Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1979 ptnrgmiiMalííilí Útgefandi Framkveemdaatjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstrnti 6, sími 22480. Sími 83033 Reynslan af sösialisma Sósíalismi í framkvæmd á að baki 60 ára reynslusögu í Sovétríkjunum. Reynslutími sósíalisma í ríkjum A-Evrópu er víðast kominn á fjórða áratuginn. Fjölmargar þjóðir Asíu og Afríku hafa og mislanga reynslu af sósíalisma í framkvæmd, þó skemmri sé en fyrrgreindra Evrópuþjóða. Það er einkar athyglisvert að reynsla þessara þjóða allra fellur í einn og sama farveginn, bæði að því er varðar persónufrelsi, þ.e. þegnréttindi einstaklinganna, og varðmætasköpun og lífskjör, sem mótast m.a. af viðkom- andi hagkerfi. Alþjóðlegar skýrslur sýna að verðmætasköpun á hvern þjóðfélagsþegn í ríkjum sósíalismans er afgerandi minni en í hagkerfum vestrænna ríkja og almenn lífskjör að sama skapi lélegri. Enn ömurlegri er þó sú reynsla, er lýtur að persónulegu frelsi manna: pólitísku frelsi til skoðanamynd- unar og tjáningar, frelsi til starfs og framkvæmda, frelsi til listsköpunar, að ekki sé minnst á ferðafrelsi í stað átthagafjötra. Við fengum átakanlegt dæmi um framkvæmd sósíalisma í fræðslumynd í Sjónvarpinu sl. mánudag, þar sem greint var frá sölu A-Þjóðverja á pólitískum föngum vestur fyrir Berlínarmúrinn. Fólk, sem sætt hafði frelsissviptingu, jafnvel árum saman, vegna skoðana sinna einna, var selt eins og markaðsvara fyrir eftirsóttan vestrænan gjaldeyri. Þessi viðskipti hafa viðgengizt árum saman, þó nú fyrst séu að koma upp á yfirborð almennrar vitneskju. Verzlun með lifandi fólk, sem flestir héldu að heyrði til grárri forneskju, er einkenni dagsins í dag í því ríki sósíalismans, sem þó er lengst komið, a.m.k. efnahagslega. Okkar borgaralega þjóðfélag hefur vissulega ýmsa annmarka. En þaö hefur tryggt þegnum sínum bæði verulega betri lífskjör og víðtækari persónuréttindi en ríki sósíalismans. Höfuðkostur þess er samt sá að geta þróazt frá annmörkum sínum á friðsaman hátt, fyrir meirihluta- áhrif í almennum, leynilegum kosningum. Þessa þjóðfélags- gerð þarf að vernda; einnig fyrir þeim öflum hérlendis, sem leynt og ljóst vilja neyða sósíalisma upp á íslenzkt þjóðfélag. Varanleg vegagerð Þingmenn Sjálfstæðisflokksins fluttu á liðnu þingi tillögu um varanlega vegagerð, sem því miður náði ekki fram að ganga. Tillagan gerði ráð fyrir 15 ára verkáætlun um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýlisstaða með bundnu slitlagi. Hún fól jafnframt í sér fjármögnun framkvæmdanna, sem byggja átti á umframtekjum af sérsköttun umferðar, happdrættislánum og framlagi byggðasjóðs, auk fjárveitinga á fjárlögum til almennrar vegagerðar. I greinargerð kemur fram að olíumalarvegur með 1000 bíla árdagsumferð skilar stofnkostnaði í minna vegavið- haldi á tæpum áratug, en umferðarþungi ræður að sjálfsögöu, hvers konar slitlag yrði lagt á einstaka vegarkafla. Athuganir sýna að varanleg vegagerð er arðbær og skilar kostnaði sínum á undraskömmum tíma, ekki aðeins í minna vegaviðhaldi, heldur einnig í minni viðhaldskostnaði ökutækja, lengri endingartíma þeirra og minni bensíneyðslu, sem er stórt atriði í .viðblasandi verðþróun á olíu. Sverrir Hermannsson alþingismaður, 1. flm. tillögunnar, segir í viðtali við Mbl. sl. þriðjudag, að útreikningar sýni að fólksbifreið á malárvegi noti 19% meira bensín en á varanlegu slitlagi. Slit á hjólbörðum er talið 170% meira á malarvegi en malbiki. I stuttu máli komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu, að meðaltalsslit á bifreið sé 63% meira við akstur á hinum verri vegunum en varanlegum. Samkvæmt vegaáætlun núv. ríkisstjórnar verður 11% magnminnkun vegaframkvæmda í ár frá fyrra ári, þegar einnig var um nokkurn samdrátt að ræða. Hins vegar setur samgönguráðherra á pappír framkvæmdaaukningu fyrstu þrjú ár næsta áratugar, án þess þó að fjáröflunarákvörðun fylgi, sem er þó mergurinn málsins. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar mótað stórhuga framkvæmdastefnu í varanlegri vegagerð, sem nær bæði til verkáætlunar og fjármögnunar. I tilvitnuðu samtali við Mbl. segir Sverrir Hermannsson, að hann sé samdráttarmaður við ríkjandi efnahagsaðstæður í þjóðarbúinu. Þó séu tvö verksvið, þar sem við höfum ekki efni á „sparnaði": í orkumálum og vegagerð. Undir þau orð er rétt að taka. Lögreglumenn, félagar úr björgunarsveitinni Ingólfi og Hjálparsveit skáta vinna að slökkvistarfi skammt fyrir ofan Sandskeið. Ljósm. Mbl. Emilía. Sjö tíma að slökkva eld í mosa Á þriðjudag var eldur laus f mosa skammt ofan við Sand skeið og tók það lögreglumenn ásamt mönnum úr Slysavarna sveitinni Ingólfi og Hjálpar sveit skáta um sjö tíma að ráða niðurlögum eldsins. Tilkynning um eldinn barst frá flugvél, sem var á flugi yfir svæðinu en erfitt var að komast að brunastaðnum nema á tor- færubílum. Ekki er vitað um upptök eldsins en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. í allt brann gróður á um hálfum hektara. Keflið á hápunkti ferðarinnar LANDSHLAUP F.R.Í. fór um Vestfirði um helgina. Vestur ísfirðingar tóku við keflinu á Þorskafjarðarheiði af Stranda mönnum, og skiluðu því í hendur Norðurísfirðinga á Breiðadals heiði kl. 4.50 að morgni sunnu dags. Á myndinni skilar bæjar- stjórinn á ísafirði, Bolli Kjart- ansson, keflinu í hendur Kristj- áns Pálssonar sveitarstjóra á Suðureyri í 610 metra hæð yfir sjávarmáli við erfiðar aðstæður, snjókomu og frost. Þarna má segja að Landshlaupið hafi náð hámarki, því einmitt þarna er hæsti hluti þeirrar Ieiðar er keflið góða fór í hringferð sinni um landið. — Úlfar. tök í Sjálfstæðisflokknum um olíuskrifín Míðstjómin þaggaði niður í Moggamm sem skilaði auðu um olíuna í gœr voru oltumálin til umræöu og var þar deilt hart um skrif Morgun- blaösins og afleiöingar þeirra. Þótti flestum sýnt aö áróöur blaösins þrengdi Sjálfstæðis- flokknum inn I blindgötu ef ekkert væri aö gert. Aö fundinum lokn- um ritaöi Geir Hallgrímsson ölafi Jóhannessyni forsætisráöherra „Uppsptmi frá rótum” segir Sigurður Hafstein um „frétt” Þjóðviljans í gær „Þetta er alrangt. Skrif Morgunblaðsins komu yfirleitt ekki til umræðu á fundi mið- stjórnar, og því er þessi frétt Þjóðviljans uppspuni frá rót- um, hreinn uppspuni“ sagði Sigurður Hafstein framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- fiokksins í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. í forsíðufrétt í Þjóðviljanum í gær er því haldið fram, að hart hafi verið deilt um skrif Morgunblaðsins um olíumál á fundi miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins síðastliðinn fimmtudag. í fréttinni segir einnig að miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins hafi þaggað niður í Morgunblaðinu, og einnig segir í þessari sömu „frétt" að flestum þætti „sýnt að áróður blaðsins þrengdi Sjálfstæðisflokknum inn í blindgötu ef ekkert væri að gert.— „Frétt" Þjóðviljans í gær, um að „miðstjórn Sjálfstæðisfokks- ins hafi þaggað niður í Morgun- blaðinu á eftirminnilegan hátt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.