hafi nokkru sinni hvaflað að Þórði. Sjúkrasaga Þórðar á Vífilsstöðum var ekki eingöngu þrauta- og þjáningar- spor heldur jafnframt mesta heilla- og hamingjuganga í lífinu, þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Jósefínu Friðriksdótt- ur, sem staðið hefir við hlið hans í blíðu og stríðu, hljóðlát og traust. Þórður var mikill áhugamaður um félagsmál almennt, enda fór það svo að honum voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir sveitunga sína. Svo nokkuð sé nefnt þá var hann fyrst kjörinn í hreppsnefnd 1966 og oddviti hreppsnefndar frá 1970, auk þess hefir Þórður innt af hendi ýmis önnur störf í annarra þágu sem hér verða ekki talin. Þau ár sem Þórður var búinn að sitja í hreppsnefnd og taka virkan þátt í sveitarstjórnarmálum hafa jafn- framt verið mestu athafna- og framfaraár í okkar byggðarlagi. Ekki kemur mér til hugar að þakka þær framfarir neinum ein- um, slíkt væri að gjöra þeim rangt til sem með Þórði hafa starfað í gegnum árin, hitt veit ég að þar sem Þórður gekk fram með sínum alkunna áhuga þar var jafnan árangurs að vænta. Þórður var geðríkur ákafamaður og nokkuð einráður að því er sumum fannst, en slíkt er oft einkenni þeirra manna sem barist hafa mest og best fyrir hag lands og þjóðar. Og nú í dag, miðvikudaginn 27. júní, verður Þórður til moldar borinn og lagður til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna í grafreitn- um á Þingeyri. Ég veit að margir munu fylgja honum síðasta spöl- inn að þeim krossgötum sem allra bíða. Ég persónulega sakna Þórð- ar og svo mun um fjölmarga aðra. Það er sárt að sjá á bak honum mitt í önn vaxandi verkefna á tímum umbóta og ovissu. íslensk bændastétt er fámenn og vafalítið fækkandi, hún á því í vök að verjast og seinbætt er það tjón þegar forvígis- og framámenn hennar falla í valinn á miðri starfsævi, ekki hvað síst fyrir lítil byggðarlög. Við verðum að vona að maður komi í manns stað og reynist þess megnugur að halda merkinu á loft og bera það fram til sigurs á komandi tímum. Um leið og ég lýk þessum fátæklegu minningarorðum vil ég þakka Þórði fyrir góð kynni gegnum árin, fyrir mannslund hans og hjálpsemi. Ég bið það alheimsafl sem öllu ræður og allt byggist á að vernda og styðja konuna hans, hana ínu, svo og börnin þeirra, Maju, Rönku og Nonna litla. Megi minningin um hann verða þeim styrkur og huggun í nútíð og framtíð. Sveitungi. Guðmundur Helgason — Minningarorð Genginn er góður drengur. Guð- mundur Helgason lést 26. maí síðast liðinn og var jarðsettur að Lágafelli 2. júní. Hann hafði alla tíð verið heilsuhraustur þar til síðustu mánuðina að hann átti við þungbæran sjúkdóm að stríða, og var sá tími erfiður honum og fjölskyldu hans. Guðmundur fæddist á ísafirði 14. nóv. 1924 sonur hjónanna Jónínu Pétursdóttur og Helga Benediktssonar skipstjóra. Sex ára gamall fór hann í fóstur til Þórðveigar Jósefsdóttur og Davíðs Þorgrímssonar á Ytri-Kárastöð- um á Vatnsnesi. Tengdist hann fósturforeldrum sínum sterkum böndum. Hinn 28. apríl 1946 kvæntist hann Ingibjörgu Margréti Krist- + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jarðarför BJÖRNS H. BJÖRNSSONAR Furugeröi 1, Ólína Björnsdóttir og aörir aöstandendur Móöir okkar KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Laufásvegi 3, Stykkíshólmi, veröur jarösungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00. Börnin. Álftamýrl 1-Simar 8-1250 Ixknar 8-1251 verzlun Vegna jarðarfarar Tryggva ívarssonar er lokað föstudaginn 29. júní. jánsdóttur frá Brúsastöðum í Vatnsdal. Ung að árum kynntust þau þegar bæði voru við nám í Reykjaskóla í Hrútafirði, og lágu leiðir þeirra saman eftir það. Þau hófu búskap á Ytri-Kárastöðum og bjuggu þar í sautján ár. Þá fluttust þau til Akraness og dvöld- ust þar í nokkur ár. Fyrir tíu árum lá leiðin í Mosfellssveit. Festu þau kaup á húsi að Hamarsteigi 3 og bjuggu þar síðan. Gerðist Guð- mundur starfsmaður ullarverk- smiðjunnar á Álafossi. Börn þeirra hjóna urðu sjö: Margrét Sigríður, Kristján, Davið Þór, Bjarni Rúnar, Ásgeir Pétur, Örlygur Atli og Nína Hrönn. Fimm elstu börnin hafa stofnað eigin heimili, en tvö þau yngstu, sextán og ellefu ára, eru enn í heimahúsum. Hafa þau mikið misst. Börnum sínum var Guðmundur einstakur faðir, mildur og ástrík- ur. Og litlu barnabörnin sem komu oft í heimsókn til ömmu og afa nutu sömu ástúðar, enda fljót að hiaupa í fangið á afa. Það gefur að skilja að oft hefur róðurinn verið þungur að sjá svo stórum hópi farborða. Lá Ingi- björg heldur ekki á liði sínu, en vann mikið utan heimilis eftir að þau fluttust úr sveitinni. Á heimili þeirra hjóna var gott að koma. Þar var gestrisni mikil, glatt og alúðlegt viðmót. Var Guðmundur einkar viðræðugóður og naut þess að ræða við gesti sína. Hann var mjög vel greindur og minnugur, ættfróður og fylgd- ist vel með málum líðandi stund- ar. Guðmundur var jafnlyndur, hlýr og glaðlegur í framkomu, mikill drengskaparmaður með ríka réttlætiskennd. Hann átti heitt og stórt hjarta. Ef til vill fann hann stundum of mjög til „í stormum sinnar tíðar". Nú er vegferðinni lokið. Megi farsæld fylgja ástvinum hans öllum. G.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.