Morgunblaðið - 06.07.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1979
5
Þorskveiðar Norð-
manna skornar niður
um allt að helming?
STJÓRNUNARNEFNDí
norskum sjávarútvegi
hefur í hyggju ýmsar
aðgerðir til verndar
„norsk-arktiska“
þorskstofninum. Reiknað
er með að fiskifræðingar
leggi til við ríkisstjórn-
ina, að þorskveiðar verði
dregnar verulega saman
á næsta ári og talið að
þeir leggi til að heildar-
veiðin verði 3—400 þús-
und tonn í staðinn fyrir
684 þúsund tonn á þessu
ári.
I frétt frá fyrrnefndri stjórnun-
arnefnd, sem greint er frá í
„Fiskaren", segir m.a. aö 1975 hafi
Norðmenn veitt 905 þúsund tonn af
þessum þorskstofni, 684 þúsund
tonn 1978 og í ár sé kvótinn í
samræmi við aflann í fyrra. Þær
aðgerðir, sem helzt er talað um til
að halda við vexti og viðgangi
hrygningarstofnsins, er að auka
möskvastærð og loka oftar svæð-
um, þar sem mikið er um ungfisk,
en áður hefur verið gert.
9
Islenzka landsliðið á EM í bridge:
Öruggur 20—0 sigur
gegn Hollendingum
ÍSLENZKA landsliðinu í bridge
gengur vel á Evrópumótinu sem
fram fer í Lausanne í Sviss. í
gærdag unnu þeir Hollendinga
örugglega 20—0 í áttundu umferð-
inni.
Jón, Símon, Guðlaugur og Örn
spiluðu allan leikinn og áttu Holl-
endingar aldrei möguleika í leiknum.
Af öðrum úrslitum má nefna að írar
unnu Júgóslava 20—0 og eru komnir
í annað sætið í keppninni nokkuð
ov ?nt. Þá unnu heimamenn ítali
12—8 og Norðmenn töpuðu fyrir
Austurríki 2—18.
Staða efstu þjóða i Evrópumótinu
er þessi eftir 8 umferðin Frakkland
106, írland 100, Pólland 99, Ítalía 90,
Svíþjóð 86, ísrael 85 og ísland er í
sjöunda sæti með 83 ‘Æ stig.
I gærkvöldi spiluðu íslendingarnir
gegn Þjóðverjum og í dag við Svía.
Höfum orðið varir
við minnkandi sölu
r
— segir framkvæmdastj. Islenzks markaðar
FYRIR NOKKRU skýrðu Neytendasamtökin frá athugunum. sem gerðar
hafa verið á gæðum nokkurra niðurlagningarfyrirtækja og kom þar m.a.
fram að nokkru var áhótavanti framleiðslu fjiigurra fyrirtækja. Mbl. hafði
í gær samhand við forráðamenn tveggja fyrirta'kja. sem ekki hafa þó verið
nefnd í þessu samhandi og spurðist fyrir um hvort orðið hefði vart minni
sölu hjá þeim vegna þessara frétta.
— Við höfum vissulega orðið var
við nokkru minni sölu á vörum okkar
og eru við óánægðir með að það skuli
koma niður á okkur þegar aðrir fara
ekki eftir settum reglum í sambandi
við matvælaframleiðslu, sagði Sig-
urður Björnsson framkvæmdastjóri
íslenzkra matvæla. — Við höfum
ætíð farið alveg eftir þessum reglum,
en fólk tortryggir okkur og við erum
undir grun þrátt fyrir það. Við erum
ekki óánægðir með þessa herferð eða
athugun Neytendasamtakanna, en
það sem við erum óánægðir með er að
ekki skuli hafa verið nefnd þau
fyrirtæki, serh ekkert hefur verið
kvartað yfir, heldur aðeins þau sem
vanrækt hafa aö fara að settum
reglum.
— Það er erfitt að meta það hvort
salan hefur minnkað, en eins og
má-lið var kynnt af hálfu Neytenda-
samtakanna, öll umfjöllun þeirra var
mjög neikvæð, þá hlýtur það að koma
til með að hafa sín áhrif á söluna,
sagði Birgir Þorvaldsson hjá Islenzk-
um sjávarréttum. — Við erum með
fullkomnar merkingar og okkur hafa
ekki borist neinar kvartanir, en hins
vegar er rétt að nefna að hér er um
mjög viðkvæmar vörur að ræða og
stundum þarf ekki annað en að illa sé
hugsað um þær í verzlunum. En á
þessum fréttum Ne.vtendasamtak-
anna var helzt að skilja að allur
lagmetisiðnaðurinn væri í kalda koli
og það er bara alrangt. Einnig er rétt
að taka það fram að ekki þarf nein
sérstök skilríki til að hefja svona
framleiðslu, hver sem er getur keypt
sér dósir og byrjað að leggja í þær
matvæli, fari hann að settum reglum,
en auðvitað væri réttara að menn
væru skyldaðir til að hafa aflað sér
einhverrar kunnáttu áður en lagt er
út í þessa framleiðslu.
Formaður Verðlagsnefndar:
Eimskip vildi 40%
hækkun á stykkja-
vöruflutningunum
— en hækkar sjálft aðra flutninga um 6,5%
BJÖRGVIN Guðmundsson. formaður Vorðlagsncfndar. var í gær
spurður álits á þeim orðum forsvarsmanna skipafclaganna í
viðtöium við Mbl. sl. fimmtudag. að þcir tcldu afgrciðslu
Vcrðlagsncfndar á farmgjöldum skipafclaganna óíaglcga og
félögin hcíðu cngar athugascmdir fengið'við sína útrcikninga.
Björgvin sagði að í beiðni sinni tæki Eimskipafclagið inn í
dæmið fleiri hundruð milljónir. scm ættu að mæta kostnaði við
áhrif farmannavcrkfallsins cn vcrðlagsstjóri hcfði talið að það
ætti að bíða og sjá betur hver hin raunvcruicgu áhrif
verkfallsins yrðu. Bcnnan lið hcfði verðlagsstjóri strikað út úr
hækkunarbciðni skipafclaganna m.a. á þcim forsendum að ekki
va'ri komið í ljós hvort um yrði að ra'ða meiri nýtingu á
skipunum í kjölfar verkfallsins cða ckki og þessi kostnaður biði
athugunar síðar.
Björgvin sagði að þá hefði veru-
lega borið 4 milli í útreikningum
Eimskipafélagsins og afstöðu
Verðlagsnefndar varðandi hækk-
un á öðrum flutningum heldur en
stykkjavörunni, sem heyrði undir
Verðlagsnefnd, en farmgjöld fyrir
útflutning og ýmsa stærri flutn-
inga eins og fyrir Varnarliðið
væru frjáls. I útreikningum Eim-
skipafélagsins um afkomu félags-
ins fyrir yfirstandandi ár hefðu
þeir reiknað með því að fá 6,5%
hækkun á öðrum flutningi á sama
tíma og þeir sækja um 40% hækk-
un á farmgjöldum stykkjavörunn-
ar.
„Þetta þýðir að Eimskip og
raunar skipafélögin öll ætla að
láta stykkjavöruna bera uppi
allan hallarekstur félaganna en
ætla sáralítið að fá í gegnum
aðrar fragtir. Þetta gátu Verð-
lagsnefnd og verðlagsstjóri ekki
fallist á og töldu að þaö ætti að fá
meiri hækkanir á öðrum frögtum
og í útreikningum verðlagsstjóra
gerir hann ráð fyrir því að það
fáist meiri hækkanir á öðrum
frögtum en Eimskip áætlar og þar
af leiðandi þurfi ekki að hækka
eins mikið farmgjöld fyrir
stykkjavöruna," sagði Björgvin.
Þá sagði Björgvin að inn í
þessar umræður um farmgjöldin
hefði komið spurningin um
hversu miklar afskriftir ætti að
viðurkenna og nefndi hann í því
sambandi að á síðasta ári hefðu
afskriftir Eimskipafélagsins num-
ið 1400 milljónum og rekstrarhall-
inn 565 milljónum eftir fyrrnefnd-
ar afskriftir.
orum að fá mikið úr-
val af bolum, buxum,
kjólum, sportjökkum og
"ðrum sumarfatnaði.
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
t^KARNABÆR
Laugavegi 66, sími frá skiptiborði 28155.
Komdu og fáöu þér
SKRÝPIL