Morgunblaðið - 06.07.1979, Side 2

Morgunblaðið - 06.07.1979, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1979 Þingflokkur Sjálfstæðisflokks um Jan Mayen: Látum einskis ófreistað til að afstýra árekstrum MORGUNBLAÐINU hefur borizt lagður var í viðræðum um s.l. eftirfarandi ályktun, sem gerð helgi. var á fundi þingflokks Sjálfstæð- Skorar flokkurinn á ríkisstjórn- isflokksins í gær: ir landanna að halda viðræðum „Þingflokkur Sjálfstæðismanna áfram og láta einskis ófreistað til harmar að ekki skyldi nást sam- að afstýra árekstrum. Býður komulag milli Norðmanna og ís- flokkurinn fram allaj>á aðstoð, er lendinga á þeim grundvelli sem hann getur í té látið." Bakari hengdur fyrir smið segir formaður FÍA — VIÐ höfum spjallað um þessar uppsagnir á mönnum í FÍA, en úr því að staða félagsins er eins og okkur / Atta sækjaum bæjarstjórastarf- ið í Siglufirði RUNNINN er út umsóknarfrestur um starf bæjarstjóra í Siglufirði og bárust átta umsóknir um starfið. Umsækjendur eru: Andrés Fjeld- sted, lögfræðingur, Ingimundur Ein- arsson, lögfræðingur, Ingimundur Magnússon, rekstrarfulltrúi, Jónas Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Kristján Axelsson, sveitarstjóri, Páll Þorsteinsson, lögfræðingur, Runólfur Birgisson, bankastarfs- maður og Þorgils Axelsson, bygg- ingafræðingur. Bjarni Þór Jónsson, sem verið hefur bæjarstjóri í Siglufirði tekur 1. ágúst n.k. við starfi bæjarritara í Kópavogi. hefur verið skýrt frá þá sé ég ekki að mikið sé hægt að gera, sagði Björn Guð- mundsson formaður Félags ísl. atvinnuflugmanna f sam- tali við Mbl. í gær. — Okkur finnst að vísu súrt að vera hengdir fyrir Atlantshafs- flugið og teljum að þar sé bakari hengdur fyrir smið, en vissulega er mjög erfitt varðandi öll olíumál og eru á allri olíu nánast dagprís- ar. Hjá okkur var sagt up'p 9 mönnum og helé ég að þeir séu með allt að 5—6 ára starfsaldur í þeim hópi. Við höfum ekkert ákveðið um aðgerðir, enda ekki sjánlegt að neitt sérstakt sé hægt að gera, en munum bíða og sjá hvað setur. Við vonum að ástandið lagist á næstunni, því nóg er af farþegum og gildir það um innan- lands- og Evrópuflugið og jafnvel um Ameríkuflugið líka þó ég þekki minna til þess, sagði Björn að lokum. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra: Virðist ekki grundvöllur fyrir ráðherraviðræðum við Rússa eins og sakir standa Olíunefndin á fundi í gær. Byrjað á gagnasöfnun Olíiuiefndin: FYRSTI fundur olfunefndar var haldinn í gær og hefur þegar verið ákveðinn annar fundur f dag. Að sögn Jóhannesar Nor- dals formanns olíunefndarinnar fer tfminn fyrst f stað að mestu f gagnasöfnun og munu nefndar- mennirnir kynna sér hinar ýmsu hiiðar olfumála áður en farið verður að ræða um hvað leggja skuli til að framkvæmt verði. Olíunefndina skipa Jóhannes Nordal formaður, Valur Arn- þórsson, Kristján Ragnarsson, Ingi R. Helgason og Björgvin Vilmundarson og ritari nefndar- innar hefur verið ráðinn Geir H. Haarde. Frestun á uppsögnum 70 ára borgarstarfsmanna: Sjöfn myndaði meirihluta með Sjálfstæðisflokknum Á FUNDI borgarstjórnar í gær- kvöldi var samþykkt tillaga frá Sjöfn Sigurbjörnsdóttur, borgar- fulltrúa Álþýðuflokksins, þess efn- is að fresta beri uppsögnum þeirra stárfsmanna Reykjavíkurborgar sem hætta eiga störfum fyrir aldurs sakir. En áður hafði tillaga sama efnis frá Albert Guðmunds- syni og Magnúsi L. Sveinssyni verið felld af fulltrúum meirihlut- ans í borgarráði. Með tillögu Sjafnar greiddu at- kvæði sjö fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, en Björgvin Guðmunds- son, annar fulltrúi Alþýðuflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna og var tillagan því samþykkt með 8 atkvæðum gegn 6. í tillögu Sjafnar var gert ráð fyrir frestun á uppsögnum þeirra starfsmanna sem náð hafa sjötugs- aldri, meðan nefnd sú starfar sem vinnur að endurskoðun á reglum um aldursmörk borgarstarfs- manna. Borgarstjórnarfulltrúar Al- þýðubandalagsins lýstu sig and- snúna þessari frestun og kváðust ekki sjá neinn tilgang í því að fresta gildistöku uppsagnanna meðan þetta óvissuástand varir. Kváðust þeir telja, að eitt og jafnt ætti yfir alla að ganga í þessu efni. Fjármálastjórn borgarinnar að fara úr böndum: „EINS og útlitið cr í dag virðist ckki grundvöllur fyrir ráðhcrraviðræðum við Sovétmcnn um cndurskoðun á viðskipta- samningnum." sagði ólafur Jóhanncsson forsætisráðhcrra. er Mhl. spurði hann í gær. hvort ríkisstjórnin hygðist láta reyna á það. hvort sovézkir ráðamcnn ræddu við íslcnzka ráðhcrra um cndurskoðun á viðskiptasamningnum cða ckki. Ólafur sagði að það hefði lengi verið athugað, hvort möguleikar væru á því að koma á slíkum viðræðum, en Sovétmenn virtust ekki reiðubúnir til að taka upp þessar viðræður að svo stöddu. Mbi. spurði þá Ólaf hvort af IsJands hálfu hefði verið beðið um slíkar viðræður, eða hvort aðeins væri um að ræða óformlega könn- un. „Formleg eða óformleg. Við skulum sleppa því“, sagði forsæt- isráðherra. „Málin standa svona í dag. En ég reikna með að það verði haldið áfram að kanna þetta". Fjárvöntun þrisvar sinnum meiri en mest var á sl. ári — segir Birgir ísl. Gunnarsson FJÁRMÁLASTJÓRN borgar- Gunnarsson, borgarfulltrúi á innar er augljóslega að liðast fundi borgarstjórnar Reykj- úr böndum, sagði Birgir ísi. avíkur í gær er önnur um- Þjófuriim spældi egg, drakk gin með, setti hitann á og stakk af með vínskáp INNBROTSÞJÓFUR var á ferð í Miðbænum í Reykjavík í fyrrnótt og gerði hann sig heimakominn í að minnsta kosti fjórum fbúðum þar. Meðal annars braust hann inn í íbúð við Sóleyjargötu, og lét þar eins og hann væri heima hjá sér lengi nætur. Þannig háttar til í umræddu húsi á Sóleyjargötunni, að í kjallara hússins búa ung hjón og barn þeirra, en uppi búa foreldrar konunnar. í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins kvaðst unga konan hafa vaknað um klukkan hálf þrjú um nóttiha við mikið rennsli í hita- vatnslögnum hússins. „Þetta hljóð kom mér talsvert á óvart,“ sagði konan, „og þar sem ég var ein heima með barni okkar, þá fór ég að gá hverju þetta sætti. Fór ég upp á loft og sá þá, að ljós var í stofunni. Gekk ég þar inn og sá hvar maður var að bogra yfir einhverju og fór þá og vakti foreldra mína.“ Síðan kvaðst hún hafa farið og rætt við manninn, og spurt hvað hann væri eiginlega að gera. Var hann þá að dunda við að tína áfengisflöskur í gulan plast- poka úr vínskáp í stofunni. „Þeir buðu mér hingað," sagði maðurinn, og tók á rás með það sem hann hafði sett í pokann og hvarf út um garðdyr er hann hafði greinilega brotið upp er hann kom inn í húsið. Þá var hringt á lögregluna og kom hún nær samstundis á tveimur bílum, þrír í hvorum báðum megin við húsið. „Ég hleypti inn öðrum megin þremur og hinum megin þremur, þannig að ég var komin með sex unga og fíleflda lögreglu- þjóna inn í ganginn hjá mér,“ sagði konan í samtali við Morgunblaðið. Hafði lögreglan verið í hverfinu og leitað að innbrotsþjófinum því borist hafði tilkynning um að brotist hefði verið inn í þrjú önnur hús fyrr um nóttina. Við athugun á íbúðinni kom í ljós að hann hafði ekki valdið neinum skemmdum, nema hvað læsingin á garðdyrunum sem hann stakk upp var ónýt. Hann hafði hins vegar kveikt ljós bæði í stofunni og í eldhúsinu, og í eld- húsinu var heldur óhrjálegt um að litast. Hafði komumaður greini- lega verið svangur, og því tekið það til bragðs að spæla egg á pönnu, og hafði hann torgað heilu kílói af eggjum áður en hann hætti. Þá hefur honum væntanlegá þótt heldur kalt í húsinu á meðan hann stóð í eldamennskunni, og því setti hann hitann á fullt. Þá var það einnig greinilegt, að ekki hefur honum þótt við hæfi að snæða eggin þurrbrjósta, svo hann sótti sér eina ginflösku í skápinn áður en hann settist til borðs. í samtali við Morgunblaðið kvaðst konan ekki hafa orðið neitt hrædd, nema þá eftirá. Sagðist hún aðallega hafa orðið reið er hún sá aðfarirnar. „Auðvitað getur ýmislegt gerst í svona tilvikum, en eftirá að hyggja finnst mér þetta nú fyrst og fremst fyndið," sagði konan. Hún sagðist hafa álitið að maðurinn væri um það bil 55 ára, en í ljós kom að hann er aðeins um fertugt. Náðist hann örskömmu eftir að hans varð vart á Sóleyjar- götunni. Reyndist þar vera á ferð einn „góðkunningi" lögreglunnar, útigangsmaður sem slapp ekki alls fyrir löngu úr afplánun á Litla-Hrauni. Sagði konan að hann væri nú í gæsluvarðhaldi eftir því sem hún hefði frétt. Sagði hún manninn hafa verið illa til fara og illa útlítandi enda heimilislausan. Hefði lögreglan ráðlagt henni að hreinsa vel íbúðina eftir hann og kvaðst hún ekki hafa þorað annað en sótthreinsa hana alla. ræða fór fram um reikninga borgarinnar á árinu 1978. Birgir ísl. Gunnarsson sagði að fjárhagurinn væri sæmi- legur það sem af er árinu en horfur mjög slæmar síðari hluta ársins. Greiðsluáætlun, sem gerð hefur verið fyrir þetta ár sýnir, að fjárvöntun verður mest um 3 milljarðar og er það þrisvar sinn- um meira en mest var á sl. ári, sagði Birgir ísl. Gunnarsson. Borgarfulltrúinn sagði m.a. að í greiðsluáætlun þessari væri gert ráð fyrir að í lok hvers mánaðar liggi í ógreiddum reikningum 600 millj. kr., en skv. þessari greiðslu- áætlun verður fjárvöntun í lok hvers mánaðar það sem eftir er ársins sem hér segir: Júlí Ágúst September Október Nóveihber Desember 2.002 millj. kr. 3.159 millj. kr. 2.678 millj. kr. 2.396 millj. kr. 1.669 millj. kr. 1.368 millj. kr. Fjárvöntunin fer hæst upp í um 3 milljarða, skv. þessari greiðslu- áætlun, sem er þrisvar sinnum meiri fjárvöntun en hún varð mest á s.l. ári. Fjármálastjórnin er því augljóslega að liðast úr böndum. Fjárhagurinn sæmilegur, það sem af hefur verið ársins, enda fyrri hluti ársins alltaf betri, en horfur mjög slæmar nú síðari hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.